Nýja dagblaðið - 15.11.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 15.11.1933, Blaðsíða 2
i X Ý J A ÐA0BI.A9I9 Stórkostleg verílækkun. r Sænska prjónavólin FAMA er frábær að gerð og smíði, enda búin til af hinum vel þekktu HUSQVARNA vopnaverksmiðjum. - Vélin hefir alla þá kosti, sem full- komnustu þýzkar vélar hafa að bjóða, en verðið er miðað við núverandi kaupgetu. Prjónavélar No. 5 — 80 nálar á hlið kosta kr. 420,00 Do. „ 6 — 96 - „ „ „ „ 430,00 Leitið tilboða hjá okkur og glæpist ekki á að kaupa dýrari vélar. „FAMA;‘ prjónavélin býður yður alla þá kosti, sem krafizt verður. Satnband ísl. samvínnufél. Sími 1080. A1 rikissstefxia.il. Ettir Ingvar Sigurðsson „Kærleikurinn er undirstaða góðs og fagurs fjölskyldulífs; hann hiýtur því einnig að vera undirstaða góðs og fagurs þjóðfélagslífs". Frá Alþingi í gær. Þá kom fyrir 3. mál á dag- skrá, sem er frv. sjávarút- vegsnefndar nd. um, að ríkið megi ábyrgjast á næsta árj allt að 70 þús. kr. lán til Nes- kaupstaðar til að reisa síldar- bræðslustöð í sambandi við fiskimjölsverksmiðju þá, sem kaupstaðurinn á nú. Eysteinn Jónsson gerði grein fyrir frv. af hálfu nefndarinnar, enda er það borið fram af nefndinni eftir ósk hans. Taldi hann hátaútveginum eystra brýna nauðsyn vera verksmiðju, sem gæti tekið síld til bræðslu í smáum stíl, en stór síldar- verksmiðja á Seyðisfirði, sem nú er í ráði að reisa með rík- isábyrgð frá í fyrra, kæmi smáútgerðinni sunnar á fjörð- unum ekki að notum. Til máls tóku, auk E. J., Haraldur Guðmundsson og Jó- hann Jósefsson. Síðasta málið á dagskrá var frv. um að heimila ríkisstjórn- inni að taka allt að 1 milj. kr. lán til að láta reisa á Norður- landi næsta sumar síldarverk- smiðju, er bræði minnst. 2000 mál síldar á sólarhring (nú- verandi ríkisverksmiðja bræðir 2500). Þetta frv. er líka flutt af sjávarútvegsnefnd. Finnur Jónsson reifaði málið, og taldi, að skip þau, er skiptu við rík- isverksmiðjuna í sumar hefðu orðið fyrir um 25% aflatjóni af því að bíða eftir afferm- ingu, þegar mest var að gera. Um frv. töluðu Ólafur Thors, Bernharð Stefánsson, Jón Pálmason, Pétur Ottesen og Thor Thors, og vildu sumir reisa verksmiðju við Húnaflóa, en ekki á Siglufirði. En bæði verksmiðjufrum- vörpin virðast hafa góðan byr í deildinni. Innflutningshöftin komin til nefndar og stjórnarskráiu til efri deildar. EFRI DEILD: Innflutnings- höft, Kreppulánasjóður, söfnin og þjóðleikhúsið. Frv. frá Magnúsi Jónssyni um að afnema heimild þá í lög- um frá 8. marz 1920, sem inn- flutningshaftareglugerðin er sett eftir, var til 1. umr. í efri deild í fyrradag og gær. Var það síðasta mál á dagskrá í deildinni í gær og. þá afgreitt til allsherjamefndar og 2. um- ræðu. Hafa þeir M. J. og Jón Þorláksson aðallega haft orð fyrir Sjálfstæðisflokknum í máli þessu, og heimta innflutn- ingshöftin afnumin, en forsæt- isráðherra staðið fyrir svörum. Talað hafa auk áðumefndra, Jón í Stóradal, Bjarni Snæ- björnsson, Eiríkur Einarsson og Kári Sigurjónsson. Hefir forsætisráðherra í ræðum sín- um'dregið fram þrjú meginat- riði innflutningshaftanna: Á- hrif þeirra á viðskiptajöfnuð- inn, hjálp þá, er þau veita landbúnaði og iðnaði í landinu og það hagræði, sem í þeim felist til að bjóða erlendum þjóðum hlunnindi gegn hag- stæðum viðskiptasamningpm. Frv. Jóns í Stóradal og Pét- urs Magnússonar um br. á kreppulöggjöfinni var afgreitt til 3. umr. í gær. Tillaga J. J. um „rannsókn á húsnæði fyrir fornminja- og málverkasafnið“ var samþykkt við eina umr. NEÐRI DEILD: StJórnar- skráin, templaralóðin, sildarverksmiðjur i Nes- kaupstað og á Norður- landi. í neðri deild var stjómar skrárfrv. til 3. umr. og var af- greitt umræðulaust út úr deild- inni með 18 samhlj. atkv. Á það nú eftir að ganga gegnum efri deild. 