Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 24.02.1934, Qupperneq 1

Nýja dagblaðið - 24.02.1934, Qupperneq 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, laug'ardaginn 24. febrúar 1934. 47. blað Skauta-heimsmeistaramót kvenna í keppninni um heimsmeistaratignina í listhlaupi á skautum fyrir stúlkur, sem háð var í Oslo 11. þ. m., voru 17 þátttakendur frá ýmsum löndum. — Hér á myndinni sjást sitjandi frá vinstri: Lise-Lotte Landbeck, Megan Taylor, Cecilia Colledge, Vivi-Ann Hulten, Erna Andersen og Hanna Egedius. í miðju er Mary Lindberg, en neðst til vinstri Maribel Winson. — (Sjá annars grein um skautahlaupið á 2. síðu). Lárus Jóhannesson dæmdur fyrír brot á áfengíslögunum. ÍDAG Sólaruppkoma kl. 7.51 Sólarlag kl. 5.26. FlóÖ árdegis kl. 1.50. Flóð síðdegis kl. 2.20. Veðurspá: Allhvass uorðan og norðaustan, dúlítil snjókoma. Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ....... opið 1-4 Alþýðubókasafnið ....... opið 10-10 Landsbankinn .... opinn kl. 10-1 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-1 Útvegsbankinn .... opinn kl. 10-1 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7y2 Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan ...... opin 10-5 Landssíminn ............. opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisiiin opin 9-12 og 1-4 Eimskipafélagið ......... opið 9-4 Stjórnarráðsskrifst. . . 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins .... opnar 10-12 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögmanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Heiinsóknartími sjúkrahúsa: Liíndsspitalinn ............. kl. 6-4 Landakotsspítalinn .... kl. 3-5 Laugarnesspítali .... kl kl. 12 Vifilstaðabæliö 12%-l% °8 3^-4% Kleppur ..................... kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar.....................kl. 3-5 Næturvörður í Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Nœturlæknir: Kristín Ólafsdóttir Tjamargötu 10. Sími 2164. Skemmtai ir og samkomur: Nýja Bíó: Vei.ulendingar kl. 9. Gamla Bíó: Við viljum öl, kl. 9. V arðarh úsið: Kvæðaskemmtun Iðunnar kl. sy2. Iðnó: Dansl. Iðnskólans kl. 9y2. Samgöngur og póstferðir: Esja fer vcstur- og norður um land. Gullfoss vœntanlegur í kvöld eða nótt. Dagskrá útvarpslns: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Barnatími (Aðalsteinn Sig- mundsson kennari). 19,10 Veður- fregnir. 19,20 Tilkynningar. Tón- leikar. 19,30 Tónleikar (Útvarpstrí- óið). 19,55 Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Leik- þáttur: „Foreldrar" eftir Otto Benzon (Haraldur Björnsson, María Markan, Birgir Thorlacius). 21,05 Tónleikar: a) Fiðlu-sóló (Ein- ar Sigfússon). b) Grammófónkór- söngur (Norðurlanda kórar): Björneborgarnas March; Suomis Sftng (Muntre Musikanter). Sav, siiv, susa; Jag gftr i tusen tanlcar (De Svenske). Kristallen den fina; Hvila vid denna kálla (Grammó- fón kvartettinn). Körling Kára; Sftng till natten (Halmstad Kör- siillskap) og Vi ska’ stálla till en roliger dans; Tre trallande jántor (Iris kórinn). -- Danslög til kl. 24. Nýlega var sagt frá því hér í blaðinu, að Lárus Jóhannes- son hæstaréttarmálaflutnings- maður hefði flutt inn 12 flösk- ur af spönsku víni, og verið kærður fyrir. í gær var kveðinn upp dóm- ur í máli þessu, í lögreg'lurétti. Var Lárus Jóhannesson dæmd- Sjóðþurðin í Vestm.eyjum. Ýmsar sögusagnir ganga um það, hve mikil sjóðþurðin sé í útibúi Útvegsbankans í Vest- mannaeyjum, ýmist er sagt, að það séu 35 þúsund, 60 eða 100 þúsund. Blaðið átti í gær tal við Jón Baldvinsson bankastjóra og spurði hann hvað satt væri í þessum frásögnum, en hann neitaði að gefa nokkrar upplýs- ingar að svo stöddu. Endurskoðuninni er lokið og endurskoðandinn er kominn aftur