Nýja dagblaðið - 25.02.1934, Síða 2

Nýja dagblaðið - 25.02.1934, Síða 2
2 Sí Ý J A daöblaðib Tækifæriskaup. Nokkur Viðtæki af eldri gerð- um seljum vér næstu daga, með tækifærisverði. Yiðtækjaútsalan Tryggyagötu 28. Happdrætti Háslcóla fslands Með því að fá hæsta vinning á sama númer í hverjum flokki er hægt að vinna á einu ári 185000krónur Fjórðungsmiði kostar 1 kr. 50 au. í hverjum flokki. Á fjórðungsmiða er hægt að vinna á einu ári 46250 krónur. Vinningar eru skatt- og útsvarsfrjálsir. Fleiri börn í ár til að skjóta niður á vígyöUunum eftir 1950. -■ Ráðstafanir til íólksfjölgunar. (Eftir Richard D. Mc Millan í París 26. des.). Vestur-íslenzka blaðið Heims- kringla birtir nýlega þessa eftirtektarverðu grein: Móðurdómur var heiðraður meir í Evrópu í dag (26. des.), en nokkur dæmi eru til að átt hafi sér stað áður. prátt fyrir atvinnuleysið. Stjómarformenn og valda- menn hvetja til meiri mann- fjölgunar, svo að >au börn er nú fæðast verði, eftir 18 eða 20 ár, orðin fær til að fara á víg- völlinn, til þess að mæta sp.rengikúlum, vélabyssum og eiturgasi. Þó að á yfirborðinu, að allur sá heiður, sem nú er sýndur mæðrum og móðurdómi í Ev- rópu virðist að stafa af um- hyggju og góðvild, þá eru þó engar tilraunir gerðar til þess að breiða yfir þann undirliggj- andi tilgang stjómarinnar, að aðalástæðan sé að koma upp sem stærstum skylduher, og það sem fljótast og mögulegt er. Á Frakklandi, Italíu, Þýzka-> Iandi og Póllandi, er afar mikið gert til að hvetja fólk til að giftast og fjölga mannkyninu eftir mætti. Stórar. upphæðir eru veittar úr ríkisfjárhirslum, ofannefndra landa til verðlauna þeim mæðrum er flest börn eiga, og auk þess er þeim sýnd sú heiðursviðurkenning, að vera boðið til höfuðborganna, til að sitja veizlur hjá stjórnarfor- mönnum og öðru stórmenni. Franska stjórnin borgar 500 —2000 kr, fyrir hvert barn. Aðaltilgangurinn er, að vinna að því að fjölgun nafna á her- mannaskránum 1950 og þar eftir verði sem mest, það er að tryggja sér gnægð hermanna, til að berjast við þau böm axm- ara landa, sem hafa verið get- in og uppalin, með sama augna- miði. Frakkar, JÞjóðverjar og Italir hafa keppt hverjir við aðra, um aukna mannfjölgun, síðan eftir stríðið og kjörorðið er í öllum löndunum: „fleiri og hraustari böm“. Frakkar borga einni miljón ríkisþjóna 500 franka á ári, fyrir fyrsta bara- ið, sem þeir eiga og allt upp í 2000 fr. á ári fyrir fjórða og hvert þar framyfir. Sérsták- ur skattur er lagður á atvinnu- veitendur, eftir sérstakri reglugerð, sem verja skal til verðlauna því af verkafólki vinnuveitandans sem börn eignast, það er kallað „bonus“. öllum fjölskyldum á Frakk- landi, er borgaður „bonus“, sem nemur frá 100 til 500 franka á ári; jafnvel útlend- ingar sem eru um 3.000.000, sem hafa sezt að í landinu síðan eftir stríðið, eru hvattir til að gerast nýlendumenn og verða franskir borgarar, og gera sitt til að fjölga og marg- faldast, og vinna sér rétt til að Dettiioss fer í dag kl. 6 í hraðferð vestur og norður Gnllioss fer 1. marz til Leith og K aupmann ah af nar. Brúarfoss fer 2. marz til Breiðafjarð- ar og Vestfjarða, þaðan norður um land til London og Kaupmannahafnar. Fellur því niður ferðin héðan 13. marz til útlanda. Vegna þess hve mikið Verk og kostnaðar- samt það er, að innheimta blað- gjöld, hefir v.erið ákveðið, að þeir sem borga blaðið fyrir- fram fyrir næstu þrjá mánuði (marz, apríl og maí) fái það fyrir 5 krónur yfir allan tím- ann. verða aðnjótandi hins almenna fj ölskyldustyrks. 