Nýja dagblaðið - 15.02.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 15.02.1934, Blaðsíða 4
STCf^' N 6 B Annáll. Skipafréttir. Gullfoss kom írá út- útlöndum í gærkvöld, Goðafoss er í Reykjavík, Brúarfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Leith, Dettifoss kom til Hull í gærmorg- un, Lagarfoss fór til Austfjarða og Kaupm.h. í gærkvöld kl. 8, Sel- foss fór frá Leith þann 12. á leið hingað. Esja var á Borðeyri síðari hluta dags í gær. Gullfoss kom í gærkvöld frá út- löndum og hafði honum seinkað um einn sólarhring vegna óveðurs. ísfiskssalan. Maí seldi í gær í Hull 1586 kitt fyrir 1943 sterl.pd. Tryggvi gamli seldi 81 tonn » Grimsby fyrir 1700 sterl.pd. ís- fiskssalan er að verða búin og eru togararnir nú að búast á saltfisks- veiðar. Aflaiítiö hefir verið undanfarna daga og mjög litlar gæftir. Virkjun Sogsins verður meðal annars til umræðu á bæjarstjórn- arfundinum í dag, Helgi Sigurðsson verkfræðingur hefir verið ráðinn deildarverkfræð- ingur undir yfirstjórn bæjarverk- fræðings, til þess að hafa á hendi verklega stjórn vatns- og hitaveit- unnar. Byrjunarlaun hans eru á- kveðin kr. 550.00 á mánuði. Borgarritari. Jón þorláksson borgarstjóri flytur frumvarp til viðauka við samþykkt um stjórn bæjarmálefná Reykjavíkur. í frum- varpi þessu er gert ráð fyrir nýju embætti, þ. e. borgarritara, er gegni störfum borgarstjóra i for- föllum hans. „Borgarritari annast og daglegar afgreiðslur fyrir hönd borgarstjóra", segir í frumvarpinu. Borgarritari skal og hafa yfirum- sjón með innheimtu fyrir bæinn og flytja mál bæjarins fyrir undir- rétti. Frá Norræna íélaginu. þeir sem íetla að taka þátt í dansleik fé- lagsins að Hotel Island á laugar- daginn, eru beðnir um að skrifa sig á lista, sem liggur frammi í Bókaverzlun Sigf. Eymundssonar, fyrir kl. 7 í kvöld. Aðgöngumiðar eru einnig afhentir þar. ASalsteinn Eiríksson kennari hef ir sökum. lasleika og þreytu orðið að taka sér hvíld frá kennslu- stórfum, það sem eftir er vetrar. Fer hann utan innan skamms og ætlar sér að dvelja nokkra mánuði á Norðurlöndum. Um fátækralæknisstöðuna hafa sótt læknarnir Bragi Ólafsson, Árni Pétursson, Halldór Stefáns- son, Sveinn Gunnarsson, Kristin Ólafsdóttir, Daníel V. Fjeldsted, Jón Kristjánsson, Bergsveinn Olafs- son og Kristinn Bjarnason. Bæjar- stjórnin ræður hver ráðinn verður. Embættispróíi i lögum hafa ný- lega lokið Björn Fr. Björnsson með 1.- einkun, 116Va stig og Gunnar Thoroddsen með 1. eink., 144Vs stig. Nýjung er það sem ritfanga- verzlunin „Pensinn" auglýsir hér í blaðinu í dag. Munu margir verða fegnir að fá grafið á sjálf- blekunga sína og blýanta, sem oft eru mönnum kærir og dýr- mætir. Hefir blaðið séð nokkra sjálfblekunga, sem þar hefir verið grafið á og er það prýðilega af hendi leyst. Smávegis ryskingar urðu í mið- bænum seint i gærkveldi milli Gísla Sigurbjörnssonar og nokk- urra sendisveina, sem komu af fundi. Hafði Gísli hringt á lög- regluna og beðið um hjálp, en ekki munu hafa hlotizt nein vand- ræði af viðureign þessari. Áheit á Strandakirkju frá S. H. 10 krónur. Skákþing íslendínga hófst á Ak- ureyri á sunnudagskvöldið var. Skákstjóri er Björn Halldórsson lögfræðingur. þessir eru keppend- ur í meistar- og fyrsta flokki: Frá Skákíélagi Húsavikur: Guðbjartur Vigfússon. Frá Skákféiagi Siglu- fjarðar: þráinn Sigurðsson, Jónas Jónsson, Páll Einarsson, Sveinn þorvaldsson og Sigurður