Nýja dagblaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 23.12.1933, Blaðsíða 4
4 N Ý J A DAGBLAÐIÐ ........... -■ ■ i iii Annáll. Hjúskapur. í gær voru gefin saman i borgaralegt hjónaband ungfrú Guðrún Briem og Pétur Benediktsson, cand. juris, fulltrúi í utanrikisráðuneytinu danska. Úlfablóð heitir nýútkomin ljóða- bók. Kallar höfundurinn sig Álf frá Klettstíu, sem mun vera dul- nefni. — Bókin er vönduð að frá- gangi og hefir fengið góða dóma. Kisprentast hafði i gær í augl. frá Kaupfélagi Reykjavíkur síma- númerið. Sími félagsins er 1245. Hugo Proppé verzlunarmaður andaðist aðfaranótt fimmtudags- ins eftir mjög stutta legu Hann var aðeins . 23 ára gamall. Sonur Carls Proppé kaupmanns hér í bænum. Skipafréttir. Ksja lá veðurteppt á Ólafsvik í gærkvöldi. Var búið að afgreiða hana, en hún treystist ekki til þess að leggja í flóann, því aftaka vestanstormur var á. Ásmundur Sveinsson listamaður hafði nýlega gluggasýningu í Mál- aranum á ýmsum fallegum mun- um eftir sig, er fást þar. Ættu menn, þegar þeir eru að hugsa um að fá handa sér cða öðrum eitthvað merkilegt fyrir jólin, að muna eftir listamönnum okkar — ekki sízt þeim beztu. En meðal þeirra er Ásmundur Sveinsson efa- laust í fremstu röð. Úr Borgarfirði. Tíð hefir verið mjög mild í vetur i Borgarfirði. Nóttina milli 10. og 11. des. gerði í fyrsta skipti grátt í rót á vetr- inum. Fé hefir gengið úti fram undir þennan tíma og er bað nærri eins dæmi hér um slóðir. Pistilinn skrifaði. Askrifendur, sem ekki hafa ennþá fengið bók- ina, geta vitjað hennar til jóla á afgreiðslu Nýja dagblaðsins og ' Alþýðublaðsins. v Málverkasýning Freymóðs Jó- hannssonar verður opin bæði jóla- daginn og annan dag jóla. — Sýn- ingin hefir verið vel sótt undan- farið og nokkur málverk selt. Veðurblíðan. í danska útvarp- inu var í gær sagt frá því, og þóttu einkennileg tiðindi,. hversu góð tíð væri nú á íslandi, þar sem blóm springju út í görðum um jólaleytið, meðan allt værí hulið snjó í Danmörku, og hörkufrost suður um alla Evrópu. — F.Ú. Styrkbeiðnir til bæjarstjómar. íþróttasamband íslands hefir sótt um 2400 kr. styrk til bæjarstjórn- ar. A að verja honum til læknis- skoðunar íþróttamanna. Skíðafélag Rvikur sækir um 5000 kr. styrk til skiðaskála, Pétur G. Guðmundsson um 1000 kr. styrk til útgáfu a „Bæjarskrá Reykjavíkur 1934“ og Blindravinafélagið um styrk til starfrækslu vinnustofu fyrir blinda menn. Einhverjir fleiri munu hafa sótt um styi’ki. Nýir barnakennarar. Samkvæmt tilkynningu fræðslumálastjóra til skólanefndar Reykjavíkur hefir kennslumálaráðuneytið setti eftir- talda kennara til þess að vera kennara við barnaskóla Reylcja- víkur um eitt ár frá 1. okt. yfir- standandi árs að telja: Önnu Hallgrímsdóttur, Árna þórðarson, Gísla Sigurðsson, Harald Björns- son, Hólmfríði Hemmert og Stein- þór Guðmundsson. Fró höfninni. Enskur togari kom i gær með manna, sem hafði slasazt. Olafur Bjamason kom í gærmorgun og fór aftur á veiðar. Egill Skallagrímsson fór í gær austur á land til þess að taka síld Hekla kom hingað i gær að vestan. Verðlaunum úr