Nýja dagblaðið - 10.03.1934, Blaðsíða 2
2
N Ý J A
DA6BLAÐI0
Hallgrímskvöld
Sunnudaginn 11 marz klukkan 9 að kvöldí, verður
samkoma i Fríkirkjunni í Reykjavík, til ágóða fyrir
Hallgrímskirkju í Saurbæ.
1) Kirkjukórinn syngur.
2) Fiðlusóló: Þórarinn Guðmundsson.
3) Erindi: Árni Sigurðsson, prestur.
4) Orgelsóló: Páll ísólfsson.
5) Einsöngur: Kristján Kristjánsson.
Aðgöngumiðar seldir í bókaverzlunum Snæbj. Jóns-
sonar, Hafliða Helgasonar og verzl. Guðm. Gunnlaugs-
sonar, Njálsgötu 65 og við innganginn. Verð 1 króna.
Hallgrímsnefndir Reykjavíkur.
imvíia__________ - w
> •^awNNAsC vvn
í^fc^vrREVKJAWIK*
^utun^hraðpreTíun -1
-HRTTRPREÍ/UN -KEMIÍK
FRTR OQ JKINNVÖRU -
HRtlNJUN -
á c 1
M |-c
a 1/1 o
3 « O
bfi J- ►
v o<_
?3 2
2 o>S
v© c3
a J |
<u c
I
*0
I §
Afgreiðsla og hraðpressun Laugaveg 20 (inngangur
frá Klapparstíg). — Verksmiðjan Baldursgötu 20.
Sent gegn póstkröfu um allt land.
Sími 4263. — Pósthólf 92.
Móttaka hjá Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1.
Sími 4256. — Afgreiðsla í Hafnarfirði í Stebbabúð,
Linnetsstíg 1. — Sími 9291.
Ef þér þurfið að láta gufuhreinsa, hraðpressa, lita
eða kemisk-hreinsa fatnað yðar eða annað, þá getið
þér verið fullviss um, að þér fáið það hvergi betur
né ódýrara gert en hjá okkur. — Munið, að sérstök
biðstofa er fyrir þá, er bíða meðan föt þeirra eða
hattur er gufuhreinsaður og pressaður..
Sendum. — Allskonar viðgerðir. — Sækjum.
Jördizi
Eötluhóll i Leirn fæst til kaups og ábúðar frá næstu
fardögum. — Upplýsingar hjá Þórarni BjÖrnssyni, Njáls-
götu 2, og Sigurbirni Eyjólfssyni, Túngötu 6 í Keflavík
R júpur
Norðl. Dilkakjöt,
Nautakjöt af ungu,
í buff og steik.
Hakkað nautakjöt,
Svínakotelettur,
Hangik jöt,
Úrvals saltkjöt.
Medisterpylsur,
Vínarpylsur,
Miðdagspylsur,
Kjötfars,
Salöt, 2 tegundir,
Rjómabússmjör og ostar
frá Akureyri.
Álegg allskonar.
►
►
^ Ennfr. margskonar grænmeti.
► Kjötbúd Reykj avíkur
Sími 4769. Vesturg. 16.
^ ^ ^ ,
Fóðurbætir
Munið að þér fáið hvergi
betri fóðurbæti en hjá
Samband ísl. samvinnufélaga
Stríðshættan
i austri
„Gula hættan".
1 engu landi hins austlæga
heims hefir evrópisk menning
og véltækni náð jafn skjótri út-
breiðslu og í Japan. Fyrir öld
síðan var þeirra áhrifa lítið
farið að gæta þar og menning-
ar- og athafnalíf þjóðarinar
verið kyrstætt um margar ald-
ir. En svo kom breytingin,
örari og meiri, en dæmi eru til
annarsstaðar. Nú er Japan
komið í tölu stórveldanna og
„gula hættan“ veldur mörgum
áhyggju og kvíða.
Japanar eru um 70 millj-
ónir.
Með engri þjóð er jafn ör
fólksfjölgun og Jöpunum. 1-
búatalan er um 70 milljónir.
Seinustu árin hefir fólksfjölg-
unin verið 1 milj. til jafnaðar.
Landið er þrautræktað og hefir
engin ný skilyrði að bjóða
hinni uppvaxandi kynslóð. At-
vinnuleysið er því gífurlegt.
