Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 04.01.1934, Qupperneq 2

Nýja dagblaðið - 04.01.1934, Qupperneq 2
2 N Ý J A DAGBLAÐIÐ KAl altaf til gott grjúgt og ódýrt K Leskjað og óleskjað » TRÉSMIÐJAN Kirkjustr. 10 jx TAT IVfTl? sími 2336.J: JUJuiNTri Þér byrjið nýja árið vel ef þér líftryggið yður hjá sv EA Aðalumboð fyrir ísland C. A. BROBERGr. Lækjartorgi 1. Sími: 3 12 3. Sími 3927. T&kÍd ©ftÍr, Sími 3927. Þvottahús Kristínar Sig’urðardóttur, Hafnarstr. 18, tekur allskonar þvott. Fljótt og vel af hendi leyst. Reynið viðskiftin. Sanngjörn vinnuiaun. Símið og látið sækja þvottinn ykkar. Þið mun- uð sannfærast. Yirðingarfyllst Kristín Sigurðardóttir. Aðalfundur Flóaáveituféla^sins verður haldinn að Tryggvaskála 3. febr. n. k. og hefst kl. 1 e. h. Dagskrá samkvæmt félagslögunum. Þess er óskað, að þeir jarðeigendur, scm ætla að greiða stofn- kostnað áveitunnar með landi, fundinum. geri aðvart um það á Félagsstjórnin. Annáll. Eldsvoði. Prestssetrið að Hofi í Vopnafirði brann aðfaranótt síð- astliðins laugardags, að heita mátti til kaldra kola. Eldsins varð vart um klukkan 3 um nóttina, og var hann þá orðinn svo magn- aður, að fólk komst með naum- indum fáklætt úr eldinum. Allt brann er inni var, þar á meðal kirkjubælcur staðarins. Um upp- tök eldsins vita menn ekki, en talið er víst að kviknað hafi í ná- lægt eldhúsi. Prófasturinn, síra Jakob Einarsson, er eldhræddur maður, og gekk um b^einn síðast- ur manna á föstudagskvöldið kl. 10i/2, til þess að fullvissa sig um, að hvergi væri hætta á ferðum. og varð þá einkis var. Frúin varð fyrst eldsins vör nálægt kl. 3 um nóttina, og gerði þá aðvart fólki er svaf í baðstofunni, en fékk með naumindum bjargað sjálfri sér og bami- út um glugga. Prófasturinn bjargaðist með annað barn út um glugga, á öðrum stað. — Bærinn var gömul baðstofa og timburhús gamalt, hvorttveggja eign staðar- ins; en áföst var nýlegri viðbótar- bygging, sem ekki var eign stað- arins, og brann þetta allt, og stendur ekki annað eftir af bæjar- húsum, en fjós, heyhlaða, og tvær litlar skemmur. — Gamla húsið var vátryggt fyrir 3200 krónur, en viðbyggingin fyrir 2000 krónur, on innanstokksmunir fyrir 2000 krón- u r. — FÚ. Vatnsveitulineykslið I aí'lijúpnð- Frh. af 1. síðu. kom vitanlega ekki til nokk- urra mála að láta það dragast þangað til aðeins 10 dögum áð- ur en átti að veita því inn í bæinn. í fyrradag voru þeir báðir uppi við ár borgarstjóri og bæjarverkfræðingur. Og í gær var maður frá borgarstjóra uppfrá eitthvað að fást við mælingar. En ólíklegt er að menn hafi almennt góða lyst á Elliðaán- um héðan af, þó að skólpsían og sótthreinsunin kunni að verða sett í gang einhvern- tíma. Og margur mun þó verða því feginn, að ekkert varð úr þess- ari nýársgjöfinni frá ráða- mönnum bæjarins. ^SófmFUutir - tþróttir - íiðtir Hænsnarækt- armenn: „Taðar“ eggtóður (varpfóður) og „Jaðar“ hœnsnakorn Gott fóður. Odýrt fóður Samband isl. samvinnufélaga. Saumanámsskeiðið byrjar 10. jan. Kennt að taka mál og sníða. IngibjörgSigurðardóttir Austurstræti 12 (1. loft). Sími 4940. Iþið viljið að tekið sé vel eftir auglýsingum ykk- ar, þá skuluð þið helzt auglýsa í Nýja dagblaðinu. „S*ormur og moldviðrið“. Eftir Pétur Sigurðsson. Þorsteinn Gislason. Önnur Ijóðmæli. Þorsteinn Gíslason hefir aldrei ndtið þeirrar gæfu að vera talinn meðal mikilla skálda af miklum þorra þjóðar sinnar. Líklega hefir hann heldur aldrei til þess ætlast. Hann velur sér sjaldan mikil yrkisefni og er laus við allt oflæti og rembing vegna listar sinnar. Hann getur tekið hjart- anlega undir með Stephani G. Stephanssyni: Ljóð mitt aldrei of gott var öllum þeim, er heyra vilja. Því er honum eiginlegt að yrkja tækifæriskvæði og hann gerir það ætíð vel. Ilann virð- ist ætíð ganga að því sem þóknanlegri iðn og með þeim vilja, að kvæði hans falli í þokka sem flestra, sem á hlýða. f þeim efnum kann hann þá íþrótt, að skipta ein- um munnbita meðal þúsunda, svo að allir fari ánægðir, og enginn fái svo mikið að veru- legt tjón verði að. Því fer líka oftast alls fjarri, að