Nýja dagblaðið - 10.12.1933, Blaðsíða 4
4
N Ý J A
DA8BLAÐIÐ
Ann&ll.
Skipalréttlr. Gullfoss kom frá
Leith og Kaupmannahöfn í gær-
morgun, Goðafoss fór frá Ham-
borg í gærkvöldi á leið til Hull.
Brúarfoss fer til Leith og Kaup-
mannahafnar í kvöld kl. 12. Detti-
foss fór vestur og norður í gær-
kvöldi. Lagarfoss var á Reyðar-
firði í gær. Selfoss er í Reykja-
vik.
Hljómsveit Reykjavíkur heldur
fyrstu hljómleika sína á vetrinum
í dag í Iðnó. Er hún fjölmenn-
ari en áður og sú fjölmennasta
hljómsveit sem hér hefir verið.
Málverkasýningu hefir Ólafur
Túbals í Goodtemplarahúsinu
uppi. Sýningin er opin frá kl. 10
f. m. til 8 e. m.
/
Hlýindi á Siglufirði. Svo góð tíð
hefir verið á Siglufirði í vetur,
að tvær sundkonur hafa daglega
getað iðkað sund í sjónum.
Slye. Fyrir nokkru vildi það
slys til í Sandgerði, að þriggja ára
drengur féli ofan í pott með sjóð-
andi vatni, Drengurinn skað-
brenndist, og var fluttur hingað
á Landsspítalann. Létst hann
skömmu efir að hann kom á
spíalann.
Bruggarar dæmdir. Hjálmtýr
Guðvarðsson, sem tekinn var fyrir
nokkru, var dæmdur í gær í 10
daga fangelsi, við venjulegt fanga-
viðurværi og 1000 kr. sekt, fyrir
áfengislagabrot. Ólafur Ólafsson og
Jón Óíafsson voru dæmdir í 400
kr. sekt hvor fyrir aðstoð við
áfengislagabrot.
Tveir piltar toknir fastlr fyrir
þjófnað. f fyrrakvöld tók lögregl-
an 2 pilta fasta, sem komnir voru
inn í íbúð hér í bænum til þess
að stela. Maðurinn, sem þarnn
átti heima kom af hendingu heim
og gerði lögreglunni aðvart. Pilt-
amir sem era 17 ára gamlir hafa
þegar játað á sig marga þjófnaði.
Hafa þeir farið inn í íbúðir þegar
fólk hefir ekki verið heima, með
lyklunum, sem fólk skilur oft eft-
ir heima, undir mottum, í vösum
ú fötum o. þessh. Hefir piltunum
orðið töluvert gott til fjár. Á ein-
um stað náðu þeir í 250 kr. og
á mörgum öðrum stöðum í smá-
upphæðir. -
Gestir í bænum: Guðjón Jóns-
son, Búrfelli 1 Miðfirði, Bjarni
Bjamason bóndi á Skáney.
Aflasala. Geir seldi afla sinn í
Grimsby 1550 körfur fyrir 946
sterlingspund.
Alþing ismennirnir Einar Árna-
son, og Bjöm Kristjánsson fóru
með Dettifossi i gærkvöldi.
Frá höfninni. Jarlinn kom frá
Englandi i gær. Línuveiðarinn
Freyja kom af veiðum í gær.
Bragi kom af veiðum í fyrradag
og fór af stað til Englands i fyrri-
nótt. Andri kom í gærkvöldi til
viðgerðar. Ketillinn var bilaður.
Vemharður Eggertsson, sá sem
stal bifreiðinni um daginn og
ætlaði í heimsókn að Litla-Hrauni,
var dæmdur í gær. Var hann
dæmdur í 3 mánaða fangefsi, 500
króna sekt og til þess að greiða
eiganda bifreiðarinnar 40 krónur
í skaðabætur. Hefir hann oft ver-
ið dæmdur áður fyrir þjófnað.
Hjónaband. í gær vora gefin
saman i hjónaband af síra Bjama
Jónssyni þau Steingrímur þórðar-
•on og Guðrún Pétursdóttir.
s a u m av é 1
Samband isL samvinnuiél
„Réttlætismála-
samvinna“.
Alþýðuflokksjúngmannanna og
íhaldsins, sem hafin vai’ í þing’-
rofinu 1931, hefir nú fengið
verðugan endi fyrir þá fyr-
nefndu um leið og kjördæma-
málið nú er útkljáð. Jakob
Möller lýsti yfir því í heyr-
anda hljóði, að hann teldi al-
veg ástæðulaust að halda orð
sín við „þessi ræxni“, þ. e.
