Nýja dagblaðið - 24.02.1934, Blaðsíða 4
H t i A
DA OBLAÐID
Anná.11.
Skipaíréttir. Gullfoss á leið frá
ísafirði til Reykjavikur. Goðafoss
fór frá Hull í fyrradag á leið til
Hamborgar. Brúarfoss er á leið
til Leith frá Kaupm.höfn. Dettifoss
fer í hraðferð vestur og norður á
morgun. Lagarfoss er í Kaupm.-
höín. Selfoss er í Reykjavík.
Frá höfninni. Kolaskip, sem
verið hefir að losa kol hér und-
anfama daga, fór í gœr. Fisktöku-
skipið Varoy fór í gœr. Skalla-
grímur og pórólfur fóru á veiðar.
Gyllir og „Gullfoss" fóm á veiðar.
„Guilfoss" hét áður Gustaf
Mayer, en var skírður upp þegar
hann var keyptur hér. — þór fór
til Vestmannaeyja í gœr. Spánsk-
ur togari kom hingað í gœr til
viðgerðar. Hafði hann brotnað
mikið í óveðrinu.
Hjónaband. Gefin vom saman í
borgaralegt hjónaband nýlega
ungfrú Berta Albertsdóttir og Kon-
ráð Gíslason áttavitasmiður.
MeSal farþega með Drottning-
unni i gœr var Magni'is Sigurðsson
liankastjóri.
Hvítárbrúin skemmist. f vatns-
flóðinu sem varð fyrra fimmtudag
og föstudag skemmdist Hvítár-
brúin hjá Brúarhlöðum allmikið.
Brotnaði nokkur liluti hennar og
veguppfyllingin við brúna beggja
vegu sópaðist burt. Brú þe3si var
nýleg járnbrú 30 metra löng og
stóð á 5 stöplum. Var hún mjög
hátt frá vatnsborðinu, svo flóðið
hlýtur að hafa verið geysilega
mikið. Raunar eru þrengsli rétt
fyrir neðan brúna, svo vatnið
befir stöðvast dálítið af því, og
mun því hafa gengið svo hátt.
Pálmi Einarsson ráðunautur og
kona hans hafa orðið fyrir þeirri
sorg að missa yngsta bam sitt,
telpu á 1. ári.
Tregur afli er hjá bátunum þá
sjaldan gefur á sjó. Fiska þeir
ekki nema 3000—4000 kg. í róðri.
Bókagjöf til bamabókasafns
Austurbæjarskólans. Steingrímur
Arason kennari hefir fært bama-
bókasafni skólans, að gjöf, 30 ein-
tók af nýjustu útgáfu af landa-
fræði sinni og önnur 30 eintök af
nýjustu útgáfu af reikningsbók
sinni. Sýnir Steingrímur í þessu
lofsverða rausn, og þó engu síður
Irábæra velvild og umhyggju fyrir
liörnunum. Kemur þetta sér mjög
vel fyrir skólann, sérstakiega fyr-
ir fyrir börn í neðstu bekkjum,
sem ekki eru látin kaupa bækur
við námið. Á Steingrímur þakkir
skildar íyrir gjöfina, og væri ósk-
andi að þetta yrði öðrum bókaút-
gefendum fordæmi til að gera eitt-
iivað sllkt fyrir börnin.
Frá Keflavik 22. febr.: Hér réru
engir til fiskjar i dag, en 2 bátar
í gær og öfluðu dável, en undan-
farið hefir ekki verið róið hér
vegna ógæfta. — Peningakassi sá,
er stolið var á dögunum frá Guð-
mundi Kristjánssyni fannst i gær
í sjógeyminum hér. Kassinn hafði
verið brotinn upp og tæmdur. Ekk-
ert hefir vilnast í málinu svo
kunnugt sé. — Skarlatssóttin
stingur sér enn niður hér, en fer
hægt yfir. Varnir eru ekki aðrar
en þær að sýkt börn fá ekki að
sækja skóla fyr en það er talið
hættulaust. — í barnaskólanum
hér eru nú 96 börn á skólaskyldu-
aldri og um 50 böm innan skóla-
skyldualdurs. — Unglingaskóli er
nú starfræktur hér í vetur annan
hvern dag. Síra Eiríkur Brynjólfs-
son að Útskálum kennir við skól-
ann. — FÚ.
Prá aeyðistirðí 22. íebr.: Hjáím
ar Villijálmsson hefir verið endur-
kosinn bæjarstjóri hér með öllum
atkvæðum. — Atvinnulausir voru
í byrjun þessa mánaðar 82 menn,
með 178 menn á framfæri sínu.