Margar úrlausnir hafa verið
reyndar. Ríkið hefir lagt
fram stórfé til iðnaðar og
siglinga. Hvergi eru vinnulaun
eins lág. Japanskur iðnvaming-
ur er seldur með undirboðum
um allan heim. Farmgjöld með
skipum þeirra eru ótrúlega lág.
En hvorugt hefir þó heppnast.
Þeim hefir ekki tekizt að vinna
markaði og siglingar til veru-
legra atvinnubóta. Hefir kvis-
ast, að vegna stöðugs tekju-
halla á ríkisrekstrinum hafi
stjómin í hyggju að lækka
styrkina til þessara atvinnu-
greina, að miklum »un.
Og þeir hyggja á landvinn-
inga.
Þetta geigvænlega ástand
hefir skapað sívaxandi fylgi
þeirrar stefnu, að ekki verði
bætt úr því, nema á einn hátt:
Með landvinningum. Hin eina
lausn sé nýtt land handa þeim,
sem nú eru atvinnulausir. Fyr-
ir það megi leggja mikið í söl-
umar.
Fyrir fám árum lögðu Jap-
anir Mansjúríu undir sig og
hafa gert hana að sjálfstjóm-
arnýlendu undir nafninu Man-
sjuko. En þeir vilja fá meira
land. Því herbúast þeir ’ af
kappi og hemaðarstefnan vinn-
ur aukið fylgi hjá þjóðinni.
Rússar og Bandaríkjamenn.
Vígbúnaður Japana er eitt
stærsta áhyggjuefni hinna
stórveldanna. Það eru Rússar,
sem fyrst mega búast við árás.
Japanir hafa mikinn hug á
Austur-Síberíu. Hefir og alltaf
verið grunnt á því góða þeirra
á milli. Bandaríkjamenn kæra
sig líka lítið um, að völd Japana
verði meiri. Þeir hafa nú einna
sterkasta hemaðarlega aðstöðu
á Kyrrahafinu, en Japanir eru
skæðustu keppinautamir. Það
mun ekkert hafa verið, sem
studdi meira að samningagerð
Rússa og Bandaríkjamanna á
síðastl. hausti en einmitt „gula
hættan".
Bókmenntir — íþróttlr
Pearl S. Buck:
Hin góöa jörö.
Ein af þeim bókum, sem
mesta athygli hafa vakið á
seinni ámm, er skáldsagan „Hin
góða jörð“ (The Good Earth)
eftir skáldkonuna Pearl S.
Buck. Hefir hún hvarvetna
hlotið hina lofsamlegustu
dóma, og af sumum verið talin
eitt af mestu meistaraverkum
í skáldsagnagerð síðari tíma.
í Bandaríkjunum hlaut hún
verðlaun og var talin bezta bók
ársins. Seldist hún mest allra
bóka árið sem hún kom út, og
hafði aðeins ein bók náð slíkri
útbreiðslu þar í landi, en það
var skáldsagan Quo Vadis.
Höfundur sögunnar er af
amerískum ættum' og fædd í
Ameríku árið 1892, en fluttist
nokkurra mánaða gömul til
Kína þar sem foreldrar hennar
störfuðu að trúboði. Voru þau
á skemmtiferð til átthaganna
þegar hún fæddist. ólst hún
hún upp meðal Kínverja, en var
á unga aldri sett til mennta
í Ameríku, og lauk meistara-
prófi í enskum bókmenntum
við Comell-hskóla. En ekki
settist hún að í Bandaríkjun-
um, heldur sneri aftur til Kína.
Giftist hún þar amerískum há-
skólakennara, og varð síðan
sjálf kennari við skólann í
enskum bókmenntum.
Pearl Buck hefir því frá
barnæsku haft náin kynni af
kínversku þjóðinni, enda hefir
hún djúpa samúð með henni, og
virðist skilja hana mæta vel.
Sjálf segist hún hafa lært kín-
versku á undan móðurmálinu,
enda hafði hún frá fyrstu tíð
kínverska fóstru. Virðist fóstra
hennar hafa haft alldjúptæk
áhrif á hana, og má ef til vill
þakka henni að nokkru leyti,
hve mjög hugur hennar hneigð-
ist að skáldskap strax í æsku. 1
grein, sem hún skrifaði í enskt
tímarit, minnist hún fóstru
sinnar á þessa leið:
„Þegar ég renni huganum til
æskuáranna, man ég ' ljósast
eftir gömlu, kínversku fóstru
minni, að móður minni einni
undanskilinni. Og að nokkru
leyti rennur endurminningin
um þær saman í huga mínum.
