Nýja dagblaðið - 30.01.1934, Síða 2
2
N Ý J A
DASBItAÐIB
Hljómsveit Reykjaviknr.
Meyjaskemman
óperetta í 3 þáttum, eftir Dr. A. Willner og- E. Reichert.
Músík eftir Franz Schubert.
Islenzk þýðing á texta og ljóðum eftir Björn Franzson.
Sýningar á miðvikudag, 31. janúar, og fimmtudag, 1. febrúar
kl. 8 síðd. í Iðnó.
Söngstjóri Dr. Franz Mixa — Leikstjóri Ragnar E. Kvaran.
Undirleikur: Hljómsveit Reykjavíkur.
Aðgöngumiða á fimmtudagssýninguna má panta í síma 3191
á miðvikudag kl. 4—7. Leikféiagsverð.
Utselt á frumsýningu, pantaðir aðgöngumiðar sækist í Iðnó
á þriðjudag kl. 4—7.
Leikskrá me, öllum ljóðunum, og þrjú þekktustu lögin á nót-
um, méð íslenzkum textum, verða seld þeim, sem óska, með
miðunum.
Kaupfélag Reykjavfkur
selur meðal annars:
Hveiti nr. 1, kg. @ 36 aura.
Haframjöl, kg. @ 30 og 40 au.
Baunir, heilar og hálfar.
Grænar baunir í dósum
og lausri vigt.
Bökunaregg @ 12 aura.
Suðuegg @15 aura.
Bökunardropar frá Áfengis-
verzlun ríkisins.
Búðingspakkar, margar teg.
Flórsykur
Hjartarsalt.
Kex, margar tegundir.
Norskt fiatbrauð.
Hreinlætisvörur. — Snyrtivörur.
Bréfsefni með íslenzka fánanum o. fl. tegundir.
Spil, margar tegundir. — Rakspeglar.
Brauögerf Kaupfálagsins
selur brauð og kökur með lægsta verði bæjarins t. d.:
Franskbrauð, heil, 40 aura. Súrbrauð, heil, 30 aura.
Rúgbrauð, 40 aura. * Normalbrauð, 40 aura.
Kjarnabrauð, 30 aura.
— Hart brauð ódýrt í stærra kaupum.
Góðar vörur. — Sanngjarnt verð.
Kaupfélag- Reyklavíkur
Bankastræti 2. Símar 1245 og 4562.
Rúsínur.
Sveskjur.
Epli, þurk.
Döðlur.
Fíkjur.
Epli, ný.
Appelsínur.
Bananar.
Niðursoðnir ávextir.
Sardínur.
Púðursykur.
Toppasykur.
Ferðir
á brezku iðnsýuinguna
Farþegar, sem fara á brezku
iðnsýninguna fá Vs afslátt af
fargjöldum sé farið með ein-
hverju þessara skipa:
Frá Reykjavík, „Dettifoss"
31. jan., „Brúarfoss" 6. febr.
og „Goðafoss" 17. febr. og til
baka eigi síðar en 5. marz
(„Goðafoss" frá Hull).
Farseðlar, sem gilda fram og
til baka verða seldir hér á
skrifstofunni, gegn skilríki
brezka alaðkonsúlatsins í
Reykjavik.
H.f. Eimskipafélag Islands.
*
SHIPAUTCEBP
■ rimisinsI
fer héðan samkv. áætlun
í strandferð austur um land
mánudaginn 5. febrúar kl.
8 sífidegis.
Tekið verður á móti vörum
á föstudag.
Símar
Nýja dagblðsins
Bitstjóri . . . 4373
Fréttaritari . . 2353
Atgreiðsla og auglýsingar . 2323
Meyjaskemman.
Fyrir nokkrum árum kom
einn þekktur borgari þessa
bæjar til eins af meðlimum
Hljómsveitar Reykjavíkur og
sagðist skyldi borga honum
2000 krónur ef hann kæmi hér
upp Jómfrúbúrinu, eins og
þessi óperetta var oft nefnd.
Hann var nýkominn frá út-
löndum og hafði séð hana
leikna tvisvar sinnum og var
svo heillaður, að hann gat ekki
um annað hugsað.
Nú hefir Hljómsveit Reykja-
víkur ráðizt í að kynna bæjar-
búum þessa óperettu, er öllum,
sem séð hafa hefir reynzt jafn-
ógleymanleg og höfundur
söngvanna, Franz Schubert.
Dr. Franz Mixa og Ragnar E.
Kvaran hafa tekizt það vanda-
sama verk á hendur að stjórna
leiknum og leikur hinn síðar-
nefndi annað stærsta hlutverk-
ið, heimsmanninn glæsilega,
sem allar konur elska, Franz
von Schober, vin Schuberts.
