Nýja dagblaðið - 23.03.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 23.03.1934, Blaðsíða 1
Í_DAG Sólaruppkoma kl. 6.24. Sólarlag kl. 6.48. Flóð árdegis kl. 11.05. Flóð síðdegis kl. 11.40. Veðurspá: Allhvass suðvestan eða : sunnan. Rigning eða skúrir. Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 þjóðskjalasafnið ........ opið 1-4 Alþýðubókasafnið .. . .opið 10-10 Landsbankinn ......... opinn 10-3 Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3 Útvegsban/'inn opinn 10—12 og 1—4 Útbu Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7^2 Pósthúsið: Brófapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan ...... opin 10-5 Landssíminn ............ opinn 8-9 Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnuféi. 9-12 og 1-6 Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda opið 10—12 og 1—6 Skipaútg. ríkisins opin 9 12 og 1-6 liimskipafélagið ......... opið 9-6 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4 Skrifst. lögregJustj. opin 10-12og 1-4 Skrifst. lög/.ianns opin 10-12 og 1-4 Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4 Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Rikisféhirðir ............... 10-3 Baðhús Reykjavikur .... opið 8-8 Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspitalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12V2-2 Vifilstaðahælið 12^2-1% og 3V2-4y2 Iíleppur ................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar..................kl. 3-5 Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4 Eiliheimilið ................. 1-4 Næturvörður í Laugavegaapóteki og Ingólfsapóteki. Næturlæknir: Katrín Thoroddsen, Fjölnisveg' 6. Síini 4561. Skemmtavif* og samkomnr: Nýja Bíó: Kátir karlar kl. 9. Gamia Bíó: Bros gegnum tár kl. 9. Iðnó: Meyjaskemman kl. 8. Samgöngnr og póstferöir: Súðin vestur um kl. 9. Suðurland til Borgarness. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir. Tilkynningai'. 19,25 Erindi Búnað- arfélagsins: Samtök norskra bænda, II (Metúsalem Stefánsson). 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Iívöld- vaka: a) Freysteinn Gunnarsson: Úr fornbókmenntum. b) Friðfinnur Guðjónsson: Upplestur. c) Axel Guðmundsson: Saga eftir Steph. G. Stephansson. — Islenzk lög. Símar Nýja dagblaðsins: Ritstjóri ........................ 4373 Fréttaritari ..................... 2353 Afgr. og augl. ................... 2323 Verzlunin við Spán. Fregnir eru á sveimi um það, að yfir vofi þýðingarmíklar breytingar á verzlunarkjörum ís- lendinga á Spáni. Skýrt verður frá þessu jafnskjótt og áreiðanleg- ar fregnir fást af málinu. Þing'inu var slitið í gær A aðalíundi míðsljórnar í gær var Jónas Jónsson alþingismaður kjörinn formaður Framsóknarflokksins Kl. 8 í fyrrakvöld hófust umræður um kosningaávarpið, sem þar til kjörin nefnd hafði samið og útbýtt var í fundar- byrjun. Framsögu höfðu af hálfu nefndarinnar þeir Sigurður Jónsson bóndi á Arnarvatni og Þórir Steinþórsson bóndi í Reykholti. Síðan hófust al- mennar umræður, og kl. rúml. HV2 var kosningaávarpið af- greitt frá flokksþinginu. Fimmti fundur flokksþings- ins hófst kl. 9 í gærmorgun. Fundarstjóri var Sigurður Bjarklind kaupfélagsstjóri á Húsavík. Var þá tekið fyrir nefndar- I álit blaðanefndar. Framsögu af i hálfu nefndarinnar hafði Þor- steinn Jónsson kaupfélagsstj. Reyðarfirði. Var nefndarálitið afgreitt ■ fyrir hádegi. Þá var gefið j fundarhlé til kl. 5 síðd. og til- j kynnt, að þá færu fram þing- slit. Formaður Framsóknarilokksins Jónas Jónsson. sem ályktanir frá flokksþing- inu, þ. á m. viðvíkjandi kreppuhjálpinni til bænda og vetrarveginum yfir Hellisheiði. Að lokum ávarpaði hinn ný- kjörni formaður flokksins, Jón- as Jónsson alþm., fulltrúana með stuttri ræðu og sagði flokksþinginu slitið. Kl. 1 e. h. hófst aðalfund- ur hinnar nýkjörnu miðstjóm- ar að Hótel Borg. Fóru þar fram kosningar til næsta starfsárs. Fráfarandi formaður flokks- ins, Sigurður Kristinsson for- stjóri, baðst undan endurkosn- ingu. Formaður Framsóknar- flokksins var kjörinn Jónas Jónsson alþm. Ritari var kjörinn Eysteinn Jónsson alþm. Gjaldkeri var kjörinn Vigfús Guðmundsson framkv.stj. frá Borgarnesi. Varaformaður flokksins var kjörinn Hermann Jónasson, vararitari Guðbrandur Magn- ússon og varagjaldkeri Guðm. Kr. Guðmundsson. Kl. 5 sd. var áfram haldið fundi í flokksþinginu. Var þá fyrst lesin skrá yfir þá fulltrúa alla, er mættir