Nýja dagblaðið - 10.12.1933, Blaðsíða 3

Nýja dagblaðið - 10.12.1933, Blaðsíða 3
N Ý J A DAGBLAÐIS 8 Tilkynning frá Miðstjórn Framsóknarflokksins Miðstjórn Framsóknarflokksins hefir á fundi 20. nóv. 1983 samþykkt eftirfarandi: „Framsóknarflokkurinn hefir með bréfaskiptum við Al- þýðuflokkinn gengið frá grundvelli undir samvinnu um mynd- un bráðabirgðastjórnar og samþykkt að fela Sigurði Krist- inssyni forstjóra forgöngu um stjómarmyndunina. Tveir af þingmönnum flokksins, Hannes Jónsson og Jón Jónsson, hafa hinsvegar á fundi þingflokksins 14. þ. m. neitað að styðja Sigurð Kristinsson til stjórnarmyndunar- innar. Neitun þessara manna hefir það í för með sér, vegna flokkaskipunar á Alþingi, að Framsóknarflokkurinn getur ekki komið fram áðurnefndri ákvörðun sinni, og með því skapast fyrir aðgerðir þessara tveggja manna stjórnarástand, sem flokkurinn er mótfallinn og vill ekki bera ábyrgð á. Þar sem afstaða þeirra Hannesar Jónssonar og Jóns Jónssonar í þessu máli er alvarlegt brot á samþykktum Framsóknarflokksins, sem leiða mundi til þess, að flokkur- inn yrði óstarfhæfur og missti alla tiltrú, ef trúnaðarmönn- um hans héldist slíkt uppi, telur miðstjórn Framsóknar- flokksins sig knúða til að lýsa yfir því, að hún telur þá alþingismennina Hannes Jónsson og Jón Jónsson ekki í Framsóknarflokknum". í lögum Framsóknarflokksins, 28. gr., er svo fyrir mælt: „Heimilt er miðstjórn að víkja manni úr flokknum, enda komi samþykki meiri hluta þingsflokks til, en rétt á hann til að skjóta máli sínu undir úrskurð næsta flokksþings og vei'ja það þar‘.‘ Þingmenn Framsóknarflokksins hafa á fundi 9. des. full- nægt ákvæði ofannefndrar greinar flokkslaganna, að því er við kemur afstöðu Hannesar Jónssonar og Jóns Jónssonar til flokksins, og er þeim Hannesi Jónssyni og Jóni Jónssyni þar með vikið úr Framsóknarflokknum. Miðstjórn Framsóknarflokksins. Frá Alþingi í gær. NYJA DAGBLABI9 Útgefandi: „Blaðaútgéfan h/f‘ Ritstjóri: Di-. phil. þorkell Jóhannesson. Ritstjómarskriístofur: Laugav. 10. Símar: 4373 og 2353. jlfgr. og auglýsingaskrifstofa: Austurstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftagj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiöjan Acta. Enskt hneykslismál. ■ntcsá&t í London hefir undanfama daga verið fyrir dómstólunum hneykslismál, sem þykir ein- stakt í sögu Englands Maður heitir Leopold Harris. Hann hafði með höndum lög- legan og tekjumikinn atvinnu- rekstur, sem vátryggjandi. En auk þess hafði hann með hönd- um það gróðafyrirtæki að „skipuleggja“ íkveykjur bæði fyrir einstaka menn og iðnað- arfyrirtæki, er orðið höfðu hart úti í kreppunni. Hann var beinlínis ráðunautur í þessum efnum, og svo umsvifamikill varð hann að lokum, að hann greiddi of fjár í mútur. Þegar upp um hann komst og dómur féll í máli hans, bauðst hann til að gefa mjög mikilsverðar upplýsingar, er enn hefðu eigi komið fram, gegn því að dóm- urinn yrði mildaður. Þessu boði var hafnað, en nú hefir leynilögreglan, Scotland Yard, komist að því hverjar þessar „mikilsverðu upplýsingar“ eru. Formaður björgunarsveitar Lundúnaborgar heitir Miles. Ilann er 38 ára að aldri og hefir haft þetta virðulega em- bætti með höndum síðan hann var 32 ára. Hann hefir haft í laun um 24 þús. kr. á ári skattfrjálst, auk þess haft frítt húsnæði, hita og ljós og þjón til snúninga. En þrátt fyrir þetta hafði hann snúið sér til Harris, og óskað eftir ofurlitlum bitlingi fyrir smá- greiða, er hann gæti gert hon- um vegna starfs hans. Fékk hann svo mánaðarlega 25 £ eða um 500 kr. fyrir þessi við- vik sín. Þegar hann fékk svo vitneskju um, að horfur væri á að upp kæmist um Harris, setti hann honum stefnumót í Hyde Park undir gömlu skuggatré, sagði honum frá, hvemig horfði og fékk fyrir í mútu 500 £ eða um 10 þús. kr. Gaf hann Harris það ráð, að bjarga sér á flótta, meðan enn væri tími til. En áður en Harris fékk því við komið, varð hann fastur í vaðnum, og njóta báðir félagaj-nir sætleika sameiginlegs skiptorots. Það vakti