Camegie-sjóði var nýlega úthlutað eins og hermt var í blaðinu í fyrradag. Að jæssu sinni fengu tveir Islendingar verð- laun þessi: Kristján Hreinsson Stokkseyri 21 árs gamall sjómað- ur fékk 400 kr. verðlaun fyrir að bjarga 1? mönnum úr sjávarl. ’.ska 1931. Annar maður, Jakob þor- steinsson á Akureyri fékk 300 kr. verðlaun. Ný bók um ísland: Minnsta konungsríkið á Norðurlöndum, eftir Hanna Lund Eriksson og Ejnar Fors Bergström. Bókin er nýkomin út, og fær góða dóma. Próf. Elias Wessén ritar formála. þeir próf. Elias Wessén og Ejnar Fors Bergström ritstjori eru báðir vinir íslands og að góðu kunnir hér á landi. Forstjóri þjóðleikhússins í Berg- en hefir sagt af sér vegna fjár- hagsörðugleika þeirra, sem leik- húsið á við að stríða. þjóðleikhús- inu í Oslo hafa verið veittar 50 þús. kr. til ýmsra umbóta. — FÚ. Munið að tryggja ykkur að- gang að jólatrésskemmtuninni í Oddfellowhúsinu 2. janúar. Listar liggja frammi í Kaupfélagi Reykjavikur og afgreiðslu þessa blaðs. Harðsóttur þjófur. Lögreglan í Kaupmannahöfn átti aðfaranótt 20. þ. m. í höggi við skæðan inn- brotsþjóf. Hann hafði brotist inn í viðtækjaverzlun, en lögreglunni var gert aðvart meðan hann var þar inni, og kom taíarlaust. En þjófnum tókst að sleppa út bak- dyramegin og ihn í aðra búð og lögreglan á hælunum á honum, en hann slapp enn, og henti sér nú gegn um stóra og þykka rúðu á búðarglugga, og komst enn und- an og upp á loft í nágrannaliúsi, fór þar út um giugga á efsta lofti, sveiflaði sér út og náði taki á þakrennu, og hóf sig upp á þak- ið, og. var þar um stund, en þá kom brunalið lögreglunni tii hjáipar, en enn þá einu sinni tókst þjófnum að komast undan, inn um þakglugga og' ofan í geymslukompu, þar náðist hann loksins, blóðugur og mikið særð- ur, og sást þá, að þetta var mað- ur nýsloppirm úr tugthúsinu fyrir annað afbrot. — FÚ. Roosevelt á andstreymt. Sam- kvæmt skýrslum, sem birtar voru 20. þ. m., voru 287 þús. færri menn vinnandi í verksmiðjum í Bandaríkjunum 15. nóv. síðastlið- inn heldur en 15. okt., og iauna- greiðslur höfðu lækkað um 7y2 millj. doliara. þetta er fyrsti mánuðurinn síðanrí marz, þannig að verkamannatalan hafi lækkað. — Végna þess að nýir örðugleik- ar steðja að endurreisnarstarfinu hefir Roosevelt forseti ákveðið að gera ntAkrar breytingar á stjórn þess og starfrækslu. Hann hefir á- kveðið að stofna nýja allsherjar- kreppunefnd til þess að l'jalla um öll atvinnuleysis- og kreppu- ■ mái, þ. á m. kreppuráðstafan- f iranr fyrir landbúnaðinn. For- . niaður þessarar nýju kreppu- nefndar heitir Mr. Waiker. John- son hershöfðingi hefir því héreftir allt aðra aðstöðu í þessum mál- um en áður, og ræður varla eins mikið urn þau, því að hann verö- ur aðeins einn af mörgum með- limum hinnar nýju nefndar. — Verkamálaráðherra Bandaríkjanna hefir gefið út skýrslu um það 20. þ. m., að þrátt fyrir þá lækkun á verkamannafjölda sem fyr er sagt frá í verksmiðjum, þá hafi allsherjar útkoman í baráttunni gegn atvinnuleysinu orðið allgóð, því að frá því í marz og þangað til í miðjum nóvember hafi 2y2 millj. atvinulausra manna fengið atvinnu í ýmsum greinum. Til Strandarkirkju. 