Nýja dagblaðið - 05.04.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 05.04.1934, Blaðsíða 4
4 n t j a daobladib M %* Ý& Drengurinn okkar, Þorlákur Nelson Aiason, )%$ andaðist í gærkvöldi. ^ Reykjavík 5. apríl 1934 ^ Kristjana og Ari Kr. Eyjólfsson $4 <•*> Annáll Sklpafréttir. Gullíoss fór frá Vestm.eyjum í fyrradag á leið til Leith. Goðafoss er í Hamborg. Brúarfoss fór frá Leith í fyrradag á leið til Vestm.eyja. Dettifoss kom til Patreksíjarðar í gærmorgun. Lagarfoss fór frá Vopnafirði í fyrradag á leið til útlanda. Sel- foss koiri til Grimsby í fyrradag. Af veiðum komu í gær togar- arnir Hafsteinn með 80 föt, Ólaf- ur méð 95 föt, Kári með 80 og Baldur með 85. Kolaskip kom í gær til Ólaís Gíslasonar. Góður aíli var hjá línuveiður- unum héðan úr. Reykjavík í gær. Jón JJorláksson borgarstjóri aug- lýsir nú undanfarið eitt af hinum nýstofnuðu embættum, borgarrit- arastöðuna. Og auglýsir þar meðal annars, að laun þessa nýja em- bættismanns verði ákveðin með samkomulagi! Nafn skólastjórans að Núpi, Björns Guðmundssonar, hafði fall- ið niður úr grein, sem birtist um Núpsskólann í blaðinu í gær. Guðmundur Ásbjörnsson gegnir borgarstjórastöðunni í íjarveru Jóns þorlákssonar, en Garðar porsteinsson i veikindaforföllum Guðmundar, auglýsir borgarstjór- inn í gær i ihaldsblöðunum. prjá bruggara tók Björn Blöndal suður á Miðnesi og flutti hingað til bæjarins á miðvikudaginn fyrir skírdag. Kristinn Pétursson hefir sýningu um þessar mundir 1 Oddfellowhús- inu, uppi. Er þar flokkur mynda frá lífi íslendinga í Kaupmanna- höfn að fomu og nýju og annar flokkur mynda úr islenzkum þjóð- sögum. Eru þetta mest raderingar og teikningar, en auk þess nokkur málverk. Næstl háskólafyrirlestur dr. Ame Möllers er í dag kl 6 í háskólan- um. Happdrættið. Síðasti frestur er til endurnýjunar í dag. Viðskifta- menn eru beðnir að athuga, að úr þvi að dagurinn er liðinn, ber happdrættinu engin skylda til þess að geyma númer þeirra, held- ur getur það selt þau öðrum. Nú er mikil eftirspum eftir nýjum miðum, og mega menn búast við að númer þeirra verði seld næstu daga, ef þeir endumýja ekki í dag. Frá Amgerðareyri. í Nauteyr- arhreppi í Norður-ísafjarðarsýslu er stofnað íþróttafélagið þróttur. Félagar eru 33 og kennari Jakob Jónsson íþróttakennari Reykjanes- skólans. Félagsmenn ætla að æfa sund, knattspyrnu, leikfimi, fjall- göngur og allslconar útiiþróttir. Félagið á sundlaug, sem það ætlar að endurbæta og fullkomna. — það vildi til hér, er Pétur bóndi í Hafnardal gaf 5 hestum 15 kg. af votheyi ofan af votheystóft, er hann byrjaði að gefa úr, að allir hestamir veiktust og dó einn eftir 2 sólarhringa. Óvíst þykir hvort hinir lifa. Niu kindur átu af skóf ofan af sömu tóft, og veiktust all- ar og ein er dauð. Sýnishom af heyinu verður sent Búnaðarfélagi íslands. — FÚ. Af Hvammstanga 3/4. íþrótta- og liannyrðanámskeiði er nýlega lokið í Reykjaskóla. Síðasta dag þess var skemmtun haldin í skól- anum og sýning á vinnu nem- enda. A skemmtuninni fluttu tveir af nemendum eldri deildar skól- ans erindi, og var góður rómur gerður að. Hannyrðakennari nám- skeiðsins var ungfrú Sigurlína Sigurjónsdóttir frá Siglufirði, en í- þrótta- og sundkennari var þór- oddur Guðmundsson frá Sandi. Námsskeiðið sóttu 9 meyjar og 7 sveinar. Annað námsskeið verður að forfallalausu haldið úr sumar- málurn, þegar að afloknu ársprófi i skólanum. Kenna þar sömu kennarar. — FÚ. Frá ísafirði 3/4. Kappmót um skiðagönguhorn Vestfjarða fór fram annan páskadag við Skíða- heima á Seljalandsdal. Starfsmenn mótsins voru: Leikstjóri: Guð- mundur frá Mosdal, dómari: Helgi Torvö, timaverðir: Ágúst Leos og Vigfús Ingvarsson Keppendur voru 13 frá 5 félögum. Vegalengdin sem keppt var á, var um 10 rastir. — Fljótastur varð Sigurður Jónsson á 37 min. 37 sek„ og vann hann hornið og pening, sem fylg- ir„ — FÚ. Skóverksmiðja Kvarans á Akur- eyri, sem hefir undanfarið búið til ýiniskonar inniskó, flytur um þessar mundir í ágætt húsnæði og hefir fengið nýjar vélar til nýrra og aukinna framkvæmda, og er þegar byrjað að gera viðhafnarskó skó kvenna úr ýmsum leðurteg- undum. — FÚ. Úr Stykkishólmi 3/4. í gærmorg- un kom línuveiðarinn Alden, og hafði hann þegar aflað um 800 skp. og selt aflann í Reykjavík. í gær