Nýja dagblaðið - 04.04.1934, Síða 1
NYJA DAGBIAÐIÐ
2. ár.
Reykjavík, miðvikudagiiui 4. apríl 1934.
78. blað
1 DAG
Sólaruppkoma kl. 5.40.
Sólarlag kl. 7.24.
Flóö órdegis kl. 8.10.
Flóð síðdegis ki. 8.25.
Veðurspá: Kyrrt og bjart veður.
Söín, skriistofur o. IL:
Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10
Alþýðubókasafnið .. . .opið 10-10
Listasafn Einars Jónssonar .... 1-3
Landsbankinn .......... opinn 10-3
Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3
Útvegsbani'inn opinn 10—12 og 1—4
Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7
Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7V2
Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6
Bögglapóststofan ...... opin 10-5
Landssíminn ............. opinn 8-9
Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6
Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4
Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5
Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6
Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda
opið 10—12 og 1—6
Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6
Eimskipafélagið .......... opið 9-6
Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4
Slcrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4
Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4
Skrifst. Iög7janns opin 10-12 og 1-4
Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4
Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5
Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6
RíkiSféhirðir ................ 10-3
Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8
Lögregluvarðst opin allan sólarhr.
Hæstiréttur kl. 10.
Heimsóknartími sjúkrahúsa:
Landsspítalinn ........... kl. 3-4
Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5
Laugarnesspítali ..... kl. 1ZY2-2
Vífilstaðahælið 12y2-iy2 og 3y2-4%
Iíleppur ................ kl. 1-5
Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9
Sólheimar..................kl. 3-5
Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4
Elliheimilið ................ 1-4
Næturvörður í Laugavegs- og Ing-
ólfs-apóteki.
Næturlæknir: Halldór Stefánsson,
Lækjargötu 4. Sími 2234.
Skemmtavir og samkomur:
Nýja Bíó: Ég syng um þig, kl. 9.
Gamla Bíó: I.ofsöngur, kl. 9.
Dagskrð útvarpslns:
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregn-
ir. —Tilkynningar. 19,25 Ferða
saga frá Ítalíu (Kristinn Ar-
mannsson). 19,50 Tónleikar. Aug-
lýsingar. 20,00 Klukkusláttur —
Fréttir. 20,30 Erindi: Sjálfstæðis-
barátta íslendinga, III. (Sigurður
Nordal). 21,00 Fiðlu-sóló (þórar-
inn Guðmundsson). 21,25 Um-
ræður um dagskrárstarfsemi út-
varpsins.
Simar Nýja dagblað'sins:
Ritstjóri: 4373.
Fróttaritari: 2353.
Afgr. og augl.: 232*.
Héraðsskólinn á Núpi
Það var rétt eftir aldamótin
að séra Sigtryggur Guðlaugs-
son fluttist sem prestur að
Núpi í Dýrafirði. Brátt fór
hann að taka til sín unglinga til
að kenna. Fyrst voru ungling-
arnir fáir og kenndi hann þeim
þá einn, en brátt fjölgaði læri-
sveinunum, §vo hann varð að
fá sér kennara til aðstoðar og
Verður þarna komið fyrir
vinnuvélum, sem knúðar verða
með rafmagni. Stúlkum er og
kennt að sauma.
Fyrir nokkrum áruml lét sr.
Sigtryggur Guðlaugsson af
skólastjórn, en við henni tók
samstarfsmaður hans við skól-
ann, og er hann þar skólastjóri
nú. Kennarar við skólann eru:
Skeiðarárhlaupið og eld-
gosið í Yatnajökli
Hóraðsskólinn á Núpi.
nemendurnir voru oftast rúm-
lega 30. Nemendurnir voru
ekki aðeins af Vestfjörðum
heldur hvaðanæfa að af land-
inu. Hróður Núpsskólans barst
brátt um landið, og var það or-
sökin til þess að hann var sótt-
ur úr öllum1 landsfj órðungum.
Með héraðsskólalögunum frá
1929 var ungmennaskólanum
að Núpi breytt í héraðsskóla
Vestfjarða.
Hafizt var þá handa um
söfnun fjár, til þess að auka og
bæta skólann. Fjársöfnunin
gekk vel og safnaðist á tiltölu-
lega skömmum tíma 63.500 kr.