20 krónur sendar Nýja dagblaðinu af ónefnd- um. Undirréttardómur. Framh. af 1. síðu. vinnumálaráðherra að ákveða, hver skuli vera einkenni slíkr- ar mjólkur. En þessi reglu- gerð hefir enn ekki verið set.t, segir í dómnum. Kærði krafðist sýknunar, sökum þess, að engin mjólk- urbú hafi verið viðurkennd af atvinnumálaráðherra. Réttur- inn hafði leitað upplýsinga um þetta mál hjá atvinnumála- ráðuneytinu, og vildi það líta svo á, að búin hefðu verið við- urkennd um leið og styrkur til þeirra hefði verið greiddur sem fullkomin mjólkurbú til osta- og smjörgerðar og niður- suðu mjólkur. Um þetta atriði segir í . dómnum: „Rétturinn fær nú ekki séð, að nokkuð samband sé milli ofangreindra styrkheimilda fjárlaganna, sem fjalla um osta- og smjörgerð og niður- suðu mjólkur, og ofannefndra laga nr. 97 frá 1933, sem sett eru um heilbrigðisráðstafanir um sölu mjólkur og rjóma í kaupstöðum og kauptúnum“. Ennfremur segir: „Samkvæmt framansögðu, verður rétturinn að álíta, að þegar kæran á hendur kærðum kom fram, hafi engin mjólkur- bú verið búin að fá viðurkenn- ingu atvinnumálaráðherra í merkingu laga nr. 97 frá 1933. Er heldur ekki hægt að ætlast til, að einstaklingar, er mjólk- ursölu höfðu á hendi, gætu álitið að viðurkenning væri fengin, meðan engin tilkynning lá fyrir, frá hinu opinbera um að slíkar viðurkenningar hefðu átt sér stað og að lögin kæmu þar með til fram- kvæinda". Niðurstaða dómsins er: „Því dæmist rétta vera: ' Kærður Kristján Jóhanns- son, skal vera sýkn af kæru valdstjómarinnar í máli þessu. Málskostnaður greiðist af al- mannafé“. Góð tíð í Skaftafellssýslu. í gær voru lömb íyrst tekin í hús austur á Síðunni, hafði þá gránað dálítið í byggð. • Ódýru § auglýsingarnar. Egg 13 aura. Kjötverzlunin Herðubreið, Fríkirkjuvegi 7, sími 4565. Hús og aðrar fastcignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Aðalstræti 9 B opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. KJARNABRAUÐIN Hafið þið reynt hið holla og Ijúffenga kjamabrauð frá Brauðgerð Kaupfél. Reykjavík- ur ? Munið lága vöruverðið á TÝSGÖTU 3 Tapað-Fundið 25 krónur töpuðust í gær niður við fiskskúrana. Finn- andi skili á afgr. Nýja dag- blaðsins. Húsnæði Einhleypur maður óskar eft- ir litlu herbergi helzt í mið- bænum. A. v. á. Sími Kaupfélags Reykjavíkur er 12 4 5. Gestir f bænum. Bjöm Jakobs- son leikfimiskennari frá Laugar- vatni. Dýrmætt handrit. Mac Donald forsætisráðhérra skýrði frá því í enska þinginu 19. þ. m., að for- ráðamenn British Museum hefðu ákveðið að kaupa handa safninu biblíuhandritið Codex Sinaticus fyrir 100 þús. pund eða um 2V4 millj. kr. Mac Donald sagði, að stjórnin hefði lofað, að leggja fram eitt pund móti hverju pundi, sem fengist með almennum sam- skotum. Handritið, sem hér er um að ræða, er eitthvert hið elzta og bezta biblíuhandrit, sem til er. RAUÐA HÚSIÐ. — Og það mundi hafa eyðilagt allt saman. Þið mynduð haaf haft nógan tíma til að bera kennsl á göngulagið hennar. Nú tók Bill að gerast forvitinn. — Þetta er nú annars býsna