Nýja dagblaðið - 20.03.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 20.03.1934, Blaðsíða 1
2. ár. ÍDAG Sólaruppkoma kl. 8.11. Sólarlag kl. 5.14. Flóð árdegis kl. 9.35. Flóð síðdegis kl. 10.00. Veðarspá: Allhvass austan. Ur- komulaust. Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ........ opið 1-4 pjóðminjasafnið ......... opið 1-3 Náttúrugripasafnið ...... opið 2-3 Alþýðubókasafnið .. . .opið 10-10 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 Útvegsbanbinn opinn 10—12 og 1—4 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og ð-7^/2 Pósthúsið: Bréfapóstst, .. opin 10-6 Bögglapóststofan ..... opin 10-5 Landssíminn ............ opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 14 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6 Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda opið 10—12 og 1—6 Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6 Eimskipafélagið .......... opið 9-6 Stjómarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4 Skrifst. lögpuanns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Ríkisféhirðir ............... 10-3 Baðbús Reykjavíkur .... opið 8-8 Heimsóknartfml sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12^2-2 Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 3y2-4y2 Kleppur ................. kl. 1-5 Fæðingarh;, Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar...................kl. 3-5 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4 Elliheimilið ................. 1-4 Næturvðrður í Laugavegsapóteki og Ingólfsapóteki. Næturlæknir: Jón Norland Laugav. 17. Sími 4348. Skemmtavtr otj samkomnr: Nýja Bíó: Bláa Paradísin kl. 9. Gamla Bíó: Bros gegnum tár kl. 9. Iðnó: María Markan, kveðjusöng- ur kl. 8y2. Varðarhúsið: Fyrirlestur Kvenrétt- indafél. (Laufey Valdimarsdótt- ir) kl. 8y2. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. Tilkynningar. 19,25 Enskukennsla. 19,50 Tónleikar. — Auglýsingar. 20,00 Klulckusláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Sæmundur fróði og Svarti- skóli (Gaðm. Thoroddsen próf.). 21,00 Celló-sóló (þórhallur Árna- son). 21,20 Upplestur (þóra Borg). 21,35 Grammófónn: a) íslenzk lög. b) Danslög. Símar Nýja dagblaSsins: Ritstjóri ........................ 4373 Fréttaritari ..................... 2353 Afgr. og augl, ................... 2323 Reykjavík, þriðjudaginn 20. marz 1934. 67. falað. Frétíitafflokksþingi ÞriveldasaxuninguriDn sem undirritaður var í Róm í fyrradag hefir vakið mikla athygli og er talið. að honum sé stefnt gegn þýzkalandi, sem nú standi einangrað. Ænv í s a, n a. m. á, 1 i d i Landsbankanum Eyjólfur Jóhannsson játar að haia g-efið út ávisanir á engar inustæður. Flokksþingið hófst kl. 10 árdegis í fyrradag. Voru þá þegar komnir á annað hundrað fulltrúar, en þó margir ókomn- ir, Norðlendingar alhr austan Stóra-Vatnsskarðs. Flokksþing þetta verður mjög fjölsótt. Er það fyrsta flokksþingið, sem aðeins kjörnir fulltrúar fyrir flokksfélög sitja. Er það þeg- ar sýnt, að mikill meiri hluti þeirra fulltrúa mætir, og er þó ekki annað hægt að segja, en að margir eigi erfiða sókn. Virðist svo, að flokksmenn telji það nú mikilsvert að treysta fylkingar sínar sem bezt. Enda munu þeir ráðnir að ganga skeleggir til kosningabaráttunn ar í vor. Flokksþingið setti Sigurður Kristinnsson forstjóri, með ræðu. Bauð hann