Nýja dagblaðið - 25.03.1934, Blaðsíða 1

Nýja dagblaðið - 25.03.1934, Blaðsíða 1
NVJA DAGBIAÐIÐ 2. ár. Reykjavík, sunnudaginn 25. marz 1934. 72. blað. 1 DAG Sólaruppkoma kl. 6.18. Sólarlag kl. 6.54. Flóð árdegis kl. 1.05. Flóð síðdegis kl. 1.40. Veðurspá: Allhvass suðaustan. — Slydda eða rigning Söfn, skrifstofur o. fl.: Alþýðubókasafnið ....... opið 4-10 Náttúrugripasafnið ...... opið 2-3 þjóðminjasafnið ......... opið 1-3 Listasafn Einars Jónssonar .... 1-3 Pósthúsið: Bréfapóstst. opin 10-11 Landssiminn ....... opinn kl. 10-8 Heimsóknartími sjúkrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 2-4 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali .... kl kl. 12^-2 Vífilstaðahœlið 12y2-iy2 Og 3y2-4y2 Iíleppur ................. kl. 1-5 Fœðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sjúkrahús Hvitabandsins ...... 2-4 Sólheimar ................ kl. 3-5 Næturvörður i Reykjavíkurapóteki og lyíjabúðinni Iðunn. Næturlæknir Hannes Guðmunds- son, Hverfisgötu 12. Sími 3105. Skemmtanir og samkomnr: Nýja Bíó: 13 við borð. Gamla Bíó: Leikhúsforstjórinn kl. 5. Bros gegnum tár kl. 7. — Gleymdu boðorðin kl. 9. Aðalfundur Blindravinafélagsins kl. 3i/2. Málverkasýning Ásgríms Jónsson- ar Austurstr. 10, opin frá 11—10 e. m. Málverkasýning Jóns þorleifsson- ar að Blátúni við Kaplaskjóls- veg, opin 10—7. Dagskrá ótvarpsins: Kl. 10,00 Enskukennsla. 10,40 Veð- urfregnir. 11,00 Messa í Dóm- kirkjunni (síra Friðrik Hallgríms- son). 15,00 Miðdegisútvarp: — a) Erindi: Erfðir og umhyerfi (Ragn- ar E. l'varan). b) Tónleikar ífrá Hóte 1 ísland). 1845 Barnathni (sira Friðrik Hallgrímsson). 19,10 Veðurfrcgnir Tilkynningar. 19,25 Grammófóntónlcikar: Moussorg- sky: Lög úr óp. Boris Godounov., 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er- indi: B’rautryðjendur með ísraels- þjóðinni, II.: Amos (Ásmundur Guðmundsson háskólakennari). — 21,00 Grammófóntónleikar: a)Beet- lioven: Fiðlukonsert í D-moli, óp. 61 b) Bacli: Adagio úr Partitia í G-dúr (Frits Kreisler). Efni Nýja dagblaðsins: Skipulagning afurðasölunnar. Kreppulánin. William Morris. Bókin um Jóhann Sigurjónsson. Fascisminn á Spáni. Nýr sérfræðingur í lyflæknis- sjúkdómum o. fl. Símar Nýja dagblaðsins: Ritstjóri ....................... 4373 Fréttaritari .................... 2353 Afgr. og augl. .................. 2323 Löggjöf nágrannaþjóðanna um skipulagning sðlu landbúnaðarafurðá Úr ræðu Jóns Árnasonar framkvæmda- stjóra á fulltrúafundi samvinnufélaganna í fyrradag. í Vínarborg féllu í gær fyrstu dómamir í málum Jafnaðarmann- anna, vegna þátttöku í borgara- styrjöldinni. Dómamir hljóða upp á 6 ára fangelsisvist. Inngangur. Ég mun einkum minnast á þær tvær vörutegundir, kjöt og mjólk, sem íslenzkir bændur aðallega framleiða og skipta því i mestu máli fyrir atvinnurekst- ur þeirra. 