hann ætli sér mikinn hlut með þessum kvæðum. Þessvegna verða þau heldur ekki „óbrotgjörn í bragartúni“, aðeins þægilegur eftirómur atburðanna, sem varir ekki allt of lengi. Með þýðingunum er í meira ráðizt. Þorsteinn þýðir ekki önnur kvæði en þau, sem eru góð kvæði og virðuleg, og flest eru þau ágæt. Og þýðingar lians bera alltaf ljóslega vitni um sanna virðingu fyrir frum- samda kvæðinu, fyrir málinu, sem þýtt er á og fyrir lesend- unum, sem eiga að njóta. En í flestar þeirra vantar þann fínleika og næmleika, að þær geti náð inn til hjartaróta les- andans. Bezt þýtt er Á heið- um eftir Ibsen, líklega af því að styrkur þess kvæðis er svo mjög fólginn í rólegu heiði hugarins. En slík heiðríkja er Þorsteini mjög eiginleg 1 máli og hugsun, og því eigin- 1 legri, er árin færast meir yfir. Þessi ljóðabók gefur alls ekki yíirlit yfir ljóðagerð Þorsteins. i Hún er aðeins eins og ofurlítil ; viðbót við hans fyrri ljóðabæk- ! ur og ber þess öll einkenni. Hún gefur heldur ekki yfirlit yfir þýdd ljóð hans eða tæki- færiskvæði. Þorsteinn á eldri þýðingar, sem eru betri en þær beztu í þessu safni, og meðal tækifæriskvæðanna er ekkert, i sem hann hefir orkt í laumi um smáskrýtin tækifæri, en slíkt getur látið honum mjög vel. Bókin hefir ekki mikið sjálfstætt gildi. En þeir, sem eiga önnur kvæði Þorsteins og þykir vel um þau, hljóta að taka henni sem kærkomnum1 viðauka. A. íslendingar eru skáldmæltir menn. Þeir verða heldur ekki í ; vandræðum, er þeir þurfa að gefa bók eða blaði nafn, er ' ■ tákni vel hugsjón þeirra. — „Stormur“ heitir blað Magnús- ar Magnússonar. — Stormur- inn mölvar og brýtur, umtum- ar og tætir sundur, og þyrrlar oftast upp miklu af mold og ó- þverra, veldur skaða á sjó og landi og slysum, en færir litla blessun. Kringum ritstjóra ! „Storms“ hefir því orðið stormasamt. Verst ef meira ; hefir hrunið eða fokið í kring- ! um hann, en til var ætlazt. í Ég var um tíma farinn að ; hafa áhyggjur út af því, hve allir töluðu vel um starf mitt, og getur það verið hættulegt „drottins þjóni“, en nú hefir „Stormur“ reynt til þess að ! þyrrla upp ofurlitlum óhroða í kringuni nafn mitt, og talað um mig sem „öfgamann, æs- ingamann, kominn frá Ame- ríku, (slæmt að ég skyldi ekki menntast í Kaupmannahöfn eða Reykjavík, í nálægð ,,Storms“) og svo þetta vanalega hnjóðs- yrði í ofanálag, að ég skuli vera „drottins þjónn“. Það lítur út sem „Stormur“ og •ýmsir fleiri, er slíku máli mæla, telji það tap mikið, að ég og slíkir menn skulum ekki þjóna djöflinum. Ég brá mér á fund kunningja míns, Magnús- ar Magnússonar, og bað hann um blöðin, er gerðu mig að umtalsefni. Hann tók mér auð- vitað prúðmannlega og sagði, að sér hefði þótt það matur, að Hannes Jónsson þingmaður hefði gefið sér efni til þess að vega að mér, því hann teldi mig hættulegasta manninn í herbúðum bindindismanna. Samt lætur hann tvo menn tala í blaði sínu á þá leið, að ég vinni ,svo kjánalega, að mér verði ekki ágengt. — Samræmi nú hver sem getur þetta tvennt. Annars sagði Magnús, að sér hefði nú alltaf verið meinlítið við mig. Þvi trúi ég bezt. Það er eins og „Stormi“ sé uppsigað á guðsdýrkun mína, þó veit ég að ritstjóri „Storms“ er vandlátur guðs síns vegna og vill nú láta „kasta mér í glóandi ofn“ svívirðinga og óhróðurs, vegna þess að ég „tilbið ekki hans guð“. Sagan endurtekur sig. — Ég hefi sjálfur séð ritstjóra „Storms“ lúta þeim Guði sínum mjög lágt og auðmjúklega. Og eitt sinn rakst ég á ritstjórann vestur á Isafirði er hann var að boða þar „evangelíum“ þess guðs. Þar notaði hann sam- komuhús Hjálpræðishersins, en hræddur er ég um, að Magnús Magnússon hafi orðið að syngja þar einn „Halelúja“ þessum guði sínum. Meira. á Laugavcg ÍO Reykvíkingar! Þið, sem eigið frændur og rini úti um sveitir og kaup- tún landsins, sendið þeim Nýja dagblaðið. Fátt verður vinum ykkar í fjarlægð jafnkærkomið í skammdeginu. Sími 2353 (fleiri simar anglýstir síðar), Kjörskrá lig-g'ur trammi á skrifstoíunni. HŒunid ad kærufrestur rennur út i dag.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.