Nýja dagblaðið - 17.12.1933, Page 4

Nýja dagblaðið - 17.12.1933, Page 4
I 4 N Ý J A D A G B L A Ð I Ð_____________________ UEIHUINflAR eftir Jakob Thorarensen, íást hjá öllum bóksölum, UEIUvlllUAn í bandi og ób. Jólagjof, sem öllum þykír vænt um. Annáll. Skipafróttir. Gullfoss er í Rvík, Goðafoss kemur hingað fyrri hluta dags í dag, Brúarfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Leith, Dettifoss fór frá Siglufirði í gœr- morgun kl. 9 á leið til ísafjarðar, Lagarfoss kom til Kaupmanna- hafnar í gœr, Selfoss er í Rvík. Kolaskip kom í gœr tii h.f. Kol og salt. Aílinn i ár hefir verið meiri en fyrra ár, samkvœmt skýrslu Fiski- félagsins, eða 68.441 tonn 1. des. í ár, en 56.005 tonn á sama tíma í fyrra. Fiskbirgðirnar eru minni 1. des. í ár en á sama tíma í fyrra, eða 17.521 tonn, en 18.992 tonn í fyrra. Almennan fund halda íbúar í Skildinganesi að Baugsveg 4 1 dag, sunnudag 17. des., kl. 2Y2 e.h. par ver$a rœdd ýms hags- munamál, er þorpið varða og van- rœkt hafa verið. Skarlatsótt er í Hafnarfirði en er þó ekki mjög útbreidd. Er veik- in nú í 15 húsum þar, en fremur vœg. íslandið fór í gærkvöldi áleiðis til Kaupmannahafnar. Columbia, fisktökuskip, fer eftir hádegi í dag til Akureyrar. það tekur póst. í dag er aðal vörusýningardagur- inn hjá kaupmönnum hér i bœn- um. Eru gluggasýningar hér oft mjög smekklegar, svo að þær mundu sóma sér hvar sem er i heiminum. Ragnar E. Kvaran flytur erindi i útvarpið kl. 3.30 i dag, er hann nefnir Bernhard Shaw og svert- ingjastúlkan. Auglýsingum 1 Tímann, sem kemur út á morgun, og er síðasta blað fyrir pósta, er veitt mót- taka í prentsmiðjuni Acta í dag. Hið isL prentarafélag heldur íund í dag kl. 2 í K.-R.-húsinu (uppi). Fundarefnið er samning- amir. Listsýningu opnar Magnús Árna- son í dag í Oddfellowhúsinu. Á fundi haínarstjómar í gær bar Sigurður Jónasson fram tillögu um að verja 50 þús. kr. úr hafn- arsjóði til að byggja nýtt verka- mannaskýli. Tillagan var felld. Kosningarnar í Hafnarfirði. Mik- ill viðbúnaður er í Hafnarfirði fyrir bæjarstjómarkcsningarnar, sem fram eiga að fara í janúar næstkomandi. íhaldsmenn eru búnir að vekja upp kosninga- blað sitt, Hamar, sem komið hef- ir út nokkrum sinnum áður fyrir kosningar í Hafnarfirði. Jafnaðar- menn gefa þar út blað, sem heit- ir Alþýðublað Hafnarfjarðar. Alþýðuflokkslistinn i Hafnar- firði er, eftir nánari fregnum, sem blaðið hefir fengið í gær, ekki ákveðinn ennþá. Einhverjir virðast hafa skilið frétt, sem birt- ist hér í blaðinu, á þá leið, að flokkurinn þar myndi ekki vilju hafa Kjartan Ólafsson á listanum. En það er misskilningur. Um það hefir blaðið ekkert sagt og ekk- ert heyrt, enda ótrúlegt að svo væri, því að Kjartan mun jafn- an hafa notið óskipts fylgis flokksmanna sinna í Hafanrfirði. En borist hefir það út, að hann muni ekki vilja vera í kjöri í þetta sinn. Eimreiðin kom út nú í vikunni. Er þar fyrst jólaerindi eftir Svein Sigurðsson, G.estur Pálsson og Al- Almennur fundur til að mótmæla dauðadómnum, sem vofir yfir Torgler 0g fé- lögum hans, verður haldinn í Bröttugötusalnum í dag 17. des kl. 4. Ræðumenn: Gunnar Ben., Einar Olgeirsson o. fl. Baráttunefndin gegn fasisma. exander Kjelland eftir Stefán Ein- arsson, Úr söngvum til Svanhvít- ar ei'tir Sigurjón Friðjónsson, ís- lenzk kirkja, ritgerð eftir Pál þor- leifsson, Hrímskógar eftir Helgá Valtýsson, Frá Hnitbjörgum eft- ir Svein Sigurðsson, Esperanto og enska eftir þorstein þorsteinsson, Sambandslögin í fimmtán ár eftir Ólaf Lárusson, Eftirköst, saga eftir Bjai-tmar Guðmundsson 0. fl. Misprentast hefir í gær í aug- lýsingu frá verzl. Skjaldbreið verðið á vitamín-smjörliki. Átti að vera 90 aura pr. Yi kiló. Á Norðfirðl veiddust 14. þ. m. 1200 til 1500 tunnur síldar. Togar- inn Ólafur tók til útflutnings í ís um 900 tunnur. — F.