Nýja dagblaðið - 17.11.1933, Blaðsíða 1
NYJA
1. ár.
Reykjavik, föstudaginn 17. nóv. 1933.
18. blað
ÍDAG
Sólaruppkoma kl. 9.05.
Sólarlag kl. 3.20.
Háflóð árdegis kl. 4.45.
Háflóð síðdegis kl. 5.05.
Veðurspá: Sunnan kuldi, þýðviðii
og dálítil rigning.
Ljósatimi lijóla og bifreiða 3.55 e.
m. til 8.25 árd.
Söfn, skrifstofur o. fL:
Landsbókasaliiið opið kl. 1-7 og 8-10
pjóðskjalasaínið ......... bpið 1-4
pjóðminjasafnið .......... kl. 1-3
Náttúrugripasai'nið ....... kl. 2-3
Alþýðubókasaínið .... opið 10-10
Landsbankinn .... opinn kl. 10-3
Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-3
IJtvegsbankinn .. opinn kl. 10-4
Útibú Landsbankans á Klappar-
stíg ...........,...... opið 2-7
Sparisjóður Rvíkur og nágrennis
opinn kl. 10-12 og 5-7V2
Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6
Bögglapóststofan .... opin 10-5
Landsíminn ............. opinn 8-9
Búnaðarfél. Skrifst.t. 10-12 og 1-4
Fiskilél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5
Samband isl. samvinnufélaga
opið ............... 9-12 og 1-6
Sölusamband isl. fiskframleiðenda
10-12 og 1-6
Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6
Eimskipafél. ísiands .... opið 9-6
Skrifst. bœjarins opnar 9-12 og 1-4
Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4
Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4
Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4
Hafnarskrifstoían opin 9-12 og 1-6
Stjórnarráðsskrifstofurnar
opnar 10-12 og 1-4
Tryggingarstofnanir ríkisins
opnar kl. 10-12 og 1-5.
Baðhú« Reykjavíkur opið kl. 8-8
lvlœðrastyrksnefndin í pingholts-
stræti 18 .............. kl. 8-10
Heimsóknartími sjúkrahúsa:
Landsspítalinn ............ kl. 3-4
Landakotsspitalinn ............ 3-5
Laugarnesspítali ...... kl. 12^-2
Vífilstaðahælið 12^1^4 og 3^2-4%
Kleppur .................... kl. 1-5
Næturlæknir: Bei'gsveinn Ólafsson
Suðurgötu 4. Sími 3677.
Næturvörður í Ingólfsapóteki og
Laugavegsapóteki.
Skemmtanir og samkomur:
Gamla bíó: Nótt eftir nótt kl. 9.
Amerísk talmynd.
Nýja bíó: Ólán fylgir auði kl. 9.
Alþingi: Fundur í báðum deildum
kl. 1.
Hæstiréttur kl. 10.
Samgöngur og póstferðir:
Póstbíll til Garðsauka og Eyrar-
bakka og Stokkseyrar.
Suðurland frá Borgarnesi.
Dagskrá útvarpsins.
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
Endurtekning frétta o. fl. ping-
fréttir. 19.00 tónleikar. 19.10 veð-
urfregnir. 19.20 tilkynningar, tón-
leikar. 19,35 Erindi Búnaðarfélags-
ins: Teódór Arnbjarnarson. 20,00
Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Kvöld-
v aka.
Bæjarstjórnarfundur í gær
Byggingarsamvinnufélagið. Reikuingar
bæjarins 1932. Kosning niðurjöfnunar-
nefndar. Lögreglumálin.
Bæjarstjórnarfundur hófst í
Kaupþingssalnum kl. 5 sd. í
gær, og var margt áheyrenda.
14 mál voru á dagskrá.
Lesnar voru og samþykktar
rúml. 40 brunabótavirðingar.
Samþykkt var að bærinn
noti forkaupsrétt sinn, að
erfðafestulöndunum Norður-
mýrarblettur V og VII, sem
H/f. Xol og Salt býður til sölu
fyrir 27 þús. kr. 7 þús. borg-
ist við afsal, en eftirstöðvar
með jöfnum afb. á 20 árum
með 6% vöxtum. Landið er
um 4 ha. að stærð — og var
leigt á erfðafestu um 1890, en
erfðafestubréfið er týnt, segir
borgarstjóri.
