Nýja dagblaðið - 16.12.1933, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DAGBLABI9
Hin merka bók J. Arthur Findlay’s:
On the Edge of the Etheríc,
Á landamærum
annars heims,
sem fjallar um sálarrannsóknir og dulræn fyrirbrigði,
er nú komin út í ísl. þýð. eftir Einar H. Kvaran rithöf.
Fæst í bókaverzlunum.
Adalútsala: Bókhlaðan, Lækjarg-ötu 2.
I næstu viku
kemur á bókamarkaðinn frá Bókadeild Menningarsjóðs stórmerk
bók eftir dr. Guðmund Finnbogason, landsbókavörð
ISLENDINGAE
Nokkur drög að bjóðarlýsingu.
Höfundurinn hefir unnið að þessari bók í mörg ár og birt-
ast hér niðurstöður rannsókna hans á eðli og einkennum Islend-
inga. Bókin verður um 400 síður að stærð í stóru broti, en um
verðið er óákveðið enn.
Nokkrar aðrar bækur Menningarsjóðs eru þessar:
Þýdd ljóð eftir Magnús Ásgeirsson. I. hefti af þessum ljóð-
um er þegar uppselt, II. hefti því nær uppselt, en af III. hefti er
nokkuð til enn, bæði óbundið og í vönduðu bandi.
Þú vínviður hreini og Fuglinn í f jörunni eftir Halldór Kiljan
Laxness. Fæst bæði bundin og óbundin.
Úrvalsgreinar (Essays) í þýðingu eftir dr. Guðm. Finnboga-
son. Fæst óbundin og í vönduðu bandi.
Aldahvörf í dýraríkinu eftir Árna Friðriksson ma^ister.
Skemmtilega rituð þróunarsaga dýralífsins.
LAGASAFNIÐ er nauðsynlegt hverjum þeim, sem einhver
viðskipti rekur eða fæst við opinber störf. Fæst í strigabandi og
skinnbandi.
Land og lýður eftir Jón Sigurðsson. Kemur í bandi eftir
nokkra daga. Ágæt jólagjöf handa þeim, sem vilja fræðast um
land sitt og þjóð.
Ofangreindar bækur fást hjá bóksölum. Aðalútsala hjá:
K-NttlKti
eíSLIÓLAFSSON
frá Eiríksstöðum
endurtekur skemmtun sína
í Varðarhúsinu kl. SlU í kvöld.
Húsmæður I
Athug-ið !
Hveiti, ágæt teg.,
5 kg. poki kr. 1.80
Gerpúlverbxéf
(til 1 kg.) 10 aura.
Eggjaduftsbréfið 10 aura.
Sultutau,
blandað, V2 kg. kr. 1.00
Jarðarberjasultutau
V2 kg. kr. 1.25
Svanasmjörlíki
(vitamin) V2 kg. 85 aura.
Rúsínur V2 kg. 80 aura.
Allar aðrar jólavörur með
þessu sama lága verði.
Stangasápa,
t. d. 60 aura stöngin.
Verzl. Skjaldbreið
Laugaveg 126. Sími 3416. j
Dilkakjöt,
Kálfakjöt,
Hangikjöt,
Kjúklingar,
Rjúpur,
Tomatar,
og allskonar
grænmeti.
Verzlunin
Kjðt & Grænmeti
Laugaveg 58. Sími 3464
Óheyrt!
Á Hverfisgötu 64 fáið þér bezt
gert við skófatnað yðar, hvað
sem aðrir auglýsa, þá verður
hvergi ódýrara. T. d. karl-
mannssólningar kr. 5,50—6,00.
Kvensólningar 4,00—4,50. Á
barnaskó, tilsvarandi verð. —
Einnig af hendi leystar alls-
konar gúmmíviðgerðir, af fag-
manni. Allt fyrsta fl. handa-
vinna. Komið og reynið og þér
munuð sannfærast.
Virðingarfyllst.
Eirikur Guöjonsson
skósmiður
Hverfisgötu 64. Reykjavík.
