Nýja dagblaðið - 23.03.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 23.03.1934, Blaðsíða 4
4 n t j a DAOBLABXB Annáli Meyjaskemman verður leikin i kvöld kl. 8. Er það siðaata sýning íyrir páska, því í nœstu viku verður ekkert leikið. Dómur hefir verið kveðinn upp i máli mannsins, sem var valdur að húsbrunanum á Lindargötu 2 nú fyr í mánuðinum. Var hann dæmdur i tveggja ára hetrunar- hússvirmu. Verkamannabústaðir. Ákveðið hefir verið að byggja 54 verka- mannabústaði í sumar. Verða þeir i sambyggingu meðfram Ásvalla- götu, Hoísvallagötu og Hring- braut og áfastir við Verkamanna- bústaðina, sem búið er að byggja. Heimild hefir verið fengin til að taka 400 þús. kr. lán til þessarar byggingar. Gfoðaioss fer til útlanda á iaug- ardagskvöld. Burtför skipa. Suðurland fer tii Borgarness. Súðin fer í hringferð vestur um í kvöld kl. 9. Maður drukknar. í ofviðrinu 21. þ. m. tók mann út af vélskipinu „Nanna" og náðist hann ekki aft- ur. Hann hét Friðbjörn Jónsson og var frá Siglufirði, ungur maður og ókvæntur Slysið vildi þanmg til, að stórsjór féll á skipið og skolaði öllu lauslegu fyrir borð. Fyrirlestravika Kvenréttindafó- iagsins. í kvöld kl. 8l/2 verður sið- asti fyrirlesturinn haldinn 1 Varð- arhúsinu. Fyrirlesturinn heldur frk. Laufey Valdimarsdóttir og vei-ður hann um starfsemi mæðra- styrksnefndarinnar. Á eftir þess- um fyrirlestri eins og öllum hin- um, verða leyfðar fyrirapurnir og umræður. Guðspekifélagið. Fundur í „Sept- ímu“ i kvöld kl. 8y2. Fundareini: „Hugsjónir mannsins frá Nazar- et“ (framhald). Félagar mega taka með sér gesti. Höfnin. í gær komu af veiðurn Hannes ráðherra með 105 lifrar- föt og Tryggvi gamli með 101. Spánskur togari kom til að taka kol og salt. Bökun í heimahúsum. Nýlega er útkomin í annað sinn bókin „Bökun í heimahúsum1*, eftir Helgu Sigurðardóttur, aukin og endurbætt. Hin fyrri útgáfa af bók þessari hefir átt miklum vinsæld- um að fagna og seldist upp á skömmum tima. Bókin ræðir aðal- lega um brauðbökun í heimahús- um. í einuin kafla þessarar nýju útgáfu ræðir höfundurinn um ýmsar ódýrar brauðtegundir, enn- fremur um kartöflubrauð o. fl. þar að auki er kafli um allskon- ar fínt brauð, allt frá smákökum til samkvæmiskaka. Bókin er hin læsilegasta, frágangur ágætur og uppskriftirnar glöggar, svo allir ættu að geta stuðst við þær. Höf- undurinn er þekkt og vinsæl mat- reiðslukona, og ætti þessi bók að vera til á hverju heimili. Frá Hafnarfirði. Kópur kom af veiðum i fyrradag með 53 lifrar- föt, og Surprise með 68. Linu- veiðaskipin Örnin og Málmey hafa einnig komið nýlega af veiðum. Skipafréttir. Gullfoss fór vestur og norður i gærkvöldi kl. 10. Goða- foss koin frá Keflavik og Hafnar- íirði í gærkvöldi. Brúarfoss fór frá London í gær á leið til Kaup- mannahafnar. Dettifoss fer frá Hull i kvöld. Selfoss er i Reykja- vik. Farþegar með Gullfossi vestur og norður: Sigurður Eggerz og frú, Sigurður Kristjánsson, Gunn- ar Larsen, Óskar Sæmundssön, þórunn Aðils, Erna Eggerz, Ing- var Guðjónsson, Óskar Einansson, Sigurður Vigfússon, Hálfdán Hálf- dánarson, Ingólfur Jónsson, Guð- rún Pétursdóttir, þóra