Nýja dagblaðið - 28.12.1933, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 28.12.1933, Blaðsíða 2
í a t j a ÐABBLA9I9 Frá Landssimanum. Frá 1. janúar næstkomandi breytast yms ákvæði um samnings og gjaldsútreikning dulmálsskeyta, samkv. ákvæðum Madrid-símaráðstefriunnar. Aðalbreytingin er sú, að framvegis mega ekki vera nema 5 bókstafir í orðum dulmálsskeyta í stað 10 áður, en gjaldið fyrir dulmálsskeytin lækkar ofan í 7/i0 venjulegs gjalds innan Evrópu og 6/io til landa utan Evrópu. Landssíminn hefir látið prenta leiðarvísi um hinar nýju dulmálsreglur og geta þeir, sem óska fengið leiðarvísinn í afgreiðslusal landssímastöðvarinnar. Jafnframt tilkynnist símnotendum, að landssíminn hefir gefið út 4 ný heillaskeytaeyðublöð með mismun- andi verði og sérstakar heillaskeytamöppur, er fást á afgreiðslu ritsímastöðvarinnar í Reykjavík. Landssímastjórinn. rélao nnira Framsóliíannanaa Éfc heldur skemmtun í Oddfellow-húsinu á morgun (föstud.) kl. S’/j. Skemmtiatriði: Ræður. Einsöngur: María Markan. Listdans: Helene Jónsson ogEigild Carlsen. D ANS. Aðgöngumiðar fást á afgr. Nýja dagblaðs- sins frá kl. 1 í dag til kl. 4 á morgu'n og kosta 6 kr. fyrir parið og 4 kr. fyrir ein- staklinga, kaffi innifalið. Fólagsstjórnin. Erlendu skipbrotsmennirnir í Reykjavík Framh. af 1. síðu. þýdd á 3 tungumál. Ræður héldu þarna einnig ræðismenn Breta, Belga og Þjóðverja, og einn af skipbrotsmönnunum þakkaði fyrir þeirra hönd. j Nokkrir fleiri héldu þama j stuttar ræður. Frk. María ; Markan og Einar Sigurðsson sungu einsöngva. Jólasálmur- inn „Heims um ból“ var sung- inn þar samtímis á 5 tungumál- um. Er slíkt sjaldgæft, minnsta kosti hér á landi, að svo marg- ar þjóðir syngi saman jóla- sálma, Kveðjuathöfn í dóm- kirkjunni. Eins og að ofan er get-' ið, drukknuðu tveir af þýzku sjómönnunum, sem ætluðu að bjarga skipshöfninni af Marga- rete Clark, og var komið með lík þeirra hingað á jóladaginn. Kveðjuathöfn fór fram í dóm- kirkjunni á annan í jólum, ! þar eð strandmennimir fóru utan á leið heim um kvöldið. Allir ráðherrarnir ásamt ræð- j ismönnum Belga, ftala, Aust- urríkismanna og Þjóðverja voru viðstaddir og margir Þjóðverjar, sem hér eru. — Bjami Jónsson dómkirkju- prestur flutti ræðu á þýzku og sungnir voru þýzkir sálmar. — Lík Þjóðverjanna voru þó ekki send þann dag, þar eð ekki var búið að búa um þau á þann hátt er lög mæla fyrir um lík, er flutt eru milli landa. Flutningur strandmann- anna að austan. Bjarni á Hólmi og synir Lárusar í Klaustri komu hing- að til bæjarins með strand- mennina í bílum að austan kl. um 2 á jólanóttina. — Blaðið hafði tal af Bjarna á Hólmi, og. sagði hann að ferð- in hefði gengið vel að austan. Múlakvísl var þó nokkuð djúp, um 75 cm. og breið var hún, eða um einn kilometri, og var það hinn mesti vandi, að kom- ast yfir hana án þess að vatn kæmist í vélina, sagði Bjami á Hólmi. Ýmsar aðrar ár voru og erfiðar yfirferðar, þar eð miklar rigningar hafa verið og vatnavextir töluverðir. Þjóðverjinn, sem öræfingar fundu, var búinn að búa um sig í heyi í bát og leið sæmi- lega þegar hann fannst. En mennimir klæddu sig úr fötum sínum og færðu Þjóðverjann i þau, til þess að hlýja honum, eins og Skaftfellingar eru van- ir að gera þegar þeir eru að bjarga mönnum úr hrakningi, segir Bjarni. Frá Spáni ^Sófrafctixxtit - xþróttir - íiðtir Fyrir og eftir kosn- ingarnar. — Konuru- ar réðu úrslitum. Nú um hríð hefir verið mik- ið ■ umrót suður á Spáni. Þó virðist straumurinn aftur vera að