alla velkomna og kvað sér gleðiefni að sjá flokksþingið svo vel sótt. Gerði hann síðan grein fyrir hvaða ástæður hefðu valdið því, að flokksþing er kvatt saman að þessu sinni og hvaða verkefni lægju fyrir því. Kvað hann oft hafa verið þörf á að umbóta- mennirnir í landinu stæðu vel að sínum málum, en þó hefði ef til vill aldrei verið jafn brýn þörf á því sem nú, þar sem hvorttveggja þyrfti að halda vörð um margt það, sem byggt hefði verið upp á síðustu árum og svo kæmu alltaf ný og ný vandasöm úrlausnarefni á þess- um miklu umrótstímum. Þá var tilnefndur fundar- stjóri fyrsta dags Þórir Stein- þórsson í Reykholti, og skrif- arar flokksþingsins þeir Egg- ert Guðmundsson, bóndi, Vatns horni, Emil Jónsson, bóndi, Gröf og Þórólfur Sigurðsson bóndi, Baldursheimi. Þar á eftir fór fram kosning kjörbréfanefndar, til að rann- saka kjörbréf manna. Síðan var fundi frestað til kl. 4 síðd. KI. 4 síðd. var fundur aftur settur og skilaði þá kjörbréfa- nefnd áliti. Síðan gaf Sigurður Kristinnsson, formaður mið- stjórnar flokksins skýrslu um störf miðstjórnarinnar á árinu og gerði grein fyrir flokks- starfinu. Síðan voru lögð fram skipu- lagslög flokksins til umræðu. Hafði Hannes Jónsson dýra- læknir framsögu og flutti langt erindi um skipulag flokksins og þá vörn, er hann taldi í því gegn illum kosningalögum. Hannes Pálsson bóndi á Undir- felli kvaddi sér og hljóðs og bar fram tillögu um breytingu á því hvernig væri kosið í mið- stjórn flokksins. Síðan var kos- in nefnd í málið, 1 fulltrúi fyrir hvert kjördæmisfélag, og var mönnum vísað til þeirrar nefndar, ef þeir hefðu ein- hverjar tillögur um breytingar á flokkslögunum. Þar á eftir var kosin blaðnefnd og allsherj- arnefnd á sama hátt. Eiga 25 menn sæti í hverri nefndinni. Eftir að kosningu þessara nefnda var lolcið, var fundi slitið. Kl. 8 síðdegis var enn komið saman til að hlýða á erindi þeirra Eysteins Jónssonar um fjármál þjóðarinnar og Krist- jáns Jónssonar um sjávar- útveginn. Verður væntanlega birtur útdráttur úr þeim erind- um síðar hér í blaðinu. Eftir að þessum erindum var lokið, var tilnefndur fundar- stjóri næsta fundardags, Bjarni Bjarnason á Laugarvatni. I gær var fundur settur kl. 1 e. h. Voru þá Norðlending- ar flestir komnir og höfðu kom- ið með e.s. íslandi um nóttina. Voru þá mættir 167 fulltrúar. Ókomnir eru þó enn nokkrir menn, sem koma með Goða- fossi í dag. Fyrstur hóf máls Hermann Jónasson og flutti mikið erindi um dómsmál og réttarfar. Lýsti hann því á hvem hátt réttarfari þjóðarinnar væri á- fátt. Taldi hann nauðsynlegt, að öll meðferð réttarfarsmála væri á opinberum vettvangi og myndi slíkt bæði verða til þess, að þroska réttarvitund þjóðar- innar og skapa nauðsynlegt að- hald um alla meðferð mála. Þá lýsti hann því ástandi, sem nú væri í réttarfarsmálunum og taldi þar mikilla umbóta þörf. Aðrar umræður umræður urðu ekki um málið. Þá var rætt um kosninga- undirbúninginn og hafði þar framsögu Jónas Jónsson. — Ræddi hann um hvað kosning- amar næstu mundu einkum snúast um og bað Framsóknar- menn að ganga örugga til kosninganna. Að ræðu hans lokinni voru kosnar tvær 25 manna nefndir, önnur til að ræða um skipulag kosninga- undirbúningsins, en hin til að semja kosningaávarp. Síðan var fundarhlé til kl. 8. Berlin kl. 10, 19/3. FÚ. Frönsku blöðin ræða nú eðli- lega mest um orðsendingarnar, sem sendar