Nýja dagblaðið - 11.03.1934, Page 3

Nýja dagblaðið - 11.03.1934, Page 3
Bf Ý J A DAO.BLABIB 3 NÝ J A DAGBLAÐIÐ j Utgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ | Ritstjóri: Dr. phil. porkell Jóhannesson. | Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4373 og 2353. | Afgr. og auglýsingaskrifstofa: | áusturstrœti 12. Sími 2323. j Framkv.stjóri: Vigfús Guðmundsson. Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. j í lausasölu 10 aura cint. j Prentsmiðjan Acta. Glæpastefnan og íhaldið Fyrir nokki'um dögum réðisc Mbl. á einn tiltekinn Fram- sóknarmann fyrir að hann hefði verið andvígur íslenzku vísindalífi. Þá var V. St. hér í blaðinu bent á, að Mbl. væri illa að sér. Einmitt þessi Framsóknarmaður hafði beitt sér fyrir að fátækir gáfumenn gætu komizt að vísindalegu námi, með breytingu Akureyr- arskólans. Sömuleiðis fyrir að háskólinn fengi sæmilega lóð og þak yfir höfuðið, og fyrir stofnun hins eina almenna sjóðs, sem að nokkru ráði styrkir rannsóknir á náttúru landsins o. s. frv. V. St. var spurður um hvað hann hefði gert fyrir vísindin, og um umhyggju Jóns Þorl. og M. Guðm. fyrir vísindalífi. Þá þagnaði Valtýr um vísindin, sá að hann var orðinn broslegur, hafði opinberað umhyggju Framsóknarmanna fyrir vís- indalífi þjóðarinnar, en um leið afhjúpað framkvæmdaleysi Mbl. og íhaldsfl. í þessum efn- um sem öðrum. En þegar V. St. sá ósigur sinn í þessu, ræðst hann á J. J. fyrir að vilja koma á persónulegu einræði í land- inu. En hér biður Valtýr sömu hrakför og með ,vísindin“. V. St. telur að flokksskipu- lag Framsóknarmanna sé með einræðisblæ. — En skipulag Framsóknarmanna er út í ystu æsar byggt á lýðræði. Flokks- menn hafa félög í hverju kjör- dæmi, stjórn og fjölmennt flokksráð. Þingmannsefni er ákveðið í héraði af meiri hluta flokkráðs eða meirihluta fé- lagsmanna, ef prófkosning fer fram. Meginstefna flokksins er ákveðin af flokksþingi, þar sem mæta allt að 250 kjörnir full- trúar af öllu landinu. Þeirvelja miðstjóm, sem er mörgum sinnum fjölmennari en sú litla klíka í íhaldsflokknum, sem er nefnd því nafni. Miðstjórnin fer með vald flokksins milli flokksþinga. Hinar vandasöm- ustu ákvarðanir eru teknar af þingflokknum og miðstjórninni þannig að meirihluti ræður á báðum stöðum. Það er vitanlegt að flokks- skipulag Framsóknarmanna gefur kjósendum meira vald og. meira frumkvæði heldur en þekkist í íhaldsflokknum, og það útilokar einræði eins og t. d. þegar Jón Þorl. hækkaði krónuna ár eftir ár, og skaðaði m. a. eitt íhaldsfyrirtæki um 2 Hver á að eiga fjöregg Nýv fiskliv! íslenzku þjóðarinnar? Vevðlaekkun! Eigi ósjaldan heyrir maður Eimskipafélag íslands nefnt „fjöregg íslenzku þjóðarinnar". Og það mun ekki fjarri sanni, að þau samtök fjöl- margra einstaklinga, sem urðu til þess að lyfta því grettistaki að stofna Eimskipafélag ís- lands, einmitt á þeim tíma, þegar mest á reið, hafi orðið þjóðinni giftudrjúg. Það var heppileg tilviljun að Eimskipafélag íslands var stofnað í stríðsbyrjun. Ég hefi oft hugsað um það, hvernig farið hefði fyrir ís- lenzku þjóðinni, hefði hún