Nýja dagblaðið - 25.02.1934, Page 3
N Ý J A
DAOBLADIB
| NÝJA DAGBLAÐIÐ |
Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ |
Ritstjóri:
Dr. phil. porkell Jóhannesson. |
Ritstjómarskrifstofur:
Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. j
Afgr. og auglýsingaskrifstofa: |
áusturstrœti 12. Sími 2323.
Framkv.stjóri: |
Vigfús Guðmundsson.
Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. j
í lausasölu 10 aura eint. |
Prentsmiðjan Acta.
Albert I
Fyrra laugardag fórst af
völdum slysfara einn af merk-
ustu og mestmetnu þjóðhöfð-
ingjum Norðurálfunnar, Albert
I. Belgíukonungur. Hrapaði
hann til bana í fjallgöngu.
Hafði hann farið frá Briissel
um morguninn, ásamt einum
þjóni, og óku þeir til kletta-
beltis nokkurs í Ardennafjöll-
um. Konungur lagði þá í göng-
una og bað þjóninn að bíða
sín í tvær klukkustundir. Þegar
sá tími leið og konungur kom
ekki, fór þjónninn að óróast og
fékk menn til að leita konungs-
ins. Fannst hann um sunnu-
dagsnóttina og var þá látinn.
Sýndu verksummerki, að hann
hafði hrapað úr 40 m. hæð.
Líkið var mikið laskað og var
höfuðkúpan mölbrotin.
Albert I. var fæddur 1875.
Þegar hann fæddist var hann
þriðji í röðinni af þeim, sem
rétt áttu til ríkiserfða. En hin-
ir tveir dóu ungir og þegar
Leopold II. föðurbróðir hans
lézt, var hann réttkjörinn til
konungs. Hann var þá lítið
þekktur, enda hafði föðurbróð-
ir hans, sem var illa þokkaður,
haft horn í síðu hans og óttast
hversu vel honum tókst að
hæna að sér menn. En það
sýndi sig fljótlega, að Albert
I. var bæði röggsamur og góð-
ur stjórnandi.
Framkoma hans í heims-
styrjöldinni verður alltaf fræg
í sögunni. Þjóðverjar fóru
fram á það, að mega fara með
hersveitir sínar yfir Belgíu til
Frakklands. Þessu neitaði Al-
bert konungur, enda var hann
bundinn um það með samning-
um. Þjóðverjar hófu þá æðis-
gengna árás og ekkert land
fékk eins harða útreið í heims-
styrjöldinni og Bfelgía. Konung-
urinn hafði tekið þessa ábyrgð
yfir á herðar þjóðarinnar og
hann vildi líka taka þátt í raun-
um hennar. Hann barðist sjálf-
ur í skotgröfunum og um-
gekkst hermennina eins og
óbreyttur liðsmaður. Hann
ferðaðist af einum stað á ann-
an, þar sem mest reyndi á,
eggjaði' menn sína og fór þá
oft svo ógætilega, að orð var á
gert. Honum bar það fyllilega,
að kallast mesti herkonungur
þessarar aldar. Fyrir hina
djörfu og ötulu framgöngu
sína hlaut hann þökk og hylli
þjóðarinnar. Drottning hans
var honum líka góður föru-
nautur. Hún hafði áður lagt
sig eftir læknisfræði og veitti
Framh. á 4. síðu.
Þrjú fólskuyerk
Ljúgvitnamálið er í einu
hlægilegt og alvarlegt. Það er
hlægilegt, að dómsmálastjórn,
sem eins og bent var á í blað-
inu í gær, hefir sýnt víta-
vert hirðuleysi um mik-
ilsverðustu mál, skuli hefja
mikla lögreglurannsókn út af 3
ára gamalli lygasögu Björns
Gíslasonar um að einn æðar-
fugl hafi verið drepinn út með
sjó. Ekki bætir það málstaðinn
að öll þessi rekistefna Bjöms
Gíslasonar var ónýt, þar sem
„sökin“ hefði ekki orðið tekin
fyrir að lögum, jafnvel þó að
hér hefði ekki verið um lyga-
sögu að ræða, eins og allir vita
að er.