Lárusson. Frá Skákfélagi Akureyrar; Eiður Jónsson, Stefán Sveinsson, Jóel Hjálmarsson, Aðalsteinn þorsteins- son og Guðmundur Guðlaugsson. Frá Skákíélaginu Fjölnir, Reykja- vík: Asmundur Asgeirsson, núver- andi skákmeistari íslands. í öðruih flokkum keppa 10 menn. — Fyrsta skákumferð fór þannig, að Ás- mundur vann Jónas Jónsson, þrá- inn vann Sigurð Lárusson, Aðal- steinn vann Stefán Sveinsson, Páll vann Guðbjart, og Sveinn vann Eið. Jóel gerði jafntefli við Guð- mund. — FÚ. Bráðkvaddur varð á sunnudags- kvöldið var Jósef Helgason, bóndi að Espihóli í Eyjafirði, á áttreeðis- aldri. — FÚ. Borgfirðinga-, Mýramanna- og Hnappdælingamótið lítur út fyrir að ætla að verða fjölmennt. Skemmtikraftar eru ágætir. María Markan syngur, Erling Ólafsson syngur og margir Borgfirðingar og Mýramenn sýngja, ýmist tveir eða fieiri saman. Nokkrir helztu ræðu- menn þeirra flytja stuttar ræður og síðast dansa allir langt fram á nótt, því þótt pólitíkin hafi stundum þótt heit þar eí'ra, er hún ekki ennþa svo heit að ekki dansi karlar og konur af öllum flokkum saman með mestu ánægju. Skákþingið. Önnur umferð á Skákþingi íslendinga fór þannig: Páll Einarsson vann Jónas Jóns- son, Ásmundur Ásgeirsson vann Guðmund Guðlaugsson, Sigurður Lárusson gerði jafntefli við Jóel Hjálmarsson, þráinn Sigurðsson vann Aðalstein þorsteinsson, Ste- fán Sveinsson vann Svein þor- valdsson, Eiður Jónsson vann Guð- bjart Vigfússon. — þriðja umferð fór þannig: Eiður vann Pál, Guð- bjartur vann Stpfán, þráinn vann Svein, Jóel gerði jafntefli við Að- alstein, Ásmundur vann Sigurð, Guðmundur vann Jónas. — FÚ. Vélbáturinn Frigg kom til Vest- mannaeyja 13. þ. m. eftir rúmlega 5 sólarhringa ferð frá Færeyjum. Hafði hann hreppt aftaka veður á ieiðinni og lá til drifs í 2 sólar- hringa. Fékk hann þá á sig brot- sjóa, sem löskuðu hann nokkuð, en annars vörðust skipverjar á- föllum eftir mætti með því að hella út steinolíu. Voru þeir 3, allir íslenzkir. Skipstjóri var Jón ISjarnarson úr Reykjavík.en Gunn- ar Guðjónsson vélamaður og Jó- hann Pálsson stýrimaður, báðir úr Eyjum. Báturinn er smíðaður í Djúpvík í Svíþjóð og er eign kaupfélagsins Fram og er annar báturinn sem félagið fær á þessu ári. Gísli Johnsen hefir útvegað bátinn: Báturinn er með June Munktel vél. Skipverjar létu mjög vel bæði af bát /og vél og þótti hvorttveggja hafa reynst vel í þess- ari för. — FÚ. Eldur kom upp í kembivélaaúsi Kaupfélags þingeyinga sl. þriðju- dag. Húsið var mannlaust, en menn urðu fljótt varir við eldinn og er slökkviliðið kom á vettvang tókst því að slökkva eldinn. Skemmdir urðu ekki miklar. Mál- ið er i rannsókn. — FÚ. Ritstjóri danska dagblaðsins „Ar- bejderbladet" hefir verið úrskurð- aður í 5 daga varðhald og höfðað á hann sakamál fyrir ærumeið- andi ummæli um stjórnina. FÚ. peir, sem enn hafa ekki borgað blaðið hér í bænum eða nágrenn- inu, fyrir sl. mánuð, eru vinsam- lega beðnir að greiða það sem allra fyrst, á afgreiðslunni. Að ieita menn uppi með smáreikn- inga veldur oft óþæginduni og leið- indum. Leiðrétting. í ávarpi frá Barna- verndarnefnd, sem birtist í blaðinu í gær, er misletrað: á skólum, á að vera í skólum. Frá Finnum. 