Jóhanns- dóttir, Elín Arinbjarnar, Jóhanna Knudsen, Ragnhildur Wiese, Lára Magnúsdóttir, Elín Magnúsdóttir, Snorri Arinbjarnar, Kristján Arin- bjarnar, Oddgeir Jóhannsson, Árni Jóhannsson, Bernh. Stefánsson, Ingimar Eydal, Jón Fjalldal, Jón- ína Björnsdóttir, Einar Malm- quist, Sig. Amalds, Sr. Friðrik Friðriksson, Jón Kristjánsson, Jó- hann P. Jónsson, Halldór Jónsson, Marino Stefánsson o. m. fl. Sextug verður í dag frú Helga Jónsdóttir prjónakona, Njálsgötu 22 hér i bæ. Frá Akureyri 21/3: Fundur bæj- arstjórnar í gær samþykkti við síðari umræðu um kirkjubygg- ingu, að veita til hennar 15000 kr. og sé fénu varið til þess að jafna og laga kirkjugrunninn og höfð- ann þar i kring, og leggja tröpp- ur og veg frá Kaupvangsstræti upp á höfðann. Sömuleiðis sam- þykkti bæjarstjómin, við fyrri umræðu, með öllum greiddum at- kvæðum, að taka þátt í byggingu fullkominnar síldarbræðsluverk- smiðju ef hún yrði reist á Odd- eyrartanga, að 1/4 stofnkostnaðar, þó ekki yfir 250000 kr. og eigi bær- inn verksmiðjuna að þeim hluta. — FÚ. Frá Norðíirði 21/3: Óstöðug tíð hefir verið hér undanfarið, snjór talsverður og allar skepnui á gjöf. Tii vertíðar á Djúpavog hafa far- ið héðan 7 bátar. Afli var í gær lí—18 skp. á bát. Á Hornafirði eru 6 bátar héðan, nokkrir sækja Dómur f sjóðþurðarmálinu Vestm.eyjum 22/3. FÚ. í gær var kveðinn upp í aukarétti Vestmannaeyja dóm- ur í máli því, sem höfðað var af hálfu réttvísinnar gegn Sig- urði Snorrasyni fyrv. féhirði Útibús Útvegsbanka íslands h/f. í Vestmannaeyjum. Nið- urstaða dómsins er svohljóð- andi: Því dæmist rétt vera: Ákærð- ur Sigurður Sivertsen Snorra- son sæti betrunarhúsvinnu í 18 mánuði. Hann greiði Jóni Baldvinssyni og Jóni Ólafssyni fyrir hönd Útvegsbankans h/'f. kr. 60733.00 innan 15 sólar- hringa frá lögbirtingu dóms þessa. Loks greiði ákærður all- an kostnað sakarinnar, þar á meðal kostnað við gæzluvarð- hald sitt. Dómi þessum skal fullnægt með aðför að lögum. Jón, Hallvarðsson settur. heimari að. Einn þeirra kom í nótt með 28 skp. fiskjar. — FÚ. Samkvæmt síðustu loftskeyta- fregnum frá Schmidt formanni Cheljuskin-leiðangursins.liður leið- anguiismönnum vel. þeir hafa enn vistir til tveggja mánaða að minnsta kosti. Nýr isbrjótur er nú farinn af stað frá Vladivostok til viðgerðar i japanskri skipakvi og á síðar að fara norður í ís til þess að reyna að bjarga leiðangurs- mönnum. Flugmenn eru einnig enn að reyna að koma þeim til hjálpar. — FÚ. Tilkynning frá íslenzku vikunni. Stjórn íslenzku vikunnar á Suð- urlandi efndi til samkeppni um gerð á auglýsingaspjöldum fyrir starfsemi vikunnar. Stjórninni bárust margar teikningar og upp- ástungur um fyrirlcomulag á aug- lýsingum. Niðurstaðan af sam- keppninni hefir orðið sú, að teikn- ingar merktar með eftirtöldum stöfum hafa hlotið verðlaun: „n“, „B.H.“, „S.h.v.“ og „R.