Nýja dagblaðið - 10.03.1934, Síða 4

Nýja dagblaðið - 10.03.1934, Síða 4
4 W ♦ » A DAQBLABIB Annáll. Skipafréttir. Gullfoss kom til Kaupm.hafnar í fyrradag. Goðafoss var væntanlegur til Vestm-eyja i morgun. Brúarfoss var á Borð- eyri í gær. Dettifoss fór frá Vest- mannaeyjum í gær á leið til Hull. Lagarfoss er á leið til Djúpavogs frá Leith. Selfoss kom til Ant- werpen í gær. Aðalfundur Búnaðarsambands Kjalamesþings var haldinn í gær. Formaður félagsins skýrði frá starfi sambandsins á liðna árinu. Einn maður, Jóhannes Reykdal á Setbergi gekk úr stjóminni og var endurkosixm. S. G. T. Eldri dansarnir verða í kvöld i Góðtemplarahúsinu Hjónaband. Gefin voru saman i hjónaband á laugardaginn hjá lögmanni migfrú Jónína Friðjóns- dóttir Laugabrekku og Sigmundur Gislason kennari Læjarbakka við Lauganesveg. Frá hðfninnl Baldur kom af veiðum i gær með 70 tn. lifrar. Jfýzkur togari kom inn með slas- aðan mann. Fisktökuskipið Kar- mik, sem búið er að liggja hér í 3 vikur fór í gær til Vestm.eyja. Afli er góður. Allir bátar réru hér í fyrrakvöld og komu í gær- kvöldi með góðan afla.. Skíðafélagið ætlar að fara á sunnudagsmorguninn ef veður kl. 9 i skíðaferð. Farið verður með bílnurn upp að Kolviðarhól, en þaðan verður gengið á skíðum upp á Hellisheiði. Kringum Kol- viðarhól og uppi á Hellisheiði eru ágætar skiðabrekkur, Ef veður verður á morgun, eins og undan- farna daga, verður morgundagur- inn ógleymanlegur skíðadagur fyr- ir þá, sem fara og hressandi er það, að ltoma upp í háfjallaloft i glaðasólskini. Happdrætti héskólans. í gær kom happdrættisráðið saman á fund til þess að 1 áta miðana í hjólin og innsigla þau. Kl. 1 í dag verður dregið í Iðnó. Almenningi er heimill aðgangur, til þess að vera viðstaddur dráttinn, meðan húsrúm leyfir. Bruggari tekinn. í fyrrakvöld gerði lögreglan húsrannsókn hjá Eggert Kristjánssyni söðlasmið u Laugaveg 74. Fundust hjá honum 250 lítrar í gerjun og ca 10 1. full- bruggaðir. Játaði hann á sig, að eiga þetta. Málið bíður dóms. Hægrimannaflokk urinn í Svíþjóð klofínn. Yngri íhaldsmennirnir hafa nú alveg sagt skilið við eldra íhaldið. Unglingafélög íhalds- manna vilja semja sig að sið- um Hitlers, en eldri íhalds- mennirnir ekki. Sökum þessa stefnumunar hefir Nationella ungdomsförbundet, en það er félag ungra íhaldsmanna, sagt algjörlega skilið við hægri- mannaflokkinn og berst nú upp á eigin spýtur. Jafnaðarmannaflokkurinn á einnig fullt í fangi með að halda sínu liði saman, sérstak- lega unga fólkinu, sem dregst til öfgaflokkanna, til skiptis. Verkföll og ólga á Spáni London kL 17,9/3. FÚ. Óeirðum heldur enn áfram á Spáni, og berast þaðan enn í dag fregnir um ný verkföll. Bann verið lagt við því að kommúnistar og stjómleysingj- ar gefi út blöð og ritlinga. Blað póstþjónafélagsins hefir einnig verið bannað. Orðasveimur hef- ir gengið um, að Lerroux hafi bannað Jafnaðarmannaflokkinn með lögum. Hefir hann opin- berleg neitað því, að svo væri,’ en jafnframt lýst yfir, að hann muni ekki hika við áð fyrir- skipa hernaðarástand í land- inu, ef hann telji þess þörf. Menntaskólaleikurlnn verður leikinn í fyrsta sinn á mánudag (þ. 12.). Leikurinn heitir „Af- brýðisemi og íþróttir". Emil Thor- oddsen hefir þýtt hann úr þýzku, og snúið honum upp á ís- lenzka staðhætti. Aðgöngumiða- sala hefst á sunnudag (þ. 11.) kl. 31/2 í Iðnó. Úr Hafnaríirði 8. man: 1 nótt kom af veiðum hingað Valpole með 73 föt lifrar og Haukanes með 90 föt. Afli Haukaness var mikið til upsi. Einnig komu hing- að línuveiðaskipin örn með 190 skp., Pétursey með um 100 skp. og Golan með 120—130 skp. Vélskipið Dimitroff og Göring Framh. af 3- síðu. burðarlyndi. Dimitroff er nú örugglega geymdur bak við loku og lás og verður þar fyrst um sinn. Slíkur maður er of hættulegur til þess að verða látinn laus. Heilsa hans er ekki í hættu og honum líður vel í fangelsinu“. Ætlaðl Göring