Því miður þekkja bæjarbúar
Dr. Franz Mixa aðeins sem
óþreytandi starfsmann og sam-
vizkusaman og öruggan stjórn-
anda En hann hefir aðrar hlið-
ar. I hópi vina er hann hrók-
ur alls fagnaðar, fullur af
gáska og eldlegu fjöri. Þeir
sem horfa á Meyjaskemmuna,
fá að kynnast þeirri hlið nokk-
uð. Hann elskar landa sinn
Schubert og þekkir hann. I
höndum hans verða hin ólg-
andi Vínarljóð að seiðandi
töfrum, sem enginn stenzt.
Stjórn leiksins í höndum Ragn-
ars E. Kvaran, er ekki að efa
að vel takist. Kvaran þekkja
allir, þrátt fyrir langa fjar-
veru. Hann hefir verið með
annan fótinn á leiksviðinu síð-
an á unga aldri og ávalt verið
með stærstu hlutverkin. Jó-
hanna Jóhannsdóttir leikur
Hönnu og Kristján Kristjáns-
son Schubert. Þau hafa áður
leikið hér saman í æfintýrinu,
og er óþarft að efa að þau hafi
á allan hátt tekið framförum
síðan, sem leikarar og söngvar-
ar. Munu eflaust margir hlakka
til að sjá hina glaðlyndu norð-
lenzku stúlku leika ungt Vínar-
fljóð.
Ástarsöngvum þeirra Schu-
berts og Hönnu mætti líkja við
glitrandi bylgjur. Hin þunga
undiralda lýsir lífi hins fá-
tæka unga listamanns, sem
átti ekki einu sinni hljóðfæri,
og glitrandi sólargeislarnir
minna á hinar glaðværu stund-
ir, er hann átti í hópi vina
sinna 1 Vín. óskir hans og þrár
eru dýpri en hafið og ofar sól
og stjömum. Hin óviðjafnan-
legu ástarljóð til Hönnu eru
einhver hin fegursta lýsing,
sem til er á ást og draumum
æskunnar. Föður meyjanna
þriggja, Tschöll, hirðglermeist-
ara, leikur Gestur Pálsson.
Einn af þekktustu leikurum
þessa bæjar fullyrti nýlega
við þann, sem’ þetta ritar, að
hann hefði aldrei séð Gest á
leiksviði fyrri, svo þótti hon-
um Gesti hér takast framúr-
skarandi. Tschöll gamli er allt-
af á verði um það að áliti húss-
Framh. á 4. síðu.
Bdkmenntir — iþróttir
Godex Sinaiticus.
Biblíuhandritið fræga,
sem British Museum
keypti í vetur fýrir 100
þús. sterlingspund.
Dýrasta bók í heimi.
Ýmsa mun reka jninni til
þess, að í desembermánuði síð-
astliðnum bárust í erlendum
skeytum fréttir um það, að
Bretasafn væi'i að kaupa bib-
líuhandrit eitt gamalt, frá 4.
öld, fyrir um 2% milj. króna.
Ilandritakaup þessi vöktu
mikla athygli og stjórnin sætti
jafnvel ámæli nokkru fyrir það,
að leggja til helming kaup-
verðsins, samtímis því sem at-
vinnuleysi og þrengingar fá-
tækra manna í landinu fóru
dagvaxandi.
En hvað um það. Dýrgripur
þessi er nú eign Bretasafns,
og er þar vel geymdur. Og
líklega verður svo litið á síðar,
að safnið og stjómin hafi gert
góð kaup, hvað sem öllu at-
vinnuleysi og kreppuráðstöfun-
um líður. Kreppur og atvinnu-
leysi kemur og þver æ og sí-
fellt. „Bókstafurinn blífur“ —
handritið fellur ekki í verði,
því að dýrmæti þess er í raun
og veru ofar öllu verðlagi.
Handrit þetta var eign Niku-
lásar keisara II., og hefir, síð-
an það kom í leitirnar, haft
stórkostlega þýðingu fyrir bib-
líurannsóknir síðari ára. Að-
eins eitt biblíúhandrit kemst
nokkuð til jafns við það, Co-
dex Vaticanus, í páfasafni í
Róm. Það handrit er líka frá
4. öld.