“. Um leið og stjórn íslenzku vikunnar á Suð- urlandi þakkar öllum þeim, er þátt tóku í samkeppninni, lætur hún þess getið, að þrátt fyrir margar góðar teikningar og hug- myndir megi hugsvits og lista- menn búast við því að stjórnin leiti til þeirra á næsta ári um nýjar og ef til vill ennþá betri teikningar. Banatilræðið f Péturskirkjunni. Réttarhöldum þeim, sem staðið hafa yfir í Róm undanfarið, í máli fjögurra manna, sem gefið var að -------- ODÝRT: Karhnannns - taubuxur 6.75, Peysur 5 kr., Nærföt, settið 3,50, Alföt 30 kr., Húfur 1,50, Vinnuföt og ,samfestingar all- ar stærðir. ÓdýrasthjáGeorg Vörubúðin ^^Smmm Laugavegi 53 S. G. T. Eldri dansarnir Laugard. 24. marz. Bernburgsfl. spilar. 5 menn. Áskriftarlisti í G. T. húsinu. — Sími 3355. — Aðgöngumiðar verða að sækjast fyrir kl. 8 á laugardagskvöld. Samuel Insull London kl. 18, 22/3. FÚ. Umboðsmenn Bandaríkjalög- reglunnar hafa beðið í Port Said eftir gríska flutningaskip- inu Myotis, til þess að hand- sama Samuel Insull, en hann var með skipinu, er það fór frá Pireus. En skipið er enn ó- komið og er þess getið til, að það hafi breytt um stefnu, og muni vera á leið til Monte Carlo. Önnur tilgáta er, að In- sull muni hafa yfirgefið skipið í hafi og farið eitthvað annað í flugvél. sök að hafa sýnt Mussolini bana- tilræði, lauk í gær, og voru tveir þeirra dæmdir i 30 ára íangelsis- vist lrvor, einn i 17 ára íangelsi, en einn var sýknaður. Hinir dæmdu menn játuðu að hafa gengið frá sprengju í St. Péturs- kirkjunni í Róm, en hún sprakk, þá er Mussolini, ásamt fleirum, var staddur í kirkjunni, og var því haldið fram af yfirvöldunum, að tilgangurinn hefði verið sá, að ráða Mussolini af dögum, og að mennirnir hefðu verið í þjónustu Anti-Fascista-félags, sem hefir bækistöð sína í París. — Sakbom- ingarnir kváðust ekki hafa ætlað að deyða neinn, en aðeins hafa ætlað að gera spellvirki á kirkj- unni, i hefndarskyni við páfa, vegna þess að þeim hefði ekki þótt hann beita sér nógu rækilega fyr- ír því, að tryggja Anti-Fascistum sanngjarna meðferð. — FÚ. • Ódýru • auglýsmgarnar. Athugið: Frímerkjaverzlunin Lækjar- götu 2 kaupir notuð íslenzk frímerki háu verði. KAUPUM góðar i/1, Va og tunnur undan kjöti. Sóttar heim. Garnastöðin. Sími 4241. Hús og aðrar fasteignir til sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Aðalstræti 9 B opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfél. Reykjavíkur. Sími 4562. „Konii ríki þitt“ fæst hjá öllum bóksölum. Kostar aðeins 4 kr. bundin, en 3 kr. óbundin. HANGIKJÖT. Úrvals hangikjöt af vænum sauðum af Hólsfjöllum alltaf fyrirliggjandi. Tilkynningar Gísli Ólafsson skáld frá Ei- ríksstöðum tekur að sér að yrkja eftirmæli og margskonar tækifæriskvæði. Til viðtals á Njarðargötu 7 Id. 10—12 f. h. Sími 4863. Atvinna Vantar mann við trillubáta- útgerð, má vera unglingur. Uppl. í síma Hábæ, Vogum. Jakob Sigurðsson. Malaría. í nýbirtri skýrslu heil- brigðismálanefndar þjóðabanda- lagsins er sagt, að malaría hald- ist enn við í 8 löndum, og á síð- astliðnu ári hafi hún sýkt 17 þús- undir manna. Kinín er ennþá eina lyfið, sem kunnugt er að dugi gegn veikinni, segir í skýrslunni, en það er sagt svo dýrt, að ekki sé notaður nema rúmlega helm- ingum þess, er þyrfti. Námsskeið í lækningu á malaríu á að hefjast í aprílmánaðarlok í Singapore, og síðar á að halda samslconar náms- skeið í Austur-Indíum og