falla í farveg og er þá tími til að gefa yfirlit yfir atburð- ina. Þegar Alfons konungur flúði ríki sitt 1931, var par lokið siðspilltu einveldi. í hátíða- fögnuði yfir fengnu frelsi gekk þjóðin til þess að kjósa sér þing, er átti að semja henni ný stjórnskipunarlög. Vinstri flokkarnir unnu ótvíræðan og glæsilegan sigur við kosning- arnar. Hlutverk sitt, að setja þjóð- inni nýja stjórnarskipun leysti þingið af hendi, og leysti það vel. En svo átti það að láta starf sínu lokið og láta fara fram nýjar kosningar sam- kvæmt hinni nýju stjómar- skrá. En það var ekki gert. Þingið hélt áfram að starfa samkvæmt umboði, sem raun- ar var fallið úr gildi. Það tók upp umsvifamikla umbótapóli- tík og mjög í anda jafnaðar- stefnunnar, enda var jafnaðar- mannaflokkurinn mjög fjöl- mennur í þinginu. Sérstaklega var gengið að því með hispurs- lausu hikleysi að takmarka vald katólsku kirkjunnar, sem var í reyndinni höfuðstoð aft- urhaldsins í landinu. Ef nýjar kosningar hefðu farið fram strax eftir að samn- ing stjórnskipunarlaganna var lokið, er talið vafalaust, að ekki hefðu orðið miklar breytingar á skipun þingsins. En kosning- arnar fóru ekki fram fyrr en um síðustu mánaðamót. Og þær. urðu mikill ósigur fyrir vinstri flokkana. Kosið var tvisvar, 19. nóv. og 3. des. Við kosninguna 19. nóv. töldust þeir einir rétt kjörnir, er fengu 40% atkvæða og þar yfir. En flokkar eru margir á Spáni, og voru því margir frambjóðendur í hverju kjördæmi. Þessvegna varð víða að kjósa aftur 3. des. Úrslit kosninganna urðu að lokum þau, að hægri flukkamir eru taldir hafa 207 þingsæti, mið- flokkarnir 167 og vinstri flokk- amir 99. Þar af hafa jafnað- armenn aðeins 58 þingsæti, en höfðu 114 áður. Meðal mið- flokkanna gætir mest radikala flokksins. Hann vann 104 þing- sæti, og er fjölmennastur allra einstakra þingflokka. Foringi hans heitir Lerroux' Hann og flokkur hans töldust til vinstri flokkanna áður, en er hann treystist ekki til að halda leng- ur áfram samvinnunni við jafnaðarmenn, varð sú breyt- ing á aðstöðunni í þinginu, að ekki varð undan því komizt, að efna til nýrra kosninga. Lerr oux ber því ábyrgð á kosning- unum og úrslitum þejrra. — Ósigur vinstri flokkanna verður ekki kenndur þeirri glópsku einni saman, að þingið hélt umboði sínu lengur en rétt rök stóðu til. Þeir guldu Bakkus konungur. Þýðing eftir Knút Arngrímsson. Það er sannarlegt gleðiefni, þegar góð, erlend bók kemur út í íslenzkri þýðingu. Ég varð því næsta glaður, þegar ég sá, að hin mikla bók hins fræga ameríska höfundar, Jack Lond- on, um áfengismálið var kom- in út á íslenzku, og var ég þá fljótur á mér að ná mér 1 hana. Ég hefi átt hana í danskri þýð- ingu, en hef um tíma saknað hennar úr bókaskápnum hjá mér, því svo er það jafnan um góðar bækur, að maður vill lesa þær aftur, og eins hitt, að manni helzt ekki á þeim. En hvað umræddri bók viðvíkur, sem á ensku var nefnd John Barleycorn, á dönsku Kong Alkohol, og nú á íslenzku hefir hlotið nafnið Bakkus konung- ur, þá er hún ein af þeim bók- um, sem maður getur með nokkru millibili lesið aftur og aftur. Bók þessi er frásögn af við- skiptum höfundar við áfengið, sannar frásagnir úr lífi hans sjálfs, sagðar með frásagnar- list þeirri, sem gert hefir hann heimsfrægan, og sem er hvort- tveggja í senn, æsandi og sann- færandi um, að hér sé sann- leikur sagður. Á þetta síðasta engu síður við um aðrar sög- ur hans en um bók þá, er hér er um að ræða, þó það, sem hún segir frá, muni aðeins vera sannar