Nýja dagblaðið - 09.12.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 09.12.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 8 Atvinnurógskærurnar gegn Hinrik Thorarensen, Yaltý Stefánssyni, Jóni Kjartanssyni og Páli Steingrímssyai. NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „Blaöaútgáfan h/f‘ Ritstjóri: Di'. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjómarsk rifstofur: Iaugav. 10. Símar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuði. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiðjan Acta. Arásirnar á Hermann Jónasson. Það er orðið reg'lubundið fyrirbrigði hjá íhaldinu hérna í bænum, að í. hvert sinn, sem bað hefir beðið ósigur eða orð- ið fyrir hneisu í einhverju máli — og það kemur oft fyr- ir —, þá rís það upp í öllurn sínum ófrýnileik og ræðst á þann manninn, sem það óttast mest af öllum í Reykjavíkur- bæ nú sem stendur, en það er Hermann Jónasson lögreglu- stjóri. Hinar margendurteknu árás- ir Mbl. og Vísis á H. J. og málaflutningur þeirra gegn honum, er næstum því eins dæmi í opinberu lífi. En allar hafa þær endað á einn veg: Að kempurnar úr íhaldsliðinu hafa orðið að lúta í lægra haldi og fengið skömm í hattinn hjá gætnari mönnum í sínum eigin herbúðum fyrir frumhlaupið. En álit og áhrif H. J. hafa vax- ið að sama skapi, bæði í hans eigin flokki og annarssaðar eins og jafnan fer um þá menn, sem bera gæfu til að vera hælbitnir af þjónum illra málefna. Það leynir sér ekki í Mbl. í gær, að nú þykist íhaldsliðið ekki geta á sér setið að láta skapsmuni sína enn einu sinni bitna á H. J. Enda kennir það nú, og e. t. v. ekki alsendis með óréttu, H. J. um þær tvær skráveifur, sem íhaldið nýlega hefir orðið fyrir, að borgar- stjóri þess, sá vísi maður, er orðinn að athlægi í lögreglu- málunum, og að Framsóknar- menn eru búnir að koma sér upp dagblaði hér í bænum. Og nú hellir íhaldið úr skálum reiði sinnar með venjulegu orð- bragði. En af hverju skýrir Mbl. aldrei frá, hvernig á því stóð, að Valtýr Stefánsson og aðr- ir ráðamenn íhaldsflokksins hér gengu á eftir H. J. með grasið í skónum fyrir nokkr- um árum til að fá hann inn í ihaldsflokkinn og að þeir buðu honum efsta sæti á lista flokksins við bæjar- stjórnarkosningar, ef hann vildi gerast málsvari borg- arstjóraklíkunnar í Rvik. H. J. neitaði auðvitað að ganga í íhaldsfl. En þessar gömlu bónorðsfarir íhalds- manna eru sannanlegar hve- nær sem er. Og þær út af fyrir sig skýra kannske í augum sumra manna hrakyrðin, sem íhaldsblöðin velja honum nú.. Kærumar komnar í dóms- málaráðuneytið. Ritstjórar Mbl. eru meira en lítið hræddir við kærurnar, sem fram eru komr.ar út af hótanabréfamálinu. Kemur þessi ótti berlega fram í Mbl. í gær. Mbl. skýrir nú frá því, að kærurnar, sem útgáfustjórn Nýja dágblaðsins sendi setu- dómaranum, hafi nú verið sendar í dómsmálaráðuneytið. Þetta hefir ritstjórunum orðið bylt við, því að sýnilega hafa þeir lifað í þeirri barnalegu von, að setudómarinn myndi stinga kærunum undir stól, eða senda þær til baka. 11. gr. laga nr. 81 frá 19. júni 1933. Ritstjórarnir halda því nú fram, að þeir séu alsaklausir og níð þeirra enginn atvinnuróg- ur um Nýja dagblaðið. I því sambandi skal rifjuð upp fyrir þeim 11. gr. laga nr. 84 frá 19. júní 1983, sem þeir að öll- um líkindum hafa ekki vitað um, þegar þeir frömdu verkn- aðinn. En greinin hljóðar svo: „Nú fer einhver með eða út- breiðir um annað atvinnufyrir- tæki rangar sögusagnir, sem miða til þess að hnekkja því fyrirtæki, eða í því skyni að hæna til sín viðskiptamenn þess, hvort heldur slikar sögusagnir snerta eiganda fyrirtækisins, vörur þess eða aðra liagi, og skal hann þá sæta sekt- um, allt að 6099 kr. og ef miklar sakir eru, allt að 6 mánaða ein- földu fangelsi." í hverju er atvinnurógurinn fólginn? Bæði ritstjórar Vísis og Mbl. hafa í níðgreinum sínum stað- hæft: Að Hinrik Thorarensen væri eigandi í útgáfufélagi Nýja dagblaðsins. Að félagsmenn í útgáfufé- t laginu stæðu á bak við hann, , og hótunarbréfin væru send í I samráði við þá. Þeir hafa gefið í skyn, að sjálf útgáfustjórn blaðsins stæði í sambandi við Hinrik um verknaðinn og að þetta hafi verið fyrirfrám áformað til að vekja athygli á blaðinu. Ef menn bera svona skrif saman við ákvæði lagagreinar- innar, sem tilfærð er hér að framan, liggur það í augum uppi, að