Ársfjórðungstekjur þeirra voru
samtals 7349 kr. Daglega vinna nú
um 20 menn í atvinnubótavinnu,
við uppfyllingu hafnarlóðar, en að
öðru leyti er atvinnulítið. — FÚ.
Frá Vestmannaeyjum 22. febr.:
Hér var almennt róið í dag. Afli
var um 400—900 fiskar á bát hjá
þeim, sem komnir vðoru að um kl.
iVz e. h. Enskur og belgiskur botn-
vörpungur hafa legið hér undan-
larið og hafa þeir keypt bátafisk,
þeir fóru báðir heimleiðis í gær,
með nokkuð á annað hundrað
smálestir af fiski. Annar enskur
vörpungar hafa legið hér unadan-
dag. Georg Gíslason kaupmaður
sér um kaupin .Flutningaskipið
Fantoft liggur í dag hér og fermir
um 1000 pakka fiskjar frá Fisk-
sölusambandinu. — FÚ.
Lögreglan í Wien hefir nú fund-
ið miklar vopnabirgðir þar í borg-
inni, og eignar þær félagsskap
jafnaðarmanna. Vopnin hafa verið
gerð upptrek, og er nú verið að
rannsaka málið. — FÚ.
34 milj. simar. í heiminum eru
nú i notkun 34 miljónir síma og
er talsímasambandið milli iand-
anna sífellt að aukast og víkka.
Frá Frakklandi er nú hægt að tala
til Canada, Bandaríkja, Suður-
Ameríku, Indlands, Ástralíu, Nýja
Sjálands og Suður-Afríku, auk
þess sem símasamband er við
flest Evrópulönd. — FÚ.
Landbúnaðarráðstafanir i Eng-
landi. Enska stjómin ber nú fram
á þingi frumvarp um mjólkuriðn-
að i Englandi, og ráðstafanir til
þess að auka mjólkurneyzlu, í því
skyni að gera þenna atvinnuveg
tryggari en nú er. — Mælti Elliot
landbúnaðarráðlierra fyrir frum-
varpinu á þingi í dag, og skýrði
frá því, að mjólkurframleiðsla 1
Englandi hefði mjög aukizt, en
neyzla ekki að sama skapi, og
væri nú yfirvofandi verðfall, sem
orðið gæti þessum atvinnuvegi itl
óbretanlegs tjóns, ef ekkert yrði að-
gert áður en við bættist sá mjólk-
urauki, sem vænta má með vor-
inu. Einn liður þessara laga er á
þá leið, að ríkið ábyrgist bændun-
um lágmarksverð á mjólk og
mjólkurafurðum um tveggja ára
bil, og greiðist sá kostnaður af
ríkisfé auk þess, sem ríkið leggur
til allmikla fjárhæð, til þess að
reka með útbreiðslustarfsemi. þessi
styrktarákvæði eru þó ýmsum
skilyrðum bundin t. d., að hrepps-
og bæjarfélög kaupi og veiti skóla-
börnum ókeypis mjólk, eftir því
sem þurfa þykir. — FÚ.
Hungurgöngur Innanríkisráð-
herrann brezki var spurður þess
á þingi hvaða ráðstafanir stjórnin
mundi gera til þess að koma í veg
fvrir hungurgöngur þær, sem nú
eru á leið til London. Hann svar-
aði á þá leið, að hann teldi hvorki
hyggilegt eða réttmætt að hindra
slíkar göngur, að svo miklu leyti,
sem ekki væri brotnar reglur um
frið og ró á almannafæri. — FÚ.
Rússneski ísbrjóturinn, sem fast-
ur hefir verið norður í íshafi und-
anfarið, er ennþá tepptur, og hefir
rekið 28 km. með ísnum. Isinn er
nú eitthvað að losna, en ennþá
er skipið þó ósjálfbjarga, en skips-
höfnin segist vera ókvíðin. Tvrer
flugvélar voru sendar skipinu til
hjálpar, en þær hafa ekki getað
lent í ísnum hjá því. Tveir is-
brjótar, sem einnig voru sendir til
aðstoðar hafa heldur ekki komizt
að skipinu. — FÚ,
Japauar oy Atnerikumonn. Saito,
sendiherra Japana í Washington
hefir farið fram á það við Banda-
ríkjastjórn að hún hlutaðist til um
að sjö Japanar, sem hafa verið
teknir fastir í Manila fyrir njósnir,
en eru að áliti sendiherrans sak-
lausir, yrðu látnir iausir. Yfir-
völdin hafa ekki getað orðið við
þessari málaleitun, og mun Japön-
unum sjö verða haldið föstum uns
dómur er genginn í máli þeirra.