afarmikla athygli í fyrra, er upp komst um Harris, af því að það þótti bera vitni um meiri spillingu í ensku viðskiptalífi en þjóðin i vildi við kannast. En þó er 1 hitt > með meiri endemum, að einn af æðstu trúnaðarmönn- um ríkisins skuli vera við mál- ið riðinn og er málið talið með mestu hneykslismálum, sem komið hefir fyrir á Englandi á\ síðari árum' ,A Fundir voru boðaðir í báð- um deildum í gær kl. lOVá f. h. í efri deild voru þrjú mál á dagskrá. Tillaga um milli- þinganefnd í launamálum var afgi'eidd til sameinaðs þings. I Frv. um ábyrgð fyrir Jóhann- es Jósefsson var afgr. sem lög. Milliþingaforseti deildarinnar var kosinn Pétur Magnússon með hlutkesti milli hans og Jónasar Jónssonar. í neðri deild voru líka. þrjú mál á dagskrá. Till. um með- gjöf með fávitum. var vísað til stjómarinnar. Till. um sam- vinnubyggðir var sömuleiðis vísað til stjórnarinnar. Um tilL um samgöngur við Aust- firði var ákveðin ein umræða. Var þá fundi slitið, en settur nýr fundur þegar í stað til að ræða þá tillögu. Var tillagan samþ. með 11:4 atkv. j í þeim umræðum bar það við að Thor Thors lýsti yfir því, að hann bæri ekki traust til hinnar „fungerandi“ ríkis- stjómar og vildi enga ábyrgð á henni bera. Þetta voru síðustu fundir deildanna, og óskuðu forsetar þingmönnum góðrar heimferð- ar og þökkuðu samstarfið. En kl. 2 var boðaður fundur í sam- einuðu þingi. Á fundi þeim í sameinuðu þingi, er hófst kl. 2 e. h., voru afgreidd þrjú mál, kosninga- lagafrumvarpið, þingsályktun- artillagan um áfengismálið, og þingsályktunartillagan í launa- málum. Var kosningalagafrumvarpið afgreitt frá Alþingi sem lög. Tillagan um að skora á ríkisstjómina að gefaútbráða- birgðalög um afnám bannsins var afgreidd með rökstuddri dagskrá, sem borin var fram af Jakob Möller, þess efnis, að þingið felur stjórninni að und- irbúa fyrir næsta Alþingi áfengislöggjöf í samræmi við þjóðarvilja þann, er fram kom í atkvæðagreiðslunni um bann- lögin í haust. Dagskráin var samþykkt með 26 gegn 16 atkv. Tillagan um milliþinganefnd í launamálum var samþykkt. Því næst var gefið fundar- hlé. Kl. 5 síðdegis hófst fundur að nýju. Þá fóru fram kosn- ingar í landkjörstjóm, milh- þinganefnd í launamálum, menntamálaráð og Þingvalla- nefnd. 1 landkjörsstjórn, sam- kvæmt hinum nýju kosninga- lögum, voru kjörnir Magnús Sigurðsson bankastjóri, Vil- mundur Jónsson alþm., Eggert Claessen málaflutningsm., Jón Ásbjörnsson málaflm. og Þor- steinn Þorsteinsson hagstofu- stjóri. í milliþinganefnd í launamál- um voru kjömir Ámór Sigur- jónsson ritstjóri, Jömndur Brynjólfsson alþm., Gunnar Magnússon kennari, Kári Sig- urjónsson alþm. og Kristján Albertson rithöfundur. í menntamálaráð voru kjörn- ir Barði Guðmundsson» Ragnar Ásgeirsson garðyrkjufræðing- ur, Árni Pálsson prófessor, Ingibjörg H. Bjarnason skóla- Frh. á 4. síðu. hi"uií" w w 'w opnndum Mjólkursölubúð i hinn nýja húai Tjarnargötu 10. Mæling á mjólk og rjóma framkvæmd með nýrri aðferð, það er: Mjólkin mæld í lokuðum, sjálfvirkum mæliglös- um beint í ílát kaupenda. Nýmjólk, rjómi, undanrenna, skyr, ostur og smjör daglega til sölu. Þessar vörur eru þegar viðurkenndar í bænum fyrir gæði. — Hór eftir verður heildsöluafgreiðslan einnig á sama stað. Útsala okkar á Týsgötu heldur áfram eins og áður. Mjólkurbú Flöamanna Sími: 4287 Grjótheiminn minn ef girnist þið að fá, gerið svo vel að koma fljótt og sjá. Út þennan mánuð óskast tilboð hreint1 eftir þann tíma verður það of seint. Jónas Jónsson Pyirir jólin Fyrir jólin geta menn fengið með gjafvirði ýmsa búshluti þar sem áður var Café Vífill í Austurstræti 10. Þar verða seld t. d. allskonar húsgögn, heil sett, sérstök borð, hægindastólar, leirtau, borðbún- aður, silfurföt, borðdúkar, útvarpstæki, borðlampar, velour-gardínur, veggteppi málverk o m. fl, sem ekki er hægt að telja upp Útsalan hefst kl, 10 f. h. á mánudagsmorgun og stendur aðeins yfir í 3 daga. Aðeins selt gegn staðgreiðslu

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.