Þetta er hlægilega hlið máls-
ins. En alvarlega hliðin er sú,
sem gefur málinu sitt viður-
kennda nafn. Það er sú byrjun,
sem fram að þessu var óþekkt
hér á landi, að gera viður-
kenndar lygasögur að árásar-
efni á einstaka menn og rök-
styðja það með vitnum, sem
sverja eið hvert ofan í annað,
og móti vísindalegum stað-
reyndum, eins og opinberum
veðurskýrslum.
I ljúgvitnamálinu kemur
fram ný og áður óþekkt réttar-
farsspilling. Það er þriðja nýj-
ungin um siðleysi í opinberu
lífi, sem nánustu aðstandendur
verstu afturhaldsklíkunnar í
Reykjavík hafa beitt. Ég vil
gefa stutt yfirlit um þessi þrjú
mál.
Fram að 1930 hafði aldrei
þekkzt áður hér á landi, að
hópur læknislærðra manna
starfaði í leynifélagi að því að
ljúga upp sögum uxh heilsufar
pólitískra andstæðinga, að
ganga um með hótanir um að
gefa út vottorð um að heii-
brigður maður væri hættulega
veikur, og ætti þessvegna að
sviftast atvinnufrelsi og borg-
aralegri tiltrú. Leynifélag
hinna læknislærðu manna gekk
svo langt að senda sinn Odd-
geir Bárðarson inn á heimili
þess, sem átti að eyðileggja, til
þess að rjúfa frið heimilisins,
og reyna að brjóta niður þrótt
og þrek fjölskyldunnar. Hver
var ástæðan? Menn vita glöggt
um hana. Hér átti í hlut
stjómmálamaður, sem ekki
vildi hylma yfir vaxtaþjófnað
frá munaðarleysingjum, ekki
hafa Einar Jónasson sem dóm-
ara og löggæzlumann, ekki hafa
svikna landhelgisgæzlu, ekki
hylma yfir fjársvik eyðslu-
mannanna, sem orsökuðu gjald-
þrot Islandsbanka. Undir áhrif-
um pólitískra fjandmanna var
gerð hin fyrsta tilraun á ísl.,
til að ryðja úr vegi stjómmála-
manni með upplognum sögum
um vanheilsu. Hópur manna
er fenginn til að starfa að því
að útbreiða hina „vísindalegu
lýgi“. Einn af þessum læknum
viðurkenndi nokkrum mánuð-
um mánuðum! síðar við þann,
sem þetta ritar, að hann gæti
ekki gert sér grein fyrir þeirri
„leiðslu", sem hann hefði verið
í. Ég hygg, að málið sé ljóst.
Mennimir, sem notaðir voru
sem verkfæri, voru almennt 1
talað mjög óþroskaðir. Þeir
voru undir sálarlegum áhrifum
æstra afturhaldsmanna, sem 1
töldu sig hafa hagsmuni af að "
ryðja þessum manni úr vegi.
Vinir og þjónustusamir andai-
afturhaldsins bergmáluðu „vís-
indi“ samsærismanna út um
land. Pétur 'Ottesen gerði það
í vélrituðum einkabréfum til
kjósenda sinna. Jón á Reyni-
stað símaði liið sama sínum
kjósendum, og sýslumaðurinn
á Sauðárkróki útbreiddi fagn-
aðarboðskap þeirra skriftlærðu
eins vel og hann gat til kjós-
enda Magnúsar Guðmundsson-
ar. Það stóð ekki á kyrstöðu-
mönnunum að nota sér
flokkslega ávexti þeirra ný-
stárlegu vísinda.
Afturhaldið, sem setti á stað
„vísindin“ um hin tilbúnu veik-
indi, hafði vonast eftir að trú-
in á andlegan mátt þeirra væri
svo sterk, að allt léki í lyndi,
að þeir gætu á fáum dögum
svift manninn borgaralegri til-
trú, lífsstarfi, brotið niður
þrek hans, eyðilagt heimili
hans og væntanlega komið hon-
um andlega og líkamlega ó-
sjálfbjarga fyrir í einskonar
gröf fyrir lifandi merm.
En þetta mistókst. Maður-
inn, sem átti að eyðileggja, gaf
skýrslu um málið opinberlega,
og þjóðin hrökk við er hún sá
hver hætta var búin friði
heimilanna, frelsi, lífi og mann-
orði borgaranna, ef þessi spill-
ingaralda yrði ekki stöðvuð.