80% ibúanna búa í sveitunum. Nokkuð ai þessu lólki stundar skógarhögg og smá- iðnað, en 2/3 hlutar allrar þjóðai- innar stunda landbúnað,' og þá oftast hvorttveggja, akuryrkju og kvikfjárrækt og hefir landbúnað- urinn tekið miklum framförum síðustu árin. Vekur það eftirtekt hvað smábýlunum fjölgar í Finn- landi. Stórbýlunum íækkar árlega, ýmist við arfskiftingu eða upp- kaup ríkis eða sveitarfélaga til nýbýlafjölgunar. Af 250 þúsund sveitajörðum höfðu 77% akra, sem voru í stærsta lagi 10 ha., en á helmingi þeirra voru akrarn- ir minni en 3 ha. Aðeins 936 jarð- ir höfðu akra yfir 100 ha. og er þó talið að stórjörðunum hafi fækkað síðan. Ðönsku ríkisjárnbrautirnar eru nú að byrja að nota nýja raf- magnsvagna á ýmsum brautum sínum. þeir fóru fyrstu reynslu- ferð sína 12. þ. m. og fóru hrað- ast sem svarar 130 km. á kl.st. þeir þykja léttari og þægilegn en gufuvagnarnir og um miðjan maí ætla ríkisbrautirnar að setja í not- kun 10 slíka nýtízku vagna. - FÚ. Rússneska háflugið. Prófessor- inn, sem haft hefir til meðferðar rannsókn skilríkja þeirra og tækja, sem fundust úr rússneska háloftfarinu, hefir nú gefið út skýrslu um árangur athugana sinna. Hann segir, að í þessari háloftsferð hafi fengist ýmiskon- ar merkilegur og skemmtilegúr í'róðleikur, sem enn megi byggja á, þó ýmislegt hafi laskast af rann- -sóknartækjunum, þegar loftfarið fórst Úr skýrslu prófessorsins eru sérstaklega nefndar athuganir liá- loftsfaranna á lit og litbrigðum loftsins eða himinsins, en liðurinn er mismunandi eftir því hver hæðin er. í 8500 m. hæð er loft- ið heiðblátt, í 11000 m. hæð er það dökkblatt, í 13000 m. hæð er það dökkfjólublátt, í 19000 m. hæð er það grafjólublátt og í 22000 m. hæð er það orðið grásvart. - FÚ. 112. ársfundur Verzlunarráðsins í Manchester, var settur 12. þ. m. og var baðmullarverzlunin þar efst á dagskrá. Forseti verzlunar- ráðsins sagði, að ekki gæti verið um fullkomna viðreisn viðskipta- lífsins í Englandi að ræða, fyr en baðmullarverzlunin væri komin í viðunanlegt horf. Hann sagði, að sannleikurinn væri sá, að Japön- um hefði fleygt fram með fram- leiðslu og verzlun á meðan aðrir hefðu staðið í stað, og gerði hann sér alls ekki vonir um, að Ind- landssamningarnir orkuðu eins miklu og almennt væri búizt við, um aukna verzlun fyrir brezka baðmullariðnaðinn. Hann taldi heppilegast, að leita að markaði fyrir brezka baðmullarframleiðslu innan samveldislandanna, í stað þess að reyna að keppa við Jap- ana á öðrum mörkuðum. — FÚ. Indlandsmálaráðherrann, Sir Samuel Hoare, skýrði frá því í brezka þinginu 12. þ. m. að 33/< milljónir sterlingspunda myndi þurfa til viðreisnarstarfs á land- skjálftasvæðinu í Indlandi. Sam- kvæmt þeim skýrslum sem tek- ist hefir að ná, hafa 6582 menn farizt í jarðskjálftunum. — FÚ. Um iþróttir. Framh. af 2. síðu. konur, unga og gamla, sem ganga með lotnar herðar og höfuðið niðri í bringu, er freistandi að álykta, að svona sé fólkið skapað, og svona verði það að vera. En auðvitað er slíkt fjarstæða. Úr því að maðurinn eitt sinn hætti sér út á þá braut að ganga upp- réttur, verður hann að gera það og gera það vel. Það verður að kveða menn úr kútnum. Þeirri kynslóð, sem nú er að vaxa, á að takast það. Skólaför. Hinn 8. þ. m. fóru nemendur 3. bekkjar Kennaraskólans kynuisiör til barna- og ung- lingaskólanna að Brúarlandi og Klébergi á Kjalarnesi. Þann 8. þ. m. brugðu nem- endur þriðja bekkjar Kennara- skólans sér upp á Kjalarnes. Var ætlunin að heimsækja heimavistarskólana á Klébergi og Brúarlandi. Lagt yar af stað laust eftir hádegi og voru um 30 nemendur í förinni og einn kennari. Komið