Nýja dagblaðið - 19.01.1934, Side 3

Nýja dagblaðið - 19.01.1934, Side 3
N Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 | NÝJA DAGBLAÐIÐ j $ Utgefandi: „Blaðaútgáfan h.f." j Ritstjóri: j| Dr. phil. porkell .Tóhannesson. | 5R i tstj órn arskri fstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. j | Afgr. og auglýsingaskrifstofa: | IAusturstræti 12. Sími 2323. Framkv.stjóri: ÍVigfús Guðmundsson. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. j í lausasölu 10 aura eint. I Prentsmiðjan Acta. Nannaþefur í heflinum. Það lítur út fyrir, að íhaldið hérna í bænura sé orðið skelk- að við nazistalistann. Það kom glöggt fram í ræðu Thors Thors í útvarpinu í fyrra- kvöld, þar sem hann eyddi talsverðum tíma í að skamma nazistana, en áður hafði í- haldið ekki á þá minnst. Það kemur líka greinilega fram 1 Mbl. í gær, því að þar er talað um E-lista-fólkið í sama tón og Thor gerði í útvarpinu. Það er von að íhaldinu gremjist. Það er sjálft búið að brennimerkja sig með haka- krossinum með því að taka nazista, Jóhann Ólafsson, í nokkuniveginn öruggt sæti á listanum. Enginn vafi er á því, að þessi opinbera þjónusta við „ofbeldisstéfnuna“ fælir margt af gætnari kjósendum frá í- haldinu. Og svo bætist það of- an á samt, að nazistarnir bjóða líka fram sérstakan lista. Þeir láta gamla íhaldið koma Jóhanni Ólafssyni að og kjósa sjálfir sinn lista. Hinir gömlu „forráðamenn“ íhaldsins hafa verið ginntir eins og þursari Og nú eru þeir ekki farnir að þola „manna- þefinn í hellinum“, þefinn af Gísla Bjarnasyni, Óskari Hall- 'dórssyni og Helga S. Jónssyni. Nú vita allir það, að ekki éru til svartari íhaldsmenn en nazistamir. Engir myndu verða fjandsamlegri umbótum í bænum en einmitt þeir. Þar að auki sitja þeir á svikráð- um við þjóðskipulagið og vilja koma á einræði í anda Hitlers, hvenær sem tækifæri gæfizt. íhaldið hefir með því að taka nazista á lista sinn, játað, að það vilji gera slíkt hið sama. Það er ekki fyrsta einsdæmið um afturhaldsflokkinn hér. Enginn borgaraflokkur í víðri veröld hefir áður leyft sér að hafa yfirlýstan nazista í kjöri. En ágreiningurinn og tog- streitan milli C-listans og E- listans nú, er eingöngu persónu- legur. Jóni Þorlákssyni, Guðm. Ásbjömssyni og Pétri Hall- dórssyni „þykir það hart“, að „þessir strákar“ skuli ekki vilja spyrja þá ráða. Þeir sitja nú í sorgum, gömlu uppgjafa- dátarnir, með brennimark hakakrossins á enninu, en sam- herjar þeirra, hinir upprenn- andi stríðsmenn hins vonda málstaðar, gefa þeim langt nef, svo að allur bærinn horfir á! Munið D-listafundinn í Kaup- þingssalnum í kvtild. Þú átt að velja. Ihaldsmenn hafa stjórnað þessum bæ undanfarin ár. Þeir hafa ráðið einir, nær | alltaf, án minnsta tillits til ! þeirra þúsunda af kjósendum, | sem hafa skipað sér í fulla j andstöðu við íhaldið, stefnumál j þess og óstjórn. Allt það kjörtímabil, sem nú j er á enda, hafa 8 fulltrúar í- I haldsins i'áðið málefnum Rvíkur gagnstætt því, er 7 full- trúar umbótaflokkanna álitu réttmætt og heillavænlegast al- menningi. Efsti maður á lista íhaldsins telur húsnæði fólks í bænum ! gott. Finnst ykkur, sem búið í kjallaraholunum, dimmum, rök- 77 113 skuldaaukning af því okurfé, sem heimt er inn fyrir gas og rafmagn, til beinnar eyðslu, svo sem til stjórnar bæjarmálanna, í stað þess að