Nýja dagblaðið - 28.11.1933, Page 4

Nýja dagblaðið - 28.11.1933, Page 4
4 K T J A DAGBLABIB Anuáll. Aöalfundur í Framsóknarfélagi Reykjavíkur var haldinn í gær- kvöldi. Verður nánar skýrt frá honum í blaðinu á morgun. Tryogvi Jóhannesson á tirettis- götu 20 B, er tekinn var fyrir brugg um daginn, var a laugar- daginn dæmdur í 500 kr. sekt. munu verða fluttir fyrirlestrar um ýms önnur efni, sem gð búnaði iýtur. Dr. Gunnl. . Claessen flytur í kvöld erindi í útvarpið um heil- brigðismál skólabarna. Er það alþýðufræðsla Rauðakrossins. U. M. F. Velvakandi heldur íund í Kaupþingssalnum í kvöld kl. 9. urinn, sem þar er settur, Guð- mundur Benediktsson öll atkvæð- in. Mjólkurneyzla skólabarna. Mjólk- ursala og mjólkurgjafir byrja i barnaskólum bæjarins innan fárra daga. Öllum heimilum, sem eiga börn í skólunum eru sendar fyrir- spurnir um það, hvort þau viiji að börn þeirra fái mjólk í skólan- um og hvort þau vilji fá hana keypta eða gefins. það er ætlazt til þess að þeir borgi sem geta, en hinsvegar einnig ætlazt til þess að allir sem ekki treysta sér til að borga mjólkina, óski eftir að börn þeirra fái hana gefins, og telst það ekki sveitastyrkur. það hefir komið fyrir undanfarið, að börn, sem ekki hafa fengið mjólk í skólanum, hafa horft tárvotum augum á félaga sína drekka mjólkina. Foreldrar! Látið það ekki koma fyrir í vetur, hugsið aðeins um vellíðan og heilsu barna yðar, þegar þér svarið fyrir- spurninni um mjólkurkaup eða mjólkrugjafir í skólanum. S. Verklýðsfélag Bolungarvíkur hefir samþykkt áskorun þess efn- is til Alþ.sambands Vestfirðinga- fjórðungs, að það vinna öfluglega á móti því, að áfengissala verði leyfð á sambandssvæðinu eða að nokkur bruggun eða sm.vglun geti þriíizt þar. — F.Ú. Kristján Kristjánsson fulltrúi lögmanns var í gær af dómsmála- ráðuneytinu skipaður setulögreglu- stjóri i rannsókninni út aí hót- anabréfunum, með því að lög- reglustjórinn i Reykjavík hafði úrskurðað sig úr málinu eins og skýrt hefir verið frá hér í blað- inu. í Manchester Guardian 10. þ. m. er sagt fpá deilu þeirri, sem risið hefir milli ráðuneytisins , á Malta og brezka landstjórans þar og endaði með því, að iandstjórinn setti ráðuneytið af og tók stjórn- ina alveg í sínar hendur. Deilan reis út af breytingu á stjórnar- skrá eyjarinnar, þar sem ákveðið var, að enska og mál eyjabúa skyldu kennd í bamaskólum, en ítalska í æðri skólum. Stjórnin, sem búið er að setja af, vildi hafa ítölsku í barnaskólunum líka. En Manchester Guardian segir, að aðeins 10% af eyjabúum tali ítölsku. í Englandi eru nú samkvæmt nýjustu hagskýrslum % miljón fleiri bifreiðar í umferð en á sama tima í íyrra. Mikið af þessari aukningu eru nýjar bifreiðar, sem ekki hafa verið í notkun undan- farið — vegna fjárhagsörðugleika. Biíreiðarslys. Milli kl. 2 og 3 á sunnudaginn vildi slys til skammt frá sandgryíjunni við Suðurlands- veginn. Maður að nafni Guðmund- ur Sigurðsson Sogabletti 6 fékk að sitja aftan á flutningabifreið- inni RE 786, frá gatnamótum Langholtsvegs og Suðurlands- vegs, niður að sandgrýfju. þar stanzaði bifreiðin og fór Guðmund- ur aí henni, aftur af pallinum. í sama bili kom önnur