Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Blaðsíða 1
Reykjavík, sunnudaginn 31. desbr. 1933. 55. blað Árið 1933 hefir verið auðugt að nýjungum í heimspólitík- inni, einkum í fjárhagsmálum. Stórþjóðirnar hafa tekið upp margskonar nýbreytni til að reyna að leysa fjármál sín, og er enn óséð um árangur margra þeirra tilrauna, sem stór- felldastar eru. Tollverndar- stefna Breta. Sú breytingin, sem fram að þessu snertir mest íslendinga var fráhvarf Breta frá frí- verzlunarstefnunni. Brezkur stóriðnaður hófst eftir 1750. Bretar voru á undan öðrum þjóðum í að finna upp og hag- nýta vinnusparandi vélar í sámbandi við notkun gufuafls- r Aramótayfirlit um erlenda viöburði. ingi verkamannaflokksins, Mac- Donald, breytti um stefnu, mitt í kreppunni, og bauð í- haldinu félagsskap um stjórn ríkisins, og að hylla stefnu þá, er hann hafði áður barizt á móti. Frjálslyndi. flokkurinn fór sömu braut. Sameinuðust nú leiðtogar allra enskra flokka í því að byrgja ríkið með tollmúrum, og freista að eiga sem mest sldpti við ný- lendurnar. Voru Ottawa-samn- McDonald, forsætisráðherra Breta. ins. — Hagfræðingar Breta kenndu þeim þá, að líf þeirra og gæfa væri undir því komin að hafa enga tollmúra, geta fengið óunnar vörur sem ódýr- astar hvaðan sem var af hnett- inum, og selt iðnvaming sinn erlendis, án þess að þar væru tollmúrar. Aðrar þjóðir fylgdu lengi vel í kjölfar Breta og verndartollastefnan var lengi vel í miklu óáliti. En þegar kom nokkuð fram á 19. öld og einkum fram á 20. öld, fóru margar aðrar þjóðir að efla stóriðnað sinn, og tóku þá upp tolla, ekki sízt til að vemda sig gegn brezkri samkeppni. En Bretar vom þrautseigir og héldu út þar til komið var langt út í yfirstandandi heims- kreppu. íhaldsflokkurinn enski hafði um alllangt skeið viljað koma á tollvernd, en þjóðin risið á móti og fellt flokk þeirra við kosningar hvenær sem tollastefnan var sett á odd. Kom þar þó loks, að for- ingarnir byggðir á þessum bræðingi enskra flokka. Eftir atvikum má segja, að þessi innilokunarstefna Breta hafi skaðað ísland enn sem komið er minna en ástæða var til að ætla, og að það sé mest að þakka mannúð enskra stjórnarvalda, sem líta á ís- lendinga eins og nábúa og skjólstæðinga þegar á reynir. En ekki er því að leyna, að í tollastefnu Breta er fólgin mik- il framtíðarhætta, ef ekki verða straumhvörf þar í landi. Ósigur bræðingsins. Og þau straumhvörf' eru nú sýnileg. Ihaldinu enska hafði tekizt að lama andstæðinga sína stórlega, er þeir fengu báða höfuðleiðtoga enskra verkamanna, Macdonald og Snowden inn í bræðingsstjóm, þar sem íhaldið réð öllum stefnumálum. Þar voru og nokkrir af leiðtogum frjáls- lynda flokksins. I fyrstu hafði enska íhaldið leyft Macdonald að lofa því, að ekki kæmi til kosninga fyr en árangur sæist af bræðingnum. En það varð að brigðmælgi. Eftir fáar vik- ur var þingið leyst upp. íhalds- menn unnu stórkostlegan sig- ur, en umbótaflokkamir töp- uðu. Flokkur verkamanna tap- aði úr tæplega 300 þingsætum og niður í 50. Nokkuð svipað- ar ófarir fór frjálslyndi flokk- urinn. Macdonald fór úr flokki sínum, en eftir nokkura mán- uði kom Snowden heim aftur, viðurkenndi að flest hefði orð- ið brigðmælgi, sem íhaldið lof- aði, og að verkamönnum væi’i ólán eitt að binda við þá fé- lagsskap. Fór nú straumurinn mjög að snúast aftur frá tolla- stefnunni. Vinnur verkamanna- flokkurinn nú hverja auka- kosninguna af annari, og sama hefir orðið raunin á við kosn- ingar í bæjarstjómir. Loks kom þar, skömmu fyrir jól, að þingmenn frjálslynda flokksins „gengu yfir gólfið“, sem kallað er á ensku þingmáli. Þeir fluttu sig úr þeirri sætaröð, þar sem stjórnin hefir sitt fylgi og yfir til þeirra, sem em í