Ó. í Keflavík hrundi 14. þ. m. hausahlaði við fiskmjölsverk- smiðjuna hér, ofan á 4 menn, sem voru að rífa hlaðann. þrír sluppu lítið meiddir, en einn maðurinn gekk úr axlarlið og skrámaðist á andliti og handlegg. Hann heitir Runólfur þórðarson. — F.Ú. Kaupfólag Austur-Skaftfellinga befir keypt verstöðina á Horna- firði af útibúi Landsbankans á Eskiíirði. í kaupunum eru öll hús, sem eign bankans hafa fylgt, ásamt tilheyrandi lóðarréttindum, hryggjum og áhöldum. — í sið- ustu vertið fiskuðust á Homafirði alls 5737 skippund og 800 skip- pund voru verkuð á staðnum. FÚ Frá Vopnafirði er simað: Hér er nú|jpndvegistíð og gengur fé sjálí- ala. Heilsufar manna er gott. Ný- byggt er í Krossavík steinsteypu- hús, og er það hið vandaðasta. Yfirsmiður var Jón Grímsson, Norðfirðingur. — Leikritið Apa- köturinn hefir nú verið leikið hér þrisvar. — F.Ú. Stjóm Ástralíu hefir veitt flug- manninum Charles Ulm þúsund sterlingspunda heiðursgjöf í viður- kenningarskyni fyrir flugafrek hans, er hann ílaug milli Eng- lands og Ástralíu á rúmlega 6 dögum. — FÚ. Áfengisflóð. Bandaríkjastjómin tilkynnti Canadastjórn 14. þ. m., að á næstu fjórum mánuðum yrði leyft að flytja inn frá Canada 5.580.590 gallons af sterkum drykkj um. — FÚ. Neðanjarðargöng. Nú hefir verið lokið við neðanjarðargöngin undir ánni Mersey í Englandi, og verða þau þegar opnuð til umferðar, þótt ekki verði þau opinberlega vígð fyr en að sumri. Göng þessi eru þau stærstu, sem gerð hafa verið undir vatnsfarveg, nokkursstaðar í heiminum og hafa verið átta ár í smíðum. — FÚ. Her Paragnaymanna er sagður hafa tekið tvö helztu vígi Bolivíu- manna í Gran Chaco. svo að segja mótstöðulaust. — F.Ú. Forsetakosning í Sviss. það er talið líklegt, að Dr. Legulas verði næsti forseti svissneska lýðveldis- ins. Forsetinn er kosinn til eins árs í senn. Fráfarandi forseti heit- ir Edmund Schulthess. — FÚ. i Formaður Iðnráðsins talar við sjálfan sig. Framh. af 3. síðu. því, að viðskiptaþjóðir vorar verzli á íslenzkum markaði, þar sem sölumöguleikamir eru ekki meiri en í einum fremur litlum bæ sérhverrar þeirra þjóða(?). Enginn tekur heldur alvar- lega trúleysi formanns iðnráðs- ins á það, að hér verði á boð- stólum erlend iðnvara undir kostnaðarverði, ef innflutn- ingshöftin eru afnumin. Mönn- um er hér vel kunnugt um það hvorttveggja, að mörgum þyk- ir nú betra að selja vöru sína undir framleiðslukostnaði en selja hana alls ekki, að sumar þær þjóðir, er við höfum við- skipti við, bjóða verkafólki sínu við iðnaðinn þau lífskjör, sem við Islendingar viljum alls ekki bjóða okkar iðnaðarmönn- um og okkar verkafólki, og geta þar að auki rekið sinn iðnað I stærri stQ og ódýrar þessvegna. Um þetta hefir formaður iðnráðains líka einhvem grun, því að hann segir, eftir að hann hefir lokið þessari skolla- blindu: „Auk þess virðist oss Alþingi hafa það í hendi sinni að jafna þenna leik með tolla- löggjöf". En engin þessi tolla- löggjöf lá fyrir þinginu. Því var jafn gott að vísa til henn- ar og lífsins eftir dauðann. Formaður Iðnráðslns talar við sjálfan slg í Morgun- blaðinu. Þegar formaður iðnráðsins kemur svo að lokum fram á ritvöllinn í Mbl. 14. þ. m. er það H. H. Eiríksson sjálfur, einB og þegar hann svaráði í sumartunglið. I Mbl. hamast hann að því, hvernig innflutn- ingshömlurnar hafi verið fram- kvæmdar, með svipaðri ssnn- gimi og orðbragði og Páll frá Þverá í sumar, en tæplega er hann eins skemmtilegur. Þó getur hann spurt dálúið lag- lega: „Hefir sauðfjárrækt (tólgarframleiðslu), smjör- framleiðslu, bökun, gosdrykkja- gerð, ullarvinnslu 