Nýja dagblaðið - 11.03.1934, Qupperneq 4
4
n ý i A
DAOÐLASIS
* - -"7*^.
Amnall.
Skipafréttir. Gullíoss er í Kaup-
mannahöfn. Guðafoss var vœntan-
legur frá Hull og Ilamborg í nótt
kl. 1—2. Brúarfoss var í gærmorg-
un á leið til Sauðárkróks frá
Borðeyri. Dettifoss er á leið til
Hull. Lagarfoss kom tii Djúpavogs
um hádegi í gær. Selfoss er í Ant-
werpen.
Verði menn fyrir vanskilum á
blaðinu, eru þeir beðnir að gera
afgreiðslunni strax viðvart. Blaðið
kemur út alla daga (árdegis) vik-
unnar nema mánudaga.
Gestir í bænum: Sverrir Gísla-
son bóndi í Hvammi, Jón Hann-
esson bóndi í Deildartungu, Guðm.
Jónsson bóndi Hvítárbakka, Séra
Eiríkur Albertsson Hesti, Pétur
Bjarnason, bóndi á Grund, Krist-
ján Björnsson bóndi á Steinum,
Davið þorsteinsson bóndi, Arn-
bjargarlæk, Július Bjarnason
bóndi Leirá, Jón Steingrímsson
sýslumaður Stykkishólmi, Sig-
urður Steinþórsson kaupfél.stjóri
Stykkishólmi, Gísli þórðarson
bóndi í Mýrdal, Hjörleifur Bjöms-
son bóndi á Hofsstöðum, Guð-
brandur bóndi á Spágilsstöðum,
Jakob Lindal Lækjamóti, Runólfur
Björnsson bóndi á Kornsá, Jón
Pálmason alþingismaður á Akri,
Hanues Jónsson aiþm. Hvamrns-
tanga, Jónas Jóhannsson bóndi
Oxney, Ágúst Jónsson bóndi á
Hofi, Guðbrandur ísberg sýslum.
Blönduósi. Sveinn Hannesson frá
Elivogum. — Ýmsir þessara manna
munu mæta sem fulltrúar á
flokksþingi Framsóknarmanr.a,
sem hefst á laugardaginn kemur.
Aðalfundur H. í. P. er i dag kl.
2 í K.-R.-húsinu (uppi).
peir, sem gerast nýir kaupendur
að blaðinu nú strax, fá sérstak-
lega góð kjör.
Leiðrétting. Fjármálaráðuneytið
óskar þess getið, að villa hafi
slæðst inn í skýrslu fjármálaráð-
herra, sem prentuð er í Nýja
dagbl. 3. marz. Er það útborgun-
argengi enska lánsins. í skýrsl-
unni stóð, að það hefði verið
94%, en það var aðeins 84%.
Forsætisráðherra fór utan síð-
astliðinn miðvikudag. í fjarveru
hans annast Magnús Guðmunds-
son störf þau er heyra undir for-
sætisráðherra, en þorsteinn Briem
annast fjármálaráðli.embættið,
Páli Sigurðssyni lækni á Hofsós
hefir verið veitt lausn frá embætti
frá 1. júní n. k. Páll veiktist í
fyrra og hefir ekki fengið fulla
bót á heilsu sinni ennþá, og hefir
hann þess vegna sótt um lausn
frá embætti.
Níræð varð í gær Anna þórðar-
dóttir, nú til heimilis á Baldurs-
götu 7. Átti hún lengst af heima
í Stóru-Hildsey í Austur-Landeyj-
um.
í kvöld kl. 9 verður samkoma í
Fríkirkjunni til ágóða fyrir Hall-
grímskirkjuna i Saurbæ.
Af veiðum komu í gær togar-
arnir Max Pemberton með 99 föt
iifrar, Kári Sölmundarson með 99,
Gullfoss (áður Gustav Meyer) með
35, Otur með 70 og Tryggvi
gamli með 93.
Taflfélag Reykjavíkur hefir fund
í dag kl. 2 í Oddfellowhúsinu
uppi. Stjórn Skáksambands ís-
lands er boðið á fundinn. Rætt
verður um brottrekstur félagsins
úr Skáksambandi íslands.
Farfuglafundur verður í Kaup-
þingssalnum annaðkvöld kl. 9.
þar flytur Kristinn Andrésson
magister erindi. Svo ræðir unga
fólkið bæði úr ræðustóli og undir
kaffiborðum, syngur og dansar.
Eru Farfuglafundimir venjulega
með allra frjálslegustu og ánægju-
legustu samkomum, þó að þær
kosti ekki mikla peninga.