Voru það gjafir frá sýslufé-
lögunum á Vestfjörðum, Hér-
aðssambandi U. M. F. Vest-
fjarða, sr. Sigtryggi Guðlaugs-
syni o. fl.
Fyrir fé þetta og annað eins
framlag frá ríkissjóði, hefir
nýtt skólahús verið byggt, þótt
ekki sé fullgert nema hluti af
fyrirhugaðri byggingu, gert við
gamla skólann, byggð rafstöð
o. fl. Rafstöðin er svo stór, að
hún framleiðir rafmagn, sem
nægir til ljósa, suðu og hitun-
ar fyrir skólann og til þess að
hita upp stóra sundlaug. Er
það eina sundlaugin hér á
landi, tsem hituð er upp með
rafmagni. Auk þeirra bóklegu
fræða, sem venja er að kenna
í lýðskólunum, er kennd leik-
fimi, glíma og sund. Stór
smíðaskáli er í skólanum, og
verður þar kennt að smíða ýms
nauðsynleg tæki, eins og am-
boð, einföld húsgögn o. fl.
Helgi Valtýsson aðalkennari og
Viggo Natanaelsson, sem kenn-
ir leikfimi, sund, glímu og
handavinnu, frú Hjaltlína Guð-
jónsdóttir kennir sauma og
Haukur Kristinsson söng.
Til gamans og fróðleiks
skal hér tekin upp umsögn
prófdómendanna, en þeir eru
sr. Sigurður Z. Gíslason og Ól-
afur Ólafsson skólastjóri: *
„Yndislegt þótti okkur að ;
dvelja að Núpi daga þessa, með |
skólastjóra, kennurum og nem-
endum. Þannig virtist okkur
andinn, sem ríkir í skóianum,
að mikil menning og þroski sé
búinn nemendum, er þangað
sækja. Það er svo gleðilegt hve
nemendur skólans fara þaðan
með mikinn áhuga á góðum
verkefnum og ást til þjóðar
sinnar. Skólinn hefir hin beztu
áhrif í vakningaráttina. Nem-
endum er innrætt hófsemi,
iðjusemi og reglusemi og vakin
þrá þeirra að verða góðir
menn og nýtir“.
Yfirleitt er mjög mikil á-
herzla lögð á það í Núpsskólan.
um, að kenna nemöndunum
praktiskt starf og búa þá sem
bezt undir daglega lífið, og
gera þá að nýtum mönnum í
þj óðf élaginu.
! Menntastofnanir eins og
1 Núpsskólinn eiga það skilið, að
( þeim sé athygli veitt og að
þeim hlynnt eins og unnt er.
Reynslan af héraðsskólunum
sýnir, að þeir vinna mikið og
| gott verk fyrir íslenzka menn-
ingu. GL R.
Hlaupið úr Skeiðarár- i
jökli er nú þorrið.
Síðan á páskadag hafa ýms-
ar fregnir borizt víðsvegar að I
af landinu um eldgosið í Vatna- !
jökli. Um Skeiðarárhlaupið er 1
það að segja, að svo virðist,
sem því sé nú lokið. Á páska- |
dag bárust þær fregnir frá
Svínafelli í öræfum, að hlaupið \
hefði fjarað síðan á laugar- 1
dag og hætt að sprengja jökul- 1
inn. En stórar jökulhrannir
lágu á söndunum og mikið
barst í sjó fram. Miklar |
skemmdir hafa orðið á síma-
línunni og vita menn enn ó-
gerla hve stórfelldar þær eru.
1 gær fóru menn út á sand-
ana bæði frá Skaftafelli og
Núpsstað, að athuga um
skemmdir á símanum. I gær-
kvöldi var ekki komin skýrsla
frá Skaftafelli, en samkvæmt
skýrslu frá Núpstað, er síminn
farinn af á 8—9 km. svæði,
og jökulhrönnin og hrönglið á
sandinum svo mikið, að ékki
verður unnt að komá símanumj
fyrir að svo stöddu. Samkvæmt
viðtali blaðsins við landsíma-
stjóra Guðmund Hlíðdal, mun
verða reynt fljótlega að tengja
línumar saman til bráðabirgða
með einangruðum vír, sem
lagður verður ofan á jökul-
hrönglið.
