Nýja dagblaðið - 10.03.1934, Síða 1

Nýja dagblaðið - 10.03.1934, Síða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ 2. áí. Reykjavík, laugardagirm lO.'tuarz 1934. 59. blað Jarðskjálftar á botni Kyrrahafsins Flóðöldurnar af völdum jarðskjálftans valda miklu manntjóni og skemmdum. ÍDAG Sólaruppkoma kl. 7.09. Sólarlag kl. 6,09. Flóð árdegis kl. 0,10. Flóð síðdegis 1,00. 21. vika vetrar. Veðurspá: Austan kaldi og úr- komulaust. Ljósatími hjóla og bifreiða kl. 6.30 síðd. til kl. 6.50 árd. Söln, skrlistofur o. fL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ...... opið 1-4 Alþýðubókasafnið ...... opið 10-10 Lándsbankinn .... opinn kl. 10-1 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-1 Útvegsbankinn .... opinn kl. 10-1 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7J/2 Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan .... opin 10-5 Landssíminn ........... opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél..... Skrifst.L 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnuféb 9-12 og 1-6 Skipaútg. ríkisin® opin 9-12 og 1-4 Eimskipafélagið ......... opið 9-4 Stjómarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 $ölusamb. ísl. fiskfr&mleiðenda opið 10—-12 og 1—6 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Skrifst. bœjarins .... opnar 10-12 Skrifst. lögmapns .... opin 10-12 Skrifst. tollstjóra '.... opin 10-12 ftikisféhirðir .......... opið 10-2 Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspitalinn ....... kl. 3-5 Laugamesspítali .... kl kl. 12%-2 Vífilstaðahœlið 12Vi-lVi og 3V£-4Vi Kleppur ....... . . ..;... kl. 1-5 Fæðingarh., Eiriksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar .............. opið 3-5 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Elliheimilið ................. 1-4 Næturvörður i Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Næturlæknir: pórður pórðarson Eiríksgötu 11. Simi 4655. Skemmtanlr og samkomar: Nýja Bió: Gimsteinaprinsinn og Máttur eldfjallanna aukam. kl. 9 síðd. Gamla Bió: Erfðaskrá doktor Ma- buse kl. 9. Iðnó: Happdrætti Háskólans kl. 1. Iðnó: Appolloklúbburinn. Hótel Borg: Aðaldansl. íþróttafé- lags Reykjavíkur. S. Gí. T. eldri dansarnir. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Ilá- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Barnatími (Steingrímur Ara- ingar. 1925 Tónleikar (Útvarpstrí- óið). 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Leikrit: Lénharður fógeti (Haraldur Björnsson, póra Borg, Ragnar E. Kvaran, Soffía Guð- laugsdóttir, Friðfinnur Guðjónsson, Gunnþórunn Halldórsdóttir, Tómas Hallgrímsson, Vald. Helgason, Viðar Pétursson o. fl.). — Dans- lög til kl. 24. Upptök jarðskjálftanna 100 mílur frá strönd Japans. 