350 doliara giltingarlán Hltlers. Þá er Adolf Hitler, forsætis- ráðherra Þýzkalands, sem ekki vill vera neinn eftirbátur ann- ara á þessu sviði, hann skorar hlífðarlaust á kvenþjóð Þýzka- lands að liggja ekki á liði sínu, með að eiga böm. Eitt af hvatningarmeðölum stjómar innar er það, að hverju pari, sem giftist, er veitt 350 dollars úr ríkissjóði, sem lán,sem borg- ast af þannig, að með hverju barni sem lánþegi eignast, lækk ar skuldin um 100 dollara og ef langt líður milli bama, stendur skuldin og bíður þess næsta. \ Mussolini leggur aukaskatt á ógiít íólk. Til þess að verða ekki minnst- ur sinna bræðra, hefir Signor Mussolini á Italíu gert afarmik- ið á ýrnsum sviðum til þecs að hvetja kvenfólk til bameigna, enda sér það á. Á hans stjórn- arárum hefir fólksfjölgunin á Ítalíu numið 3.779.000; meðal j annars hefir hann komið á hóp- | giftingum (sem Þjóðverjar eru j nú að taka upp). Hann hefir j lagt þvingunarskatt á' ógifta ; menn og konur, sem eru yfir á- ! kveðið aldurstakmark. Hann ' veitir og verðlaun fyrir hvert barn, sem fæðist í landinu, og ýmsa viðurkenningu og virð ingu, sem þeim mæðrum, er flest böm eiga, er sýnd. Laugardaginn þ. 23. des. tók Mussolini á móti 93 mæðrum, sem gestum sínum, sem höfðu til samans átt 1310 böm, eða að meðaltali 14 börn hver. Bókmenntir — iþróttir — listir Nýtt sögurit Rigshofmester Kristoffer Valkendorf til Glorup (1525—1601). Levin & Munksgaard. — Kbh. 1933. Þetta er æfisaga eins hins merkasta og áhrifamesta manns í Danaveldi á síðara hluta 16. aldar. Valkendorf var kominn af þýzkum aðalsættum, og getur þeirra ættmanna fyrst í Danmörku 1374. Voru þeir lengst af kenndir við Glorup (af mannsnafni eða viður- nefni: Glói) skammt frá Svend- borg. Fara litlar sögur af þeiffi frændum fyrri en um 1500. Var þá höfuð ættarinnar Eiríkur Valkendorf, síðar (1510) erki- biskup í Þrándheimi. Var hann um hríð vinur mikill Kristjáns konungs annars og skrifari hans og einkaráðunautur í Nor- egsferð konungs 1506, og svo hefir verið talið, að hann hafi fyrstur komið konungi í kynni við Dyveke hina fögru, er síð- an var ástmey konungs, og urðu þau kynni næsta affara- rík. Eiríkur Valkendorf hrökkl- aðist að lokum til Rómaborg- ar undan óvild konungs, er kenndi honum meðal annars um að hafa átt einhvern þátt i fráfalli ástmeyjar sinnar, er ekki þótti hafa orðið með felldu, og andaðist biskup í Róm 1522. Er talið að hann væri hinn nýtasti og bezti mað- ur, og hafður mjög fyrir röng- um sökum. Fékk hann enga uppreist. En segja má, að bróð- ursonur hans, Kristoffer Val- kendorf, nyti því meira trausts og halds hjá Danakonungum' og bættist svo ættinni meðferð- in á Eiríki biskupi. Æfisaga Kristoffers Valken- dorfs eftir Hassö er lipurlega rituð og læsileg. Hún gefur í fremur stuttu máli mjög glögga lýsingu á viðfangsefn- um æðstu valdsmanna í Danmörku á umbrotatímanum mikla, frá um 1550 til 1600. Það tímabil mun jafnan verða talið merkilegt í sögu íslend- inga, því á þeim tíma festir konungsvaldið fyrst verulega rætur og um sama leyti komst smátt og smátt föst skipun á aðferðir þær, sem síðan var lengi beitt til þess að