endurbæta fyrir það fé framleiðslu þessara nauð- synjavara og gera þær ódýr- ari. En tilgangurinn er auð- sær: Auk þess að sýna falska fjárhagsútkomu, geldur — með þessu lagi — sá fátækasti jafnmikið inn í bæjarsjóðinn og hinn rikasti. Með þessu hækkun útsvara. um og rándýrum, það sæmi- legt húsnæði? Þið unnið börn- um ykkar ekki síður en íhalds- fólkið sínum bömum. En yfir ykkar bömum vofir sjúkdóma, hætta, hætta þeirra sjúkdóma, sem jafnan fylgja óheilnæmum íbúðum. Af öllu böli, sem leiðir af sérdrægri íhaldsstjórn, er það ægilegast og samvizku- lausast, að fórna hreysti og heilsu æskunnar til framdrátt- ar klíkuhagsmunum, er hugsa um það mest, að raka í sinn sjóð arðinum af annara striti og þjáningum. Framsóknarfl. berst fyrir umbótum í húsnæðismálunum, eins og ítarlega hefir verið gerð grein fyrir í blaðinu. Viljið þið fylgja honum að málum? Hundruð heimila víðs- vegar um sveitir landsins eiga þeim flokki að þakka gagn- breytt húsakynni. Viljið þið ganga til fulltingis við hann um ykkar eigin brýnu umbótamál, húsnæðis- málin í Reykjavík, eða þjóna undir íhaldið og láta ráðast, hvernig fer um heilsu og hreysti æskunnar í kjöllurun- um? Síðasta úrræði íhaldsins í bæjarstjói-ninni er að verja (á fjárhagsáætlun þ. á.) miklu hverfur íhaldið frá þeirri grundvallarreglu, að leggja á gjöld til opinberra þarfa eftir efnum og ástæðum. Með þessu tiltæki er sveigt í þá átt, að láta fátæklinginn í heilsuspill- andi neðanjarðaríbúð, sem fær með ítrustu viðleitni unnið sér 22 flskisklp vantar í bæinn. og sínum inn 100 kr. á mánuði, borga jafnt í bæjarkassann og t. d. þann Thorsbróðurinn, sem skammtar sjálfum sér 2000 kr. á mánuði fyrir að selja lífsbjörg fátækra fiski- manna á íslandi. Finnst ykkur þetta réttlátt? Viljið þið viðhalda þessu ó- sæmilega okri með gas og raf- magn og leggja þar með meir og meir — af ykkar fátækt — fram fé í bæjarsjóðinn til jafns við hæstlaunuðu em- bættismennina? Ef þið viljið afnema þetta ástand, þá kjósið þið ekki í- haldið. Þá kjósið þið Fram- sóknarflokkinn. Fátt hefir meiri áhrif á æskulýðinn en kvikmyndahús- in. Hér eru þau rekin af ein- stökum íhaldsmönnum sem gróðafyrirtæki. Framsóknarmenn vilja reka þau sem menningartæki, en í- Ein milfón íátækratramíæri 1934. haldsmenn mega ekki heyra það nefnt. Þeir vernda „fram- tak einstaklingsins“, en fórna hagsmunum fjöldans. Gildir ykkur einu um það? Finnst ykkur ekki mikið undir því komið, að- börnin ykk- ar, sem fá aura til að „fara í Bíó“, sæki þangað holl áhrif og göfgandi í stað þess að horfa á „spennandi“ sýningar á glæpamannalífi, sem festa oft æfilöng áhrif í bamssál- inni. Viljið þið styðja að hollum, menningarríkum áhrifum kvik- myndahúsanna með lágum að- gangseyri ? Sé svo, þá kjósið þið ekki í- haldið, heldur Framsóknar- flokkinn. íhaldið er sinnulaust um skóla- og íþróttamál almenn- ings. Mannmörg úthverfi borg- arinnar eru skólahússlaus með öllu. Kennsluplássin þar eru um margt ver útbúin en lé- legir farskólar í fátækum sveit- um. Sama hættan, er vofir yfir æsku Rvíkur, sem býr í kjöll- urum og á hanabjálkaloftum, bíður ef til vill líka innan dyra í óhæfilegum skólavistum í Skildinganesi, Sogamýri og við Lauganessveg. Tillögur Framsóknarmanna í bæjarstjórn um 75 þús. kr. tillag til skólabygginga í út- hverfunum, reyndi íhaldið