Hjúskapur. í gærkvöldi voru
gefin saman í hjónaband lijá
lögmanni ungfrú Kristjana Bene-
diktsdóttir Sveinssonar fyrv. al-
þingismanns og stud. mag. Lárus
H. Blöndal.
Vonir heita smásögur, sem eru
nýkomnar út. Sögurnar eru eftir
Ármann Kr. Einarsson og eru 5
og heita: Á síðustu stundu, Ráðs-
konan í Lyngholti, Tveir afreks-
menn, þau unnust, Hefnd og Sú
rétta. Öll bókin er 176 síður.
Landsfundur bænda var settur i
gær hér í Reykjavik. Ekkert mál
var þá tekið fyrir, sökum þess, að
um 20 fulltrúar voru ókomnir.
Annars voru 5 mál á dagskrá,
eins og sagt var frá í blaðinu í
gær.
Esja liggur hér í Reykjavík og
á ekki að fara í strandferð fyr en
28. apríl.
Frá Siglufirði 8. marz. Bæjar-
stjórnarfundur samþykkti síðast-
liðinn þriðjudag, að Gagnfræða-
skólanum hér skyldi ætlað hús-
rúm á kirkjulofti .(en frá því hefir
verið sagt áður). Einnig samþ.
íundurinn samning við Tynes síld-
arkaupmann, sem og áður er get-
ið, um lóðaréttindi fyrir höín og
fiskiaðgerðarstöð smávélbáta. Sam-
þykkt var vegna sívaxandi
óánægju bæjarbúa með skipulags-
uppdrátt bæjarins, að fela bygg-
ingarfulltrúa og Ásgeiri Bjarna-
syni að gera nýjan skipulagsupp-
drátt híð fyrsta, Erindi verka-
mannafélagsins um atvjnnubóta-
vinnu nú þegar, var vísað til fjár-
hagsnefndar. Vörn, kvennadeild
Slysavarnafélags íslands, minnt-
• ist ársstarfsemi sinnar síöastliðinn
mánudag. Félagið er árs gamalt
og hefir safnað tæplega 4 þús. kr.
í Björgunarskútusjóð. — Bátar
héðan réru í nótt í fyrsta sinni.
Afli var mest 2000 kg. á bát —
Símkappskák milli taflfélagsins
hér og taflfélagsins Fjölnis i Rvík
er nýlokið og urðu jafnir vinning-
ar, 3V2 hjá hvorum. — FÚ.
Frá Homafirði 9. marz: Undan-
farna daga hafa bátar róið héðan,
og fiskað dável, en misjafnt.
Loðna til beitu befir veiðst í Firð-
inum. — Nýlátín er Nanpa Lára
Ólafsdóttir, Volas.eli 27 ára að
aldri. — FÚ.
Frá Akranesi 9, marz: Allír bát-
ar réru héðan i gær og í dag.
Afli var góður, en heldur minm
í dag. Meðal afli er áætlaður 20
skp. Línuveiðarinn Sæliorg losaði
í gær hér á Akranesi, hafði góðan
alfa. Línuveiðarinn Ólaíur Bjarna-
son er að koma inn til þess að
losa fullfermi. — FÚ.
Ólga í Frakklandi. Franska blað-
ið „L’oeuvre" skýrir frá því, að
í París hafi komizt upp um til-
raun til þess að efna til borgara-
styrjaldar, og hafi bæði kommún-
istar og fasístar staðið að uppreist-
aráformunum. Á ráðherrafundi í
París 7. þ. m., segir blaðið, gáfu
bæði hermálaráðherrann og innan-
rikisráðherrann skýrslur um mál-
ið og skýrðu frá því, að allmiklar
vopnabirgðir hefðu verið gerðar
upptækar, — FÚ.
Aukakosning á fram að fara
á morgun í öllum fjórum
háskólum Skotlands, og bíða menn
þess með mikilli eftirvæntingu
um allt Bretland, hvernig sú
kosning mum fara, með því að
hún þykir merkileg bending um
það, hvemig straumar liggi nú í
enskum stjómmálum. — FÚ.
Námuhrun varð í Efri-Slésíu á
miðvikudagsmorgun. Rannsókn
hefir íarið fram á orsök slyssins,
Samvinnufíokkur
Kanada
Um langt slceið hafa verið
tveir aðalst j órnmálaf lokkar í
Canada, íhaldsflokkur og frjáls-
lyndur flokkur. Helztu stefnu-
munurinn er sá, að íhaldsflokk-
urinn hefir snúizt meir að því
að girða landið með tollmúrum.
Nú hefir myndast nýr flokk-
ur, sem stefnir að því að koma
á umbótum vegna almennings
í landinu, með því að sameina
verkamenn og bændur í flokk,
móti auðmönnum og fjárplógs-
mönnum, sem sett hata svip-
sinn á eldri flokkana. Foringi
þessa flokks heitir James S.