bifreið að neðan úr bænum og ók framhjá og ienti hún á manninum, sem féll við og missti meðvitundina. Var hann fluttur á Landsspítal- ann og sýndi sig við læknisskoð- un, að liann hafði íótbrotnað. Ekki er ennþá fyllilega kunnugt með hverjum hætti þetta hefir atvikazt því réttarhöldum er ennþá ekki lokið. Bifreiðin, sem ók á mann- inn, var RE 999. NámsskeiS Helgu Thorlacius í matreiðslu úr kjöti, fiski og æti- jurtum, byrjar í dag á Bárugötu 13. Börn meiSa slg á dynamit. í gær voru drengir að leika sér ini við Pípuverksmiðju, höfðu þeir náð í dynamithvellettu og sprengdu hana á steini. Hljóp skotið i höndina á 5 ára dreng, og mun hafa brotnað bein í hend- inni. Fisksalan. Tryggvi gamli seldi i Grímsby í gær 2200 körfur fyrir 896 sterlingspund. Andri seldi einnig í gær á sama stað 2300 körfur fyrir 948 sterlingspund. Timburskip, sem heitir Ophir, kom í gær til Völundar. Selioss fór i gærkvöldi áleiðis til Leith og Antwerpen. Hvítabandið hefir fengið leyfi hjá stjómarráðinu til þess að starfrækja sjúkrahús hér í bæn- um, með því móti að taka ekki berklasjúklinga eða aðra, sem hafa næma sjúkdóma. Námskeið fyrir eftirlitsmenn nautgriparæktarfélaga og íorða- gæzlumenn, byrjaði hér í Rvík í gær. Kennt verður að útfylla skýrsiur, færa búreikninga, og að mæla fitu og mjólk. Auk þess Gullverð isl. krónunnar er nú 54.86 gullaurar, miðað við fransk- an franka. Skipafregnir. Esja var á Vopna- firði um hádegi í gær. Gullfoss ej' í Kaupmannahöfn. Goðafoss fer til Hull og Hamborgar í kvpld. Biúaifoss fór frá Leith 25. þ. m. á leið til: Vestm.eyja. Dettifoss ei' í Hamboi'g og fer þaðan í dag. Lagarfoss er á Akureyri. Selfoss fór til Leith og Antwerpen í gær- kvöldi kl. 6. Gestir i bænum: Jón Sigui-ðsson hreppstjóri á Haukagiii, Guðbjart- ur Kristjánsson bóndi á Hjarðar- felli. Helgi Ilannesson kaupfélags- stjóri frá Sumarliðabæ, B.jarni Kolbeinsson bóndi Mástungu, Jó- lmnn Kolbeinsson bóndi Hamars- heiði, Ágúst Sveinsson bóndi Ás- um, Jóhann Sigurðsson bóndi Núpum. Bifreiðarslys. Á sunnudagskvöld- ið vildi það slys til á móts við húsið nr. 140 á Laugavegi, að flutningabifreið ók á 2 drengi, annan 15 ára en hinn nokkuð yngri, báðir til heimilis á Frakka- stíg 2. Meidust báðir drengirnir töluvert, en þó ekki hættulega. Bifreiðin ók áfram án þess að sinna um drengina og hefir ekki ennþá liafst upp á hvaða bifreið þetta hefir verið. Eftirgrenslanir um liver bifreiðarstjórinn hefir verið, halda áfram. Reglugerð um barnavernd var auglýst í Lögbirtingablaðinu nú fyrir heigina og staðfest af kirkju- málaráðuneytinu. Er þar bannað í umdæmi barnavémdamefndar Reykjavíkur að selja unglingum innan 16 ára aldurs tóbak, hverju nafni sem nefnist. Sömuleiðis er bönnuð sala á spýtubrjóstsykri og öðrum sætindum, sem barna- verndarnefnd telur beinlínis eða óbeinlínis hættulegt. Sjónleika og aðrar skemmtanir mega böm ekki sækja nema barnaverndarnefnd samþykki skemmtunina, og blöð og bækur mega börn ekki seija nema rneð leyfi nefndarinnar. Prestskosning fór fram að Barði í Fljótum 10. þ. m. og hlaut prest- Nýtt ráðuneyti í Frakkiandi. London kl. 17 27/11. FÚ. í frönsku stjórninni, sem Chautemps hefir