2. mál á dagskrá í nd. var að ákveða „hvernig ræða skuli“ tillögu til þingsályktunar um kaup ríkisins á húsi og lóð góð- templara vi^5 Vonarstræti í Reykjavík fyrir 200 þús. kr. — Flutningsmenn eru Pétur Halldórsson, Tryggvi Þórhalls- son, Haraldur Guðmundsson og Pétur Ottesen. Um tillöguna voru, eftir uppástungu forseta, ákveðnar tvær umræður. Nefndarálit um kosninga- lög og þingsköp. Stjórnarskrárnefnd neðri deildar hefir afgreitt nefndar- álit um kosningalagafrumvarp- ið, með breytingartillögum í 46 liðum. í nefndinni eru: Vilm. Jónsson (form.), Ey- steinn Jónsson (skrifari), Berg- ur Jónsson, Bemharð Stefáns- son, Gísli Sveinsson, Jakob Möller og Thor Thors. Nefndin er óklofin um þessar brtt., en ágreiningur er um nokkur at- riði, svo sem skipun kjör- stjóma, kjördag og gerð kjör- seðils. Eysteinn Jónsson og Thor Thors eru framsögumenn nefndarinnar. Allsherjarnefnd efri deildar ! hefir afgreitt nefndarálit um | þingskapafrumvarpið og ber ! fram brtt. í 5 liðum. Er nefnd- ! in óklofin. í henni eiga sæti | Jónas Jónsson (form.), Jón Baldvinsson(skrifari og frsm.) og Pétur Magnússon. I Taistöðin í Papey. Eysteinn Jónsson flytur eft- irfarandi tillögu til þingsálykt- unar: „Neðri deild Alþingis álykt- ar að skora á ríkisstjórnina að hlutast til um, að tekin verði upp nú þegar eða um ára- mót næstu starfræksla tal- stöðvarinnar í Papey“. QSófmcmittt - íþróttxt - íiðtit ■ 0^* n Kiels Bukh og íþróttaskólinn i Ollerup. Niels Bukh skólastjóri og stofnandi íþróttaskólans í Olle- rup, er með kunnustu íþrótta- frömuðum, sem nú eru uppi. Niels Bukh er fæddur og uppalinn í Vallekilde á Sjá- landi. Hann var af fátæku for- eldri og áttu foreldrar hans fyrir mörgum börnum að sjá og höfðu ekki efni á að veita þeim skólamenntun. Niels var mjög framgjarn og einkum snerist hugur hans snemma að íþróttum. En. þeg- ar brast að afla fjárins, réðist hann til sjósóknar, því að hann hugði það vænlegast til fjáröfl- unar. Réðist hann tvö sumur á skip, er stundaði dragnóta- veiði hér við land. Var það hlutaráðning og komu 10 kr. í hlut fyrra sumarið, en síð- ara sumarið borgaði hluturinn ekki fæðið. Sá Niels þá, að betra mundi vera að stunda landbúnaðarvinnu heima í Dan- mörku. Eftir að hann hafði unnið þar fyrir sér í nokkur ár, treysti hann sér til að sækja um skólavist í Askov. Þar var hann í tvo vetur. Síðan reisti hann bú og bjó um 3—4 ára skeið og farnaðist vel. Jafnframt kenndi hann leikfimi, er hann hafði numið í Askov, í ýmsum íþróttafélög- um í nágrenninu. Ekki undi Bukh búskapn- um til lengdar. Hann fór í kennaraháskólann í Kaup- mannahöfn og stundaði þar íþróttanám árlangt. Þá var hann þrítugur að aldri. Bukh var mjög duglegur nemandi á kennaraháskólanum, en sérstæður í skoðunum um leikfimiskennslu. Því gat hann ekki fellt sig við kennsluna í kennaraháskólanum, sem mest var sniðin eftir sænskum