Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Síða 3

Nýja dagblaðið - 31.12.1933, Síða 3
W Ý J A D A S B A • I 9 S NYJA DAGBLAÐIÐ Útgefandi: „BlaOaútgáían h/r* Ritstjóri: Di. phil. porkell Jóhannesson. Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Síruar: 4373 og 2353. Afgr. og auglýsingaskrafstofa: Austurstræti 12. Simi 2323. Framkv.stjóri: Vigfús Guömundsson. Askriftagj. kr. 2,00 á mánuöi. í lausasölu 10 aura eint. Prentsmiöjan Aeta. Samvinnuútgerð og bæjarútgerð. Alþýðublaðið er í gær með þéttingsrosta út af því, að Hermann Jónasson hafi á síð- asta bæjarstjórnárfundi greitt atkvæði móti tillögum social- ista um bæjarútgerð. óþarft er fyrir þá Alþýðu- flokksmenn að reka upp stór augu út af þessu. Framsóknar- flokkurinn hefir verið og er á móti bæjarútgerð sem framtíð- arfyrirkomulagi, eins og hann er yfirleitt á móti því, að hið opinbera reki sjálft fram- leiðslu, sem hægt er að koma a. m. k. jafn hagkvæmlega fyfir á annan hátt. Skoðun Framsóknarflokksins er sú, að þar sem skipulagningar er þörf eigi samvinnufélagsskapiir að leysa þau verkefni, sem ein- staklingarnir eru ómáttugir til að leysa á viðunanda hátt fyr- ir almenning. 1 samræmi við þessa skoðun vinnur flokkur- inn að því, að útgerðin hér í Reykjavík verði aukin með samvinnusniði en ekki bæjar- rekstri. Um þetta efni báru bæjarfulltrúar Framsóknar- flokksins fram sérstakar tillög- ur, sem íhaldið og socialistar hjálpuðu hvor öðrum að drepa. Hitt er annað mál, að bæjar- útgerð gæti e. t. v: komið til mála sem bráðabirgðaúrræði til að bæta úr atvinnuþörf um stundarsakir, og væri a. m. k. skárri en hin svokallaða at- vinnubótavinna, sem lítið og stundum ekkert hefst upp úr, en íhaldsflokkurinn og Alþýðu- flokkurinn báðir virðast álíta hið mesta þjóðráð. Það er sennilega orðið alveg nóg um vinnudeilur hér í höf- uðstaðnum, þó að ekki bætist það þar á ofan, að sjómenn þurfi að fara að standa í slíkri baráttu við bæinn eins og sjálfsagt yrði, ef bærinn færi að gera út við hliðma á Kveld- úlfi, Alliance & Co. Það er líka einber fásinna, ef ein- T i m a m ó t Nú eru þeir, sem voru óvita börn, þegar ófriðurinn mikli hófst, orðnir fulltíða menn og farnir að beita kröftum í þjóð- félaginu, en hinir, sem fengu allan sinn þroska fyrir ófrið- inn, eru nú að verða gamlir og „gengnir úr móð“. Milli þessara tveggja kyn- slóða, gömlu og ungu kynslóð- arínnar eru gleggri skil en nokkru sinni hafa verið milli tveggja kynslóða, sem lifað hafa samtímis á þessari jörð. Ófriðurinn mikli er eins og breitt haf-, sem skilur þær. Þetta á að vísu fyrst og fremst við um ófriðarþjóðirnar. En þær þjóðir, er töldust vera ut- an við hildarleikinn, voru all- ar í skugga hans, og til þeirra berast nú öll áhrifin frá straumhvörfum og byltingum ófriðarþjóðanna. En milli þessara tveggja kynslóða, þeirra gömlu og ungu, stendur þriðja kynslóð- in, miðaldra kynslóðin. Hún eignaðist trú sína og von fyrir óveðrið mikla, skuggi þess féll á fyrstu manndómsár hennar. En störfin