myndað, eru allir sömu ráðhei'rar og- í fyrra ráðuneyti, að tveim undan- teknum. Bonnet er fjármála- ráðherra áfram, Paul-Boncour utanríkismálaráðherra, Dela- dier hermálaráðherra og’ Sar- raut flotamálaráðherra. Chau- temps heldur áfram að gegna innanríkisráðherraembætti auk embættis forsætisráðherra. — Herriot færðist undan að taka sæti í ráðuneytinu, og bar við heilsubresti, en hinsvegar hefir hann fallizt á að verða full- trúi frönsku stjórnarinnar á Þ j óðabandalagsf undi. # Ódým 0 auglýsinga rnar. Kennsla ÖKUKENNSLA. Steingr. Gunnarsson Bergst. stræti 65, heima. Sími 3973 eða á Aðalstöðinni. Sími 1383. Handlagin stúlka getur kom- izt að við kjólasaum strax. — Saumastofan Tízkan, Austur- stræti 12. Ódýrastar og beztar vörur á Vesturgötu 16. Sími 3749. VERZLUNIN BRÚARFOSS Allsherjarverkfall London kl. 19.50 26/11. F0. Arabar í Palestínu hafa í hyggju að stofna til allsherj- arverkfalls í landinu á þriðju- dag og miðvikudag, sem and- mæli gegn því, að helztu leið- togar Araba hafa verið dregn- ir fyrir lög og dóm út af ó- eirðunum, sem þeir stofnuðu til 13. og 27. október sl. Tyrkir gera hlut- leysissamninga. Normandie kl. 0.10 27/11. FÚ. Utanríkisráðherra Tyrkja lagði af stað í gær til Belgrad og er þess getið til, að 1 vænd- um sé að Tyrkland og Jugo- Slavia geri með sér samskonar hlutleysis-samning og Tyrkir og Grikkir gerðu nýlega. A. Greinar þær sem merktar eru með A í Nýja dagbl. hef ég ritað. Sumar þeirra hafa verið teknar upp í Tímann. En þar hafa einnig aðrar greinar komið, sem eins eru merktar, t. d. Skáldskapur um vega- vinnukaup, og hef ég ekki rit- að þær. Amór Sigurjónsson. Dönsku ríkisjámbrautimar hafa í ár haft þriggja miljón króna tekjuafgang, en i fyrra var fjögra miljóna króna tekjuhalli á relcstri þeirra. — FÚ. Umvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. Sími 1245. Ef yður vantftr góð og ódýr húsgögn, þá munið Trésmiðj- una á Frakkastíg 10, sími 4378. Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssöln. Skrifstofan í Aðalstræti 9 B opin ld. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. Tilkynningar | Gerið svo vel að hringja upp 2266 eða 4262, þegar ykktir vantar nýjan fisk. Reiðhjólaverkstæðið „Óðinn“ Bankastræti 2. Allar reiðhjólaviðgerðir fljótt og vel af hendí leystar. Tök- um hjól til ge.vmslu yfir vet- urinn. Atvinna Vetrarmann vantar í sveit. Uppl. hjá Friðjóni Jónssyni, Njarðargötu 39, kl. 8—9 í kvöld og 10—12 f. h. á morguh. Þingeyingur, vanur sveitá- vinnu, einkum fjármennsku, óskar eftir atvinnu. Úppl. í síma 2950 kl. 12—1 og 7—“8. Ungur maður óskar eftir at- vinnu í bænum. Kaupódýr. Til- boð merkt „12“ sendist Nýja dagblaðinu. RAUÐA HUSIÐ. stæða fyrir hann að draga á langinn. Þvert á móti hlaut hann að finna það, að á því reið að komast svo fljótt sem unnt var inn í stofuna til þess að handsama fantinn Robert. En svo fer hann lengstu leiðina. Hvers vegna? Og svo — hversvegna að h 1 a u p a — þetta er einmitt spurningin, sagði Ant- ony við sjálfan sig, og fékk sér nú í pípu sína, og skrattinn hafi það ef ég get svarað henni. Það getur reyndar verið, að Cayley sé bara huglaus bjálfi. Hann var ekkert að