Nýja dagblaðið - 25.02.1934, Side 4

Nýja dagblaðið - 25.02.1934, Side 4
N t á A DAGBLAÐIÐ Beztu dgaretturnar í 20 stk. pökkum, sem kosta kr. 1.10 — eru C o m m a Westminster dgarettur Þessi ágaita eigarettutegund fæst ávalt i heildsölu hjá Tóbakseinkasölu rikisins Búnar tH af Wesininsler lohaccD Conpaoy 11, London nder Virginia Annáll. Skipairóttir. Gullfoss var á ísa- l'irði í gær. Goðafoss kom til Ham- borgar í gærmorgun. Brúarfoss kom til Leith í fyrradag. Dettifoss fer vestur og norður i kvöld kl. 6. Lagarfoss er í Kaupm.höfn. Selfoss er í Reykjavík peir, sem vilja nota tækifærið að fá blaðið ódýrara (sbr. augl. á öðrum stað í blaðinu) næstu mán- uðina, ættu að koma á aígreiðslu >ess næstu daga. Gestir í bænum: Pétur Einars- son Ási í Vatnsdal, sr. Sigurður Z. Gíslason pingeyri. Bruggun. Upp hefir komizt um bruggun inni í Sogamýri. Maður- inn hafði um 500 lítra í gerjun. Hann hefir játað brot sitt. Hanzkagerðin, sem auglýsir í blaðinu í dag, er ein af þeim iðn- greinum, sem hér hafa vaxið upp nýlega. Eiga þeir þakkir fyrir, er ryðja brautina fyrir auknum iðn- aði í landinu. Arshátíð samvinnumanna var haldin að Hótel Borg í fyrrakvöld. Hátíðin hófst með borðhaldi. Voru margar ræður íluttar undir borð- um. Ræðumenn voru Gísli Guð- mundsson ritstjóri, Jónas Jónsson skólastjóri, Arnór Sigurjónsson frá Laugum, Jörundur Brynjólfs- son alþingismaður, Guðhrandur Magnússon forstjóri, Sigurður Baldvinsson póstmeistari og sr. Sigurður Z. Gíslason prestur á þingeyri. — María Markan söng nokkur lög. Á eftir borðhaldinu var stiginn dans til kl. 4 um nótt- ina. Var þetta hin ásægjulegasta samkoma. Aðalfundur Kaupfélags Reykja- víkur verður á morgun(mánudag) í Kaupþingssalnum og hefst kl. 8%. Félagsmenn ættu að fjöl- menna á fundinn. Togarinn Ólafur. Sú fregn barst um bæinn í gær að Ólafur væri búinn að vera óvenjulega lengi á leiðinni frá Englandi. Blaðið leit- aði sér upplýsinga um þetta hjá útgerðarfélaginu Alliance, sem á togarann, og fékk þær upplýsing- ar, að Ólafur hefði verið á Seyðis- firði á föstudag og væri á leið hingað. Skarlatssótt er alltaf öðruhvoru að stinga sér niður hér í bænum. í gær veiktist drengur hjá Sig- urði Jónssyni skólastjóra Miðbæj- arskólans og var hann strax fluttur á Sóttvörh, og heimilið eínangrað. Verzlunarskýrslur fyrir órið 1931 eru fyrir skömmu komnar út. Er það mikill bagi að verzlunar- skýrslur og aðrar skýrslur, sem Hagstofan gefur 'út skuli ekki koma fyr en þrem árum á eftir. Vitanlega geta skýrslumar ekki orðið að þvi gagni, sem þeim er ætlað að vera með þessu lagi. Merkilegt fuglalíf. Haraldur Jónsson í Gróttu hefir tekið eftir því í vetur, að margir fuglar, sem annars fara héðan alltaf á haust- in, en koma á vorin, hafa stað- næmst hér yfir veturinn. Munu þeir ekki hafa óttað sig á vetrin- nm, sökum þess hvað hann er mildur. 8. febrúar segist hann t. d. hafa séð lunda úti í Gróttu, en lundinn fer allra fugla fyrstur á haustin, og sézt hann næstum aldrei eftir að október er liðinn. Lóuhópur hefir einnig haldið til þama úti í vetur. Tvo hegra hefir Haraldur séð hér í allan vetur og ,er það mjög sjaldgæft að þeir séu hér, og allra síst á þessum líma árs. Auk þessa hafa hér ver- ið skógarþrestir og stelkar. Frá Siglufirði. Ríkisverksmiðju- stjórnin hefir haldið fundi um Mikla athygli hefir það vakið að maður eins og Oddgeir Bárðarson hef- ir gerzt ákærandi íhaldsins í hinu svonefnda ljúgvitnamáli. Piltur þessi hefir verið í þjón- ustu Kveldúlfs. Þegar hann var 16 ára frem- ur hann á gamalmennum, sem ekkert höfðu gert honum eitt ódrengilegasta spellvirki, sem hér hefir verið unnið og til þess að geta framið það, stelur hann bombunni, sem hann þurfti til að framkvæma sprenginguna. Sprengingarnar voru tvær og milli þess sem hann framdi þær fór hann á bíó sér til skemmtunar. Æska var