Nýja dagblaðið - 09.12.1933, Síða 1
í DAG
Sólaruppkoma kl. 10,09.
Sólarlag kl. 2,31.
Iláfíöð árdegis kl. 9,45.
Háf'Ióð síðdogis kl. 10,05.
l.jósatími lijóla og bifreiða kl. 3,20
e. m. til 9,10 árd.
Yeðurspá: Vaxandi suðaustan
kaldi. Dálítil rigning.
Söín, skriístoiar o. £L:
Landsbókasafpið opið kl. 1-7 og 8-10
þjóðskjalasafnið ........ opið 1-4
þjóðminjasaínið lokað.
Náttúrugripasafnið lokað.
Alþýðubókasafnið .... opið 10-10
Landsbankinn .... opinn kl. 10-1
Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-1
ÚtVegsbankinn .... opinn ki. 10-1
Útibú Landsbankans á Klappar-
stíg ................... opið 2-7
Sparisjóður Rvíkur og nágrennis
opinn kl. 10-12 og 5-7%
Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6
Bögglapóststofan .... opin 10-5
Landsíminn .............. opinn 8-9
Búnaðarfélagið opið 10-12 og 1-4
Fiskifél....Skrifst.t. 10-12 og 1-5
Samband ísl. samvinnufélaga
opið kl. 9-12 og 1-6
Söiusamband ísl. fiskframleiðenda
opið ............... 10-12 og 1-4
Eimskipafél. íslands .... opið 1-4
Skrifst. bæjarins .... opnar 9-12
Skrifst. lögmanns .... opin 10-12
Skrifst. lögreglustj. —— opin 10-12
Skrifst. tollstjóra .... opin 10-12
Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6
Stjórnarráðsskrifstofumar
opnar 10-12 og 1-4
Tryggingarstofnanir ríkisins
opnar 10-12 og 1-4
Heimsóknartími sjúkrahúsa:
Landsspítalinn ............ kl. 3-4
Landakotsspítalinn ............ 9-5
Laugarnesspitali ...... kl. 12%-2
Vífilstaðahælið .. 12%-2 og 3%-4%
Kleppur .................... kl. 1-5
Næturvörður í Reykjavíkurapóteki
og lyfjabúðinni Iðunn.
Næturlæknir: Valtýr Albertsson,
Túngötu 3, simi 3751.
Skemmtanir og lamkomni;
Nýja Bió: Grænland kallar, kl. 9.
Gamla Bíó: Morðgáta aldarinnar,
Iðnó: Gestamót ungmennafélag-
anna kl. 9.
Oddfellowhúsið: Dansleikur kl. 9.
Skemmtun í Mýrarhúsaskóla kl. 9.
Samgðngur og póstierðlr:
Dettifoss í kvöld norður um. '
Gullfoss frá Leith og Kaupmanna-
höfn í dag.
DagskrA útvarpsins.
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
Endurtekniitg frétta o. fl. þing-
fréttir o.fl. 18,45 Barnatími (Bjarni
Bjamason kennari). 19,10 Veður-
fregnir. 19,20 Tilkynningar. Tón-
leikar. 19,35 Tónleikar. (Útvarps-
tríóið). 20,00 Klukkusláttur. Frétt-
ir. 20,30 Leikþáttur: „Pétur og
Páll“, eftir Edv. Brandes. (Har-
aldur Björnsson og fleiri). 21,00
Tónleikar: Fiðlusóló. (Einar Sig-
fússon). Grammófónkórsöngur:
Norðurlandakóror. Danslög til kl.
24,00.
r
I fangabúðum Hitlers.
Fangfar í svefnklefa.
Þegar Hitler komst til valda
í Þýzkalandi, hófst hin ákafasta
ofsókn á hendur pólitískum
andstæðingum. Margir flýðu
land, en ennþá fleiri voru hand-
teknir. Til þess að koma þess-
um mönnum fyrir, varð að
koma upp nýjum fangelsum,
eða taka hús til þeirrar notk-
unar, sem höfð voru til ann-
ars áður. Er vel ljóst, að und-
ir slíkum kringumstæðum hef-
ir ekki allt verið sniðið sem ná-
kvæmast eftir þörfum fang-
ana. 1 borginni Lichtenburg var
gamall kastali gerður að ein-
um slíkum fangastað.