fynr- myndum. Þegar hann skömmu síðar varð leikfimiskennari við Ollerup Folkehþj skole, þver- braut hann flestar þær reglur, sem honum höfðu verið kennd- ar í Kennaraháskólanum. Það var upphaf að nýrri kennsluaðferð. Leikfimi Bukhs var að ýmsu mjög frábrugðin sænsku leik- fiminni. Æfingarnar voru hraðari og fjörugri. Þær reyndu vöðvana meira og örar. Bukh fékk þegar hinn mesta andróður meðal danskra leik- fimiskennara- Þeir sögðu, að leikfimi sú, er hann kenndi, væri stórhættuleg fyrir mann- légan líkama, menn ofteygðust og fengju hryggskekkju. Blaðamennirnir voru þó enn- þá róttækari, Þeir kröfðust, að þessi geggjaði leikfimiskennari í Ollerup yrði tekinn og lokað- ur inni, þar sem hann gæti ekki unnið danskri æsku tjón með sínum „fanatisku“ æfing- um. Niels Buhk svaraði þessu með því að setja á stofn einka- skóla rétt við Ollerup Folke- hþjskole, í húsi, sem kallað er „Borgen“. Þar byrjaði hann sjálfstætt starf 1914 með 12 nemendur. Við þá, sem snerust móti að- ferð hans, sagði Bukh: „Herrar mínir! Takið meðal- mann, sem ég hefi kennt í 4—5 mánuði, og annan meðal- mann, sem stundað hefir gömlu sænsku leikfimina í 10—15 ár. Ég skal ábyrgjast, að læri- sveinn minn mun hafa meiri lipurð til að bera. Hinn mun hinsvegar hafa . meiri „stíl“ í sínum hreyfingum. Almenning- ur verður svo að dæma um, hvort hann vill heldur. Danskir æskumenn kusu leikfimi Bukhs. Nú fer hans leikfimi sigrandi um alla Dan- mörku. 1919—1920 reisti Bukh stór- hýsi yfir skóla sinn í Ollerup. 1925 byggði hann sundhöll við skólann. Laugin er 25X8 m. að stærð. Og 1932 reisti hann við skóla sinn stærstu og full- komnustu íþróttahöll Evrópu. Hún er að grunnfleti 75X45 metrar og 20 m. að hæð. Fyrir norðurgafli hennar er opin sundlaug 27U2X-L2 m. og 6 m. djúp. Stökkbrettin við hana eru 10 m. há. íþróttaskóli Bukhs er nú langíjölsóttasti íþróttaskóli Norðurlanda. Sækja hann 450 —500 nemendur árlega, auk þeirra, er sækja hin stuttu námskeið, sem við skólann eru haldin. Skólinn starfar 5 vetrarmán- uði fyrir karlmenn og 3 sum- armánuði fyrir stdlkur. Skól- inn er sóttur frá öllum löndum Evrópu, vestan frá Ameríku og austan frá Indlandi, Kína og Japan. Bukh leggur mikið á sig til að kynna skólann og íþrótta- kennslu sína. Hann er í sí- felldum sýningarferðum með úrvalsnemendur sína, karla og konur. 1927 kom hann hingað. 1931 fór hann með flokka umhverfis jörðina og hlaut af þeirri ferð mikla frægð. Þessa dagana er Bukh að koma heim úr ferð til Ung- verjalands og Frakklands. Rögnvaldur Sveinbjörnsson. Islenzkir stúdentar i Sviþjóð. Svénska Dagbladet birti nýlega viðtal \ið rektor háskólans í Stokkhólmi þar sem hanri talar um komu í.slenzkra stúdenta til liáskólans þar. Lætur hann í Ijóm ániégju sína yfir því að svo margir Islendingar komi nú til báskóians til náms og segist vera því hlynntur að prófréttindi ísl. stúdenta við sœnska háskóla verði aukin. Sænsk-íslenzka félagið hefir sótt um það til sænsku rikisstjórnarinnar, að hún leyfi, að ísl. stúdentar fái náms- ogpróf- í'éttindi við sænska háskóla. Hef- ir sænska stjórnin nú fengið allai' þær uppiýsingar þessu viðvíkj- andi, sem hún hefir- óskað eftir, og ei'ii mikil líkindi ti^ þess að taknst muni að íá prófréttindi ís- lenzkum stúdentum til handa.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.