Fá ritverk eiga sér jafn æf-
intýralega sögu og Codex
Sinaiticus. Maðurinn, sem uþp-
götváði það, var biblíúfræðing-
ur einn þýzkur, Lobegott
Friedrich Konstantin van Tis-
chendorf, fæddur 1815 í Legen-
feld 1 Saxlandi. Hann stundaði
guðfræðinám í Leipzig og við
textarannsóknir sínar fann
hann sárt til þess, að þörf var
á því, að geta stuðzt við fleiri
og fullkomnari texta af nýja
testamentinu en þá var völ á,
og afréð hann því, að helga
krafta sína því starfi, að leita
uppi og lesa forn biblíuhand-
rit, í von um að finna áður ó-
þekkta texta. 1843 fór hann til
Asíu og ferðaðist þar milli
grískra, sýrlenzkra og ar-
menskra klaustra, „þar sem
vera mætti, að dýrmæt hand-
rit lægi í aldalöngum blundi, í
ryki og rökkri bókaklefanna“.
Van Tischendorf hefir sjálf-
ur skýrt frá fundi sínum á
þessa leið: Ég þráði, að finna
dýrmætar handritaleifar, helzt
biblíuhandrit, sem stöfuðu frá
fyrstu öldum kristninnar og
mér heppnaðist þetta betur en
ég hafði þorað að vona. í
Sankti Cathrínarklaustrinu hjá
Sínaifjalli fann ég dýrgripinn
mesta. Ég kom þangað í bóka-
safnið í maímánuði 1844 og sá
þar þá stóra og mikla körfu,
fulla af gömlum handritablöð-
um. Bókavörðurinn, sem var
skýi’leiks maður, sagði mér, að
búið væri að brenna tveimur
—..........
— listir
ámóta hrúgum af handritum.
Og menn geta gert sér í hug-
arlund undrun sína, að finna í
þessum haug- allmörg blöð af
gamla testamentinu á grísku,
sem litu út fyrir að vera með
því alli’a elzta af því tæi, sem
ég hafði nokkurntíma rekizt
á“.
Þai'na náði Tischendorí í
45 blöð af fornu bókfelli, eins
mikið og hann gat með góðu
móti haft með sér án þess að
vekja grun. Svo fór hann heim
til Saxlands. Hann var fast
krafinn sagna um árangurinn
af ferð sinni, en hann var nógu
hygginn til þess að láta ekk-
ert uppi. um það, hvar hann
hefði náð í handritið. 1853 fór
hann aftur austur í Asíu, en
varð ekkert ágengt. 1858 fór
hann til Rússlands og fékk
styrk og stuðning Rússa-
stjómar til nýrrar ferðar og
hélt nú í þriðja sinn til Sinair
fjalls. Enn varð honum ekkert
ágengt, og hann var að því
kominn að snúa heimleiðis. Þá
átti hann af hendingu tal við
klausturbrytann, sem bauð’
honum hressingu í klefa sínum.
Tischendorf þáði það. Hefir
hann skýrt frá því heimboði á
þessa leið:
„Hann tók nú fram úr skoti
' einu stórt bindi, vafið innan í
dúk, og fékk mér í hendur. Ég
rakti utan af bókinni og lagði
hana á borðið fyrir framan
mig. Sá ég þá mér til stór-
furðu, að þarna voru ekki að-
eins þessi brot, sem ég hafði
fyrir 15 árum fundið í körf-
unni, heldur aðrir hlutar gamla
testamentisins og nýja testa-
mentið allt ... ég var mér
þess meðvitandi, að ég hafði á
milli handanna ágætasta bib-
líudýrgripinn, sem til var í
heiminum. Handrit, sem að
aldri og ágæti tók langsamr
lega fram öllum þeim handrit-
um, sem ég hafði verið að
kanna í samfleytt 20 ár“.
Með erfiðismunum tókst
Tischendorf að telja munkana
á það, að gefa Zamum hand-
ritið. Og á hans kostnað var
það gefið út 1862 í fjórum
foliobindum, og er sú útgáfa
kunn öllum, sem við biblíu-
rannsóknir fást. Sjálfur andað-
ist Tischendorf 1874 og var
talið, að hann hefði dáið af of-
þreytu, við langvarandi og
örðug útgáfustörf.
Eftir byltinguna í Rússlandi
1917, lenti handritið í höndum
Sovétstjómai’innai’, ásamt öðr-
um dýrgripum keisaraættar-
innar. Var þá bráðlega farið
að freista þess að fá handritið
keypt, og voru það Ameríku-
menn, er fyrst leituðu hófanna
hjá Rússastjórn. Vildi stjórn-
in fyrst fá 10 milj. dollara
fyrir handritið, síðar 5 milj. og
þá 1 Va milj. Síðast í júlí í
sumar var boðin ein miljón
dollara í handritið af Ame-
ríkumanni einum. En hvemig
sem á því stóð, vildi Rússa-
stjórn heldur sæta tilboði
Bretasafns, þótt það mætti
kalla lágt í samanburði við
hitt.