eru unnin á hinum nýja tíma. Sú kynslóð hefir tekið við meiri erfiðleikum en nokkur kynslóð önnur. Hún á að brúa bilið milli gömlu og nýju kynslóðarinnar, og það er eins og að byggja brú milli heimsálfa. En erfiðast af öllum ei-fið- leikum er það, að hún er sjálfri sér sundurþykk. Um hana togast miklar öfgar gamla og nýja tímans. Og það er henni hverjir ímynda sér, að bærinn myndi greiða hærra kaup en sem því svarar, sem sjómenn bæru úr býtum í samvinnufé- lagi. 1 samvinnufélagi, sem rétt ér upp byggt, fá sjómennirnir það, sem þeim hefir lánast að vinna fyrir, hvorki meira né minna. En vitanlega getur bærinn ekki greitt meira í kaup en upp úr útgerðinni fæst, og kannske ekki víst, að hann hefði alltaf greitt svo mikið, eins og honum hefir verið stjómað fram að þessu. Annars er bezt fyrir þá Al- þýðublaðsmenn að læra um fyrirkomulag á útgerð af flokksbræðrum sínum á Isa- firði, áður en þeir fara lengra út í þessa sálma. Gleðilegs nýárs óskar Nýja dagblaðið öllum lesendum sinum og þakkar fyrir ágæiav viðiökur á liðna árinu léttast, að láta þau öfl skipta sér í tvær sveitir, sem nafa sem allra minnst saman að sælda. En þá hefir hún ekki leyst hlutverk sitt, heldur brugðizt því. Veikleiki miðaldrakynslóðar- innar er í því fólginn, að hún á enga þá lífsskoðun, sem er henni traust og styrkur. Stund- um sér hún eftir sjónarmiðun- um frá æskuárunum, stundum íellur skuggi ófriðarins yfir augu hennar, stundum hefir hún sjónarmið eftirstríðstím- ans. Sumir menn kynslóðarinn- ar sýnast sterkir, af því að þeir kasta hamstola öfgunum, sem þeir búa yfir, til allra hliða. Um þá stendur hrifning og vald, þar til ósamræínið í þeirra eigin verkum hröpar að þeim úr öllum áttum og kveð- ur þá í kútinn. Með öðrum berjast þessar sömu andstæður fyrst til úr- slita í eigin brjósti. Sú bar- átta getur tekið svo mjög aí orkunni, að lítils þyki um vert átökin í athafnalífinu eða sindrin í orðunum. En þó er einmitt þeim ætlað að bera það blys til framtíðarinnar, sem eitt getur borið birtu á vegi hennar. Því að styrkur okkar kynslóðar er mestur fólginn í þeim víðtæka skilningi, sem andstæðurnar, er hún býr yfir og veldur, gefa henni. En þessi skilningur verður þó því aðeins að gagni, að hann nái til þess, sem mest er um vert og það er: að skilja hlutverk sitt. Og þó er það ekki nóg, því að líka verður að leysa það. Og slíkt getur ekki tekizt, ef hin spndr- andí öfl ráða mestu og tvístra orku kynslóðarinnar í allar átt- ir í stað þess að samstilla hana til öflugrar framsóknar. Stundum er okkar öld líkt til Sturlungaaldar. Og ekki fer því alls fjarri. Þá vógust eins og nú hamrammar andstæður í hvers manns brjósti og í öllu þjóðlífinu. Þróttmestu menn- irnir sóuðu orku sinni í athafn- ir, sem sundruðu og eyddu. Þeir lifðu og börðust blindir, en þeir urðu glöggskyggnir, er þeir horfðu til baka yfir fall- inn val og brotnar borgir, og eftir sokknum skipum. Þá röktu andstæðumar í sjálfum þeim sundur harmsöguna, og þeir sögðu hana með hinni