Woodworth. Hann er prestvígð-
ur maður, en þótti ekki hæfur
í þeirri stöðu er hann mótmælti
herskyldu í Canada á stríðsár-
unum, og sat hann þá um stund
í fangelsi fyrir skoðanir sínar.
Á síðustu misserum hefir sam-
vinnuflokki hans aukizt fylgi,
og er búizt við, að upp úr
næstu kosningum verði flokk-
urinn mjög fjölmennur í þing-
inu. Mikið af leiðtogum flokks-
ins eru háskólakennarar, en
fylgi hans er mest meðal efna-
lítilla og atvinnulausra manna,
bæði í sveitum og borgum.
Kreppan hefir aukið vantrú
manna á það, að flokkar, sem
auðemnn ráða, séu góðir fyrir
almenning.
og hafa sérfræðingar komizt að
þeirri niðurstöðu, að svokallaður
tektoniskur jarðskjálfti hafi vald-
ið hruninu. — FÚ.
Dularfullt hvarf. Fyrir nokkru
liélt eimskipið „Dalmoral Castle"
frá Höfðaborg áleiðis til Sout-
hampton og hafði meðferðis gull-
sendingu frá Standard Bank i
Bulawayo í Rhodesiu. þegar skip-
ið kom til Southampton á mánu-
dag var gullkassinn þegar í stað
færður til London með járnbraut-
ariest, og opnaður í Englands-
banka. Kom það þá í ljós, að í
kassanum var aðeins sement og
naglar, Ekkert bennti til þess, að
Hassinn hefði verið opnaður og
hann vóg með innihaldi nákva:m-
lega eins og vera átti, er hann var
-sendur frá Bulawayo, það er talið
óhugsandi, að átt hafi verið við
kassann á leiðinni, því að hann
var alla stund í lokuðum klefa,
og ennfremur er þess getið, að ítr-
ustu varkárni hafi verið gætt, er
gullið var látið í hann í Bula-
wayo, og nægir vottar þar að, og
kassinn siðan færður undir
strangri gæzlu til skips. Hafa
menn nú það sér til dægrastytt-
ingar í Englandi, að leiða getum
að hvernig standa muni á þessu
dularfulla fyrirbrigði. — FÚ.
Papen í Rém. það hefir vakið
nokkra athygli meðal heimsblað-
anna, að von Papen hefir áform-
að að fara til Róm um miðjan
mánuðinn, og telja blöðin, að hann
muni ætla að semja við Gömbös
og Dollfuss, sem þá verða einnig
staddir í Róm. Von Papen hefir nú
lýst því yfir, að hin áætlaða för
eigi ekkert skylt við stjórnmál,
heldur hafi hann í hyggju, að sitja
alþjóðafund Maltoserreglunnar, er
haldinn verður um það leyti, og
auk þess sé með öllu óvíst, að
hann geti farið sökum lasleiku.
Árbók Svenska dagblaðsins hefir
nýlega borizt hingað. þar er ítar-
Happdrætti
háskólans
Framh. af 1. síðu.
Nr. 200 króna vinninga:
2327, 22607, 10705, 19989, 2988
3381, 3778, 19758, 10190, 24354
23914, 24473, 7085, 14972, 7839
Nr. 100 króna vinninga:
5891, 22422, 14003, 16038, 22835
10332, 21354, 19295, 15602, 6639
13815, 4711, 14093, 16172, 13128
4455, 3074, 19718, 17204, 850
4567, 6401, 2410, 16852, 21347
12896, 21236, 9292, 16551, 24024
15188, 6725, 4739, 14381, 4896
20213, 7320, 19397, 23484, 24801
24952, 2488, 16561, 24436, 4013
4089, 22739, 896, 13819, 23152
17080, 22046, 5479, 20576, 3960
12248, 12226, 18007, 14294, 14378
5265, 22632, 4762, 20453, 8275
13838, 15991, 5352, 1196, 2863
3169, 24428, 15760, 9778, 5688
22904, 3645, 12511, 13265, 7859
17425, 23767, 1963, 24646, 22051
18571, 21069, 5821, 2498, 15116
24416, 23979, 7334, 8918, 13836
7745, 12778, 1779, 22082, 14282
1298, 12853, 21724, 2568, 20929
913, 14321, 13803, 18481, 13426
2u540, 24980, 19181, 7348, 5831
22095, 6582, 24377, 7289, 14119
9376, 12200, 21969, 535, 7537
7710, 20661, 16580, 7J38, 23735
6545, 4580, 23429, 17025, 15182
7316, 18968, 16914, 7724, 2669
16901, 9174, 12388, 12085, 7534
6999, 12094, 15109, 14750, 10192
3110, 20172, 24134, 6818, 20535
12165, 14614, 4962, 1075, 651
12914, 826, 23618, 20043, 11653
6965, 19483, 14024, 7087, 19782
24352, 11124, 12443, 7335, 14911
13285, 20329,
Samvinnuútgerð
í Borgarnesi
Á síðastliðnu sumri var sam-
vinnuútgerðarfélag stofnað í
Borgarnesi. Félagið heitir Sam-
vinnuútgerðarfélagið Grímur. í
fyrrasumar hafði félagið fislc-
verkun, og gekk hún vel eftir
ástæðum.