þá látin bjarga honum frá því að‘ komast inn í hegningarskrá með þeim öðr- um, sem þar eiga heima. — í vetur réðist þessi Oddgeir á einn af félögum sínum í ríkis- lögreglunni, en var þá sleppt við refsingu vegna beiðni þess er ráðizt var á, eftir að Odd- geir hafði verið látinn biðja hann fyrirgefningar. kaupgreiðslu verksmiðjanna i suinar komandi, og hefir ásamt stjórn og kauptaxtanefnd verka- máhnafélagsins gert uppkast að kaupsamningum, sem leggist fyrir fund verkaamnnafélagsins. í ráði er að ætla Gagnfræðaskólanum hér húsnæði á kirkjuloftinu. Skóla- nefnd, sóknarnefnd, sóknarprest- ur og biskup eru því samþykkt. Ákveðið er að útbúa skólastofum- ar í vetur ef lán fæst. Búizt er við að samþykki bæjarstjómar verði auðsótt. þetta mál hefir nú verið fengið fræðslumálastjóra og húsa- meistara til umsagnar. — Hafnar- nefnd hefir nú lokið samningsgerð við Tynes síldarkaupmann um lóðaréttindi vestan söltunarstöðvar Alfons Jónssonar, fyrir höfn og fiskaaðgerðarstöð smávélabáta. Kaupverð á uppfylltri lóðinni ásamt dýpkun bátahafnarinnar er 28 þús. kr. Uppfyllingin er 130 sinnum 50 metrar. Samningurinn verður bráðlega lagður fyrir bæj- arstjúrn. Telst svo til, að þarna fá- ist svæði til aðgerðar, beitingar og fiskgeymslu handa 20 bátum. Áætlað verð mannvirkisins er 70 þús. kr. — Skráning atvinnuleys- ingja hér á tímabilinu frá 1. okt. fyrra árs til 1. jan. þessa árs, er nýlega lokið. Alls voru skráðir 100 karlar og 12 konur. Af þessu fólki eru 50 einhleypir og 62 fjöl- skyldumenn. A framfæri atvinnu- leysingja eru 116 börn og 4 gamal- menn. Sjúkradagar vóru alls 450. Vinnudagar 68 manna voru alls á tímabilinu 668. Tekjur aí þeirri vinnu voru 8396 kr. eða að meðal- tali 123 kr. á mann. — Bátar hafa ekki róði vegna gaiftaleysis. —FU.- Austur-Asiufélagið danska, sem er eitt af stærstu útgerðar- og verzlunarfélögum í Danmörku hélt nýlega aðalfund sinn. Samþykkt var að greiða hluthöfum 4% í arð, og leggja eina milj. kr. af ágóða fyrra árs í varasjóð. — FU. í Haínarfirði fæst Tíminn og Nýja dagblaðið hjá Valdimar Long. Tónskáld látið. 23. þ. m. amiað- ist í London Edward Elgar á 76. ári. Hann var fæddur 2. júní 1857, og var faðir hans víðkunnur org- anleikari. Hann var hið víðkunn- asta tónskáld Englendinga, og heiðursmeðlimur fjölda Jistafélaga, og heiðursdoktor margra háskóla, Astamál Donglas Fairbanks Douglas Fairbanks er kunnur | flestum Reykvíkingum. Hann I er meö vinsælustu kvikmynda- leikurum og fyrir utan það hefir mikið verið um hann tal- að í sambandi við ástamál hans. Ekki fyrir löngu síðan var hann giftur kvikmyndaleikkon- unni Mary Pickford. Þau áttu ekki skap saman og svo skildu þau einn góðan veðurdag. Síð- an hefir Fairbanks lengst af dvalið í London. Hann hefir fljótlega komizt í vinskap við aðalsfólkið og verið eftirsóttur í samkvæmum þess. Og afleið- ingarnar urðu að vonum. Einn af þekktari mönnum' í sam- kvæmislífi aðalsins, Ashley lá- varður hefir ákveðið að skilja við konu sína, því hún hafi ver- 'ið sér ótrú og haldið við Fair- banks. Fyrir nokkrum árum var gifting Ashley lávarðar stór viðburður í ensku aðalslífi. Kona hans hafði áður verið leikkona og faðir hans var á móti ráðahagnum. Morguninn fyrir brúðkaupið heimsótti hann brúðarefnið og reyndi bæði með illu og góðu að fá hana til þess að hætta við gift- inguna. En hún var staðföst þá. Og rúmum hálftíma eftir að hann yfirgaf bústað hennai-, var hún orðin lady Ashley. t. d. eins og Yale háskólans í Bandaríkjunum, háskólans í Leeds, Parísarháskóla., og heiðurs- meðl. sænska Akademisins. — FU. Stórskipasmíði. Fjármálaráðlierra Englands skýrði frá þvi í hrezka þinginu 22. þ. m., að lagt mundi verða fyrir það frumvarp um heimild til þess að veita allt að 91/2 rniljón punda til White Star og Cunard félaganna, eða sam- steypu þeirra, til að byggja hið stóra skip, sem áætlað hefir verið að byggja en var frestað vegna kreppunnar. Ráðherrann sagðist vona, að bygging þessa nýja slíips yrði til þess að halda við heiðri og forustu Breta í siglingunum um Norður-Atlanzhaf. — FU. Verkamannasambandið danska hefir enn boðið ný verkföll í nokkrum greinum, og koma þau til framkvæmda 1. marz, ef ekki tekst áður að ná samkomulagi í hinni miklu vinnudeilu. — F.