flýta sér til þess að verða fyrir byssu Roberts og svo vildi hann í þokkabót láta mig halda, að hann væri að rifna af ákafa. Þetta gæti verið skýring, en þá verður Cay- ley að vera raggeit, er hann það? Ja, minnsta kosti var hann ekki smeykur að horfa inn um gluggann. Nei, ég vil fá betra svar. Þarna sat hann með ótendraða pípuna í hend- inni og braut heilann. Langt inni í hugskoti hans leyndust nokkrar staðreyndir og biðu þess að þær væri kallaðar fram og grannskoðaðar. 1 bili hróflaði hann ekkert við þeim. Þær myndu koma fram seinna, þegar hann þyrfti þeirra við. Hann hló við og kveikti nú í pípunni. — Ég vildi fá mér nýtt viðfangsefni, og það hefi ég nú fundið. Antony Gillingham, einkaspæjari. Ég byrja í dag. Það skal nú fyrst um sinn ósagt látið, hvaða hæfi- leika Antony Gillingham hafði til þessa nýja starfs, en eitt var víst, að hann hafði heila, sem var skarp- ur og skjótur til starfs. Og þessi skarpi heili hafði þegar sagt honum, að á þessu augnabliki var hann eini maðurinn í þessu húsi, sem gat óhindraður leit- að sannleikans í málinu. Lögreglufulltrúinn var kom- inn og hann hafði fundið hér dauðan mann og feng- ið að vita, að annar maður var horfinn. Það var mjög sennilegt, að sá, sem horfinn var, hefði skotið hinn, sem dauður lá. En það var meira en sennilegt, það var næstum því áreiðanlegt, áð lögreglufulltrúinn myndi hefja starf sitt með því, að álíta þessa mjög sennilegu lausn málsins óyggjanlega og hana eina rétta. En af því leiddi að hann myndi lítinn hug á því hafa að taka til íhugunar fordómalaust nokkra aðra lausn. Og allir hinir — Cayley, gestirnir og þjónustufólkið — höfðu myndað sér ákveðnar skoð- anir á málinu fyrir fram; Mark í vil (eða ef til vill — þótt hann vissi það ekki, á móti Mark) ;; vilhallt hver öðrum eða andstætt hver öðrum. Gangandi út frá því, sem talað hafði verið í morgun, höfðu þau myndað sér skoðun um það fyrirfram hverskonar maður Robert væri. Ekkert þeirra gat litið á málið hlutdrægnislaust. En það gat Antony. Hann þekkti Mark ekki nokk- urn hlut; hann vissi ekkert um Robert. Hann sá þann, sem dauður var, áður en hann vissi hver hann var. Hann hafði vitað, að eitthvað sorglegt hafði hent, áður en hann fékk hugmynd. um það, að maður hefði horfið. Fyrstu áhrifin, sem eru svo afar þýðingarmikil, voru hér í heild sinni aðeins til góðs; þau stöfuðu frá athugunargáfu sjálfs hans, ekki tilfinningum hans eða athugunargáfu annara. Hann hafði miklu betri skilyrði til þess að komast að sannleikanum í málinu heldur en lögreglufulltrú- inn. Vera má, að Antony gerði Birch lögreglufulltrúa dálítið rangt til í þessu. Að vísu trúði Birch því áreiðanlega, að Mark hefði skotið bróður sinn. Ro- bert hafði verið vísað inn í vinnuherbergið (vottur Audrey). Mark hafði farið inn til Roberts (vottur Cayley); heyrzt hafði, að þeir Mark og Robert töl- uðu saman (vottur Elsie) ; skot heyrðist (vottar öll saman) ; þegar komið var að lá Robert dauður (vottar Cayley og Gillingham). Og Mark var horf- inn. Það var því augljóst, að Mark hafði drepið bróður sinn, annaðhvort af slysi, eins og Cayley

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.