Nýja dagblaðið - 04.01.1934, Síða 1

Nýja dagblaðið - 04.01.1934, Síða 1
I DAG Veðurspá: Allhvass austari og nokkur snjókoma. Ljósatimi hjóla og bifreiöa kl. 3 —10. Söín, skriistofur o. fl.: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 pjóðminjasafnið ....... opið 1-3 Náttúrugripasafnið .... opið 3-3 pjóðskjalasafnið ...... opið 1-4 Alþýðubókasaiuið.....opið 10-10 Landsbankinn .......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn ........ opinn 10-3 Útvegsbankinn ......... opinn 10-4 Útibú Landsbankans á Klappar- stíg ................. opið 2-7 Sparisjóður Rvíkur og nágrennis opinn 10-12 og 5-7% Pósthúsið: Bréíapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landsiminn ............. opinn 8-9 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél....Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samband ísl. samvinnufélaga opið kl. 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélag ísland .... opið 9-4 Sölusamb. isl. fiskframleiðenda opið 10-12 og 1-6 Stjómarráðsskrifstofurnar opnar 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Tryggingarstofnanir rikisins opnar kl. 10-12 og 1-5 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8 Lögregluvarðstofan opin allan sólarhringinn. Hæstiróttur ............... kl. 10 Helmsóknartiml sjúkrahúsa: Landsspítahnn ........... kl. 3-4 Landukotsspitalinn ........... 3-6 Laugarnesspítali ....... kl. 12%-2 Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 3ya-4ya Kleppur .................. kl. 1-6 Fæðingarheimilið, Eiríksgötu 37, 1-3 og 8-9 Sólheimar, ,,klíkik“ 3-5 sunnud. 11-12 og 3-5 Næturvörður í Reykjavíkur apó- teki og lyfjabúðinni Iðunn. Næturlæknir: Daníel Fjeldsted, Aðalstræti 9, simi 3227. Samgöngur og póstferöir: Suðuriad til Borgarness. Norðan- og vestanpóstur fer. Skemmtanir og samkomur: Nýja Bíó: Cavalkade kl. 5 (baxna- sýning), kl. 6x/2 og kl. 9. Gamla Bíó: Monsier Baby, kl. 9. Leikhúsið: Maður og kona, kl. 8. Dagskrá útvarpslns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15, Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. Endurtekning frétta o. fl. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. 19,20 Lesin dagskrá næstu viku. 19,50 Tilkynningar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi Sjálfsmennt- un og ánmsflokkar, I. (Friðrik Á. Brekkan). 21,00 Tónleikar (Út- varpstríóið). Einsöngur. Borgarstjórinn sá sér ekki annað fært en að láta lara tram rannsókn á Elliðaárvatninu og rann- sóknin leiðir í ijos, aö það er lullt aí bakterium og aigerlega óhætt til neyzlu. — Bakteriurnar eru úr húsdýrasaur. — Fyrir rúmlega hálfum öðr- um mánuði síðan var hér í blaðinu tekið til athugunar hið fyrirhugaða áform borgarstjór- ans urn að veita vatni úr Ell- iðaánum inn í bæinn sem 1 neyzluvatni eftir hinni nýlögðu vatnsæð. Blaðið benti þá á það, hvílík óhæfa það væri að ætla bæjarbúum slíkt neyzluvatn, sem hlyti að vera mjög óhreint og að öllum líkindum skaðlegt. Birtist allítarleg grein um þetta í blaðinu þann 14. nóv. Um svipað leyti héldu hús- eigendur af vatnsleysissvæðinu fund um vatnsveitumálið. En ekkert heyrðist um málið frá borgarstjóra annað en það, að i Elliðaárvatnið ætti að koma um : áramótin. Var þá