kyndugt, Tony. Ekk- ert okkar hugsaði út í þetta. — Ertu viss um að hún hafi ekki komið yfir garðinn svo enginn tæki eftir? — Alveg viss, því við Betty áttum von á að hún kæmi í íjós og við voruin alltaf að svipast eftir henni ef við kæmum auga á hana, svo að við gætum öll snúið baki við henni í tæka tíð. — Voruð þið miss Calladine í samsæri? — Ilvernig veiztu það? — Það er að þakka minni ágætu ályktunargáfu. Nú, og svo sáuð þið hana allt í einu? , — Já, hún kom gangandi í hægðum sínum þarna megin á grasbalanum. Hann benti á þá hlið gras- balans, sem lá fjær, þeim megin er nær var skýlinu. — Hún hefir líklega ekki falið sig í skurðinum. Eða þið kp.lhð það virkisgröf? — Það gerir Mark. En við gerum það aldrei í okkar hóp. Nei, það gat hún ekki. Við Betty kom- um hingað á undan hinu fólkinu og gengum hring- inn í kring. Við myndum hafa séð hana, hefði hún falið sig þar. — Þá hlýtur hún að hafa falið sig inni í skýlinu. Eða máske þið kallið það lystihús ? *— Já, en við urðum auðvitað að fara þangað fyrst og sækja leikföngin. Ekki gat hún hafa leynzt þar. — Svo, já. — Þetta er fjandans kyndugt, sagði Bill eftir stundarumhugsun. En hefir það annars nokkra þýð- ingu. Ekki snertir það Robert nokkuni hlut. — Ekki? — Er það? sagði Bill og varð nú ákafur á ný. — Ég veit ekki. Við vitum ekkert, hvað snertir þetta mál og hvað ekki snertir það. En þetta snertir miss Norris ... Hann þagnaði skyndilega. -— Hvað er nú um hana? — Nú, jæja, þið eruð öll saman að vissu leyti flækt í þetta mál. Og hafi einhverjir af ykkur lent í einhverju óskiljanlegu nokkrum dögum áður en allt heimilið verður fyrir óskiljanlegum atburði — já, þá vekur sú staðreynd athygli manns. Þetta var frambærileg ástæða, en það var samt ekki sú ástæðan, sem að honum var komið að nefna. — Jeg skil. Núnú? Antony barði úr pípunni sinni og stóð hægt á fætur. — Við skulum reyna að komast að því, hvaða leið miss Norris kom frá húsinu og hingað. — Bill spratt á fætur, fullur af ákafa. — Hvað áttu við? Heldurðu að hér séu nokkurs- staðar leynigöng? -— Að minnsta kosti gangur, sem lítið ber á. Það er alveg áreiðanlegt. — Nei, hvert í grenjandi! Ég sem er alveg tryllt- ur eftir leynigöngum. Hugsa sér það, að í kvöld var ég í golfleik rétt eins og hver annar bjálfi! Leyni- göng! Þeir stukku niður í skurðinn. Ef þarna voru göng, sem lágu heim að húsinu, þá var líklegt, að þau enduðu þeim megin við balann, sem að húsinu vissi við ytri barminn á skurðinum. Álitlegast var að leita útgangsins í skýlinu, þar sem leikföngin voru geymd. 'Skýlið var skrautlegt, eins og allt, sem Mark átti. Þar inni voru tveir skápar með krokket- áhöldum. Annar stóð opin, rétt eins og áhöldin hefði verið notuð rétt nýlega. Bekkur var undir veggmum gegnt dyrunum. Þar var hægt að sitjá í skjóli, ef skúrir gerði. Antony bankaði á vegginn gegnt dyrunum. — Hér ætti inngangurinn að vera. En ekki er það að heyra á hljóðina, að hér sé holt bakvið. — Hversvegna það? sagði Bill. Hann gekk hálf- boginn hringinn í kring í skýlinu og bankaði á

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.