Hjúskaparstyrkurinn. í auglýs-
ingu frá þýzku stjórninni, sem
birtist á miðvikudaginn var er þvi
lýst yfir, að styrkur til karla og
kvenna, sem vilja giftast, verði
ekki greiddur frá 21. febr. til 31.
marz nœstk., þar sem þessi liður
hefði farið langt fram úr fjárhags-
áætlun og fé því ekki fyrir hendi
að -sinni. Frá áramótupi hefir 31
þús. nýgiítum hjónum verið veitt-
ur þessi styrkur, en þar sem liver
hjón hljóta 1000 marka styrk, hafa
útgjöld í þessu augnamiði numið
31 miljón marka þar sem af er
þessu ári.
StavlskimáliS. Franski utanríkis-
málaráðherrann hefir birt opin-
bera tilkynningu í sambandi við
Staviski-málið, þar sem hann lýsir
því vfir, að hann hafi nú sjálfur .
sett sig inn í öll gögn málsins, og
að það sé enganveginn réttmætt,
að skella áb.vrgðinni af tjóni því,
sem fjái'svik Staviski hafa bakað
almenningi, á yfirvöldin, með því
að hann sé þess fulviss, að það sé
einmitt fyrirhyggju og árvekni
yfirvaldanna að þakka, að spari-
fjáreigendum í Frakklandi var
forðað við tjóni, sem nema myndi
mörg hundruð miljónum franka,
ef Staviski hefði komizt lengra á
braut sinni.
Prinslnn ætlar að „taka niður
fyrir sig“. það vekur nú mikla at-
hygli og umtal í Svíþjóð, að Sig-
vard prins ætlar að ganga að eiga
þýzka stúlku af borgaraiegum rett-
um. Konungsættin hefir gert ýms-
ar tilraunir til þess að hindra
hjónabandið, en prinsinn situr við
sinn keip, og ætlar að giftast stúlk-
unni, og setjast að í Stokkhólmi í
vor. — FÚ.
Móti konnm. Norska lögþingið
ræddi í dag frumvarp það, sem
kom frá Óðalsþinginu um það, að
veita konum jafnan embættarétt og
körlum. Að lokum var frumvarpið
fellt með 19 atkvreðum á móti 18.
Með því voru jafnaðarmenn og
nokkurir hægri menn. — FÚ.
Meiri skatt á oliufélög. A Banda-
rikjaþingi er nú verið að ræða
írumvarp um hækkun tekjuskatts,
einkum á hátekjum, og er sagt
að fmmvarpinu sé m. a. beint að
nokkrum stórum olíufélögum, sem
talið sé að skattleggja megi meira
en nú er gert. — F.Ú.
Dæmalausir svardagar.
Svardagar af sama tægi og
framdir hafa verið í ljúgvitna-
málinu munu ekki þekkjast í
réttarsögunni.
Þegar dómarinn hafði sann-
reynt að Gústav Karlsson gat
ekki þekkt menn á 300 metra
færi — og Oddgeir því síður á
enn lengra færi — hikar hann
við svardagana. — Eftir 4
daga lætur hann þá sverja það,
sem ómögulegt var að þeir
gætu hafa skynjað.
Stefán og Egill eru látnir
sverja að snjór og hríðarel hafi
verið um kl. 2, 1. desember
1930 — eins og stóð í Mbl. 2.
des það ár — eftir að það hef-
ir verið upplýst fyrir vitnun-
LJúgvitnamálið
Ihaldsmönnum líður illa út
af ljúgvitnamálinu. Þeir þykj-
ast hafa hætt sér of langt og
finna andúðina í bænum. Sjálf-
sagt myndu þeir kjósa nú að
hafa aldrei á málinu byrjað.
En Mbl. er nú einu sinni farið
að verja ljúgvitnin og hefir
þannig lýst yfir því, að flokk-
urinn sé samábyrgur um ósóm-
ann.
Grein, sem birtist í Mbl. í
gær og bersýnilega er eftir
„moðhausinn“, sýnir, að
téður ritstjóri heldur áfram að
bera nafn sitt með rentu. Hér
er eitt dæmi:
Það er sannað í málinu, enda
ómótmælt í Mbl., að Hermann
Jónasson hafi verið staddur
uppi í Amarhvoli á sama tíma
sem hann á að hafa verið að
skjóta „kollu“ úti í eyju. Þetta
álítur „moðhausinn“ allt gott
og blessað. En hann segir að
þetta, að H. J. var uppi í Arn-
arhvoli, skipti engu máli, því að
tíminn, sem sannað sé að hann
hafi verið þar, sé svo stuttur!