um það tal- J að e. t. v. þyrfti að kaupa 1 skólpsíu, en ekkert frekar að- ' hafst. Þann 3. des. birtist svo aft- : ur grein hér í blaðinu um mál- j ið. Sú grein virðist hafa haft þau áhrif, að fjórum dögum síðar, er sent upp i Elliðaár eltir sýnishomi af vatnfnu tll rannsóknar. Birtist þá og rétt á eftir í Mbl. greinargerð frá borgar- stjóranum um vatnið og skólp- síuna, og er þar ekki gert neitt ráð fyrir, að rannsókn geti haft áhrif á bráðlega notkun vatnsins. Var þá málið enn ít- arlega rætt hér í blaðinu 28. des. Síðar þann sama dag virt- ist borgarstjóri, eftir því sem fram er komið, hafa látið fara fram aðra rannsókn. En svo fast var þó áformið, að rétt um jólaleytið fullyrti bæjar- verkfræðingur í viðtali við Nýja dagblaðið að i i nýja vatnsæðin yrði sett i samband við ámar rétt fyr- ir eða upp úr nýárinu. höndum rannsóknina á Elliða- , árvatninu. i — Rannsökuðuð þér vatnið í Elliðaánum, hvar og hvenær, og hver er niðurstaðan? i — Eftir beiðni borgarstjóra' rannsakaði ég tvívegis vatnið í Elliðaánum, svarar prófessor- inn. Vatnið var tekið á því svæði, sem ætlast er til að það verði tekið inn í vatnsleiðsl- una. Var vatnið tekið á tveim stöðum í annað skiptið, en á þremur stöðum í hitt skiptið. Rannsóknir þessar voru gerð- ^ ar 18. og 28. desember s. 1. Töluvert af bakteríum fannst í vatninu. j Mest af bakteríunum er úr húsdýrasaur, en slíkt má vitalega ekki vera í drykkjarvatni. Það má helzt ekki verða vart við slíkar bakteríur í 100 cm3 af vatni, en þarna fundust bakteríur í 10 cm3, í öllum tilfellunum. Vatn þetta er því algjörlega óhæft, sem neyzluvatn, eins og það er. Það er þó hægt að „klórera" vatnið, segir prófessorinn. Til þess þarf að setja upp sigti, og auk þess tæki til þess að „klórera“ vatnið, þ. e. að sótt- hreinsa það. Loks verður að ' hafa annað tæki til þess að hreinsa klórið úr vatninu, svo að það verði hæft til neyzlu. — Hvað kosta þess tæki? — Ég get ekki sagt það með neinni vissu, en ég geri ráð fyrir, að þau kosti 70—80 þús. krónur, segir Níels Dungal. | Er þá sem betur fer bægt frá bænum hinni yfirvofandi hættu af skaðlegu neyzluvatni, a. m. k. í bili. Er hér um í fyllsta lagi íhugunarvert mál að ræða. Og það alvarlegasta er að Þessu áformi hefir nú skyndilega verið breytt. Og sökin er sú, að hin vís- indalega rannsókn á vatninu hefir leitt það í ljós, að það er algerlega ónothæft neyzluvatn. Viðtal við Niels Dungal pró- fessor. Nýja dagblaðið hefir í gær átt tal við Níels Dungal pró- fessor, sem haft hefir með borgarstjórinn virðist alls ekki hafa ætlað að láta fara fram neina rannsókn á vatn- inu, og ekkert liggur fyrir um, að hann hefði gert það, ef Nýja dagblaðið hefði ekki vakið um- i ræður um málið. Ef meiningin hefði verið í j upphafi að rannsaka vatnið, i Framh. á 2. síðu. ^ Innbrotsþjóíar meðganga. Þeir tveir gæzluíangar, sem teknir voru fastir fyrir all- löngu síðan og grunaðir um innbrot í sumarbústað frú Soffíu Jakobsen í Mosfells- sveit, ennfremur að hafa hleypt úr byssu á menn, sem veittu þeim eftirför, hafa í gær játað á sig sökina. Fangarnir hafa allt þangað til í gær þrætt þverlega fyrir athæfi þetta. En böndin bár- ust mjög að þeim, bæði af því að þeim höfðu byssu meðferð- is, þegar