ver- ið skipalaus á stríðsárunum. Þegar skip voru svo að segja ófáanleg til millilandaferða, en við urðnm að sækja mikið af okkar nauðsynjavöru vestur um haf, til Bandaríkjanna. Þannig má segja að framlög okkar bæði stór og smá, eftir getu og áhuga hvers eins, til stofnunar Eimskipafélagsins yrðu til þess að bjarga þjóð- inni frá hörmungum þeim, sem af samgönguleysinu geta staf- að. Það væri ómaksins vert fyrir ungu kynslóðina, sem nú er að vaxa upp, að fylgjast með þessu merka máli. Og hugleiða þá ábyrgð, sem hún verður að taka á sig, gagnvart þessu fé- lagi. Svo sem gagnvart öðru því er hún tekur í arf frá þeirri kynslóð, sem hverfur smám saman, samkvæmt órjúf- anlegu lögmáli. En ábyrgðartilfinning okkar, sem lagt höfum fram hlutafé til stofnunar félagsins, á að víera innifalin í því að landið okkar, og þjóðin, sem landið byggir, njóti sem bezt og tryggilegast ávaxtanna af starfi okkar, framvegis, svo sem hingað til. Og þá kem ég nú að því at- riði, sem knúði mig til að skrifa þessa grein. Sem sé, þeirri hugmynd minni, að við afhendum landinu hlutabréf okkar í Eimskipafélaginu. Eða með öðrum orðum að við gefum landinu okkar Eim- skipafélag Islands. Með því tel ég tilgangi stofnendanna bezt náð. Og starf okkar með stofnun fé- lagsins fullkomnað. Mér er það fyllilega ljóst, að ýmsum. hluthöfum muni í fyrstu þykja þetta nokkuð djörf tillaga. En samt hika ég ekki við að birta hana, svo að hinum mörgu hluthöfum, sem dreifðir eru um allar byggðir íslands, og meðal íslendinga vestan hafs, gefist kostur á að sjá til- löguna, ræða hana sín á milli og hugsa hana. Ég vænti þess fastlega, að íslendingar þeir, sem hér eiga hlut að máli, bæði heima og er- lendis, unni svo mikið landi sínu og þjóð, að þeim megi verða óblandin ánægja og metnaðarsök að samþykkja þessa tillögu, sem ætti helzt að geta orðið á öðrum aðalfundi hér frá. Því að öll íslenzka þjóðin í sameiningu, á að eiga og vernda fjöregg sitt. Magnús Guðmundsson frá Borgarholti. Önnur blöð eru vinsamlega beðin að birta þessa grein. Höf. Verðið er 30 anra kg. af ýsn. „ „ 24 anra kg. at stútung. Simi 145 6 og í Saltfisksbúðinni, Hverfisgötu 62, sími 2098 og planiuu við höfnina, sími 4402. Odýrara í stærri kanpum. Hafliði Baldvinsson Talið við okkur áður en þér festið kaup á stoppuðum húsgögnum Húsgagna- vinnustoían Tjarnargötu 3 félagungra FramsókBarDanaa •---------------------------------- Fundur í Sambandshúsinu annað- kvöld kl. 8V*. Ýms félagsmál. — Kosning. Afstaða til annarra flokka við næstu kosningar. Deildarstjórar boði fundinn. Félagar, mætið stundvíslega Félagsstjórnin. miljónir króna, án þess að þeir menn, sem þar að stóðu hefðu nokkra aðstöðu til að koma viti fyrir Jón. Þar réði fámenn klíka, en ekki skipulagður flokksmeirihluti. Skipulag Framsóknarmanna er byggt á lýðræði, persónu- frelsi, og trausti á dómgreind almennings. Mbl. og Jón Þorl. eru að gera gælur við erlenda glæpastefnu, og hafa jafnvel gert opinbert kosningabandalag við hóp, sem þykist aðhyllast þá trú. Þar eru bændur og verkamenn gerðir að þrælum, menntunar- og atvinnufrelsi