Niðurstaðan af hugsanagangi
vitringsins við Mbl. verður þá
eitthvað á þessa leið:
Það er hægt að vera stutta
stund á tveim stöðum í
einu, en lengi er það ekki
hægtl
M. ö. o., Jón Kjartansson gæti
verið heyranlegur og sjáanlegur
í einu bæði á skrifstofu Mbl.
og austur í Vík í Mýrdal —
segjum 5 mínútur, en í 10 mín-
útur gæti hann það ekki!
Fleiri „fjólur“ eru í þessu
greinarkorni. T. d. er það ekki
talið undarlegt, að eitt vitni
geti munað eftir einhverju,
sem annað man ekki eftir.
Látum svo vera. En ef eitt
vitni „man“, að „eyjan“ var
full af fólki, og annað vitni
„man“ að enginn maður var í
eyjunni? Eða ef eitt vitni
„man“, að kollan var úti í sjó
og annað vitni „man“, að hún
var uppi á þurru landi? — Og
ef Jón Kjartansson álítur að
svona vitni séu samhljóða —
hvemig fara þá vitni að vera
ósamhljóða?
Mbl. forðast greinilega að
minnast á, hverskonar menn
það eru, sem látnir hafa verið
bera vitni í þessu máli. Ber
það vott um sómatilfinningu,
þó seint sé. En það á eftir að
skýra frá, hversvegna M. G. er
að láta borga þeim Odd-
geiri Bárðarsyni og Jakob vitna
leitarmanni peninga úr ríkis-
sjóði. Almenningur mun ekki
álíta að þokkapiltar þessir eða
önnur ginningarfífl íhaldsins í
ljúgvitnamálinu eigi nein verð-
laun skilið af opinberu fé.
um í réttinum, að það hafi ver-
ið rigning og engin snjór fyrri
en kl. 9 um kvöldið.
Hvaða dæmi þekkjast til
þess í réttarsögunni að vitni
séu látin sverja þannig ofan í
staðreyndir, sem þau vita um?
Mbl. þarf ekki að vera neitt
undrandi yfir því þótt almenn-
ingur líti á þessar aðfarir með
viðbjóði.
H Ódýru #
auglýsingarnar.
|| | Kaup og sala |||
Hreinar og gallalausar hálf- tunnur og kvartil undan salt- kjöti verða keyptar í Garna- stöðinni, Rauðarárstíg næstu daga. Sími 4241.
íslenzka Leikfangagerðin Elfar, Laugaveg 19. Heildsala, smásala.
Munið lága vömverðið á TÝSGÖTU 3
Útungimarvél fæst með tæki- færisverði. Sími 4326.
Kjarnabrauðin. Hafið þið reynt hið holla og Ijúffenga kjarnabrauð frá Brauðgerð Kaupfélags Reykja- víkur?
III Tilkynniugar |
Gísli Ólafsson skáld frá Ei- ríksstöðum tekur að sér að yrkja eftirmæli og margskonar tækifæriskvæði. Til viðtals á Njarðargötu 7 kl. 10—12 f. h. Sími 4863.
Munið gullsmíðavinnustof- una Þingholtsstræti 3. Guðl. Magnússon.
Tek að mér vélritun og fjöl- ritun skjala, einnig allskonar lögfræðilega skjalagerð. Pétur Jakobsson Kárastíg 12.
Gott ódýrt fæði fæst í K.-R- húsinu. Einnig einstakar mál- tíðir.
Hef síma 2497. Sigurvin Einarsson kennari, Egilsg. 18.
Sá sem auglýsti húsnæði um daginn í blaðinu og lét merkja tilboð „140“, vitji tilboða sem borizt hafa á afgreiðsluna.
|| Húsnæði ||
3 herbergi og eldhús óskast strax. Ábyggileg greiðsla. Til- boð merkt „100“ leggist inn á .v.fgr. þessa blaðs.
Herbergi óskast til leigu nú
þegar. Upplýsingar í síma
2385 kl. 1—5 e. h.
Kennda
Kennum að taka mál og
sníða eftir nýjustu tízku. Nán-
ari uppl. í síma 2211.
Kenni á píanó. Ámi Björns-
son, Ingólfsstræti 9, sími 2442.
Tek að mér að spila á dans-
leikjum og samkvæmum.
Vinnudeila
í Færeyjum?
Oslo kl. 17,15, 23/2. FÚ.
Á Færeyjum er nú sögð Ö-
venjulega umfangsmikil vinnu-
deila í aðsigi, milli útgerðar-
manna og sjómanna. Er talið
að 60% sjómanna hafi þegar
bundizt samtökum um verkfall,
ef ekki gengur saman.