frásagnir. Engum, sem les þessa bók, þarf að dyljast, hvoru megin höfundurinn er í áfengismál- unum, en þetta mun vera sú ein bók um slík mál, sem fnenn lesa með jafnmikilli ánægju, hvort menn eru andbanningar eða bannmenn, en hún er líka sérkennileg að því leyti, að það hafa jafnt ungir sem gaml- ir gaman af að lesa hana, jafnt gamlir karlar sem ungar stúlk- ur, og er það fremur fágætt um bækur. íslenzka þýðingin þykir mér hafa tekizt vel, því þýðandinn, séra Knútur Arngrímsson, hef- ir komið henni á lipurt og lið- ugt mál. Þó eru á einstaka stað orð, sem mér finnast vera of lík dönskunni, en frá gamalli tíð situr það fast í mörgum okkar, að okkur, mislíkar slík orð eins og til dæmis „brjóst- kassi“, eða orðatiltæki eins og „hvernig sakir standa“. En slíkt og þvílíkt eru nú smá- munir; það stappar nærri því, að ég sé að gera mig gleiðan með þessari aðfinnslu, þar sem bókin að öðru leyti er ágæt. Ég efast ekki um, að marg- ar bækur, sem nú eru á boð- stólum, séu vel fallnar til jóla- gjafa, en þessi bók er áreiðan- lega ein af þeim. En til slíkra bóka tel ég þær, sem lesa má aftur og aftur, með nokkru millibili. En vel á minnst, lesari góð- ur! Þú ert þó ekki einn af þeim mörgu Islendingum, sem eru alveg steinhættir að kaupa bækur? Ert þú einn af þeim, sem ert búinn að gleymn því að blindur er bókarlaus mað- ur og að sá maður er sannar lega illa farinn, sem ekki á nokkrar góðar bækur að grípa til í tómstundum sínum. En svo er það nú að verða um allt of marga og má það ekki svo búið standa, því ekki dugir, að Islendingar hætti að vera „bókaþjóðin“. ó. F. Ymislegt ettir B. Gröndal. Þorsteinn Gíslason hefir í þessari bók gefið út fyrirlest- ur Gröndals, er hann hélt til varnar rómantízku stefnunni í bókmenntum og listum móti H. Hafstein í Reykjavík 4. febr. 1888, stuttan áður óprentaðan sjónleik, er heitir Geitlands- jökull, og dálitla gamansama ferðasögu Gröndals „heiman að til Halldórs Þórðarsonar“. Af þessu er fyrirlesturinn langmei-kilegastur og er allt í senn merkilegur fyrir bók- menntasögu okkar^ gefur á- gæta og furðu alhliða mynd af Gröndal sjálfum og er hinn skemmtilegasti. Munu því margir þakka fyrir að hafa á þenna hátt fengið hann í hend- ur. og þess, er þeir höfðu vel gert, hinna lýðræðislegu umbóta. Fyrst og fremst guldu þeir þess, að hafa gefið konum jafn- an kosningarétt við karla. En almennur kosningaréttur er sjálfu lýðræðinu háskalegur í landi, þar sem mikill fjöldi fólksins er ólæs og þekkingin fer eftir því. Sérstaklega er viðbrugðið þekkingarleysi kvenna á Spáni. Og vegna þekkingarleysisins eru konurn- ar þar í opinberum málum viljalaus leikföng katólska kirkjuvaldsins. Með því að gera hvorttveggja í senn: hefja sókn á hendur katólska kirkjuvaldinu og gefa öllum konum kosningarétt, hnigu ó- rjúfanleg rök að ósigri vinstri flokkanna — og lá við sjálft, að lýðveldið væri um leið úr sögunni. Því að þegar ljóst var orð- ið, hvernig kosningamar mundu' fara, gátu þeir, er töldu sig standa lengst til vinstri, ekki þolað úrslitin. Uppreisnir urðu á ýmsum stöð- um í landinu og stjórnin varð að beita hervaldi til að sefa óeirðirnar og þurfti mikil á- tök til. Nú hefir Lerroux myndað ráðuneyti, sem hefir fengið traustsyfirlýsingu mikils meiri hluta hins nýkjörna þings gegn 53 atkvæðum. Ef marka má þá atkvæðagreiðslu er aðstaða hans sterk. En hætta er á, að hann verði fyrr en varir að brjóta af sér bæði til hægri og vinstri.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.