Þjóðin fann, að hér var hætta
á ferðum. Þúsundir manna
lýstu skriflega yfir andstyggð
sinni og fyrirlitningu á þessum
nýstárlegu vísindum. Engir
heiðarlegir menn tóku svari ó-
lánsgarmanna, sem gerðir höfðu
verið að verkfæri afturhalds-
ins. Brotsjór rótgróinnar fyrir-
litningar heillar þjóðar skall
yfir þá brjóstumkennanlegu
vesalinga, sem hér höfðu verið
að verki. Bletturinn af frum-
hlaupi þeirra féll á þann hóp
manna, sem á einn eða annan
hátt stóðu að því að innleiða
þessa bardagaaðferð í opinberu
lífi á Islandi.
Ef tekizt hefði að sigra þann
sem átti að eyðileggja, myndi
fleiri slíkar „vísindalegar“ af-
tökur hafa átt sér stað í land-
inu. En heilbrigð dómgreind
almennings bjargaði þjóðinni
frá þessari tegund af eiturgas-
hernaði. Síðan 1930 hefir eng-
um afturhaldsmörmum dottið í
hug að reyna að eyðileggja
nokkum þjóðmálamann með 'l
„vísindalegum“ ljúgvitnafram-
burði um heilsufar hans.
Svo líður eitt ár, og nokkr-
ar vikur. Það er komið fram á
vor 1931. Þá ætla íhaldsmenn
að gera laumulega tilraun til að
breyta stjómarskrá landsins að
þjóðinni óviðbúinni. Forsætis-
ráðherrann leggur til að Al-
þingi sé rofið, og efnt til nýrra
kosninga. Kjósendur eiga að
skera úr á frjálsmannlegan
hátt, hvort þeir vilji hið nýja
skipulag. Þeir eiga að breyta
því vitandi vits, ef þeir gera
það. Það á ekki að svíkjast að
þeim. Kosningar áttu að fara
fram eftir nokkrar vikur. Mál-
ið var lagt í hendur þjóðarinn-
ar sjálfrar. Allir óhlutdrægir
fræðimenn erlendir og innlend-
ir viðurkexma, að hér var farið
að lögum og rétti út í yztu
æsar.
En hvað gerist? Ihaldið í
Reykjavlk þolir ekki að farið
sé að lögum. Það vill ekki bíða
eftir dómi kosninganna. Það
afræður að beita ofbeldi og
skrílsæði. Foringjar íhalds-
manna halda æsingarræður
yfir múg manna kvöld eftir
kvöld. Þeir bíða eftir kvöldinu
og myrkrinu til að gefa tilfinn-
ingum drukkinna og illa sið-
aðra manna sem bezt tækifæri.
Þá stefna þeir liðsaukanum að
húsi forsætisráðherra. Þeir
draga saman þúsundir manna,
umkringja húsið, æpa þar og
orga eins og villidýr fram eftir
nótt. Forsprakkarnir vissu, að
um enga vörn var að ræða
móti skrílræðinu, að í húsinu
voru ein hjón með mörg lítil
börn, og fóstrur þeirra.
Hver var tilgangurinn ? Eng-
inn annar en sá, að brj*óta
niður fjölskylduna, þrek henn-
ar og heilsu. Árið 1930 átti að
brjóta niður heimili stjóm-
málamanns með vísindalegum
ljúgvitnum. Nú átti að brjóta
niður annað heimili með skríl-
æsingum, ógnunum yfir varn-
arlausu bamaheimili, af dreggj-
um mannfélagsins, sem búið
var að æsa til blindrar reiði. Jón
Baldvinsson og Jón Þorláksson
komu eitt þetta skrílkvöld frá
forsætisráðherra, hvor til síns
þingflokks í Alþingishúsinu.
Jón Baldvinsson bar drengilega
söguna. Hann kvað ráðherrann
halda fast við sitt strik, og
alls ófúsan að breyta um
stefnu. Jón Þorláksson sagði
sínum mönnum að ráðherrann
væri að brotna undan átökun-
um. Það væri aðeins tímaspurs-
mál hvenær umsátrið og æs-
ingarnar hefðu rutt honum úr
vegi. Hér sást hvert Jón Þorl.
stefndi, hver var von hans og
draumur, hversvegna liðsöfnuð-
inum var beint að ráðherrabú-
staðnum til að orga þar í nátt-
myrkrinu kvöld eftir kvöld.