1 Danmörku, Svíþjóð og Noregi er sala landbúnaðarvara að mjög miklu leyti rekin af samvinnufélögum. Sterkust eru þessi samvinnufélög í Dan- mörku og Svíþjóð, en þeim hef- ir stórum aukizt fylgi í Noregi hin síðari ár. Það er eftirtekt- arvert, að í öllum framleiðslu- félögum bænda á Norðurlönd- um eru félagsmenn skuld- bundnir til að afhenda félögun- um allar framleiðsluvörur sín- ar til sölu. Hér á íslandi hef- ir aldrei verið gengið svona langt. Yfirleitt hafa félags- menn verið látnir um það sjálf- ráðir, hvort þeir afhenda fram- leiðsluvörur sínar félaginu eða selja þær öðrum. Undantekn- ing frá þessu eru mjólkurbúin. Og mai'gir álíta afhendingar skylduna ekki geta samrýmzt samvinnustefnunni. En í fram- leiðsiufélögum um allan heim er þessi stefna orðin ofan á. Eftir að landbúnaðarkreppan fór fyrir alvöru að sverfa að framleiðendum í nágrannalönd- unum, svo bersýnilegt var að atvinnulífinu væri hætta búin, byrjuðu ríkisstjómir og lög- gjafarþing að láta sölu afurð- anna til sín taka. Víðast munu þó samvinnufélög framleiðenda, mjólkurbú, sláturfélög o. s. frv. hafa átt frumkvæðið. Og það er einkennilegt, að alstaðar, á Norðurlöndum að minnsta kosti, eru ráðstafanirnar mið- aðar við að til séu samvinnu- félög o^ ráðstafanir löggjafar- valdsins því beinlínis grund- vallaðar á samvinnufélögunum. Ráðstafanir löggjafarvalds- ins hafa forðað atvinnuvegun- um frá því að falla í rústir. Hinsvegar ber ekki að loka aug- unum fyrir því, að ýmsar þess- ar ráðstafanir hafa reynzt erf- iðar í framkvæmd og árangur- inn ekki orðið eins glæsilegur og margir ætla. Verður drepið lauslega á helztu ráðstafanir nágrannalandanna. Ég' hefi í höndum flest lög, sem sett hafa verið um þessi mál í Dan- mörku og Svíþjóð síðan 1930, og einstök lög frá Englandi og Noregi. I. England: Mjólkurlög fyrir Skotland 25, maí 1933. Samkvæmt þessum lögum skal skipuleggja sölu á mjólk og mjólkurafurðum í Skot- landi. Félagssvæðin eru tiltekin í lögunum. I lögunum er skip- uð bráðabirgðastj órn og stjórn- endur tilgreindir. Þessi stjórn annast framkvæmdir þangað til framleiðendur hafa valið sér nýja stjórn á aðalfundi, sem skal haldinn ekki síðar en 12 mánuðum eftir að lögin öðl- ast gildi. í lögunum ei*u ákvæði um stjórnarkosningu. Ennfrem- ur um, hverjir geta orðið fé- lagsmenn. Eru það allir mjólk- urframleiðendur, einstaklingar, samvinnufélög og hlutafélög. Atkvœðisréttur er bundinn við framleiðslumagn mjólkur hjá félagsmanni eða félagi. Skrásettir félagsmenn eru skuldbundnir að afhenda alla sölumjólk sína til stjómar fé- lagsins. Eftir að lögin eru kom- in til framkvæmda er öllum m j ólkurf ramleiðendum bönnuð sala á mjólk og mj ólkurafurð-. um á félagssvæðinu og- út fyrir það, nema þeim sem kunna að hafa fengið undanþágu frá því að skrá sig sem félagsmenn, en það eru t. d. kúabú, sem rek- in eru af sjúkrahúsum o. s. frv. Félagsstjórnin greiðir mjólk- ina eftir á mánaðarlega, en hefir leyfi til að halda eftir af verðinu fyrir öllum reksturs- kostnaði, sjóðstillögum o. fl., sem kveðið er á um í lögunum. II. Svíþjóð: 1. Lög um mjólkurskatt 26. júní 1933. Skatturinn er ákveðinn eftir tillögum mjólkurbúasambands, þó aldi-ei hærri en 3 au. á kg. Skatturinn er greiddur af allri sölumjólk, hvort sem hún er notuð til vinnslu eða neyzlu. Skatturinn er notaður til upp- bótar á verð útfluttra mjólkur- afurða. Það sem þá er eftir og ekki er notað af mjólkurnefnd (sjá síðar) er úthlutað sem uppbót á þá mjólk, sem notuð er til vinnslu' í landinu og flutt Framh. á 3. síðu. ER SPANARMARKAÐ UR- INN í HÆTTU? Spánska stjórnin lét á síð- astliðnu ári fara fram rann- sókn á því hvei’nig viðskiptum Spánar # við önnur lönd væri háttað, hvort ekki væri hægt að koma meira samræmi í við- skiptin, þannig, að þau