Á síðasta þingi var sam-
þykkt 125 þús. króna ábyrgð
fyrir félagið til skipakaupa. Er
nú í ráði að kaupa skip og gera
það út með línu. Komið hefir
til mála um kaup á mjög góðu
og hentugu skipi, en ekkert er
þó fastráðið um kaup ennþá.
Eins og nú er háttað er
sáralítil atvinna í Borgarnesi,
og hefir verið um lengri tíma,
það er því mjög þýðingarmikið
fyrir þorpið að hægt verði að
fá skip þangað, sem leggi þar
upp.
Stjórn félagsins skipa: Þor-
kell Teitsson, Magnús Jónsson,
Hervald Björnsson, Friðrik
Þorvaldsson og Ásmundur
Jónsson.
lega sagt frá íslandi og helztu at
burðum á liðna árinu. Sérstaklega
er þar nákvæmt yfirlit yfir stjórn-
málin og allar þær breytingar,
sem gerzt hafa í stjórnmálalífi á
árinu. þar segir meðal annars:
I.andbúnaðarflokkurinn, sem með
miklu meira rétti en fyrir kiofn-
inginn ber nafnið Framsóknar-
flokkur, fækkaði þingmönnum nið-
ur í 13 (Svenska Dagbladets &r-
bok 1934, síðu 334).
• Ódýrn ®
aug-lýsingarnar.
II
Kaup og sala
II
FROSIN DILKASVIÐ
fyrirliggjandi.
S. 1. S. — Sími 1080.
Glæný ýsa, glænýr steinbítur
0. fl. teg. af fiski. Tekið á móti
pöntunum í allan dag. Fljót af-
greiðsla. Nýja Fiskbúðin. —
Sími 4956.
Rúgbrauð, franskbrauð og
normalbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfél.
Reykjavikur. Sími 4562.
Gott ódýrt fæði fæst í K.-R-
húsinu. Einnig einstakar mál-
tíðir.
Ilmvötn, hárvötn og hrein-
lætisvörur fjölbreytt úrval hjá
Kaupfélagi Reykjavíkur.
llúsiiæði
Búð til leigu strax í miðbæn-
um. Tilboð merkt „Strax“ legg-
ist inn á afgr. þessa blaðs.
íbúð. 2—3 herbergi með öll-
um þægindum óskast 14. maí í
suðausturhluta bæjarins. Mán-
aðarleg fyrirframgreiðsla. Til-
boð leggist inn á afgreiðslu
Nýja dagbl. merkt „Solid“.
Svartur vetrarf ra kki
merktur Björgvin, var tekinn
í misgripum í Hressingarskál-
anum á föstudagskvöld, óskast
skilað þangað.
Ríkísútvarpið
Framh. af 3. síðu.
jafnframt því sem stöðugt
þrengist á öldusviðinu fyrir
útvarp. Afleiðing þess verður
sú, að útsending frá okkar
stöð kafnar í truflunum frá
orkumiklum stöðvum í ná-
grannalöndunum. 1 öðru lagi
mundum við lítt verða teknir
til greina í alþjóðaviðskiptum
um þessi efni, ef við látum
okkur nægja að hokra með
smástöð þá, sem við nú höfum.
Eru líkur til, að næstu við-
fangsefni okkar í þessum mál-
um verði þau tvö:
að stækka stöð okkar úr 17
kw. upp í 120 kw. og að reisa
endurvarpsstöð á Austurlandi.
Þessi framtíðarverkefni, sem
ég hefi minnst á, liggja á sviði
efnislegra framkvæmda og
mun fara um þau efni eftir
þörfum og ástæðum, því að
þjóðin mun ekki úr þessu
sætta sig við alvarlegar hindr-
anir í hagnýtingu útvarpsins.
En höfuðviðfangsefni fram-
tíðarinnar, sem verður stöðugt
og vaxandi, er að afla útvarp-
inu góðrar dagskrár, svo að á
móti mikilli fórnfýsi almenn-
ings og tilkostnaði komi and-
leg og hagnýt verðmæti.
Yfirlitsgrein þessi er sam-
tímis send öllum dagblöðunum!
í Reykjavik.
Reykjavík 10. marz 1934.
Jónas Þorbergsson.