höfðu verið á þinginu, og risu fundarmenn úr sætum, er nefnd voru nöfn þeirra. Þá voru fulltrúum tilkynnt- ar kosningar þær, er fram höfðu farið á aðalfundi mið- stjórnar. Þvínæst voru teknar fyrir nokkrar tillögur og afgreiddar Kl. að ganga níu í gærkvöldi hófst samsæti að Hótel Borg. Tóku þátt í því fulltrúar, sem mættir höfðu verið á þinginu, og fjöldi annara flokksmanna úr Reykjavík og annarsstaðar að. Var það samsæti mjögfjöl- mennt, hátt á fimmta hundrað í manns, og stóð það yfir, er ! blaðið fór í prentun í nótt. Framboð í Norður-Múlasýslu og' í Y estur - Húna vatnssýslu Framboð af hálfu Framsókn- arflokksins eru ákveðin í Norð- ur-Múlasýslu og Vestur-Húna- vatnssýslu. I Norður-Múlasýslu verða í kjöri af flokksins hálfu þeir Páll Hermannsson alþingismað- ur og Páll Zophóníasson ráðu- nautur. 1 Vestur-Húnavatnssýslu verður í kjöri af flokksins hálfu Skúli Guðmundsson kaupfélagsstjóri á Hvamms- tanga. Framboð af flokksins hálfu í nokkrum fleiri kjördæmum munu verða ákveðin innan skamms. V élbátur , ísafirSi 22/3. FÚ. Vélbáturinn Helga frá Hnífs- dal sökk í fyrradag. Menn björguðust. Nánari atvik voru þau, að í fyrradag hitti togarinn Há- varður Isfirðingur vélskipið Bjöminn með bilaða vél á mið- unum út af Súgandafirði, og tók hann Bjöminn í eftirdrag áleiðis til Isafjarðar. Þegar komið var inn að Stigahlíð gaf annar bátur, er þar var stadd- ur, togaranum merki um að sekkur hann vantaði aðstoð. Bátur þessi var Helga frá Hnífsdal, formaður Páll Pálsson. Var þá svo hvasst, að bátur þessi dró ekki móti veðrinu, en er taka skyldi bátinn í dráttarlínu, rákust þeir saman Björninn og Helga, 0 g yfirgáfu þá allir bátverjar Helgu nema formað- ur. Nokkru seinna sökk Helga og bjargaðist formaður með naumindum. Hávarður Isfirðingnr fór með Bjöminn og skipverja af Helgu til ísafjarðar. Tjón af o I ofviðrinu 21. þ. m. urðu miklar skemmdir á síma hér í nágrenni Reykjavíkur. I Mos- fellssveit brotnuðu 30—40 símastaurar á svæðinu milli Grafarholts og Blikastaða og inn með Hvalfirði slitnuðu símalínur á nokkrum stöðum. Allar bilanirnar urðu á norður- línunni. Auk hvassviðrisins mun ís- ing hafa átt mikinn þátt í skemmdunum. Hafði sezt svo mikið utan á símaþræðina, að þeir voru víða orðnir 4—5 þuml. í þvermál. tviÖ TÍ I fyrradag og gær var unnið að viðgerðum á báðum stöðun- um og var búizt við, að þeim yrði komið það langt í gær- kvöldi, að samband fáist í dag. Skeytasendingar hefir verið hægt að annast til norður- og vesturlandsins, með því að senda þau með Suðurlandslín- unni og svo áfram austur og norður um til viðtökustaðanna. I gær hafði landsímastjóri haft fréttir af öllu landinu og höfðu símabilanir ekki orð- ið annarsstaðar. Télckó-Slówakar eru andvígir sameiningu Austurríkis og Ungverjalands. Bcrlín kl. 8, 22/3. FÚ. Benes, utanríkisráðherra Tékkó-Slóvakíu hélt eftirtekt- arverða ræðu í utanríkisnefnd tékkverska þingsins um það hver áhrif þriggja ríkja sam- komulagið í Róm mundi hafa á stjórnmálastefnu litla Þjóða- sambandsins. Hann kvað það einmitt sjást greinilegast á af- stöðu Austurríkis nú, hve stjórnmálahlutföllin í Evrópu hefðu breyzt. Afstaða litla þjóðabandalagsins til Ítalíu, sagði hann að mundi fara eftir því, hvernig skipaðist um mál- efni Austurríkis, en hvorki Tékkóslóvakía, Rúmenía né Júgóslavía mundi taka sam- einingu Austurríkis og Ung- verjalands með þögninni, því að sameining mundi hafa það í l’ör með sér, að Habsborgara- ættin kæmist aftur til valda. Benes kvaðst einnig vera mót- fallinn sameiningu Austurríkis og Þýzkalands, ef friður ætti að haldast í Dónárdalnum, yrði Austurríki að vera sjálfstætt og öllum óháð. Vinnudeilur og verkföll í Bandaríkjunum London kl. 18, 22/3. FÚ. Roosevelt heldur í dag fund með frömuðum bifreiðaiðnað- arins, en fréttir hafa ekki bor- izt af því hvað þar fór fram. Verkafólk við tóvinnuverk- smiðjur hefir farið framáþað, að verkfalli yrði lýst í iðnað- inum, af því að það sé arðrænt af vinnuveitendum. Þrenn minniháttar verkföll hafa orðið í Norður-Ohio. I New York hefir verkfall ökumanna við almennings- bifreiðar leitt til götuóeirða. Verkfallsmenn réðust á einka- bifreiðar, sem eigendurnir höfðu léð til þess að halda uppi flutningum, og brutu nokkrar þeirra, en særðu ökumenn, og þegar lögreglan ætlaði að skakka leikinn, gerðu verkfalls- menn árás á hana, og lenti í bardaga.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.