þingmenn Alþýðuflokksins. Og
í dag gerðu bandamennirnir í
íhaldinu sínum kæru samherj-
um, verkamannafulltrúunum,
það til eftirlætis að kjósa í
landkjörstjóm Eggert Claes-
sen, sem bezt hefir gengið
fram í því að reka málaferli
gegn verkamaimafélögum út af
vinnudeilum. Eggert Claessen
er þá aðeins einskonar vöku-
maður hins nýja „réttlætis“ af
náð Alþýðuflokksþingmann-
anna. Jafnframt urðu svo
Framsóknarmenn að skerast í
leikinn á síðustu stundu, til að
afstýra því, að íhaldið stæli af
Alþýðuflokknum tveim þing-
mönnum með því að lögleiða
rangan útreikning „réttlætis-
ins“! Þá var það, að Vilmundi
varð að orði: „Guð varðveiti
oss fyrir vinum vorum“ og
átti þá við íhaldið. Þetta mætti
kannske verða verkamönnum
þénanlegt til umþenkingar, er
Héðinn í næsta sinn „tekur
höndum saman“ við Ólaf
Thors, til að flytja þjóðinni
nýtt „réttlæti"!
Alþýðublaðið
skriftar.
Ihaldsmeirihlutinn samþykkti
á seinasta bæjarstjórnarfundi,
að þakka stjórn mötuneytis
safnaðanna fyrir velunnin
störf! Þetta kallar Alþýðu-
blaðað að „leggja blessun sína
yfir óreiðuna“. Jafnaðarmenn
tóku þátt í stjórn mötuneytis-
ins. Jafnaðarmenn voru því
ekki ósamþykkir að veita 700
kr. styrkinn til Gísla „útsend-
ara“. Jafnaðarmenn höfðu ekk-
ert við rekstur mötuneytisins
að athuga fyr en eftir að Her-
mann Jónasson var búinn að
flytja tillögu sína um rann-
sókn. Hvað var sú þögn annað
en „blessun yfir óreiðuna"? Er
virðingarvert, að Alþýðublaðið
játi syndir flokksmanna sinna
og væri vonandi, að á slíku
yrði áframhald.
Jón Antoníusson bóndi í Keldu-
skógum í Suöur-Múlasýslu andaö-
ist aö heimili sínu þ. 4. þ. m.
eftir langvinna legu. Hann var
með helztu bændum í sveit sinni
og langt skeið sýslunefndarmaður
fvrir hrepp sinn.
Frá Akranesi. Columbía losar á
Akranesi 800 smálestir af salti til
Bjarna Ólafssonar og Co. og þórð-
ar Ásmundarsonar útgerðarmanns.
Frigg og Óskar hafa róið undan-
farið og fiskað 1000—2000 kg.
Nýja dagblaðið kemur út alla
daga vikunnar nema á mánudög-
um. Gerið afgreiðslu þess strax
viðvart komi blaðið ekki með skil-
um.
SHIPAUTCEWO
Alden
hleður til Breiðafjarðar á
þriðjudaginn kemur.
Tekur flutning til Sands,
Ólafsvíkur, Stýkkishólms,
Hvammsfjarðar og Gils-
fjarðar.
Esja
Burtferð á mánudagskvöld-
i-ð er frestað til klukkan 10
Frá Alþingi.
Frh. af 3. síðu.
' stýra og Kristján Albertson
rithöfundur.
I Þingvallanefnd voru kjörn-
ir Jónas Jónsson, Jakob Möller
og Magnús Guðmundsson.
Að þessum kosningum lokn-
um fór forseti nokkrum orð-
um um störf þingsins og ám-
aði þingmönnum góðrar heim-
ferðar.
Þá las forsætisráðherra upp
boðskap konungs og Alþingi
var slitið.
Dýr máltíð. Fyrir nokkru keypti
prófessor í Wien tvo apa. þeir
voru hafðir í búrum, sem stóðu
í vinnustofu hans og stundum
fengu þeir að ganga þar lausir.
Einu sinni voru þeir skildir eftir
eftirlitslausir. Tókst þeim þá að
ná í bók, sem prófessorinn
geymdi í bankaseðla, ógreiddar
ávísanir o. fi. þegar að þeim var
komið voru þeir búnir að eta af
slíku góðgæti og eyðileggja á
annan hátt, sem svaraði 100 £.
pjóðverjar í New York héidti
hátíð 6. des. i minningu þess, að
250 ár eru nú liðin síðan fyrstu
þýzku innfiytjendurnir settust að
í BáridáHkjunum, í Germantown.
