Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Síða 1

Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Síða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 1. ár. Reykjavík, sunnudaginn 31. desbr. 1933. 56. blað ÍDAG Sólaruppkoma kl. 10. 27. Sólarlag kl. 2.33. Iláflóð árdegis kl. 5.00. Háflóð síðdegis kl. 5.00. Veðurspá: Hvass suðaustan. poku- veður. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 3 —10. Söfn, skrifstofur o. fl.: pjóðminjasafnið ... opið 1-3 Náttúrugripasafnið ....... opið 2-3 Alþýðubókasafnið ....... opið 4-10 Listasafn Einars Jónssonar .. 1-3 Pósthúsið: Bréfapóstst. opin 10-11 Landsíminn .............. opinn 8-9 Lögregl uvarðstofan opin allan sólarhringinn. Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítalinn ............ kl. 2-4 Landakotsspítalinn ............ 3 5 l.nngarnpss)iitali ..... kl. li'fk-2 Vífilstáðahœlið ........ kl. 12%-2 Kli'ppur ................... kl 1-5 Næturvörður i Reykjavíkur apó- teki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Halldór Stefánsson, Lækjargötu 4. Sími 2234. Skemmtanir og samkomur: Iðnó: Dansleikur Ármanns kl. 10. K.-R.-húsið: Dansleikur K.-R. kl. 10. Oddfellowhúsið: S'túdentadansleik- ur kl. 10. Á nýársdag: Maðiir og kona (tvær sýningar) kl. 2i/2 og 8. Nýja Bíó: Cavalkade kl. 5 (barna- sýning), kl. 6!/2 og kl. 9. Gamla Bíó: Leikfimiskennarinn kl. 5, 7 og 9. A annan nýársdag: Jólatrésfagnaður í Oddfellowhús- inu kl. 5. Aramótamessur: í dómkirkjunni á gamlársdag kl. 2 (barnaguðsþjónusta) sr. Fr. I-Iallgrímsson, gamlárskvöld kl. 6 sr. Bjarni Jónsson. — Nýárs- dag kl. 11 sr. Fr. Hallgrímsson, kl. 5 sr. Bjami Jónsson. áladeilan i Finnlandi. Fyr á tímum, meðan Svíar réðu yfir Finnlandi, fluttu margir Svíar þangað og sett- ust þar að. Þó þeir blönduð- ust þjóðinni, héldu margir þeirra tryggð við gamla málið, sænskuna, og nú mun það láta nærri, að af þeim zy% millj. manna, sem byggja landið, tali 10% sænska tungu. Ástæðan til þess að sænska er töluð í Finnlandi er langt frá því að vera þjóðemisleg. Það er ekki vegna þess að Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,40 Veðurfregnir. Endurtekn- ing frétta. 14,00 Barnaguðsþjón- usta í dómkirkjunni (síra Friðrik Hallgrímsson). 17.00 Fréttir. Tón- ! leikar. 18.00 Kvöldsöngur í Frí- ! kirkjunni (sr. Árni Sigurðsson). ! Nýárskveðjur. 21,00 Danslög og j endurvarp. 23.55 Sálmur: Nú árið er liðið. Klukknahringin. ! Á nýársdag: Kl. 10.40 Veðurfregnir. 11.00 Messa í dómkirkjunni(Sr. Fr. Hallgrims- son). 13.30 Ávarp forsætisráðherra. Tónleikar. 17,00 Messa í dómkirkj- unni (Sr. ‘Bjárni Jónsson), 20,00 i Klukkusláttur. Veðurspá og fréttir. 20,30 Tónleikar. Útvarpskvartett- inn. Söngkvai’tett. Mendelsohn: Fiðlukonsert.