♦K
♦K
♦K
♦K
♦K
♦K
ík
♦8
♦K
♦K
♦K
♦K
♦K
V
1
Gleðileg jóU
Bráðum hljóma þessi gullfallegu orð á hvers
manns vörum. Þess vegna eru nú allir, sem elska
jólin farnir að búa sig undir að taka á móti þeim
með því að gera jólakaupin á réttum stað, þar sem
allt er fáanlegt er eykur jólagleðina, með reglu-
legu jólaútsöluverði. Látið því ekki dragast að líta
inn í verzlunina
Skjaldbreib
(rétt á móti vatnsþrónni).
En ef þið hafið ekki tíma til að koma, þá hringið
í síma 3416 0g pantið eitthvað gott á jólaborðið.
Verzlunin Skjaldbreið
Sími 3416.
m
m
m
)H
)H
)H
&
)H
)H
m
m
)h
m
m
Svíar auka viðskipti
við Pólverja.
Samband sænskra sam-
viimufélaga hefir for-
gönguna.
Nýkomin sænsk blöð skýra
frá því, að á næstunni megi
vænta þess, að viðskipti Svía
við Pólverja aukist mjög mik-
ið, og að þau auknu viðskifti
munu að mestu fara fram í
vöruskiptum.
Það er Samband sænsku
kaupfélaganna, Kooperativa
Förbundet, sem tekið hefir að
' sér forgöngu þessara mála og
er það nú að koma sér upp
skrifstofu í Varsjá. Til að byrja
með ætlar K. F. að flytja til
Póllands ýmiskonar áhöld, sem
nota þarf í búðum, rafmagns-
perur, skófatnað 0. fl. iðnaðar-
vaming, sem það framleiðir, en
til endurgreiðslu ætlar það að
taka pólskar vörur. Forstöðu-
QSóftuFtmtir - íþróttir - íiðtir
Fagra veröld.
Ljódmæli eitir
Tómas Guðmundsson
Fagra vei’öld! Menn hrökkva
upp og skima í kringum sig,
þeir eru svo vanir því, að
hann yfirgnæfi allt, söngurinn
um þessa heimskreppu, sem
allt ætlar að drepa, nema þá
örfáu, sem lifa á henni. En
svo kemur ungt skáld, sem á-
varpar þessa álagajörð með
öryggi og glaðværð eins og
Ólafur muður tröllkonuna forð-
um.
Fyrir lesandanum losnar
veröldin líka úr álögum um
stund, og það er eins og hún
haldi áfram að vera bjartari
og hlýrri að lestrinum loknum.
í bók þessari, sem hér skal
stuttlega lýst, eru undir 40
kvæði. Þau bera öll þann sér-
kennileik, að tæplega nokkurt
þeima gæti verið eftir annan
höfund. Hér er bók, sem myndi
vera talin á háu bókmennta-
stigi, hjá hverri menningar-
þjóð, sem hún hefði birzt. Efn-
ið er mai-gbreytileg-t og hug-
næmt, alvarlegt á köflum, en
víðar er þar þó að finna glað-
værð með svo fágaðri og yfir-
lætislausri fyndni, að hún dylst
næstum sumstaðar við fyrstu
sýn.
Það er þýðingarlaust að til-
nefna mörg kvæðanna, sér-
staklega í svona stuttum rit-
dómi, en ég get þó ekki stillt
mig um að minna á kvæði eins
og „Austurstræti“ og kvæðið
um pennann, sem bæði eru
einkennandi fyrir höfundinn.
Margir munu þó líta svo á,
að kvæðið „Boðun Maríu“ sé
eitt merkasta kvæðið í bók-
inni. Það er austurlenzkt og
dularfullt, og bregður aðeins
örsnöggu og skyggðu leiftri
inn í hug lesandans. Prófessor
Ker í Lundúnum, hefir haldið
því fram, að meðal íslenzkra
ljóða væri sumt í tölu þess
bezta sem orkt hefði verið. En
hætt er við, að þeir sem búa
hinumegin á hnettinum myndu
verða á undan íslendingum að
trúa því, að erfitt væri að
finna betur orkt kvæði en
þetta, um sama efni.