hafa sem mest fé af þjóðinni. Þau fjárafla~„plön“ voru auðvitað ekki ný. Þau voru áður notuð og hafa líka síðan lengst af verið látin bitna á skattlöndum og nýlendum. En það er þá líka mjög nauðsynlegt að gera sér grein fyrir því, hvern- ig fjármálum ríkisins var fyrir komið á þessum tíma, hver fjár þörfin og hvernig á haldið. Og rangt væri að ætla, að ekki fengi aðrir þegnar Danakon- ungs en Islendingar að kenna á fjáröfluninni í ríkishítina. Kristoffer Valkendorf kemur reyndar ekki mikið við Islands- sögu beinlínis. Hann var þó höfuðsmaður á íslandi frá því í apríl 1569 og þangað til í maí • 1570. Mætti hann á Alþingi 1569 og átti hann meðal arm- ars að setja niður deilur þeirra Orms lögmanns Sturlusonar og Eggerts Hannessonar og fleiri mál Orms, málavafstur Páls á Staðarhóli, morðbréfamál Guð- brands prests Þorlákssonar og fleira. Er kátleg saga til um viðskipti þeirra Valkendorfs og Staðarhóls-Páls, en um sannindi hennar skal hér ekk- ert fullyrt (Safn til sögu Isl. H. 708). Ekki má kalla að bein afskipti Valkendorfs af ís- lenzkum málum, meðan hann var höfuðsmaður, hafi leitt til stórra afdrifa. En þó bendir ýmislegt til þess, að ferð hans, slíks manns, hingað 1569, hafi raunar alls ekki verið gerð til þess eins að jafna þrætur þess- ar, þótt nógu harðar væri og stórkallalegar á íslenzkan mæli- kvarða. Um þetta leyti var Valkendorf orðinn mjög kunn- ur maður 1 Danmörku og reyndur í vandasömum störf- um og áríðandi sendiferðum. Má nefna, er hann var léns- maður í BjÖrgvin 1556—1560 og átti hann þar í mjög örð- ugu og vandasömu stímabraki við kaupmennina þýzku og tókst honum að brjóta á bak aftur tvöhundruð ára veldi þeirra og sýndi þá bæði karl- mennsku og hyggindi, en hvort- tveggja þurfti hér mjög við. Síðan var Valkendorf erind- reki stjómarinnar í Líflandi og sendiherra í Moskva. Og það er upp úr þessum trúnaðarstörf- um öllum, sem honum er falið höfuðsmaimsembætti á íslandi um eitt ár. Á erindisbréfi hans má sjá, að honum var ætlað að kynna sér hér alla útvegu til fjáraflá fyrir konung, jafn- vel búskap. Verzluninni átti hann að gefa sérstakar gætur.' Og það hefir hann vafalaust gert, enda færist um þetta leyti nýr kraftur í hina dönsku einokunarstefnu. Var þess og skammt að bíða, að Valkendorf yrði mestu ráðandi um fjármál dánska ríkisins. Iþ74 varð hann rentumeistari, þ. e. fjár- málaráðherra og ríkisféhirðir í einni persónu. Hélt hann því starfi til 1589. 1596 varð hann ríkishirðmeistari, fékk þar raeð æðstu ráð í ríkinu, næst kon- ungi, og hélt því embætti til dauðadags, 1601. En ári síðar komst kaupþrælkun á hér á landi og var það allt fullræki- lega undirbúið áður og hefir Valkendorf áreiðanlega átt sinn þátt í því. Valkendorf var fjármála- maður mikill, feikilega starf- samur og afkastamikill og kunni vel að haga öllu svo að ekki yrði betur á annan veg. Nokkuð var hann harðráður ef svo bar undir, svo sem eins og þegar hann lét höggva Magnús Heinason hin færeyska, og hefði slíkt gerræði orðið að falli minni rnanni en honum. En auk þess sem hann vann Danaveldi vel og , lengi lagði hann drjúgan skerf til mennta í landinu með stofnun stúd- entaheimilisins Valkendorfs Kollegium og er hann þó sjálf- ur talinn að hafa verið lítill lærdómsmaður að námi. I

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.