að eyðileggja. Því og læknunum, sem raða sér á lista þess sýn- ist skifta litlu, þótt tæringar- hættan liggi í launsátri fyrir sonum ykkar og dætrum, líka innan skólaveggjanna, sökum hirðuleysis og auðnuleysis í- haldsins um þessi velferðarmál almennings. Sættið þið ykkur — íbúar úthverfanna — við forsjá og einræði þessa flokks? Undir stjórn íhaldsmanna er engin von um lagfæringu fyr en komið er í fullkomið óefni. Um skeytingarleysið í mál- efnum íþróttamanna er ölluin kunnugt. Framsóknarfl. hratt af stað sundhallarmálinu, i- haldið stöðvaði það og tafði eftir megni. Það er um þessi efni eins og önnur undir ykkur komið, i hvort hér ræður hrörnandi í- í hald eða framsæknir umbóta- menn. I Ihaldið berst fyrir háum , launum sinna manna, en lágum ; launum almennings. Finnst ykkur réttmætt að Knútur j Zimsen fái 5 þús. kr. árlega frá | Albingia og 10 þús. kr. eftir- . laun af almenningsfé fyrir að hafa þjónað sjálfs síns hags- munum og íhaldsflokksins í mörg ár? Viljið þið hafa borg- arstj. á 17 þús. kr. árslaunum, hafnarstjóra á 18 þús. og raf- magnsstj. með 22 þús. kr„ meðan allur almenningur berst í bökkum fyrir einföldustu og brýnustu lífsnauðsynjum? Ef ekki, þá kjósið þið ekki íhaldið og fyrirlítið blekkingar þess. Ailir kannast við ástand at- vinnumálanna í bænum, hvern- ig íhaldið krafsar þeim til hruns og eyðingar, hvernig einstaklingsframtákið sveigir þau hraðar og örar út á háska- samlegan glötunarveg, hvernig íhaldsmenn standa yfir rústum atvinnulífsins í sinni eigin frjálsu samkeppni, ráðlausir og viljavana, líkt og hugstola afglapi yfir frömdum, óbætan- legum skemmdarverkum. , Getið þið horft á slíkt að- gerðalausir? Viljið þið taka höndum saman við Framsókn- arflokkinn, sem hefir bent á leiðir út úr þessum ófarnaði andstæðinganna ? Sem byggja vilja upp atvinnuvegi bæjarins í verzlun og útgerð á samtök- um og samstarfi hinna vinn- andi stétta. Ef svo er, greiðið þið honum atkvæði við kosn- ingarnar. Viljið þið áframhaldandi ó- reiðu í fjármálum og atvinnu- lífi bæjarins? Fallist þið á að brýnustu og þýðingarmestu menningarmál ykkar og æsku þessa bæjar séu vanrækt (skólahússleysi) eða notuð til gróða einstökum mönnum (kvikmyndahúsin) ? Viljið þið síngjarnt, hug- sjónasnautt íhald eða djarf- huga en gætinn framsóknar- flokk ? Þið eigið að velja. Kjósið Ð-listann! Vesturbæjarklúbburinn Grímudansleikur verður á morgun í K.-R.-húsinu. Aðgöngumiðar seldir á sama stað í kvöld kl. 8-9 og á morgun kl. 4-7. Írshátíð Kennareskólans verður haldin í Oddfellov-höllinni föstudaginn 19. janúar klukkan 9 e. h. Aðgöngumiðar fást í Kennaraskólanum til kl. 6 e. h. Sími 3721 og á afgr. Nýja dagblaðsins. Sími 2323. DVOL fylgirit Nýja dagblaðsins kemur út á hverjum sunnudegi, 16 síður á góðum pappír í fallegri lit- prentaðri kápu. Dvöl verður stærsta íslenzka tímaritið, um 800 blaðsíður á ári og að efni til það langfjölbreytt- asta og skemmtilegasta. Hún flytur smásögur eft- ir beztu höfunda, frásagnir og ritgerðir ýmiskonar, sagnafróðleik, skrítlur o. fl. Þeir, sem gerast nýir áskrifendur Nýja dagblaðs- ins nú, fá Dvöl frá byrjun og blaðið ókeypis til 1. febrúar. 1 næsta hefti skrifa um unga fólkið í Reykjavík, þeir Sigurður Nordal prófessor og Pálmi Hannes- son rektor.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.