þeir voru teknir og sömuleiðis við athugun á spor- um við sumarbústaðinn. Fangarnir hafa verið í gæzluvarðhaldi allan tímann síðar þeir voru teknir. Þeir eru báðir danskir menn. J árnbr autar sly sið mikla í Frakklandi. Rannsóknunum er nú lokið. London kl. 17,00 3/1 FÚ. Rannsóknum út af orsökum járnbrautarslyssins, sem varð við Lagny í Frakklandi á jól- unum er nú lokið. Sex járn- brautarstarfsmenn hafa verið ákærðir fyrir athugaleysi, kæruleysi, ódugnað, vanrækslu og fyrir það, að hafa ekki far- ið eftir settum reglugerðum. Bankarán í Kaup- mannahöín. Kalundborg kl. 17,00 3/1 FÚ. Síðara hluta dags í dag var framið í Kaupmannahöfn, furðulega fífldirískulegt banka- rán. Gömul kona var stödd ihni í aígreiðslusal eins bankans í borginni, og haíði meðferðis í handtösku urn 2000 kr. Skyndi- iega ruddist ungur maður gengum hópinn við afgreiðslu- boi-ðið, þreif töskuna af kon- unni, og var horfinn í sömu andránni, áður en menn áttuðu sig á því, hvað í'ram hafði íarið. Lögreglunni var þó taf- arlaust gert aðvart, með sér- stöku símasambandi, sem bank- inn hefir við lögreglustöðina, og að örfáum mínútum liðn- um var bankinn umkringdur af lögregluþjónum. í sömu svipan og menn áttuðu sig á ráninu, voru sjálfvirkar læs- ingar bankans settar í gang, og- lokuðust allir útgangar á augabragði. En allt um þetta hefir ekki hafzt upp á ræningj- anum, og er álitið, að hann hafi sloppið út, fáum sekúnd- um áður en sjálfvirku læsing- arnar skullu í lás. Japanar semja við indverja um ínn- flutning á baðm- uliarvefnaði. London kl. 17,00 3/1 FÚ. Japanska sendinefndin á baðmullarráðstefnunni hefir fallizt á tillögur Indverja, og gengið hefir verið frá uppkasti að samningum fyrir næstu 3 ár. Samkvæmt þeim mega Jap- anar flytja út til Indlands 400 milj. yards af baðmullarvefn- aði á ári. Kolaverð hækkar. Er ný dönsk einokunarverslun i uppsigl" ingu hér? Hækkun kolaverðsins er um 200 þús kr. árlegur skaiiur á bæjarbúa. í fyrradag auglýstu 4 kola- verzlanir hér í bænum verð- hækkun á kolum, er nemur um 18%. Fullyrt er, að inn- kaupsverð kolanna hafi ekki hækkað. Ein af kolaverzlunun- um, Kol & Salt, hefir gengizt fyrir hækkuninni, en hinar geng- j ið með til samtakanna. Kol &, salt er eins og flestum er kunnugt, danskt fyrirtæki, þó að það sé kallað íslenzkt. For- maður þess er Eggert Claes- sen hæstaréttarmálaflutnings- maður og varaformaður Hall- grímur Benediktsson og er öll stjórn þess eftir því, bæði að mannvali og framkvæmd. Þessi verðhækkun kolanna J mun nema nálægt 200 þús. kr. á ári á alla bæjarbúa Reykja- , víkur. Það er sá skattur, sem fjórar kolaverzlanir hyggjast leggja á bæjarbúa sjálfum sér til framdráttar, til viðbótar þeirri álagningu kolanna, sem verið hefir. Fullyrt er að kol- in eigi þó að hækka betur síð- ar. Þessi verðhækkun kolanna er sannkölluð nýársgjöf íhalds- ins til alls almennings Reykja- víkur. Alþýðublaðið og Mbl. hafa tekið „tilkynningunni“ um þessa verðhækkun með þökk- um og auðsveipni. En hvernig þykir þeim gjöfin, sem erfið- ast eiga með að verjast kuld- anum? Hækkunin kemur alveg fyr- irvaralaust um leið og nýtt ár gengur í garð. Nærgætni við almenning?

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.