í E-moll (Fritz Kreis- ler og orkestur). Danslög til kl. 24. Svinhufvud, forseti Finnlands. sænskumælendumir álíti sig hluta af sænsku þjóðinni og þeim beri því að vernda mál hennar. Síður en svo. Þeir hafa engu síður en hinir, sem tala finnsku, tekið þátt 1 raunum finnsku þjóðarinnar og lagt sinn skerf til baráttunnar fyrir frelsi hennar og sjálf- forræði, hvort heldur hefir verið á vígvellinum eða öðrum vettvangi. Þeir hafa líka átt drjúgan þátt í að auka menn- ingu hennar og orðstír. Þeir telja sig Finna, engu síðri en hina og meta finnska hags- muni framar öðruin. Þegar Finnar að lokum fengu sjálfstæði sitt 1918, var réttur sænskunnar viðurkenndur jafn hár og réttur finnskunnar í lögum landsins, og er það þann- ig enn. En nú er risin upp ný hreyf- ing í landinu, sem ýmist kref- ur að réttur sænskunnar sé \ skertur, eða hann sé með öllu I máður út. Það eru svonefndir ! Lappómenn, sem starfa mjög í fasistiskum anda, sem gerðu þetta að einu af stefnumálum ] sínum í kosningunum í sumar ; og íhaldsflokkurinn fylgdi þeim j eftir, en vildi þó ganga nokk- uð skemmra. Kosningamar fóru á þá leið, að þessir flokkar biðu mikinn ósigur. Frjálslyndu flokkarnir unnu mjög á. íhaldssömu flokkarnir héldu þó málabarátt- unni eigi að síður áfram. Hafa nú komið fram á þingi Finna ekki færri en 10 tillögur, sem ganga í þá átt, að skerða rétt sænskunnar, allt frá því að af- nema hana aðeins við háskól- ann, og til þess að afmá rétt- indi hennar að fullu og öllu. Það síðastnefnda hefir nú verið fellt á þinginu. Deilunum hefir samt ekki linnt. Hafa þær opt gengið það langt, að leitt hefir til götuóspekta og óeirða og lögreglan orðið að skakka leikinn. Má vel gera ráð fyrir, að þær dragi til enn alvarlegri tíðinda og þær eru þannig vaxnar, að Norðurlandaþjóðirn- ar hinar geta ekki leitt þær hjá sér þegjandi. Danska blaðið „Politiken“ túlkar án efa hugsanir margra Norðurlandabúa, er því farast orð á þessa leið: „Það hefir gerzt æði víða á þessu ári, að menn hafa orð- ið fyrir árásum á götum úti vegna skoðana sinna og þjóð- ernis. En í þessu tilfelli er það sérstakt alvöruefni fyrir okk- ur, að þetta gerist í landi, sem er talið og telur sig norrænt land. Við skulum sleppa því, að þær aðferðir, sem nú er beitt í Helsingfors eru ekki norræn- ar. Við skulum einnig sleppa því — þó okkur gangi það erf- iðar — að þeir, sem orðið hafa fyrir þeim, eru Norðurlanda- menn. Samt verður það óhrekj- anleg staðreynd, ef Finnamir brjóta þessa einu brú, sem tengir þá við Norðurlönd og norræna menningu, sænska mál ið, þá er Finnland ekki lengur norrænt land. Það þarfnast ekki frekari skýringa". Forsætísráðherra - Rúnieníu myrtur af fascístum. Félagsskapur tascista banuaður, auka- útgátur blaða stöðvaðar og ritskoðun fyrirskipuð i landinu. London kl. 17 30/12. FÚ. Forsætisráðherra Rúmeníu var myrtur í gær. Stúdent einn hefir verið handtekinn, sakað- ur um morðið, og síðar hafa fleiri einnig verið teknir fastir, og morðinginn hefir lýst því yfir, að morðið hafi verið með ráði gert, og standi að því fé- lagsskapur, sem nefndur er Járnliðið, en það er einskon- ar Fascista félagsskapur sem stúdentar og hermenn em einkum í. Þessi félagsskapur hefir nú verið bannaður ög rit- skoðun hefir verið komið á í landinu, og bannaðar aukaút- gáfur blaðanna vegna morðs- ins á