sé þetta athæfi rit- stjóranna ekki atvinnurógur, þá er ekki lengur neitt til, sem á skilið að heita því nafni. Nú er atvinnurógur einmitt í því fólginn að breiða út um atvinnufyrirtæki einhver þau ósannindi, sem til þess eru fall- in að hnekkja áliti þess eða skaða það á annan hátt fjár- hagslega. Hvað ætli sé til þess fallið að rýra álit á fyrirtæki, ef ekki þessi tilvitnuðu ummæli um út- gefendur Nýja dagblaðsins, þar sem borið er á þá, að þeir hafi fengið mann til að fremja glæpsamlegt athæfi til fjár- hagslegs ágóða fyrir fyrirtæk- ið. Af hverju eru hinir kærðu á móti rannsókn í raállnu? Og ef ritstjórarnir trúa því sjálfir, að þeir hafi ekki fram- ið atvinnuróg — hversvegna standa þeir þá á móti því nú, að rannsókn og dómur gangi í málinu ? Engum manni dettur annaS í hug en að ritstjórar fvlbl. og Vísis vilji a. m. k. vinna Nýja dagblaðinu allt það tjón, sem þeir geta á löglegan hátt. Jafn vitanlegt er það, að ef aðdrótt- anir þeirra um hlutdeild blaðs- j ins í hótanabréfunum sönnuð- | ust, eða ef hægt væri að færa að þeim nokkrar verulegar lík- ur, þá væri það alger eyðilegg- ing fyrir Nýja dagblaðið. Ef ritstjórarnir þessvegna hefðu nokkurn snefil af trú á aðdróttanir sínar, þá áttu þeir að verða manna fyrstir til að heimta nákvæma rannsókn, ekki sízt þar sem maður þeim ekki óvinveittari en Magnús Guðmundsson hafði á sínu valdi að skipa rannsóknardómarann, og hæstiréttur ekki sérstaklega fjandsamlegur heldur. Með því að þeir eru nú sjálf- ir komnir inn í mál Hinriks, ættu þeir að hafa fengið kær- komna aðstöðu til að gera all- ar þær kröfur við rannsóknina, sem þeir telja ástæðu til mál- inu til upplýsingar. En þessa trú virðast ritstjór- arnir ekki hafa. Því að nú heimta þeir það af dómsmála- ráðherra sínum, að saksókn verði látin niður falla og engin opinber rannsókn höfð. Einkamál — opinbert mál. I Mbl. í gær er því haldið fram, að málið sé í eðli sínu einkamál og eigi að sæta einka- málsmeðferð eins og mál, sem „hafa verið rekin sem venjuleg meiðyrðamál og þar af leið- andi veríð einkamál“. En hér bregst þeim lögvitið eins og oftar, því að áður til- vitnuð lög nr. 84 frá 1933 fyr- irskipa einmitt í 16. gr. opin- bera málsmeðferð í atvinnu- rógsmálum milli fyrirtækja*), svo að síðan þau lög tóku gildi, er opinber málsmeðferð fyrir- skipuð um þessa tegund mála, þó að þau hafi samkvæmt eldri lögum sætt annari máls- ferð. Þetta geta ritstjórarnir sennilega fengið upplýsingar um á öllum málfærsluskrifstof- um í bænum. *) Sbr. og upphaf 11. gr., ersegir: Nú fer einhver með eða útbreið- ir um annað atvinnufyrirtæki (auðkennt hér) o. s. frv. Rangar sakargiftir. Mbl. heldur því fram, að í kærunni felist „rangar sakar- giftir“, því að kærumar séu ástæðulausar. Þetta kallar blað- ið refsivert af Hermanni Jón- assyni, (sem er einn í útgáfu- stjórninni). Vísir hefir jafn- framt haldið því fram, að H. J. hafi unnið til 6 ára tugthús- vistar með því að bóka fram- burð Hinriks Thorarensen í réttinum! Út af þessum ummælum Mbl. og Vísis vill Nýja dagbl. nú nota tækifærið til þess að skora á ritstjóra þessara blaða, að kæra Hermann Jónasson þegar í stað fyrir dómsmálaráðherranum og fá skipaða rannsókn út af þeirri kæru. Ef ritstjórarnir verða- ekki við þessari áskorun, er alveg úti- lokað, að nokkur maður, hversu sanntrúaður íhaldsmaður, sem hann er, fáist til að leggja trúnað á fleipur þeirra, því að þar með er sannað, að þeir trúa því ekki einu sinni sjálfir. I sunnudagsmatinn: Norðlenzkt dilkakjöt, Nautakjöt af ungu í buff og steik, Svínakotelettur, Hangikjöt, Rjúpur, reittar og spikdregnar ef óskað er. Kjúklingar. Ennfremur allskonar grænmeti. Kjötbúð Reykjavikur Vesturgötu 16. Sími 4769. Auglýsendur! Ef þið viljið að auglýsingar ykkar séu lesnar og tekið vel eftir þeim í Reykjavík og ýms- um öðrum bæjum og kauptún- um landsins, þá skuluð þið helzt auglýsa í Nýja dagblað- inu. J/ MB.S MAY BL0SS0M VIRGINA CIGARETTIIR i iáóíum velpácnum Fengum i gær feikna úrval af: Jóla-serviettum Jóla-löberum J óla-pappadiskum Jóla-skrautkortum, allar stærðir, einföld og tvöföld, sérlega falleg. Visitkortum, allar stærðir, einnig tilheyrandi umslög Brétsetnamöppur og Brétsetnakassa mjög smekkl. PAPPÍRS 2« RITFANGAVERZLUN INGÓLFSHVOLI = SíMI 23f4>

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.