til bæjarins og mun mál þetta verða tekið fyrir á næsta bankaráðsfundi. ur í 200 króna sekt, eða 12 daga einfalt fangelsi, ef sekt- in yrði ekki greidd, og áfengið gert upptækt. Var hann dæmdur fyrir brot á reglugerð nr. 108 frá 1931 og á lögum um einkasölu á á- fengi nr. 69, frá 1928. Dóminum var áfrýjað. I gær var skýrt frá því í blaðinu að mótorbáturinn „Sal- björg“ frá Hornafirði hefði ekki komið aftur úr róðri, sem hann rór í á miðvikudaginn. Gerð var tilraun til þess að leita bátsins í gær, en þeir bát- ar, sem fóru, urðu að snúa aft- ur sökum dimmviðris. Strax þegar birtir upp fer mótorbát- urinn „Birkir“ frá Eskifirði að leita. Það er þó talið hérumbil von- laust um, að „Salbjörg“ finn- Kolsýrueitrun Sauðárkróki 23/2. FÚ. - Stefán Jóhannsson og kona hans Hólmfríður Þorsteinsdótt- ir, að Bæ í Skagafii’ði, fundust í morgun meðvitundarlaus af kolsýringi frá ofni. Álitið er, að spjald í ofnpípunni hafi snú- izt. af súð í ofninum. Konan kom til meðvitundar um há- degi, og er talin úr hættu. — Stefán var ekki vaknaður kl. 17 í dag, en læknir vonast eftir að geta bjargað honum. ist ofansjávar, þar sem svo langt er síðan báturinn fór, og ekkert af honum frézt. Fjórir menn voru á bátnum. Hermann Jónsson formaður, frá Mjóafirði. Var hann kvænt- ur og átti 2 börn. Sigurður Bjarnason, frá Hornafirði, ungur maður, ókvæntur. Þorsteinn Einarsson frá Eskifirði, kvæntur og átti eitt bam. Krýning Belgíukunungs. Kalundborg og Oslo 23/2. FÚ. Leopold prinz tók við völd- um, sem konungur í Belgíu í dag', og vann eið að stjórnar- skránni, og fór sú athöfn fram i neðrideildarsal belgiska þinghússins í Brússel. Hélt hann hátíðlega innreið sína í borgina en hátíðahöldin höfðu hafizt með klukknahringing- um snemma í morgun. Kl. 9 voru fulltrúar erlendra ríkja og sendinefndir frá ýmsum landshlutum, saman komjiar fyrir utan konungshöllina, og var þaðan haldið til þinghúss- ins. Hvai'vetna þar sem kon- ungur fór um, var mikill mann- fjöldi samankominn, og- var honum hvarvetna fagnað af fólkinu. Þá er konungur hafði unnið eið sinn, hélt hann stutta ræðu, og fór hvort- tveggja sú athöfn frarn bæði á belgísku og flæmsku. Fór hinn nýi ungi konungur nokkrum orðum um sögu Belgíu og hlut- verk hennar í framtíðinni, og kvað hana eiga þýðingarmiklu hlutverki að gegna, sem mál- svara friðar og jafnvægis í Evrópu, en Belgía mundi jafnt í framtíðinni sem hingað til, ekki skorast undan, að leggja á sig hinar þyngstu fórnir til þess að vernda öryggi og frið í álfunni. Ræðu konungsins var tekið með miklum fögnuði. í ensku fréttunum segir mjög á sama hátt frá valda- töku Leopolds Belgíukonungs, eins og í fréttum frá Oslo og Kalundborg. t ræðu sinni er sagt, að konungur hafi komizt svo að orði, að beztu loforðin, sem hann gæti gefið þjóð sinni á þessu hátíðlega augnabliki, væru þau, að fylgja fordæmi föðnr síns. Saga Belgíu væri nátengd sögunni um friðarvið- leitnina í Evrópu og svo mundi enn verða í ófi’amtíðinni. LRP. 23/2. FÚ. Efri og neðri málstofa belg- iska þingsins færðu Leopold Belgíukonungi síðdegis í dag sameiginlegt ávarp, þar sem þingið lýsir fullu trausti sínu á konungi, og heitir honum trú sinni og hollustu. Kveðst þing- ið vera fullvisst um, að kon- ungur virði réttindi þess og siðvenjur, og lætur í Ijósi von um, að með konungi og þingi megi varðveitast sú gagn- kvæma tryggð og hollusta, sem verið hafi í tíð föður hans. Þorsteinn Sigui’ðsson, póstur, ókvæntur maður frá Horna- firði. Mótorbáturinn „Salbjörg“ var frá Norðfirði, en nýkominn til Homafjarðar og ætlaði að vera þar um vertíðina. Var þetta fyrsta eða önnur ferðin, sem báturinn fór. Báturinn irá Hornafirdi talinn af. Fjórir menn voru á honnm.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.