Duca. Carol konungur hefir falið Angolescu að mynda stjórn, en hann var áður menntamála- ráðherra. Stjórnin hélt fund í Bukar- est í dag, til þess að ræða um það hvað gera skyldi. Talið er að talsverður byltingarhugur sé í landinu, en margir menn úr járnliðinu hafa nú verið handteknir. Frönsku blöðin skrifa margt um þessi mál í dag, og eitt þeirra heldur því fram, að til- gangur morðsins, eða þeirra manna, sem að því standa, hafi verið sá, að koma á í Rú- meníu einræði eftir þýzkri fyrirmynd. Lárus Jóhannesson höíðar nýtt skaðabótamál. 1 gærdag lét Lárus Jóhann- esson birta fjármálaráðherra og forstjóra Áfengisverzlunar ríkisins stefnu, þar sem hann krefst skaðabóta er nema sam- tals um 70 þúsundum króna, fyrir þá sök, að jafnhá fjár- hæð hafi ranglega verið höfð af Rosenberg, eiganda gisti- hússins Hótel íslands hér í bænum, ýmist í ólöglegri á- lagningu á vín þau er gisti- húsið seldi á meðan það hafði vínveitingaleyfi, eða með því að lækkað var hundraðsgjald það er Rosenberg fékk af vín- sölunni, úr S3V3% niður í 10%, en Lárusi hafði verið framseld krafan. Eins og áður er kunnugt höfðaði Lárus Jóhannesson í sumar sem leið skaðabótamál gegn Áfengisverzlun ríkisins, Frá bæjarstjórnarfundinum Breytingartillögur Aðalbjargar Sigurðar- dóttur yið fjárhagsáætluuina. Frú Aðalbjörg Sigurðardótt- ir bar fram svofelldar tillögur í bæjarstjónainni til breytinga á fjárhagsáætluninni: 1. Barnaskólarnir: Heilbrigðiseftirlit og tann- lækningar, í stað kr. 19,000,00 komi kr. 20.000,00. Ræsting. I stað kr. 20.000,00 komi kr. 21.000,00. Ýms gjöld skólanna. í stað kr. 18.000,00 komi kr. 20.000,00. Til viðbótar við útgjöld vegna skólanna sé tekið: Utan- fararstyrkur til kennara við Bamaskóla Reykjavíkur krón- ur 1000,00. 2. Fyrir hönd Mæðrastyrks- nefndarinnar fór frú Aðalbjörg fram á það, að inn á fjár- hagsáætlun Reykjavíkur fyrir árið 1934 væri tekinn þessi liður: Mæðrastyrkir kr. 60.000,00 Framh. á 4. síðu. t vegna, að því er hann telur, of mikillar álagningar á vínin. i Mál þetta, sem höfðað mun vera til reynslu, er hafið í um- boði Guðmundar Þórarinssonar verzlunarmanns á Seyðisfirði, og er skaðabótakrafa hans fyr- ir árin 1928—1931, sem nem- ur rúmlega átján hundruðum króna. Það mál hefir nú verið sótt og varið fyrir undirrétti. Fyrir hönd Áfengisverzlun- arinnar og ríkissjóðs er málið varið af Pétri Magnússyni hæstaréttarmálafl.manni, en sóknina annazt Lárus sjálfur. Sókn og vörn var lokið mið- vikudag fyrir jól, og málið þá lagt í dóm, og talið að dómur sé væntanlegur í febrúarmán- uði næstkomandi. Flugvé! hrapar í Belgíu, 10 menn farast. London kl. 17 30/12. FÚ. Flugvélin Appolló frá Imperi- al Airways fórst skömmu fyr- ir miðdegi í dag nálægt Ost- ende, og fórust þar 10 menn, flugmaðurinn, loftskeytamað- urinn og 8 farþegar. Flugvélin fór lágt vegna þoku, og rakst á mastur útvarpsstöðvar einn- ar. Þoka var á. Flugvélin var á flugleiðinni milli Köln og London, og áhöfn og farþegar allir enskir.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.