Sænskur blaðamaður, Christ-
er Jáderlund, hefir fengið að
koma í kastalann í Lichten-
burg. Birtist ítarleg grein eftir
hann um þessa heimsókn í
sænska blaðinu Vecko-Jour-
nalen, sem er ópólitiskt. Fara
hér á eftir nokkrir kaflar úr
greininni:
„I hinum mismunandi her-
bergjum kastalans býr fólk
af öllum stéttum og öll-
um aldri. Ileimskingjar búa
með hugsjónamönnum, kom-
múnistiskir morðingjar með
sósíaldemókratiskum stjóm-
málamönnum, menntaðir menn
með venjulegum afbrotamönn-
um. Til að byrja með eru sam-
ræðurnar milli fanganna mjög
fjörugar, sérstaklega þegar
fólk úr ýmsum landshlutum
kemur saman og það endar oft-
ast ekki með minna en bar-
smíðum. — Kommúnistarnir
reyna að ógna sósíaldemókröt-
unum og þeir ómenntuðu hin-
um betur menntuðu föngum.
Ekki aðeins í Lichtenburg
heldur í öllum fangabúðunum
þróast víðtæk njósnarstarf-
semi. Hver deild og hvert her-
bergi hefir sína svokölluðu
Stubenáltesten, en það eru
fangar, sem njóta álits hjá yf-
irmönnunum og vinna fyrir þá
í þessu augnamiði. Fyrir
nokkrar „cigarettur“ halda
njósnaramir dagvörð um það,
sem gerist hjá föngunum á
hinum mismunandi deildum.
Afleiðingin er sú, að allar
hugsanlegar uppreisnartilraun-
ir verða að haldast leyndar
og fangarnir þora naumast að
láta skoðanir sínar í ljósi hver
við annan“.
Fangamir voru tregir til
þess að tala við Jáderlund, en
fyrir tilviljun varð hann eftir
af samfylgdarmönnum sínum, í
einum klefanum lokaður inni
í örfáar mínútur. Tímann
notaði hann á meðan til þess
að tala við fangana:
„Hvernig líður ykkur“ ?
spurði hann. „Bara við þyrðum
að tala um helminginn“, svaraði
einn af föngunum. Annar gæg-
ist fram: „Ég þori að ábyrgj-
ast, að af öllum þessum föng-
um verður enginn nazisti. Þeir
þykjast ætla að „uppfóstra“
okkur. Enginn af okkur mun
nokkurntíma gleyma, hvað við
höfum orðið að þola“.
Einn fyrverandi embættis-
maður sagði: „Þeir hafa borið
fram kæru gegn mér og lokað
mig hér inni, en engin rann-
sókn hefir verið gerð. Það
versta er, að það er'farið með
mann eins og algengan af-
brotamann. Ég hefi verið í
fangelsi í Rússlandi, en enginn
rússneskur hermaður hefir
nokkurntíma lagt þar hendur
á mig, en það hafa mínir
þýzku landar gert“.
„Verst er þessi ógnarlega ó-
vissa“, sagði einn fanginn.
„Enginn veit hvað fangelsis-
tíminn verður langur. Hvað
verður um fjölskyldur okk-
ar?“
Lítill, sköllóttur maður tróð
sér fram. Hann hafði áður
gegnt háttsettum st-jórnar-
störfum, en verið settur í fang-
elsi vegna mótþróa við ein-
hverjar aðgerðir stjórnarinnar.
„Ég fæ ekki einu sinni að skrifa
móður minni“, sagði hann. „Ég
fæ aðeins að skrifa konunni
minni. Maður eyðilegst hér í
þessu ástandi. Ég tortímist".
Maðurinn endurtók með sker-
andi röddu: „Ég tortímist".
Eftir kosningasigurinn í nóv-
ember hefir þýzka stjói'nin lát-
ið lausa marga pólitíska fanga.
Eldnr enn uppi.
Bjarmi ai jarðeldi sást af Akureyri
á miðvikudagskvöld í stefnu upp af
botni Garðsárdals. — I fyrrinótt og
snemma í gærmorgun sást til eldanna
frá Lúnansbolti í Landsveit i stetnu
milli Valafells og Valahnúks.
Akureyri 8/12 Ftí.
Ólafur Jónsson, framkvæmd-
arstjóri Ræktunarfélags Norð-
urlands, skýrði fréttaritara út-
varpsins á Akureyri frá því, að
á miðvikudagskvöldið hafi
hann séð bjarma á lofti, í suð-
austri, í stefnu upp af botni
Garðsárdals. Varð hann bjarm-
ans fyrst var klukkan 16,45,
og aftur nokkurri stund síðar,
og segir hann, að bjarminn
hafi teygt sig upp á loftið
þrem eða fjórum sinnum, og þá
heldur vestar en fyrir dals-
botni. Þegar bjarminn var
mestur, sást hann yfir öll fjöll-
in, sem loka dalnum að sunn-
an.