lönd, sem mikið seldu til Spánar keyptu meira af spönskum j vörum en þau hafa hingað til gert. í samræmi við þær niður- j stöður, sem komizt hefir verið að, gaf stjórnin út tilkynningu, j 20. marz s. 1. þess efnis, að ekkert land fengi að flytja ' meira inn í ár af fiski en það j hefði gert árið 1933. Þegar er j ákveðið heildarinnflutnings- magnið af fiski, fyrir tímabil- ið 20. marz til 20. júní. Gert er ráð fyrir, að spánska stjórnin semji við þau ríki, sem Spánn skiptir við, um hve mikið hvert land má flytja inn. Samningur er þegar gerður milli Spánar og Frakklands. Samkvæmt þeim samningi fá Frakkar að flytja inn, sem svarar 15% af öllum þeim fiski, er Spánverjar flytja inn. Þetta er þó án skuldbindingar frá Spánverjum um að kaupa fiskinn. En áður hafa Frakkar aðeins flutt inn ca. 1% af öll- um fiskinnflutningnum til Spánar. I ráði mun vera að Sveinn Björnsson sendiherra og Rich- ard Thors framkv.stj. fari til Spánar til þess að ræða við spönsku stjórnina, og leita sanminga úm innflutning á fiski frá Islandi. Hætt er við því, að stærri löndin, sem sterka aðstöðu hafa á Spáni, geti fengið öllu hagkvæmari samninga heldur en smærri löndin. Það sem gerir aðstöðu okkar Islendinga tiltölulega góða, er að eins og kunnugt er, er ís- lenzki fiskurínn þekktur og vinsæll á spánska markaðnum, sérstaklega á vissum mörkuð- um, eins og t. d. Barcelona, þar sem hann er svo að segja einn um hituna. Þar eru neyt- endurnir auðvitað orðnir svo vanir íslenzka saltfiskinum, að gera má ráð fyrir, að þeir spyrji áfram eingöngu eftir honum. Þar sem ekki fylgir samningum þessum nein skylda frá hendi Spánverja um að kaupa svo eða svo mik- ið af fiski, frá ákveðinni þjóð, þó hún hinsvegar hafi leyfi til þess að flytja inn á- kveðið magn, þá má gera sér sterkar vonir um að kaupin á fiski héðan minnld ekki að neinum verulegum mun. Árið 1923 nam útflutningur á íslenzkum saltfiski ca. 34 þús. tonna, og er það um helm- ingur alls þess fiskjar, sem Spánverjar flytja inn. Árið 1932 var útflutningurinn héðan nokkru minni, ca. 29 þús. tonn. Við væntanlega samninga mun verða tekið tillit til inn- flutnings síðustu tvö árin. Fundur samvinnufélaganna Fundur samvinnufélaganna hélt áfram í gær kl. 5—7 sd. Fimm nefndir, kosnar af fundinum, hafa nú afurðasölu- málið til meðferðar: Kjötsölu- nefnd, mjólkursölunefnd, kar- töflu- og eggjasölunefnd, fisk- sölunefnd og verðlagningar- nefnd. Hafa nefndirnar til hliðsjón- ar við starf sitt tillögur þær um fyrirkomulag þessara máli, er Jón Árnason framkvæmda- stjóri lagði fyrir fundinn, svo og ýmsar tillögur er borizt hafa frá einstökum samvinnu- félögum. í dag birtist hér í blaðinu sá kafil úr ræðu Jóns Árnasonar í fyrradag, er sérstaklega fjallaði um ráðstafanir er- lendra ríkja til að skipuleggja sölu landbúnaðarafurða. Yinniideiliirnar í Bandaríkjunnm London kl. 21.15, 23/3. FÚ. Til verkfalls hefir enn ekki komið í Bandaríkjunum, en verkamenn og foringjar þeirra bíða átekta. í gærkvöldi hélt Roosevelt fund með fulltrúum bifreiðaiðnaðarins, og stóð hann fram á nótt. Nú þykja horfur á, að friðsamleg lausn fáist á þessari deilu. í morgun var allt með kyrrum kjörum í New York, en í kvöld er búizt við óeirðum, og fjöldi lögreglu- liðs á verði.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.