fullkomnustu list fyrir alda og óborna. Og víst getur það orð- ið okkur til frægðar, miðaldra- mönnunum, ef við getum sem gamlir menn, vitrir af eigin ósigrum, sagt nýjar íslendinga- sögur um andstæðurnar, sem tortímdu okkar eigin þjóð, meðan við áttum með mál hennar að fara. En víst væri okkur það til meiri frægðar og til miklu meiri gæfu, ef við getum neytt hinnar sömu glöggskyggni, til að sigla skipi þjóðarinnar gegmim brim og boða heilu til hafnar. En þá verðum við að muna það fyrst af öllu, að við komum frá strönd hins liðna tíma og ♦8 ♦« ♦« ♦K m ♦8 •w Grleðileg*t nýjár! Veitingasalir Oddfellowhússins. £+ Mullersskólinn Nýtt þriggja mánaða leikfimisnámskeið fyrir börn innan skólaskyldualdurs hefst í næstu viku. önnur kennsla i skólanum byrjar aftur 3. jan. n. k. Vélstjórafélag Islands heidur Jólatrésskeuimtun I fyrir félagsmenn, konur þeirra og börn, midviku- daginn 3. janúar 1934, kl. 5 e. h. að Hótel Borg, Aðgöngumiða má vitja til: Erlends Helgasonar, Leifsgötu 24. Lofts Ólafssonar, Hverfisgötu 99 A. Vélaverzl. ö. J. Fossberg, Hafnarstræti. G. J. Fossberg, Valhöll. Þorsteins Árnasonar, Bfæðraborgarstíg 23 A. Skrifstofu félagsins í Ingólfshvoli. I Hafnarfirði hjá: Guðjóni Benediktssyni. Stúdentadansleikur Félag róttækra háskólastúdenta í Oddfellowhöllinni á gamlárskvöld kl. 10 Þeir, sem eiga ósótta miða, sæki þá í dag frá kl. 1—4 í Oddfellow. erum að skila boði hans til hins ókomna. Andstæðurnar, sem í okkur búa eiga ekki fyrst og fremst að hjálpa okk- ur til þess að sjá hið hverfandi í saumana, heldur til þess að skilja hið nýja, komandi. A. Dauði listinn. í gær höfðu kjörstjórn bæj- arstjórnarkosninganna hér í bænum borizt fjórir framboðs- listar. Listi Alþýðuflokksins mun verða A-listi, listi kom- múnista B-listi, listi þjóðernis- hreyfingarinnar C-listi og listi Framsóknarflokksins D-listi. Framkoma nazistalistaiis hefir að vonum vakið mikla eftirtekt. Undanfarna daga hafa forráðamenn íhaldsins verið að semja við þá „óró- legu“ um að vera „rólegir“ og boðið þeim, að setja Magnús ! Jochumsson og Jóhann Ólafs- ! son, sem báðir eru nazistar, meðal þeirra efstu á listanum. i Var ekki annað vitað, en að GLEÐILEGT NÝTT ÁR! Þökk fyrir viðskiptin á liðna árinu. Hafliði Baldvinsson. listi íhaldsins, þannig skipað- ur, hefði verið tilbúinn nú fyrir tveim dögum. En nú spyrjast engar fréttir af þeim lista eða yfirleitt neinum lista frá ihald- inu og lítur út fyrir að sá listi sé dauður og úr sögunni. .1- haldsmenn verða þá að sætta sig við að kjósa lista nazista, þar sem Helgi S. Jónsson er j efsti maður, og er í sjálfu sér [ ekkert athugavert við það, því . að allt er þetta sama tóbakið. 1 Og þó að gömlu bæjarfulltrú- arnir, sem áttu að vera á „dauða listanum“, kunni -að j verða súrir á svipinn, þá skipt- ir það engu máli fyrir íhaldið. , Það er búið að tapa meira- hlutanum hvort eð er, og eng- ! inn trúir meir á framtíð þess sem ráðandi flokks í bænum.

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.