Bjarma þenna segist Ólafur
hafa séð aftur á tímabilinu frá
17,30 til 19,00 og enn á milli
klukkan 19 og 20, eða 7 og 8
um kvöldið, og í síðara skiptið
mjög skýrt. Segist hann og
hafa séð hann af og til allt til
kl. 10 um kvöldið.
Reykjavík 8/12 FÚ.
Ófeigiu* Vigfússon í Fells-
múla símaði, að Jón bóndi í
Lúnansholti, sunnarlega í
Landssveit, og annar bóndi á
Rangárvöllum, Haraldur í Næf-
urholti, sem þar var staddur,
fullyrði, að þeir hafi kl. 1 í
nótt, er þeir komu út á hlað,
séð elda í stefnu einhversstað-
ar milli Valafells og Vala-
hnjúks, og hnigu eldamir ým-
ist eða stigu. Stundum hurfu
þeir og komu svo aftur.
Sömu menn fullyrða og, að
snemma í morgun hafi þeir
séð eldana aftur og þá nokkru
norðar.
Afvopnunarmáim
eun á dagskrá.
London kl. 17,00 8/12 FÚ.
Henderson kom til London í
dag; hann hefir farið á fund
utanríkismálaráðuneytisins, til
þess að ræða um afvopnunar-
málin, og sömuleiðis Tyrrel lá-
varður, sendiherra Breta í
París. Brezku sendiherrarnir í
Berlín og Róm hafa einnig í
dag rætt þessi mál, við Hitler
og Mussolini.
Skipulagning
baðmullariðnaðar"
ins í Bretlandi.
London kl. 17,00 8/12 FÚ.
Rannsóknardeildin í ráði alls-
herjarþings verkamannafélag-
anna hefir undanfarið haft til
álita frumvarp um nýtt skipu-
lag baðmullariðnaðarins í Eng-
landi. I frumvarpi þessu er
gert ráð fyrir því, að fimmtán
manna nefnd verði falin stjórn,
eða eftirlit, þessarar iðngrein-
ar, og á verzlunarmálaráðu-
neytið að skipa nefndina. Gert
er ráð fyrir því að í henni eigi
sæti þrír menn, sem hafi
reynslu í sölu baðmullarafurða,
en 4 fulltrúar frá hverri af
þrem aðalstarfsgreinum iðnað-
arins, en af þessum fulltrúum
skulu vinnuveitendur og verka-
menn tilnefna tvo hvorir, úr
hverri starfsgrein. Eftir að
þessir menn hafa verið til-
nefndir, eiga þeir að hætta að
vera vinnuveitendur og verka-
menn, og segja skilið við fé-
lagsskap þeirra, enda fái þeir
rífleg laun fyrir nefndarstarf
sitt. Þeir mega ekki sjálfir
eiga neinna einkahagsmuna að
gæta í iðnaðinum.
Atvinnuley singj ar
í Þýzkalandi.
London kl. 17,00 8/12 FÚ.
Samkv. opinberum skýrslum
hefir atvinnuleysi minnkað all-
mikið í Þýzkalandi í nóvember,
og eru nú atvinnuleysingjar 62
þúsundum færri en í október-
lok. 1 skýrslunni segir, að at-
vinnuleysi hafi aukizt dálítið
fyrri hluta mánaðarins, en
minnkað eins og fyr segir síð-
ari hlutann. í Þýzkalandi eru
nú 3.714.000 manna skráðir
atvinnulausir.
Brezk
áfengislöggjöf.
London kl. 17,00 8/12 FÚ.
Þingmannafrumvarp er kom-
ið fram í enska þinginu um ný
ákvæði um vínsölutíma í ensk-
um borgum. í frumvarpinu,-
sem í dag var samþykkt við
aðra umræðu í neðri málstof-
unni, er gert ráð fyrir því, að
löggiltir vínveitingastaðir og
klúbbar megi selja vín frá kl.
11 árdegis til kl. 3 miðdegis,
og síðan frá kl. 5 síðdegis til
kl. hálfellefu eða 11, eftir því,
hversu fólksmargt er hverfið,
sem veitingastaðurinn er í.