3. marz 1933 barst sú fregn um heim allan að jarðskjálftar miklir hefði orðið við austur- stönd Japan. Jarðskjálftarnir sjálfir gerðu lítið tjón á landi, enda áttu þeir upptök sín um 100 enskar mílur úti í Kyrra- hafi. En hálfri klukkustund síð skullu flóðöldur miklar — tunami kallaðar í Japan — á ströndinni, brutu niður um 7000 hús og í þessu flóði drukknuðu rúmlega 3 þúsundir manna. Rannsóknir jarðskjálfta á hafsbotni. Atburður þessi vakti sem von var mikla athygli, og voru vegsummerki öll rannsökuð vandlega af japönskum jarð- fræðingum. Árangur þessara rannsókna er nýlega kunnur orðimt og þykir gefa merkilega fræðslu um það, hveniig slíkir atburðir verða og hvemig helzt verði séð við tjóni af þessum völdum. Eins og kunn- ugt er stafa landskjálftar oft af eldsumbrotum. Eldsumbrot verða oft á sjávarbotni og víst oftar en menn vita af. Hér við land hafa eldsumbrot orðið á sjávarbotni undan Reykjanesi alloft svo sögur fari af. En ekki er að sjá að þeim hafi fylgt landskjálftar og ekki fara sög- ur af því, að hér við land hafi gerzt stórfelld sjávarflóð af þeim sökum, og vonandi verð- ur slíkt aldrei, því mjög eru slík flóð háskaleg. En ýmsum mun þykja fróðlegt að vita hvernig flóðöldur þessar haga sér og hverju þær geta orkað, og skal nú stuttlega skýrt frá atburðunum 3. marz 1933, og er farið eftir frásögn enska blaðsins Manchester Guardian 23. f. m.: Árið 1896 fórust 27 þús. manns I flóðöldunni. Upptök jarðskjálftans er flóðbylgjunum olli var sam- kvæmt landskjálftamælingum í hinum bröttu höllum Tuscaro- ora-djúpsins austur af Japan. Er það eitt hið mesta hafdjúp, sem kunnugt er um, fimm enskar mílur undir yfirborði sjávar. Hafa hér áður orðið hræringar miklar og einna mestar 1896 — sama ár og landskjálftarnir miklu á Suður- Frakldandi —. Flóðöldurnar, sem frá þeim stöfuðu, skoluðu með sér 10 þús. húsum, en 27 þús. manna fórust. Hraði flóðöldunnar. Þótt undarlegt megi virðast varð manntjónið nú lítið meira en tíundi hluti þess, sem varð 1896, þótt flóðið gengi næstum. því eins hátt. Flóðöldurnar gengu nú víða eina til tvær mílur á land upp. Víðast náðu flóðöldurnar 15—30 feta hæð, en á tveim stöðum 62 og 75 fetum. En hættan af öldum þessum er ekki síður undir því komin hve hart þær íara. Nálægt Kamaise, en þar oisu flóðbylgjurnar hæst, var mót- orskip á ferð, sem farið gat 12 mílur á klukkustund, en þótt það færi með fullum hraða á móti flóðstraumnum, hrakti það aftur á bak. Sam- kvæmt mælingum japönsku sér- fræðinganna mun hraði flóð- bylgjanna hafa verið að minnsta kosti 18 mílur á klukkustund þar sem hann var mestur. Jarðskjálftana varð elnnig vart hinuin megln hafðlns. Flóðöldurnar gerðu vart við sig ekki aðeins á austurströnd Japan. Þeirra var vart í Hono- lulu á Havaiieyjum og auk heldur í San Fransisco og Sante Monica á strönd Amer- íku. Jarðskjálftamælar á Ha- vaii-eyjum sýndu strax hrær- ingarnar, og samkværot þeim voru landskjálftastöðvarnar 3950 mílur í burtu. Að gamalli reynslu óttuðust menn, að bú- ast mætti við stórum flóðöld- um af völdum jarðskjálftanna eftir 8V2 klukkustund. Voru þá sendar út aðvaranir til allra hafna í eyjunum, að von væri á flóðöldum kl. 3,30 síðd., og fóru flestir eftir því. Skip og bátar héldu út úr höfnunum og annar viðbúnaður hafður. Kl. 3,36 sást til fyrstu flóðöld- unnar við höfnina í Hilo og ókyrrðin varaði í 2 tíma. Tjón varð ekki mikið vegna þess að aðvörunin kom svo löngu fyrir- fram. Þessi reynsla sýnir, að mjög er unnt að draga úr tjóm af völdum þessara sjávarflóða, ef