Fyrir fundinum lá afgreiðsla
byggingarnefndar viðvíkjandi
byggingarleyfum til Bygging-
arsamvinnufélags Reykjavíkur.
Nefndin hafði mælt með, að
leyft yrði að byggja 10 stein-
hús 67,5 ferm., 10 timburhús
67,5 ferm., 7 timburhús 74,88
ferm.
En 6 tvíbýlishús 100,44
ferm. að stærð, skift í tvennt
með eldvarnarvegg, hafði
nefndin synjað um leyfi fyrir.
Tillaga um að leyfa einnig
þessi 6 tvíbýlishús, var samþ.
með 7:5 atkv. í bæjarstjórn-
inni.
Þá voru teknar fyrir og
samþykktar nokkrar fundar-
gerðir nefnda. En því næst
voru teknir til meðferðar
Bæjarreikníngarn'
ir 1932
Einn af bæjarfullirúun*
um:
Bæjarreikningarnir
eru ekki rétiir, óná*
kvæmir og gefa sára*
litla h.ugmynd um það,
sem þeir eiga að
skýra frá.
Jón Þorláksson borgar-
stjóri:
Það er ekki mér að
kenna.
Pétur Halldórsson:
Það er of dýrt að
hafa bæjarreikning-
] ana rétta.
! Út af bæjarreikningnum
I urðu langar umræður, og var
' af ýmsum bæjarfulltrúunum
! deilt fast á reikningsfærsluna.
Framh. á 3. síðu.
Skuggamynd úr bæjarlifinu
1 fyrrinótt gerðist atburður
hér í bænum, óglæsilegur að
vísu, en þó svo vaxinn, að rétt
þykir að skýra frá honum. Er
það gert í því skyni að Reyk-
vískir borgarar viti hvað langt
er komið — líka í því sem
miður fer — og er þá hægara
við að sjá.
Á White Star.
Ungur sjómaður úr ná-
granna-verstöð kom hingað til
bæjarins í fyrradag. Um kvöld-
ið hugðist hann að gera sér
glaðan dag. Lenti haxm inn á
veitingastaðinn „White Star“
og mun þá hafa verið orðinn
eitthvað ölvaður. Var þar all-
margt fólk fyrir, einkum ungt
kvenfólk. Tóku nú stúlkumar
að keppast um að ná hylli
hans og settust þær, sem að-
gangsfrekastar voru, í fangið
á honum. Þar var og maður
nokkur rúmlega þrítugur, sem
gaf sig að sjómanninum og
settist við borðið hjá honum.
Stúlka sú, sem í lokin varð
hlutskörpust í samkepjpninni
um aðkomumanninn er á þrí-
tugsaldri og nokkuð kunn hjá
lögreglunni. Sitja þessi þrjú
við sama borð, en sjómaðurinn
leggur fram fé fyrir veiting-
um.
Peningum stolið.
Þegar liðið er á kvöld ræðst
það, að sjómaðurinn fari með
stúlkunni, en hinn maðurinn
fylgist með, að tilmælum stúlk-
unnar, og að því er sjómann-
inum skilst, til þess að útvega
húsnæði. Fæst herbergið hjá
trésmið nokkrum uppi á Berg-
staðastræti. Þegar þangað er
komið, er húsráðandi sendur
eftir áfengisflösku, sem sjó-
maðurinn borgar. Er nú setið
að sumbli. í herberginu var
rúm og legubekkur og semst
svo um, að sjómaðurinn og
stúlkan fái næturgistingu í
rúminu, en húsbóndinn ætlar
sér að sofa á legubekknum.
Eru nú þessar fjórar mann-
1 eskjur þarna inni, þegar það
verður að ráði, að sjómaður-
Framh. á 3. síðu.
Stjórnarskíptín
Konungur veitir ráðuneytí
Ásgeirs Asgeirssonar lausn
en íelur því að annast stjórn-
arstörf fyrst um sinn.
Svohljóðandi skeyti barst
forsætisráðhérra frá konungi í
gær:
Eftir að Vér höfum meðtek-
ið skeyti yðar frá 15. þ. m. og
af þeim ástæðum er þér takið
þar fram, veitist hérmeð yður
sem forsætis- og fjármálaráð-
herra, dómsmálaráðherra
Magnúsi Guðmundssyni og at-
vinnu- og samgöngumálaráð-
berra Þorsteini Briem lausn
frá ráðherraembættum, og
óskum Vér jafnframt að þér
og þeir annizt embættisstörf
ráðherranna eins og hingað til
þar til önnur skipun verður
gerð.