var við á Brúarlandi í uppeftirleið, sýndi skólastjóri Lárus Halldórsson skólann, &r starfar í tveim deildum. Var síðan haldið að Klébergi og staðið þar við nokkurn tíma, skólahúsið skoðað hátt og lágt og þegnar hinar prýðilegustu veitingar hjá skólastjóra, Sig- urði Helgasyni og konu hans, sem ekki vildu taka eyrisvirði upp í fyrirhöfn og kostnað við móttökur þessa stóra, ókunna hóps. Sérstaka athygli vakti það, að skólinn skyldi lýstur með olíu, enda þótt rafmagnsstöð standi örskammt frá skólahús- inu og þaðan sé kostur ljósa. Hallgr. Jónasson kennari, sem var með í fórinni, hefir beðið Nýja dagblaðið — fyrir hönd kennaraefnanna og sjálfs sín — að flytja þeim hjónum á Klébergi alúðarfyllstu þakkir fyrir ágætar móttökur og gest- risni; sömuleiðis skólastj. á Brúarlandi fyrir viðtökurnar þar. Til Reykjavíkur var komið aftur kl. 7 að kveldi. Öfug áhrif. Fyrir nokkru ætlaði Hitler að halda ræðu í Berlín. Hanh ók til fundarstaðarins í leigubíl og þekkti bílstjórinn hann ekki. þegar þangað kom bað hann bílstjórann að bíða eftir sér og keyra sig heim, þegar hann hefði aflokið erindinu. þessu neit- aði bilstjórinn ákveðið og sagðist endilega verða að fara heim, til að hlusta á ræðu Hitlers í útvarp- ið. Yfir þessu var Hitler svo á- nægður, að hann gaf bílstjóranum 10 mörk. En hann misskildi gjöf- ina og sagði: Eg gef ekki baun fyrir þennan heimskingja, hann Hitler. Ég skal bíða. Kappflug á að fara fram að hausti (20. okt.) milli Englands og Ástr- alíu. Fyrstu þátttakendurnir gáfu sig fram í fyrradag, en fresturinn er ekki útrunninn fyr en í júní- lok. Búizt er við um 100 þátttak- endum frá ýmsum löndum. — FÚ. Ódýru auglýsingarnar. Kaup og' salu Valdar Þrándheimskartöflur á -kr. 7.50 pokinn. Kaupfélag Reykjavíkur Sími 1245. / Á thugið: Frímerkjaverzlunin Lækjar- götu 2 kaupir notuð íslenzk frímerki háu verði. Fallega túlipana selur Kaupfélag Reykjavíkur. tjtungunarvél fæst með tæki- færisverði. Sími 4326. Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Aðalstræti 9B opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. ódýr saumalaun út þennan mánuð. Tek efni og útvega efni með heildsöluverði. Einnig viðgerðir og pressanir. Guðm. Sigurðsson klæðskeri, Vestur- götu 3. Sími 3377. Húsnæði Ég undirritaður get haft í- búð til leigu í vor, gegn því að leigutaki geti lagt dálítið fé fyrir sig fram til innréttingar og einnig gæti vinna komið til greina frá leigutaka. Húsið er á mjög sólríkum stað (stutt í sjóinn til að fá sér bað í sól og sjá að sumrinu) og einnig við aðalgötuna. Talið við mig sem fyrst. Sigmundur Guðnason Reykjavíkurveg 4, Skerjafirði (Beint á móti Élis Jónssyni, kaupmanni).______ Stofa með litlu eldunarplássi, hejzt í nýju húsi, óskast fyrir 1. marz. Tilboð, merkt „Tvennt í heimili", leggist inn á afgr. blaðsins. 2 stórar stofur og eldhús óskast til leigu frá 14. maí n. k. A. v. á eða sími 3277. Atvimm Á Grundarstíg 2 A eru saum- aðir grímubúningar og allskon- ar kvenfatnaður, einnig sniðið og mátað. Tek að mér vélritun og fjöl- ritun skjala, einnig allskonar lögfræðilega skjalagerð. Pétur Jakobsson Kárastíg 12. Stúlka óskast hálfan daginn með annari. Uppl. á Suðurgötu 22, uppi, kl. 1—2i/2. Fyrsta flokks bardíiskur er nýkominn í verzlun Kristinar J. Hagbarð Laugaveg 26. Islenzk málverk margskonar og rammar. Freyjugðtn 11.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.