tekið af konum. Allt frelsi skert — trúfrelsi, ritfrelsi, funda- frelsi, félagsfrelsi, atvinnu- frelsi. Friðhelgi heimilanna er gert að engu. Beztu bækur í vísindum og skáldskap brennd- ar. Andans menn þjóðarinnar pyntaðir í fangelsum, drepnir eða reknir í útlegð. Þetta er stefnan, sem for- ingjar og blöð íhaldsins gera gælur við. Þetta er glæpastefn- an í pólitík. Sú stefna skal hér á landi stranda á frelsisþrá og lýðræð- isskipulagi Framsóknarmanna. Ríkisútvarpið Framh. af 2. síðu. störf í framkvæmd útvarpsins, verða fastur og lítt hreyfan- legur kostnaðarliður. Sparnað- ur yrði þá að koma niður á dagskránni. En þar má þó sízt spara og skiftir miklu, að vel sé vandað til, méð þeirri hóf- stillingu uni gjöld, sem við verður komið. Innan skamms verður út- varpið fjárhagslega sjálf- stætt. Á þessu ári eru áætlaðar úr ríkissjóði um 11 þús. króna til styrktar útvarpinu. Myndi það þykja hæfilegur styrkur til lít- ils unglingaskóla í sveit. Við undirbúning fjárlaga, bæði fyr- ir síðastliðið ár og það sem er að líða, hefir áætlun um útgjöld verið miðuð meira við niðurstöðutölur á kreppufjár- lögum, heldur en fengna reynslu. Reikningslegur halli á sjálfum rekstrinum hefir því orðið óeðlilega mikill. Aftur á móti hefir útvarpinu komið hjálp frá Viðtækjaverzluninni, sem hefir nú endurgreitt stofn- kostnað sinn og ber uppi vaxtagreiðslur og fleiri kostn- aðarliði í rekstrinum. En þar sem útvarpið er enn í örum vexti, má vænta þess, að það verði innan skamms fjárhagslega sjálfstætt og geti sjálft að einhverju leyti borið uppi óhjákvæmilegar viðbótar- framkvæmdir. Og að þessu sjálfstæði þess ber að stefna. Aukatekjur. Ríkisútvarpið innir af hönd- um nokkra þjónustu fyrir aðr- ar ríkisstofnanir og hefir af því nokkrar tekjur. Þá hefir verið tekinn upp flutningur auglýsinga og til- kynninga og virðist það, ef rétt verður á haldið, geta orð- ið veruleg tekjulind fyrir stofnunina. Loks hafa tekizt samningar milli útvarpsins og dagblað- anna í Reykjavík um hagnýt- ingu erlendra útvarpsfrétta. Ýmsar aukatekjur stofnun- arinnar síðastliðið ár voru samtals rúml. 26.500 kr. Þar af voru fyrir auglýsingar og tilkynningar 15.300 kr. Auka- tekjur stofnunarinnar munu fara vaxandi á þessu ári. Framtíðarverkefni. Það mun brátt koma í ljós, að útvarpinu er þörf aukinna fjármuna til nýrra, stórfelldra framkvæmda. Eins og almenningi er kunn- ugt, er hagnýting öldulengda til útvarps og loftskeyta orð- ið eitt af mestu vandamálum og jafnframt ágreiningsmálum þjóðanna. Alþjóðaráðstefnan í Luceme síðastliðið sumar, setti um þetta mál nýja skip- un með þeim afleiðingum, að breytt var um öldulengdir allra stórstöðva í Evrópu. Kostnað- ur af breytingunni fyrir okkar stöð varð um 50 þúsund kr. En á þessari leið blasir við höfuðviðfangsefni okkar í út- varpsmálum. Við þurfum í ná- inni framtíð að stækka stöð okkar og auka orku hennar til mikilla muna. 120 kw. aðalstöð og end- urvarp á Austurlandi. Nágrannastöðvar okkar kepp- ast við að auka orku sína, Framhi á 4. síðu. *

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.