Um leið var minnst þýzka liðs-
foringjans Friedrich vori Steuben,
sem vann sér frægð í frelsisstríði
Bandaríkjanna.
Hin árlega ljósmyndasýning
frá myndastofu minni stendur
nú yfir. Að þessu sinni eru
myndimar í gluggum Vöru-
hússins, Aðalstrætismegin. —
Látið mig stækka myndir yð-
ar fyrir jólin. — Amatörar!
Komið með filmur ykkar og
látið mig stækka þær og mála,
sama hvort þær eru af fallegu
landslagi eða af fólki. Ég
stækka og mála allt. Afsláttur
gefinn af öllum myndum til
jóla. — Komið tímanlega með
myndapantanir yðar fyrir jólin.
Ljósmyndastofa
Óskars Gíslasonar,
Lækjartorg 1.
Síðasta vitnið, sem var leitt í
Ríkisréttinum í Leipzig í fyrradag,
á 53. og síðasta degi yfirheyrsl-
unnar, var sérfræðingur í tauga-
sjúkdómum, og sagðist hann hafa
gert nákvæma læknisskoðun á
van der Lubbe, og hafa komist
að þeirri niðurstöðu, að maðurinn
væri heilbrigður á geði og taug-
um, og fær um að bera ábyrgð á
gjörðum sínum. — FU.
Síldveiðar Breta. Ráðstafanir til
viðreisnar síldárútvegi' Breta voru
ræddar í neðri málstofu enska
þingsins í fyrradag og var eink-
anlega rætt um nýja markaði.
Fyrir stríð seldu Bretar þrjá-
fjórðu af síldarafla sínum til
Rússlands, en svo hefir markað-
ur farið þverrandi þar fyrir
brezka síld, að á síðastliðnu ári
var engin sild flutt þangað. — FÚ.
• Ódýrn $
aug-lýsinga rnar.
Kaup og sala
Varanleg jólagjöf er stækk-
uð ljósmynd. Ljósmyndastofa
Alfreðs, Klapparstíg 37, sími
4539.
Notuð eldavél óskast keypt.
Uppl. í síma 3649 eftir kl. 7.
Góðar norskar kartöflur selj-
um við á kr. 8,50 pokann.
Barónsbúð,
Hverfisgötu 98, sími 1851.
Saumastofan Tízkan selui’
fallegar blússur' og pils fyrir
jólin. Pantið í síma 4940. Aust-
urstræti 12.
KJARNABRAUÐIN
Hafið þið reynt hið holla og
ljúffenga kjamabrauð frá
Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík-
ur?
Hillupappír, mislitan og
hvítan selur Kaupfélag Reykja-
víkur. Sími 1245.
Ódýrastar og beztar vörur á
Vesturgötu 16. Sími 3749.
VERZLUNIN BROARFÓSS
Tilkynningar
Sauma peysuföt, upphluti,
vendi fötum og fleira. Kögra
einnig peysufatasjöl. Ódýr
vinna. — Upplýsingar á Braga-
götu 22 A III. hæð.
-Fundið
Gullhringur fundinn. Uppl.
í síma 3821.
Húsnæði
Herbergi til leigu við Lind-
argötu. A. v. á.
Karlmaður óskar eftir her-
bergi nú þegar. Einn eða með
öðrum. Uppl. í síma 4928 eða
1999.
Atvinna
Vanti fyrirtæki yðar mann
til skrifta eða annara starfa í
jólaannríkinu eða lengur, þá
hringið í síma 2323.
Fyrsta kennslubúið
hér á landi tók til starfa á
síðastliðnu vori í Hriflu í Suð-
ur-Þingeýjarsýslu. Er þar nýtt
íbúðarhús, steinsteypt á þrjá
vegu, með tróð í veggjum, en
torf og grjót í norðurvegg.
Húsið er ein hæð, hvítmálað
að utan, með jámþaki, hlýtt
og sólríkt* Kostaði húsið 5.800
krónur með miðstöð og eldavél.
Fjárhús eru og nýbyggð, úr
steinsteypu, yfir 100 fjár og
40—50 hænsni. Bygging þessi
kostaði 3000 krónur. Ljósa-
vatnshreppur hefir lagt jörð-
ina til. Á jörðinni hafa verið
unnin 650 dagsverk að jarða-
bótum. Sig. Sigurðsson búnað-
armálastjóri skoðaði jörðina í
sumar og taldi hana vel fallna
til garðyrkju og túnræktar. —