Christian R.
Þjóðverjar semja
við Pólverja.
Berlin kl. 11.45 16/11. FU.
Þýzkaland og Pólland hafa
gert með sér samning um að
hvorugt skuli ráðast á hitt
með ofbeldi. Hefir pólski sendi-
herrann í Berlín, Lipsky, stað-
ið fyrir samningaumleitunum
um þessi mál, og var samning-
urinn undirskrifaður í gær.
Telja pólsk blöð, að þessi samn-
ingur muni leiða til nánara
sambands milli Þýzkalands og
Póllands^ og að honum muni
ef til vill síðar verða breytt í
fullkominn hlutleysissamning.
Þessi samningagerð vekur
allmikla eftirtekt um allan
heim, því að menn hafði ekki
grunað að neitt slíkt væri á
döfinni, og undanfarið hefir
verið heldur grunnt á því góða
milli Þjóðverja og Pólverja.
Sérílagi virðast Frakkar hafa
orðið fyrir vonbrigðum út af
samningnum, og deila frönsku
blöðin allhart á pólsku stjórn-
ina fyrir að hafa gert þetta á,
bak við Frakka. Blaðið Ere
Nouvelle telur að nú sé kom-
inn tími fyrir Frakka að semja
sjálfir við Þjóðverja !um hlut-
leysi, en önnur blöð telja að
það sé ekki heppilegt að svo
stöddu, að minnsta kosti ekki
án þess að bandaþjóðir Frakka
hafi hönd í bagga með.
Flughafnir á
Atianzhafi.
London kl. 17 16/11. FU.
Ráðuneyti opinberra verka í
Bandaríkjunum hefir nú á-
kveðið að láta smíða til reynslu
fljótandi stöð fyrir flugvélar,
og á að setja hana á Atlantz-
hafið. Ef hún reynist vel,
hafa Bandaríkjamenn í hyggju
að koma slíkum fljótandi flug-
höfnum fyrir í Atlantzhafinu
i með svo sem 500 mílna milli-
! bili, á flugleiðinni milli Ame-
á að reyna hana til þrautar
áður en fleiri verða smíðaðar.
Þessi tilraun Bandaríkja-
manna fer í sömu átt og til-
raun sem Þjóðverjar hafa gert
í sumar á flugleiðinni milli
Afríku og Suður-Ameríku, en
þar hafa þeir haft sérstakt
flugvélasldp, Westphalen, sem
tvær flugvélar hafa lent í.
Þetta hefir þótt gefast vel.
ríku og Evrópu. Gert er ráð
j fyrir því, að sú flughöfn sem
j nú á að smíða, rnuni kosta
1 hálfa aðra milljón dollara, og
Slys á Sígiuftrði.
Maöur tellur út-
byrðis og drukkn-
ar.
Siglufirði 16. nóv.
Vilhjálmur Sveinsson af
Siglúfirði, ættaður úr Kaup-
angssveit, reri í gær einn á
báti frá Sigiufirði og hefir
ekki komið fram. — Nánari
atvik eru þessi: 1 morgun
fannst á Siglufirði mannlaus
smábátur liggjandi við akkeri,
en færi var úti og bundið við
bátinn. Síðar vitnaðist, að Vil-
hjálmur, sem áður er getið,
hafði íengið bátinn lánaðan,
' og róið á honum einn til fiskj-
I ar um kl. 5 í gærdag. Síðan
hefir ekki til Vilhjálms spurzt,
og ætla menn, að hann hafi
fallið útbyrðis.
Lögreglan á Siglufirði slæddi
í firðinum í dag. Um kl. 17 í
dag hafði það engan árangur
borið. — FÚ.
Innflutningur Gyð-
inga tii landsins
helga.
Berlin kl. 11.45 16/11. FU.
Við landamæri Palestínu hafa
nú verið settar brezkar og
Arabiskar herdeildir, til þess
að gæta þess að Gyðingar kom-
izt ekki inn i landið í óleyfi.
Upp á síðkastið hefir mjög
mikið borið á því, að Gyðing-
ar hafi ferðazt um Palestínu
án þess að hafa innfararleyfi,
og verða nú öll farartæki, sem
fara inn í landið, rannsökuð, til
þess að koma í veg fyrir slíkt.