ekkl að sleppa Dimitroff. Þessi orð Görings benda til þess, að hann hafi ekki ætlað sér að sleppa Dimitrof. En þar hafa aðrir átt hlut að máli, sem orðið hafa yfirsterkari. Göring gafst ekki aðstaða til að svala hefndarhug sínum. Andúðaraldan gegn Þýzkalandi hefði orðið of sterk, ef gert hefði verið á hlut fanganna, eftir það sem á undan var gengið. Eitt sinn barst sú frétt af Dimitroff, að hann ætlaði að svelta sig í fangelsinu, til mót- mæla. Seinna sagðist hann hafa hætt við það áform vegna móður sinnar. Hún reyndi hvað eftir aimað að hafa tal af syni sínum í fangelsinu, en var alltaf neitað um það. Árni Árnason, sem leggur hér upp, kom hingað með 90—100 skp. Fisk- tökuskip frá Fisksölusamlaginu tók fisk hér i Hafnarfirði í dag. — Undanfarið hefir borið nokkuð á smáhnupli og innbrotum, og hef- ir lögreglan haft þau mál til með- ferðar, og orðið þess vís, að nokkr- ir unglingar hafi verið valdir að þessu. — FÚ. Frá Vestmannaoyjum 8. marz: Undanfarið hafa gæftir verið hér mjög stirðar. í fyrradag réru nokkrir bátar og öfluðu sæmilega. 1 gær var almennt róið hér, og aílaði þorri báta 600—2000 fiska. Hæsti afli í gær var 2800 fiskar. Undanfarið hafa legið hér tveir enskir togarai' og keypt bátafisk. Annar fór i gærkvöldi, en hinn siðastliðinn föstudag, báðir með talsverðan fisk. Sex erlendir tog- arar hafa komið hingað síðustu daga með veika menn og slasaða, þar af 3 enskir, 2 þýzkir og 1 franskur. — FÚ. Hin góða Jöríi Framh. af 2. síðu. og þá hverfa þau aftur heim til átthaganna. En auðæfin hafa breytt Wang Lung. IJann hættir að vinna á ökrunum og kaupir sér fallega hjákonu, sem hann unir hjá öllum stund- um, og O-lan, konan hans, hverfur í skuggann. En á bana- dægri hennar opnast augu hans, og hann sér, hve dyggur förunautur hún hefir verið honum á lífsleiðinni. Hér er aðeins stiklað á helztu. atriðum, og auðvitað gefur þetta enga hugmynd um listræni þessa mikla verks. En O-lan, hin þögla, fórnfúsa kona, og bóndinn Wang Lung, sem yrkir jörðina sína næstum því með móðurlegri umhyggju og ástúð, og leggur sig til hvílu niður í plógfarið, til þess að finna gróðurþrungna hlýju moldarinnar streyma um lík- amaim, hljóta að verða öllum ógleymanleg. — Ég vil ráða mönnum til að lesa bókina. Hún hlýtur að veita öllum hstrænan unað, og hún leiðir okkur inn fyrir kín- versku múrana og sýnir okkur, að þrátt fyrir hörundslitinn og ýmsa ytri hætti, þá eru þó Kínverjar bræður okkar og systur. Sagan fæst í bókaverzlunum hér í danskri þýðingu og heitir „Den gode Jord“. X. Sandgerði 8. marz: Allir bátar réru í dag og fengu flestir ágætan afla. Sjóveöur var gott. — FÚ. Griudavík 8. marz: Héðan réru 5 bátar, hrepptu þeir illt veður og misstu sumir bátamir lóðir. Afli var tregur á 4 bátanna, en 1 bát- urinn aflaði vel. — FÚ. Njarövíkum og Keflavik 8. marz: Héðan réru allir bátar. Afli var 12—22 skp. á bát, eða mjög góður á aflahæstu bátana. Höfnam 8. marz: Héðan réru flestir bátar, afli var mjög mis- jafn, góður á suma bátana, en nokkrir tugir fiska á 2 báta, er öfluðu minnst. — FÚ. Columbia, kolaskip, sem nýlega hefir losað kol í Vestm.eyjum, • Ódýru f auglýsingarnar. Valdar Þrándheimskartöflur nýkomnar. Pokinn á kr. 7,50. Kaupfélag Reykjavíkur. Sími 1245. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30,aura. Kjarnabraúð 30. aura. Brauðgerð Kaupfél. Reykjavtkur. Sími 4562. Síðasti dagur útsölunnar er í dag. Verzlunin „Dyngja". Frosið dilkakjöt alltaf fyrir- liggjandi. Freðkjöt frá Norður- landi al alþekkt fyrir gæði og góða og hreinlega meðferð. S. 1. S. — Sími 1080. Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Aðalstræti 9 B opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. KAUPUM góðar 1/1, 1/2 og tunnur ! undan kjöti. Sóttar heim. Garnastöðin. Sími 4241. Húsnæði Búð til leigu strax í miðbæh- um. Tilboð merkt „Strax“ legg- ist inn á afgr. þessa blaðs. Morgunkjólar, Svuntur frá 1.50, Náttkjólar frá 3.00, Nátt- föt frá 5.00, Dömubuxur frá 1.50, og margt fleira með góðu verði._______Verzl. „Dyngja“. Ennþá eru til Gardínutau, þykk og þunn, dökk frá 1.60 mtr._________Verzl. „Dyngja“. .Ibúð. 2—3 herbergi með öll- um þægindum óskast 14. maí í suðausturhluta bæjarins. Mán- aðarleg fyrirframgreiðslá. Til- boð leggist inn á afgreiðslu Nýja dagbl. mérkt „Solid". kom liingað í fyrrad. Var það lagt á stað til útlanda, eii varð áð snúa við vegna bilunar. Norðlenzka dilkaktötið er og verður bezt og drýgst. Kjötverzlunin Herðubreið. Fríkirkjuveg 7. Simi 4565 RAUÐA HUSIÐ. — Já, þó ekki væri til annars en að jafna sig dá- lítið. Við vitum, að hann er flæktur við þetta mál, og hann býr yfir vissum leyndarmálum. Jafnvel þótt hann gruni ekkert um það, að við séum að njósna um hann, þá hlýtur hann að óttast, að við komumst þá og þegar að einhverju. Bill muldraði eitthvað þessu til samþykkis, og þeir héldu nú áfram ferðinni í hægðum sínum. — Hvemig verður nú þetta í kvöld, sagði Bill eftir að hafa bjástrað um stund við pípu sína. — Reyndu með strái, sagði Antony og fékk hon- um stráið. Bill þræddi stráið gegnum pípulegginn, tottaði á ný og sagði: — Nú lagaðist það. Svo stakk hann pípunni í vasa sinn. — Hvemig eigum við að komast út úr húsinu, án þess Cayley verði var við? — Já, það verðum við að hugsa rækilega um. Það verður víst erfitt. Það hefði verið betra, ef við hefðum haldið til á gistihúsinu ... Er þetta miss Norbury? Bill leit nú upp. Þeir vom nú komnir alveg að Jallandshúsinu, gömlum bóndabæ með hálmþaki. — Já — Angela Norbúry, muldraði Bill. Hún er ekki ósnotur, eða hvað finnst þér? Stúlkan, sem stóð við hvíta grindina í garðshlið- inu var nú meira en ekki ósnotur, en þegar um kvenfólk var að ræða sparaði Bill hástig lýsingar- orðanna handa vissri stúlku. í hans augum varð að dæma útlit miss Norbury með hliðsjón af útliti Betty Calladine. Antony, sem var alveg óbundinn af slíkum fegurðarviðmiðunum, fannst hún blátt áfram falleg. Þeir heilsuðu stúlkunni og Bill afhenti henni nú bréfið. — Þið segið honum, hvað mér fellur þetta af- skaplega illa, sem fyrir hefir komið. Það er svo erfitt að segja nokkuð umi þetta, svo erfitt auk heldur að trúa því, að þetta sé satt. Bill skýrði nú stuttlega frá því, sem gerst hafði daginn áður. — Já ... og mr Ablett hefir ekki fundist ennþá ? — Nei. Hann hristi höfuðið hnugginn í bragði. Mér finnst alltaf eins og þetta alltsaman hafi hent ein- hvem annan, einhvern ókunnugan. Svo bætti hún við og brosti ofurlítið við þeim báðum: En þið verð- ið nú að koma snöggvast inn og fá einn bolla af te. — Það er ákaflega vel boðið, sagði Bill, en við ... — Viljið þér ekki koma inn? sagði hún nú og sneri sér að Antony. — Þakka yður fyrir. Mrs Norbury var afar hrifin af því að sjá þá, eins og hún var jafnan ef menn komu til hennar, sem ætla mætti að væri efni í góða tengdasyni. Þegar æfistarfi hennar var lokið og í einni, fallegri málsgrein innibundið svohljóðandi: „Innan skamms verða gefin saman í hjónaband miss Angela Nor- bury, dóttir John sál. Norbury, og ...“, myndi hún jafnskjótt segja af þakklátu hjarta: „Láttu nú þjón þinn í friði fara“ — til annars betra heims, ef svo vildi verkast, en þó öllu heldur heim til nýja tengda- sonarins. En að þessu sinni var það ekki vegna þess, að gestimir frá Rauða húsinu væri svo góð efni í tengdasyni, sem mrs Norbury tók svo feginsamlega á móti þeim. Nú langaði hana mest af öllu í frétt- ir — fréttir um Mark. Allt öðru máli gegndi með dóttur hennar. Stund- um hafði hún gaman af umstangi móður sinnar, stundum blygðaðist hún sín fyrir það. Henni hafði fallið sérstaklega illa þetta makk við Mark Ablett, því það var öllum ljóst, að Mark var með móður hennar í þessu samsæri gegn henni sjálfri. öðrum

x

Nýja dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.