Ég minnist hennar ekki öðru
vísi en sem gamallar konu, og
sama er að segja um eldri syst-
kini mín, sem öll nutu fósturs
hennar. Tvö þeirra voru nýdá-
in þegar ég fæddist, svo að öll
umhyggja hennar beindist sér-
staklega að mér.
„Hvað heldurðu, að ég geti
sagt þér — ég sem1 er bara fá-
vís kerling og hefi ekki einu
sinni lært að þekkja stafina",
var vanaviðkvæði hennar, þeg-
ar ég vildi fá hana til að segja
mér sögu.
„Þú kannt fleiri sögur en
nokkur annar“, svaraði ég þá,
því að ég þekkti yfirlætisleysi
gömlu konunnar.
Og það var heldur ekki of
mælt, því að hún kunni kynstr-
in öll af töfrasögum, sem hún
hafði lært af Buddha- og Tao-
istaprestum. Sögur Buddha-
listir
prestanna snerust einkum um
dularfulla rýtinga, sem! hægt
var að gera svo litla, að þeir
gátu falist í eyra manns eða
augnakrók. En þurfti að grípa
til þeirra, voru þeir samstund-
is-orðnir langir og hvassir. Hún
sagði mér einnig margt um
himnaríki og kvalastaðiim og
um það mikla lífsins hjól, sem
við öll snúumst með, hvort sem
okkur er ljúft eða leitt.
Mér gazt betur að sögum
Taoistaprestanna. Þar var, sagt
frá púkum og álfum og öndum,
sem lifðu í trjánum og stein-
unum og skýjunum, og drek-
um, sem réðu yfir sjó og
vindi“.
Og seinna í sömu grein segir
hún um fóstru sína:
„Þegar hrumur líkami henn-
ar var lagður til hinstu hvíldar,
ríkti djúp sorg á heimili okkar,
og öllum fannst tómlegt þegar
hún var farin. Og enn í dag er
mér fyllilega ljóst, að hún
hafði sáð frækomum í sálir
okkar bamanna, sem aldrei
deyja. Áhrifa hennar gætti í
í sál okkar eins og áhrifa móð-
ur á sálir bama sinna, svo að
við skiljum land hennar og
unnum því eins og okkar eigin
landi, og hennar fólk er okkar
fólk“.
Móðir Pearl Buck hefir
einnig að ýmsu leyti verið
merkiskona. „Hún opnaði augu
mín fyrir fegurð og list og þó
einkum í tón verkum og skáld-
skap“, segir hún í sömu grein.
„Hún vandi mig á að skrifa
niður hugsanir mínar og það,
sem fyrir augun bar. 1 hverri
viku varð ég að sýna henni þáð
sem ég hafði skrifáð óg hún
benti mér á það, sem betur
mætti fara og gaf mér ýmsar
ómetanlegar leiðbeiningar“.
Það er því engin furða þó áð
hugur ungu stúlkunnar hneigð-
ist snemma að skáldskap. Strak
á unglingsárum tók hún að
skrifa smásögur og ritgerðir,
sem birtust í ýmsum; tímarit-
um, og á námsárúm sínum
hlaut hún verðlaun, sem skól-
inn hafði heitið fyrir bezt
skrifaða smásögu. Brátt tók
hún að fást við stærri viðfáhgs-
efni, en heimsfræg várð hún
fyrst fyrir skáldsöguna „Hin
góða jörð'.
Sú saga gerist langt inni í
Kina og fjallar um líf og háttu
bændanna. Hún hefst á því, að
aðalpersónan, Wang Lung, sem
er fátækur bóndasonur, tekur
sér ambátt fyrir konu. Hún
þrælar með honum á hrísökr-
unum í sól og regni, stendur við
húð hans í hungursneyð og
fæðir honum marga sonu. Yfir
höfuð er hún eins og kínversk
bóndakona á að vera, starfs-
söm, þögul og undírgefin. Þau
safna öúu því fé, sem þau
vinna sér inn, og kaupa fyrir
það land. Og þó að hungurs-
neyð standi fyrir dyrum, vúja
þau ekki selja jörðina sína.
Þau verða samt að yfirgefa
hana og flytja til fjarlægrar
borgar. Þar kemst Wang Lung
á óvæntan hátt yfir mikið fé,
Framh. A 4. siOu.