0. fl. farið mikið fram vegna haftanna? Nei, og aftur nei“. — (Þetta þykir kaupmönnum hér í Rvík líklega gott). Innan um þetta er svo flétt- að gagnslaust skjall um iðnað- armennina. „Yngri mennirnir eru nú að taka vlð af þeim eldri, sem lögðu traustan og virkan grundvöll að iðnaðar- starfsemi í landinu. Frá þeim stafa framfarimar en ekki inn- flutningshöftunum —“. Og svo em nokkrir iðnaðarmenn taldir upp með nöfnum, svo að það er þó víst, að iðnaðarmennimir eiga einhvem þátt í framför- unum! Og — „án hjálpar inn- flutningshafta geta þeir með i góðri samvizku gagt: Verið Is- Tilkyimin^ Fr& og með mánudeginum 18. þ. m. verður verð á mjólk og mjólkurafurðum sem hér seglr: Nýmjólk í lausu máli 45 aura pr. líter. á 1 líters flöskum 47 n „ flösku. W á V» n ii 24 r n n Rjómi ■ . , . . . . 265 n líter- Skyr . Virðingarfyllst 90 n » kff- Mjólkurbandalag Suðurlands Auglýsing um jölakveðjur Ríkisútvarpið tekui' til flutnings í útvarpinu jóia- kveðjur til manna innanlands eftir þeim reglum, sem nánar eru greindar hér á eftir: I. Kveðjur fliittar af sjálfum þeim, er senda. Minnsta gjald: Kr. 10.00 fyrir allt að 10Q orð- um og 10 aurar fyi'ir hvert orð þar framyfir. II. Kveðjui-, fluttar af þul. Minnsta gjald: kr. 3,00 fyrir allt að 10 orðum og 30 aurar fyrir hvert orð þar framyfir. í jólakveðjum þessum mega vera, auk jólaóska, stuttar frásagnir um heimilishag og aðra einkahagi. Orðsendingar eða ávörp frá stjórnmálaflokkum, stjómmálafélögum eða stjómmálablöðum verða ekki teknar til flutnings. í kveðjunum eða orðsendingunum mega ekki felast neinskonar auglýsingar eða málflutningur, hverju nafni sem nefnist. Kveðjur manna í milh innan Reykjavíkur og Hafnarfjarðar verða ekki teknar. Þeir, sem óska að flytja sjálfir jólakveðjur til vina og vandamanna gefi sig fram sem allra fyrst á skrifstofu útvarpsins og eigi síðar en kl. 18.00 á Þorláksdag, laugardaginn 23. þ. m. og leggi jafn- framt inn handrit að kveðjunni. Verða handritin at- huguð og tölusett og flytjendum tilkyxmt hvenær þeir eiga að koma í útvarpssal til flutnings. Flutningur kveðjanna hefst kl. 21 á Þorláksmessu- kvöld og verða fluttar í þeirri röð sem þær berast skrifstofunni. Þó verða kveðjur til hlustenda á truflanasvæðinu ekki fluttar fyr en kl. 22.30. Ef þörf krefur lengri tíma til flutnings, verður hann auglýstur síðar. Jólakveðjur samkv. tölulið II verða fluttar af þul og hefst flutníngur þeirra kl. 17 á aðfangadag jóla. jikal þeim skilað á skrifstofu útvarpsins í síðasta ,lagi Ú. 16.30 á aðfangadag. Greiðsla fer fram við afhendingu. Skrifstofa Ríkisútvarpsins, 16. des. 1938. JÓNAS ÞORBERGSSON útvarpsstjóri. lendingar og notlð íslenzkar vörur“. Þar náði formaður iðnráðs- ins í skottið á sér! Slíkan mann ætti Sjálfstæðisflokkurinn að - bjóða fram við bæjarstjórnar- og Alþingiskosningar! Hofir nú iormaður iðnráðs- ins ekki raglað fnllan belg? Til er þjóðsaga um strák, sem ruglaði fullan belg. Það var lagt fyrir hann sem þraut, sem ekki væri unni að leysa. Svo fór hann inn í konungs- höll og þvaðraði ósæmilega vit- ! leysu, þangað til að menn ! sögðu honum að belgurinn væri fullur, til að losna við hann. Formaður iðnráðsins hefir tekið til máls um það, sem ætla mætti, að honum væri al- vörumál. En hann hefir talað eins og hann ætli sér að rugla fullan belg. Eða er það bara svo, að hann hafi um þau mál, er iðn- aðinn varða, dregið sér belg yf- ir höfuð, svo að hann sér ekki það, sem allir aðrir aðrir sjá? En þá er honum það áreiðan- lega að minnstum ófarnaði, að hann vildi nú draga belginn svolítið betur niður, því að þá gæti sannast hið fomkveðna: Betri er belgur.en bam. A.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.