menn eru varaðir nógu snemma við, jafnvel V2 klukku- stund fyrirfram — en það er venjulega svigrúmið á strönd Japan og myndi nægja til þess að forða hinu mesta manntjóni og skemmdumi af þessum völdum. G j aldeyr isnefnd skipuð í gær. f gær skipaði ráðuneytið menn þá, er sæti eiga að taka í gjaldeyrisnefndinni, samkv. hinum nýju bráðabirgðalögum um gjaldeyrisleyfi og innflutn- ing. Nefndina skipa L. Kaaber bankastjóri, af hálfu Lands- bankans, og er hann formaður nefndarinnar, Jón Baldvinsson bankastjóri af hálfu Útvegs- bankans, Bjöm ólafsson heild- sali, Kjartan Ólafsson fyrv. bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og | Hannes Jónsson alþm. á Ilvammstanga, allir skipaðir af ríkisstjóminni. Fjórir þeir fyrstnefndu áttu sæti í innflutningsnefndinni, en Hannesi hefir verið bætt við. Með skipun þessarar nefnd- ar er algerlega gengið framhjá samvinnufélögunum, og hafa þau engan fulltrúa í nefndinni. Gjaldeyrismálið og framkv. innflutningshaftanna verður innan skamms tekin til með- ferðar hér i blaðinu. Kalundborg kl. 17, 9/3. FÚ. Bæjarstjórnarkosningarnar í London fóru þannig, að Jafn- aðarmenn náðu hreinum meiri- hluta. Hlutu þeir 69 sæti, en höfðu 34 áður, og unnu þannig 35 sæti. íhaldsflokkurinn kom að 55 fulltrúum, hafði áður 83, Landsfundur bænda hefst í dag á Hótel Borg kl. 1. Dagskrá fundarins: Formaður landsnefndar bænda, Ólafur Bjarnason, set- ur fundinn. 1. liður á dagskrá: Páll Zop- honíasson hefur umræður um framleiðslu landbúnaðarins. 2. Afurðasalan. Málshefjandi Kvonfang Sigvards prins. Hanu hefír atsalað sér ríkisertðum í Svíþjóð. Kalundborg kl. 17, 9/3. FÚ. Sigvard prins lagði af stað í dag í brúðkaupsför til megin- landsins. Hafði hann áður en hjónavígslan fór fram, orðið að afsala sér, fyrir sina hönd og eftirkomenda sinni, öllum þeim rétti til ríkiserfða í Svíþjóð, sem honum eða þeim kynni í hendur að berast. Krónprins- inn faðir hans hefir úrskurðað, að honum skuli óheimilt að bera nafn ættarinnar. Skattana á breiðu bökin . Kalundborg kl. 17, 9/3. FÚ. Á fundi danska þingsins komu í dag til fyrstu umræðu skatt- aukafrumvörpin, sem lögð voru fyrir þingið í fyrradag, og var mikið um þau rætt. Af hálfu stjórnarflokksins var því lýst yfir að flokkurinn mundi styðja þessi frumvörp samkv. þeirri meginreglu Jafnaðarmanna, að afla ríkissjóði tekna með bein- um sköttum. Af hálfu Ihalds- manna var frumvarpinu and- mælt, en Vinstrimenn tjáðu sig því meðmælta. Var því síðan vísað til annarar umræðu og nefndar. og tapaði þannig 28 fulltrúum. Frjálslyndi flokkurinn hafði áður 7 fulltrúa, og tapaði þeim öllum, en alls eru bæjarfulltrú- ar í Lundúnaborg 124. Er þetta í fyrsta sinn, á 27 árum, sem íhaldsmenn lenda í minni- hluta í borginni. Jónas Björnsson bóndi í Gufu- nesi. 3. Eignar- og umráðaréttur á jörðum. Þorvaldur Ólafsson Arnarbæli hefur umræður. 4. Vaxtakjör landbúnaðar- ins. Ásgeir L. Jónsson hefur umræður. 5. Verðjöfnuður. Málshefj- andi Kolbeinn Högnason. íhaldið tapaði meirihlnt* annm i hæiarsttórn Iinndúnahorg'ar. Landsfundur bænda yerður settur kl. 1 í dag

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.