andófi við stjómina. Eru nú bæði verka- menn og frjálslyndir menn í fullu andófi við bræðings- stjómina og tollapólitík henn- ar. Hefir reynslan líka sýnt ■ það, að tollastefnan hefir stór- ! um aukið dýrtíð og erfiðleika í landinu. I Tilraunir Roosevelts. Fátt hefir vakið meiri eftir- tekt á undangegnu ári en bar- átta Roosevelts forseta við at- | vinnuleysi og kreppu Banda- ' ríkjanna. Hefir hann komið ! fram sem einvaldur í landinu, 1 en þó stuðst fyrst og fremst við velvild og árnaðaróskir landa sinna. Þjóðin var orðið leið á aðgerðaleysi og deyfð íhalds- forsetans, sem áður var. Þjóð- in þráði sterk og karlmannleg átök, og valdi sér forseta, sem var fyrir sitt leyti fús að vinna þannig, og hefir gengið ótrauð- ir fram í björgunarstarfsem- inni. Roosevelt hefir komið víða við: Hann hefir stytt vinnudaginn í verksmiðjunum, til að koma fleiri mönnum að vinnu, hækkað kaupið, knúð bankana til að láta atvinnurek- endum fé til að starfa með, reynt að koma skipulagi á sölu landbúnaðarafurða bændunum í Roosevelt. vil. Hann hefir fellt gengi pen- inganna til að geta betur auk- ið sölu á vörum landsins er- lendis og til að styðja hækkun verkalaúna og verðlag í land- inu. Enn er ekki hægt að segja hversu fer um tilraun Roose- velts. Erfiðleikarnir eru miklir og margir spá að þeir muni verða sterkari heldur en úrræði forsetans og samherja hans, og er þá erfitt að vita hvað við og tiltrú, er þjóðin sýnir hon- um við hinar djörfu tilraunir fyrst og fremst að þakka því, að þjóðin finnur, að ef lýðræð- ið getur ekki leyst vandann, þá stendur ekki á öfgastefnunum að bjóða þjónustu sína. Og all- ur þorri sæmilegra manna lít- ur á öfgastefnurnar með full- kominni óbeit og vanþóknun. Gula hættan. Árið sem leið hafa Japanar færst í aukana meir en nokkur önnur þjóð um hernað og víg- búnað. Höfðu þeir kreppt svo að Kínverjum, að þeir urðu að láta laust við Japana geysimikið landflæmi í Manchuriu og hafa Japanar nú raunverulega gert það að skattlandi. Fólki fjölg- ar ört í Japan, en landrými lít- ið. Láta þeir nú straum inn- flytjenda fara til Manchuriu og gera það sennilega aljap- anskt land á einum mamisaldri. Meðan Japanar frömdu yfir- gang sinn og ójöfnuð við Kín- verja, gengu þeir úr Þjóða- bandalaginu til að hafa ekki aðhald þess, né þola af því réttmætan dóm. I Japan er raunverulega ofbeldisstjórn. Mesti auðmaður landsins, sem er hergagna- og herskipasmið- ur, á flestöll blöð í landinu. Hann vil auka vígbúnaðinn, fá styrjöld og geta selt fram- leiðslu sína mikið og dýrt. Efnamannastéttin í landinu er samhent þessum herbúnaðar- forkólfi. Herinn, flotinn og flugtæki til hemaðar er aukið meir en nokkru sinni fyr. Jap- Kohi Hirota utanríkisráðherra Japana, kona hans og dætur 17 og 20 ára. tekur. óánægja hins stóra ör- eigahóps er mikil, en engar líkur eru til að þeim takist að skapa neitt starfhæft skipulag. Á hinn bóginn hafa þýzkir „nazistar" mikinn undirróður í landinu, með mörgum launuð- um mönnum, en ekki hefir þeim orðið mikið ágengt. Hitt er annað mál, hversu færi, ef auðmenn Bandaríkjanna töp- uðu trúnni á, að lýðræðisstefn- an geti varið auðæfi þeirra og hagsmuni. Getur þá svo farið, að þeir verði forkólfar ofbeldis- stefnu. En svo mikið er víst, að Roo«evelt á hið mikla fylgi anar vígbúast móti Bandaríkj- unum og Rússum, og hafa launvináttu við Itala og Þjóð- verja, enda má segja, að skylt sé skeggið hökunni. Brúna byltingin í Þýzkalandi. Sá er einna merkilegastur atburður árið sem leið, að auð- menn Þýzkalands efldu ofbeld- isflokk Hitlers þar til honum var fært að taka stjórn lands- ins, fá vald yfir hemum og lögreglunni, og taka í hendur

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.