Malaja- löndum. — FÚ. RAÚÐA HUSIÐ. Antony hló. — Það er það, auðvitað. En í nótt fáum við að vita, hvort þessi ágizkun er rétt. — 1 nótt, sagði Bill. Það verður skrambi snúið. Hvernig eigum við að haga því? Antony þagði um stund. — Það er augljóst, sagði hann loks, að við ætt- um að gera lögreglunni aðvart, svo að hún geti njósnað við síkið í nótt. — Já reyndar, sagði Bill dræmt. — En ég hugsa samt, að það sé heldur snemmt að segja lögreglufulltrúanum frá hugmynd okkar. — Líklegast, sagði Bill hátíðlega. Antony leit upp og glotti við. — Gamli háðfugl! — Skrattinn hafi það, þetta er okkar verk. Ég get ekki séð annað, en við höfum leyfi til að stytta okkur stundir líka. — Ég ekki heldur. En þá verðum við að komast af án hjálpar lögreglunnar í nótt. — Það er náttúrlega leiðinlegt, sagði Bill með sorgarrödd. En það er nú sanit betra að haga þessu eins og við höfðum gerð ráð fyrir. Þeir urðu að leysa tvær þrautir. 1 fyrsta lagi þá, að komast út úr húsinu, án þess að Cayley yrði var við. Og í öðru lagi að ná upp úr síkinu því, sem Cayley kastaði í það. — Nú skulum við setja okkur í spor Cayleys, sagði Antony. Það er óvíst að hann viti, að við er- um á hælunum á honum, en hann hlýtur að gruna okkur. Hann hlýtur að gruna alla hér í húsinu og okkur alveg sérstaklega, meðal annars af því að við erum líkast til eitthvað gáfaðri en hitt fólkið. Hann þagnaði andartak og tendraði pípu sína, en Bill notaði tækifærið til þess að líta gáfulegar út en eldakonan. — Nú er hann með eitthvað, sem hann ætlar að fela í nótt og hann mun hafa gætur á því, að við njósnum ekki um hann. Hvað heldur þú, að hann geri til þess að tryggja það? — Fyrst og fremst mun hann koma og líta eftir því, að við séum sofnaðir, áður en hann leggur af stað. — Já. Hann mun koma og breiða ofan á okkur og sjá um það, að það fari vel um okkur og okkur verði ekki kalt. — Já, það var nú verra, sagði Bill. En við gæt- um nú lokað að okkur, og þá getur hann ekki vitað neitt um það, að við séum farnir. — Hefur þú nokkru sinni læst að þér héma á nóttunni ? — Nei, aldrei. — Rétt er það. Og þér er óhætt að veðja við hvern sem er um það, að Cayley er vel kunnugt um þetta. Hann myndi berja að dyrum, og þegar þú opnaðir ekki — hvað heldurðu að hann hugsaði þá? Það dró niður í Bill. — Ja, þá veit ég svei mér ekki hvemig við eig- um að fara að, sagði hann eftir langa umhugsun. Það er augljóst mál, að hann fer inn til okkar, rétt áður en hann leggur af stað, og þá verðum víð ekki nógu fljótir til þess að komast niður að síkinu á undan honum. — Við skulum nú hugsa okkur, að við séum í hans sporum, sagði Antony og púaði ákaft. Hann geymir líkið eða hvað það nú er niðri í göngunum. Hann Icemur áreiðanlega ekki með þetta í fanginu inn til okkar, til þess að sjá, hvort við séum sofn- aðir. Hann verður fyrst að athuga þetta og svo fer hann að vitja um líkið. Og með því móti gefst okk- ur þó nokkur tími. — Tjá, sagði Bill og var efi í röddinni. Þetta kann að takast, en þá verðum við, að hafa hrað- ann á. — Bíddu nú við. Þegar hann er kominn niður í

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.