Ú. Albert I. Framh. af 3. síðu. margvíslega aðstoð við hjúkrun særðra manna á vígstöðvun- um. Nú þegar Albert konungur dó, hafði hann verið konungur í rúm 25 ár. öll þau ár var honum stöðugt að vaxa traust og virðing þjóðarinnar. Lát hans vakti almenna sorg í Belgíu og þá ekki sízt meðal hermannanna frá stríðs- árunum. Sést það vel á því, að 40 þúsund uppgjafahermenn gengu skrúðgöngu og fylgdu hinum mikla herkonungi til grafar. Við konungdómi tekur nú elzti sonur hans, Leopold. Hann er kvæntur bróðurdóttur Svía- konungs. Togari strandar Framh. af 1. síðu. nokkuð hvasst á vestan þegar togarinn strandaði. Togarinn sendi strax neyðar- merki, þegar hann strandaði. Menn úr Höfnum brugðu þegar við og fóru á strandstaðinn. Einnig var Slysavarnafélaginu tilkynnt um strandið og óðni gert viðvart um að fara á strandstaðinn. Brátt tókst að koma línu út í togarann, og björgunarstóll útbúinn og var auðvelt fyrir mennina að kom- ast í land. Jón Bergsveinsson erindreki Slysavarnafélagsins fór þegar í fyrrinótt á strandstaðinn, og átti blaðið tal af honum þegar hann kom að sunnan. Kvað hann mönnunum enga hættu búna. Það væri mjög auðvelt fyrir þá að komast í land. Að- eins fjórir menn voru þó komn- ir í iand, seint í gær, en hinir voru allir í skipinu og ætluðu að bíða til flóðsins, og sjá hvort hægt mundi að ná sam- bandi við varðskipið óðinn, sem lá þar fyrir utan. I gær var þó svo mikið brim, að óð- inn komst ekki nærri nógu ná- lægt landi, svo hægt væri að skjóta línu til togarans. Togarinn hafði farið með • Ódýru • auglýBÍngarnar. III Kaup og saia | Nýkomið mikið úrval af hanzkaskinnum, af nýjustu gerð og litum. Hanzkar saum- aðir eftir máli, fyrir konur og karla, hand- eða vélsaumaðir, eftir vild. Hanzkagerðin, Aust- urstræti 12, 4. hæð. Blússur og pils seljast fyrir hálfvirði til mánaðamóta. — Saumastofan Tízkan, Austur- stræti 12. Hreinar og gallalausar hálf- tunnur og kvartil undan salt- kjöti verða keyptar í Garna- stöðinni, Rauðarárstíg næstu daga. Sími 4241. íslenzka Leikfangagerðin Elfar, Laugaveg 19. Heildsala, smásala. Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. III Tilkyuningar | | Gísli Ólafsson skáld frá Ei- ríksstöðum tekur að sér að yrkja eftirmæli og margskonar tækifæriskvæði. Til viðtals á Njarðargötu 7 kl. 10—12 f. h. Sími 4863. Tek að mér vélritun og fjöl- ritun skjala, einnig allskonar lögfræðilega skjalagerð. Pétur Jakobsson Kárastíg 12. Gott ódýrt fæði fæst í K.-R- húsinu. Einnig einstakar mál- tíðir. || Húsnæði || 8—4 herbergja íbúð með öll- um þægindum, óskast frá 14. maí.n. k. Upl. í síma 3071 og 2771. Herbergi óskast til leigu nú þegar. Upplýsingar í síma 2385 kl. 1—5 e. h. III Kennftla | Kenni að vinna úr íslenzkum skinnum handtöskur, möppur 0. fl. Sýnishom í glugga Hann- yrðaverzlunar Reykjavíkur í Bankastræti. Guðrún Guðjóns- dóttir, Barónsst. 59, 3. hæð. fullri ferð þegar hann strand- aði og hafði því. farið nokkuð langt upp. Sjóamir brotna á grynningunum fyrir framan togarann. Það er því ekki tal- ið hætt við að togarinn brotni, enda er hann nýlegur og sterk- byggur og fjaran þar sem hann liggur ekki mjög stór- grýtt. Síðustu fréttir. Mennimir björguðust allir í land í gærkvöldi og gistu í nótt sem leið í Höfnum. í dag fara menn af enska björgunar- skipinu, sem hér er, suður að Kalmanstjöm til að athuga, hvort hægt er að bjarga skip- inu.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.