voru í fyrradag, bæði orðsendingu Þjóðverja til Frakka, og Frakka til Breta. Um frönsku orðsendinguna Nýja dagblaðið' náði 1 gær tali af fulltrúa lögreglustj óra, Ragnari Jónssyni, er skýrði frá því sem frekar hefði komið í ljós við yfirheyrslu Eyjólfs Jóhannssonar. Eyjólfur Jóhannsson kom seint á sunnudagskvöldið utan- lands frá með Gullfossi. Kom hann strax í land með tollbátn- um. Var hann þá yfirheyrður út af ávísanamáli Mjólkurfé- lagsins, sem áður hefir verið sagt frá hér í blaðinu og stóðu yfirheyrslurnar lengi nætur. E. J. viðurkenndi að hafa gefið út ávísanir á bankann, án þess að eiga inneign fyrir upphæðinni, þegar hann hefði þurft á því að halda og hefði aðalgjaldker- inn Guðmundur Guðmundsson ! tekið þær og greitt. Stundum hefðu þessar ávísanir aftur verið innleystar, en stundum endurnýjaðar, eftir því hvernig á hefði staðið. Hefir þessi „láns“-aðferð verið viðhöfð undanfarin 2 ár, en mest þó verið gert að þessu í haust sem leið. Ekki er ennþá uppvíst um hve upphæðir þessar eru háar. Fréttastofa Reuter’s hefir undanfarið kynnt sér álit ýmsra stj órnmálamanna í höfuðborg- um Evrópu, á því, hverjar horfur þeir álitu á því, að Sov- ét-Rússland gangi í Þjóða- bandalagið. Frönsk blöð telja, afstöðu leiðtoga Sovét-Rúss- lands undanfarið sýna vaxandi hneigð í þá átt, þótt málið hafi enn ekki komizt á það stig, að um það væru hafnar stjómmálaumræður. Frakk- land myndi fagna inngöngu kemst blaðið Le Matin svo að orði, að hún tákni endir hug- sjónatímabils, og byíjun veru- leikatímabils. Telur Le Peuple að það sé komið í ljós enn greinilegar, að franska stjórn- in vilji enga afvopnun. Framburði þeirra Guðmund- ar og Eyjólfs bar alveg saman. Eins um þessa 5000 kr. ávís- un, sem Mjólkurfélagið hafði gefið út og lánað G. G. Þar eð framburði þeirra Guðmundar og Eyjólfs bar saman í öllum aðalatriðum, á- leizt málið að mestu upplýst og þótti því ekki ástæða til þess að setja Eyjólf í gæzlu- varðhald. Guðmundi Guðmundssyni var í gærmorgun sleppt úr gæzlu- varðhaldi, þar sem hann hafði játað brot sitt, og framburður hans staðfestur með samliljóða framburði E. J. Eftir nokkra daga, þegar fullnaðarskýrslu endurskoðend- anna á ávísanareikningi Mjólk- urfélagsins er lokið, mun málið sent til dómsmálaráðuneytis- ins, og ákveður það hvort höfða skuli mál gegn Guð- mundi Guðmundssyni og Eyj- ólfi Jóhannssyni Munu brot þessi falla undir þá kafla liegningarlaganna, sem fjalla um embættisafbrot og svindl. Sovét-Rússlands í Þjóðabanda- lagið, en meðal þeirra sem kunnugastir eru málum, er tal- ið, að málið komi ekki til um- ræðu fyr en þá á september- fundum Þjóðabandalagsins í haust. I Róm fékk fréttastofan það svar, að stjórnin hefði engar sönnur fyrir því, að samningar væru hafnir um þetta mál. Moskva lýsir yfir því, að fregnir um væntanlega inn- göngu Sovét-Rússlands í Þjóða- bandalagið hafi vakið mikla at- hygli hvervetna erlendis, þrátt fyrir þá staðreynd, að fyrri afstaða Sovét-Rússlands gagn- vart Þjóðabandalaginu hefir hingað til borið vott um full- komið vantraust, en að vax- andi áhugi Rússlands fyrir því, að taka virkan þátt í stjórn- málum álfunnar, kunni að leiða til þess, að það 'breyti afstöðu sinni. örðsendingarnar um afvopnunarmálin Gengur Sovét-Rússland í Þióða'bandalag'ið ? LRP kl. 17.00, 19/3. FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.