Þjóðin tók hér í taumana
eins og áður. Hugur borgar-
anna fylltist af andstyggð yfir
því að nú ætti að beita ofbeldi
en ekki lögum og rétti í land-
inu. Skrílvikan var fordæmd
um land allt. Frambjóðendur
íhaldsins féllu eins og flugur.
Þjóðin þvemeitaði að hún
vildi innleiða ofbeldið, sem
æðsta dómstól í þjóðmálum.
Almenn fyrirlitning var lögð á
þá leiðtoga íhaldsins, sem höfðu
viljað þoka áfram flokksmál-
um sínum með því að espa ó-
menntaðan skríl til að orga
yfir vöggum lítilla bama, til að
knýja fram úrslit í þjóðmáli.
Og nú er byrjuð þriðja orra-
hríðin með I j úgvitnamálinu.
Það er undirbúin herferð gegn
lögreglustjóranum í Reykjavík.
Með ósönnum tyllisökum á að
skaða álit hahs. Málið er byrj-
1 að af Birni Gíslasyni, sem
sjálfsvöm, er lögreglustjórinn
* lét ganga réttláta rannsókn og
I dóm í fjársvikamáli hans. Næst
' er málið tekið upp sem venju-
i legt íhaldsrógsmál í kosning-
j um. Síðan er því haldið áfram
af vitnum, sem eru boðleg mál-
staðnum og sitja föst í neti
svardaga, sem sýna, að ekki er
eitt orð satt í árásinni allri.
Ihaldsbroddar Rvíkur hata
, Hermann Jónasson. Hann hef-
ir endurskapað lögreglu bæjar-
ins, gert hana sterka, glæsi-
lega, vel mennta og virta. Hann
, hefir sett á bæinn merki menn-
ingar og þroska, að því er nær
, til löggæzlumálanna. Hann
hefir látið lögin ganga jafnt
yfir alla. Og það er í augum
fjársvikara, smyglara og
glæframanna fullkomin dauða-
synd. Hermann Jónasson hefir
eyðilagt með rökum og þekk-
ingu tillögu íhaldsins um ótak-
markaðan her. Hann hefir und-
irbúið það af lögunum um lög-
gæzlu, sem nýtilegt er, svo
sem um sterka bæjarlög-
reglu og takmarkaða varalög-
| reglu. Hermann Jónasson hefir
látið aðhald laga og réttar
1 ná jafnt til allra, smælingjans
1 í kjallaraíbúðinni, og skjala-
' falsarans, vínsmyglarans eða
i fjársvikarans í heddri manna
1 götu bæjarins.
| Erlendis hefir það nýlega
i komið fyrir, að bófar hafa á
| dularfullan hátt drepið dómara,
sem rannsakaði fjársvikamál,
sem margt „fínt“ fólk var rið-
ið við.
Hvernig halda menn að á-
standið verði hér á landi, ef sá
siður er tekinn upp, að ljúga
1 sakargiftum á pólitíska and-
stæðinga, fá sérstök vitni til
j að bera ósannindi, æfa þau eins
, og leikara í sjónleik, til að
I reyna að láta þeim bera saman,
, láta þau vixma eiða að því
sem vottorð opinbexra stofn-
1 ana sanna að er rangt?
Hveraig halda menn að lífið
yrði í landinu, fyrir kjarklitlu
i fólki, óvönu rannsóknum og
vitnaframburði, ef farið yrði
að beita þessari aðferð? Hugs-
um okkur ríka menn, sem ætti
að reyna að svifta auðæfurn á
þennan hátt? Hugsum okkur
venjulega friðsama borgara,
j sem ættu yfir höfði sér vel
, undirbúna ljúgvitnaherferð frá
. fólld, sem kynni að hata þá af
j persónulegum ástæðum?
| Þjóðin hefir kveðið niður að-
i ferðina, að ryðja möimum úr
vegi með „vísindalegum“ lyga-
1 framburði. Hún hefir líka foi>
dæmt skrílsæði við lausn þýð-
j ingarmikilla þjóðmála. Og hve-
nær sem að því kemur, að
reynt kaxm að verða að ryðja
mönnum úr vegi með lognum
sakargiftum, þá mun dóm-
greind almennings dæma til
varanlegrar útlegðar úr félagi
siðaðra manna, þá, sem standa
að slíku verki. Sé það ekki
.gert þegar í upphafi, getur
enginn heiðarlegur maður ver-
ið óhultur í landinu um líf,
eignir og mannorð, J. J.