Nýja dagblaðið - 05.04.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 05.04.1934, Blaðsíða 2
a ■ Ý J A DAfiBLABIB * SápuverksmiðjanSJ ÖFN Akureyri Framleiðir allskonar hreinlœtiayörur: > ► « Handsápnr: Möndlusápa. Pálma8ápa. Rósarsápa. Baðsápa. Skósverta. Þvottasápur: Sólarsápa. Blámasápa. Eldhássápa. Kristallsápa. Gljávax, Reynið Sjafnarvörur og þá munið þér nota þær ávalt síðan, og sannfærast um ágæti ís- lenzkrar framleiðslu. Sjafnarvörur fást hjá öllum kaupfélögum og kaupmönnum landsins. j. heildsölu hjá oss og beínt frá verksmiðjunni á Akureyri. 4 Samband ísl. samvinnufélaga. Hvar kaupið þér? Ef þér kaupið prjónavörur frá MALIN fáið þér ágætustu vörur úr bezta efni. Ýtrasta athygli er veitt hverri flík, sem frá verk- stæðinu fer. Auk þess er vinnan íslenzk. Pening- arnir fara ekki út úr landinu, koma máske til yðar aft- ur á einhvern hátt, ef þér kaupið Lgv. 20 hj á Malín Sími4690 Hljómsveit Reykjavíkur. Meyjatkemnan verður sýnd í k v ö 1 d kl. 8. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó (sími 3191) í dag eftir kl. 1. Kynnið yður söngvana. Kaupið leikskrána. Nótnahefti með vinsæl- ustu lögunum fást í leik- húsinu, Hljóðfærahúsinu og hjá K. Viðar. Happdrætti Háskóla Islands Síðasti endurnýjunar- dagur er i dag. Endurnýjunarverð: 1 kr. 50 au. fyrir '/* miða. Söluverð nýrra miða: 3 krónur fyrir V4 miða. Dregið í 2. fl. 10. april. 250 vinning~ar. Umboðsmaður Stór olíuverksmiðja óskar eftir umboðsmanni á r Islandi, til þéss að selja jurtaolíur til smjörlíkis- og sápu- gerðar. Góð staða fyrir áhugasaman mann. Tilboð merkt „01iefabrik“ sendist afgreiðslu Nýja dagblaðsins. Hrafntínnu og vikur viljum við selja. Upplýsingar gefur Þórir Baldvinsson, teiknistofu Bygg- ingar- og landnámasjóðs. Kaupfélag Rangæinga minning próf. Finns Jónssonar. Prófessor Bröndum-Nielsen lætur svo ummælt í Berlingske Tidende um Finn heitinn Jóns- son prófessor, að brennandi ást hans á hinum forna skáldskap og menningu Norðurlanda hafi orðið honum grundvöllur stór- kostlegs æfistarfs. Hvarvetna þar sem komið sé innan tak- marka forníslenzkra og nor- rænna fræða, reki maður sig á nafn prófessors Finns Jónsson- ar og störf hans. „Hann var viðurkenndur sem framúrskar- andi kunnáttumaður í fornum norrænum bókmenntum, og hafði hann sem íslendingur ör- uggan og óbrigðulan skilning á máleinkennum þeirra bók- mennta“. Prófessor Jón Helgason ritar á þá leið í Politiken, að Finnur Jónsson hafi haft alveg sérstakt yndi af því að fjalla um hin gömlu skáld og hin merkilegu og dulræðu kvæði þeirra. Annars hataði hann það, að menn væru dulir í máli, en fyrirgaf fornskáldunum furðanlega slíkar syndir. Skáld- ið, sem í drottinhollustu fylgdi konungi sínum í orustu og skirrðist hvergi við, að segja honum til syndanna, ef nauðsyn krafði, var honum að skapi, því sjálfur var hann tryggur og hreinskilinn, svo að fáir voru hans jafningjar. (FÚ, eftir sendiherrafregn). Békmenntir — iþróttir — listir Mansöngur (Stándchen) eftir Schubert Fá tónskáld hafa orðið ást- sælli en Franz Schubert. Söng- lög hans eru á hvers manns vörum og stærri tónverk hans eru flutt af færustu listamönn- um um allan heim. Tilfinninga- auðlegðin og hlj ómfegurðin, sem er höfuðeinkenni allra söngva hans, eru svo hjartnæm og töfrandi, að jafnvel ósöng- næm eyru eru lögð við, þegar séu ef til vill munnmæli ein, þá sýna þær þó glögglega, hvern hug menn báru til Schuberts og hver ljómi var um hann sem listamann. Ein sagan hermir þannig frá, að Schubert hafi setið úti í garði einum ásamt vinum sínum á fögru og kyr- látu sumarkvöldi. Einn þeirra var með kvæðakver eftir Rell- stab í höndunum, og þegar hann las kvæðið „Mansöngur“ varð hann svo hrifinn, að hann hrópaði upp: „Við þetta kvæði Franz Schubert. sönggyðja hans knýr hörpu sína. Undanfarnar vikur hefir óperettan „Meyjaskemman“ verið sýnd hér, og hefir að- sóknin að henni sýnt ljóslega, að Islendingar kunna ekki síð- ur en aðrir að meta gildi Sehu- berts og listar hans. Enda heyr- ist nú, bæði í heimahúsum og á götum úti, söngvar hans blístr- aðir og sungnir, svo að segja hvar sem farið er um bæinn. Og þess mun lergi minnst með þakklæti, að þessi leiksýning hefir gefið æskulýð bæjarins fagra og listræna söngva, sem lengi munu vaka í hug hans og bægja ómerkilegum danslögum frá, en þau hafa nú um skeið verið flestum munntömust. Það mun naumast unnt, að fletta svo blaði í söngvum Schuberts, að ekki sé alltmeira og minna kunnugt og dáð. Þó er nokkur munur þar á eins og jafnan er um verk allra manna. Fáir af söngvum hans munu t. d. hafa sungið sig eins inn j í hjarta hvers tónelsks manns og lagið „Mansöngur“ (Stánd- chen). Rómantisk fegurð og innileiki þess lags er svo hríf- andi, að ýmsir hafa talið það fegursta ástaróðinn, sem nokk- urn tíma hefir verið sunginn. Um uppruna þess lags eru til margar sagnir, og þó að þær þyrftum við að fá fallegt lag!“ Schubert bað hann að koma með blað og blýant. Vinur hans fékk honum blýantsstúf og um- búðapappír og á hann skrifaði Schubert hið ódauðlega ástai'- lag, sem allur heimurinn syng- ur í hrifningu enn þann dag í dag. Fer kvæðið hér á eftir í lauslegri þýðingu. Hefir eink- um verið leitazt við að ná stemningu kvæðisins og halda sönghæfni þess. TJt í nreturhúmið hljóða hvísla ég til þín: Inn í lundsins kyrru hvelfing kom þú, ástin mín. Hjúpar döggva, mjúka moldu mánans silfurlín. Ljóð mitt beinir veikum vængjum vina, upp til þín. þylur milt við engi og akra undurléttur blær. Næturgalinn hörpu hreyfir, himintóna slær. Fyrir mig hann biður, biður, harmsins djúpi frá; kennir lmgans hljóðu vonir, hjartans ástarþrá. Heyrirðu ekki hjartaslögin lirópa upp til þín? Titrandi ég krýp og- kalla: kom þú, ástin min! X. mr Anglýsingar í Nýja dagblaðinu anka Yiðskiftiu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.