„Japanskt ljóð“ hefir áður
komið í Stúdentablaðinu og
vakti þá meiri og almennari
eftirtekt en venja er til um
einstök kvæði, enda verður
ekki um það deilt, að það sé
ein fegursta perlan í íslenzk-
um bókmenntum. Hitt vita
fæstir, að kvæði þetta á sér,
þó ungt sé, allmerkilega sögu
og hefir ferðast meir en flest
önnur ísl. kvæði. Það barst með
Stúdentablaðinu í hendur ame-
rísks prófessors í norrænum
fræðum, fyrir tveim árum.
Iíann þýddi það á ensku og
sendi japönskum háskólakenn-
ara, sem hann þekkti og áður
hafði stundað nám við þennan
háskóla. Síðan var það þýtt á
japönsku og tekið upp í fyrir-
lestur, sem sami maður flutti
um evrópeiska ljóðagerð í út-
varpsstöð í Tokio.
„Daginn, sem Júdas gekk út
og hengdi sig“, nefnir höf.
eitthvert hið eftirtektarverð-
asta kvæði bókarinnar. Júdas
hefir þar sjálfur orðið; það er
í rauninni engin vörn en svo
ljós og hreinskilin lýsing á
hugrenningum og afstöðu
þessa mikia ógæfubarns, að
lesandanum mun hún seint úr
minni líða.
Annars er glaðværð og hu-
mor aðaleinkenni þessarar bók-
ar eins og höfundarins sjálfs.
Þetta eru fyrst og fremst ljóð
hinnar nýju Reykjavíkur. Hún
er þar ung borg, sem í fyrsta
sinni stígur inn í bókmennt-
irnar. Það hefir verið sagt um
eitthvert hið bezta skáld Sví-
þjóðar, að það hafi með kvæð-
um sínum vai-pað skýrara Ijósi
yíir borgarbrag og andlegt líf
Stokkhólms, á samtíð sinni, en
nokkurri sagnfræði hefir tek-
izt að gera. Eitthvað svipað
mun síðar verða sagt um höf-
und þessarar bókar, hvað
snertir Reykjavík.
Það er ekki ofmælt, að af
þeim, sem nú yrkja á íslenzku
eigi Tómas Guðmundsson mest
erindi inn í bókmenntimar.
Hann kemur með ný viðfahgs-
efni og nýjan búning og hann
er að minnsta kosti miklu
skemmtilegri aflestrar og list-
fengari eit aðrir þeir, sem
nú yrkja hér á landi. Og þó
höfundurinn sjálfur hafi má-
ske hingað til lagt minna upp
úr skáldskap sínum, heldur
e n ýmsir aðrir, sem til hans
þekktu, þá verður það hér eft-
ir ekki aftur tekið, að hann
hefir með þessari bók sinni
sezt á belck með okkar beztu
skáldum.
K. S.
maður þessara væntanlegu Pól-
landsviðskifta sænska sam-
bandsins heitir Axel Nilsson og
hefir dvalið um 7 ára skeið
í Póllandi. Birtist nýlega viðtal
við hann í sænska blaðinu So-
cial-Demokraten.
í viðtalinu segir hann að til
þess séu mikil líkindi að sænsk-
ar iðnaðarvörur geti unnið sér
mikinn markað í Póllandi. Bæði
er það, að Pólverjar framleiða
lítið af þeim iðnvarningi, sem
Svíar búa til og þær vörur
hafa Pólverjar áður keypt af
Þjóðverjum. En nú er sú alda
uppi meðal almennings í land-
inu, að kaupa sem minnst af
Þjóðverjum. Þá geta Svíar
keypt miklu meira af Pólverj-
um en þeir gera nú og má þar
nefna vörur eins og salt, kol,
áburð o. fl. Einnig má nefna
málningu og liti, sem Pólverj-
ar framleiða í nokkuð stórum
stíl og Svíar kaupa nú næstum
eingöngu af Þjóðverjum. Væri
nær fyrir Svía að beina þess-
um viðskiftum til Pólverja og
skapa sér með því vilhalla að-
stöðu til sölu á sínum vörum
þar í landi, í stað þess að hafa
stöðugt óhagstæðan verzlunar-
jöfnuð við Þýzkaland.