Er það ætlun manna þar
eystra, að ekki múni þurfa að
óttast frekari usla af jökul-
hlaupi á þessum slóðum í bráð.
Sézt hefir til eldsins víða
af norður- og vesturlandi.
Eldgosinu heldur áfram.
Síðan á páskadag hafa stöð-
ugt' verið að berast fréttir af
eldgosinu. Til eldsins sást
norður í Vopnafirði á laugar-
dag og var þar þá vart við
öskufall, en ekki varð þess
vart austur á fjörðurri. Sarh-
kvæmt viðtali við Pálma rekt-
or Hannesson sást til eldsins
úr Víðirkeri í Bárðardal í
fyrradag og varð vart við smá-
vegis öskuryk. Samkvæmt
skeyti til Útvarpsins af Akur-
eyri í gær, hefir kveðið allmik-
ið að gosinu þaðan áð sjá. Er
það skeyti á þessa leið:
Akureyri 3/4. FÚ.
öskumóða töluverð var hér í
lofti í gær, þynnti þó móðuna
er á leið daginn, en þykkur
mistursbakki hélzt til hafsins.
Þegar dimmdi í gærkvöldi sást
héðan frá Akureyri hvert leiftr-
ið eftir annað og jafnvel gos-
blossar er báru yfir fjallið
milli Eyjafjarðardals og Garðs-
árdals. Steingrímur Matthías-
son læknir kveðst hafa séð til
mökksins upp af gosinu, af
Vaðlaheiði í gærkvöldi kl. 19—
20. Sýndist honúm mökkurinn
yfir Vatnajökli vestanverðum
og gosmerkin mjög lík og í
Kötlugosinu 1918 frá Reykja-
vík að sjá.
Sömuleiðis hefir gossins orð-
ið greinilega vart úr Stykkis-
hólmi og Dalasýslu og víða um
Borgarfjörð. Og þóttust menn
jafnvel heyra gosdynki.
Á Suðurlandi hefir gosið
sézt greinilega, en ekki
orðið vart öskufaUs.
Enn meira hefir að gosinu
kveðið séð af Rangárvöllum,
samkvæmt skýrslu frá útvarp-
inu (frá Fellsmúla):
3/4. FÚ.
Frá Fellsmúla á landi lýsir
sr. Ófeigur Vigfússon gosinu
þannig í síma í dag: Gegnum
skarðið milli Valafells og Vala-
hnjúka sáust greinilega gos-
bólstrar hefjast í fyrrinótt all-
hátt á loft, og um kl. 13/2 í
gær, í fullri sólarbirtu, sáust
stórir blossar allt upp í heið-
ríkju fyrir ofan mökkinn, en
frá því að skyggja tók og allt
til vökuloka, sáust sífellt með
mislöngum millibilum, ýmist
stórblossar, eldroðaðir beint og
hátt í loft upp, eða bláleitar
blossaflugur ýmist beint upp
eða til hliða, líkar flugeldum.
Hvorki landskjálfta eða dynkja
hefir orðið vart. öskufall er
ekkert.
Síðustu fregnir.
Eftir viðtali við landsíma-
stjóra, samkvæmt skýrslu frá
Núpstað í gær, ber nú meira á
gosinu. Heyrðust glögglega
gosdynkir og allmikið ösku-
mistur var í lofti. — öskufall
nokkuð var á páskadag og
annan í páskum í Hornafirði
og Breiðdalsvík. Sömuleiði9 á
Héraði og á Grímsstöðumi á
Fjöllum.
Þá hefir gosið sézt úr Skaga-
firði, en ekki er getið um
öskufall þar um slóðir.
Samkvæmt því, sem frézt
hefir um stefnu á eldstöðvam-
ar víðsvegar að, ætla menn, að
þær sé norður frá Græna-
fjalli, sem er í rönd Vatnajök-
uls, norður af Fljótshverfi,
inn á miðjurri jökli eða held-
ur norðar, og sennilega á lík-
um stöðvumi eða sömu og eldar
þeir, sem vart varð við 1 vet-
ur og allmikið umtal var þá
um.