kom einnig hingað til Stykkis- hólmi norska flutningaskipið Vard með við og steinlím til kaupfélags- ins í Stykkishólmi, aðallega efni til sjúkrahússins þar og verður bráðlega byrjað að nýju á smíði þess. — FÚ. Frá Akranesi 3/4. Áætlað er að um 90 þús. fiskar hafi komið á land á Akranesi síðastl. iaugardag eða um 450 skp. Allir bátar réru þar í dag. — FÚ. Kosningar í Útvarpsnotendafólag- inu. Maggi Júl. Magnús var kos- inn formaður en Bjöm Arnórsson varaform. Fulltrúaefni í Útvarps- ráð voru kosnir Maggi Júl. Magn- ús, Björn Arnórsson, Helgi Her- mann, Magnús Jochumsson, Haf- steinn Bergþórsson og Guðbrandur Jónsson. Aðalfundur Útvarpsnotendafél. var haldinn í Varðarhúsinu 28. marz. Fjöldi manns var mættur á fundinum, enda mun hafa verið gengið rösklega fram í að smala fólki á fundinn. Maggi Júl. Magn- ús stýrði fundinum og fór fundar- stjórnin öll í handaskolum. Gjald- kej'inn, Magnús Jochumsson, las upp reikninga félagsins og voru þeir samþykktir eftir mikið karp, þótt endurskoðandinn hefði ekki skrifað undir reikninginn, enda var reikningurinn mjög einkenni- legur og elcki vissi stjórnin neitt um féiagafjöldann. Stjórnin útbýtti á fundinum iista með nöfnum þeirra, er hún stakk upp á að yrðu fulltrúaefni í útvarpsráð og átti að kjósa þá meö því að krossa við nöfn þeirra, er félagsmenn vildu kjósa. Annar listi kom fram og var hann lesinn upp fyrir fund- annenn. Loks stakk formaðurinn, Maggi Júl. Magnús, upp á því, að hann yrði formaður áfram og kvað Það vilja stjórnarinnar. Ýmislegt fleira var þarna gert, sem vert væri að segja frá, en skal sleppt að sinni. Annars stakk Guðbrandur Jónsson upp á því, að fundurinn yrði ljósmyndaður, því þetta væri sá vitlausasti fundur, sem hann hefði verið á. Flótti Samuel Insulls undan Þrír stórbrunar Ódýrn § Berlin kl. 10.00 4/4. FÚ. Þrír stórbrunar hafa geysað um og eftir páskana á ýmsum stöðum. Ægilegur stórbruni varð í þorpi einu sunnarlega í Egyptalandi. Brunnu þar 400 hús, en 6 manns fórust í eld- inum. I bæ einum í Ungverja- landi brunnu 28 hús á annan páskadag, en í Wilnahéraðinu í Póllandi brunnu í gær 20 hús auk útihúsa og fórst þar mik- ið af kvikfénaði. auglýsingsrnar. Kaup og 8ala Leitið ekld langt yfir skarnt! Því bezta og ódýrasta fæðið og krónu máltíðir fáið þið alltaf í Matstofunni Tryggvagötu 6. Sel heimfluttan húsdýraá- burð. Valdemar Jónsson Hverf- isgötu 41. valdi laganna virðist nú á enda. Á sunnudaginn var hann tekinn fastur í Instambul, en þangað hafði skip lmns komið til að taka vatn. — Hér úrskurðaði rétt- urinn hann glæpamann, og ákvuð, að hann skyldi afhentur yfirvöldum Bandaríkjanna. Samn- ingur Tyrklands og Bandarikj- anna, um það, að hvort þeirra skuli láta af hendi sakbominga hins, hafði ekki verið staðfestur, en ráðherrafundur, sem haldinn var í gær, ákvað, að þau skyldu ganga í gildi nú þegar, og sam- kvæmt þeim verður nú Insull fenginn í hendur því löggjafar- valdi, sem svo lengi hefir strítt við að ná honum úr höndum Grikkja. Bandaríkjastjórn hefir verið til- kynnt þetta. — Samuell Innsull hefir lýst því yfir, að hann muni áfrýja úrskurðinum um kyrsetn- ingu sína og handtöku í Tyrk- landi. Saksóknari ríkisins í Tyrk- landi hefir sagt, að engin slík áfrýjun sé möguleg. Samt sem áð- ur segja fregnir, að brezkur mála- færslumaður í Instambul hafi þeg- ar lagt fram áfrýjunarbeiðni fyrir hönd Insulls, og segir hann, að lögum samkvæmt þurfi að taka þá beiðni eða stefnu til greina, áður en unnt sé að vísa Insull úr landi. — FÚ. Ný jarðgöng. Undirbúningur er nú hafinn til þess að grafa göng gegnum Mont Blanc. Franskir og ítalskir fulltrúar munu koma sam- an á fund eftir svo sem hálfan mánuð til þess að ræða málið. FÚ. Fjórir jafnaðarmenn og 2 Naz- istar hafa sloppið úr fangelsi í Linz og óttast austurrísk stjómar- völd, að þeir séu þegar komnir yfir landamæri Austurríkis inn í þýzkaiand. Meðal þeirra var einn leiðtoginn i febrúarbyltingunni í Efra-Austurríki. — FÚ. Bcnzinliki. í Suður-Afríku ðr nú farið að framleiða benzinlíki (arti- fical petrol). Félagið,sem að fram- leiðslunni vinnur, segist geta fram leitt hálfa miljón gallóna á ári, og telur þetta nýja benzin hagkvæm- Eldgosið í Yatnajökli Til sölu byggingarlóð í Vest- urbænum. Teikning fylgir. — Sími 2004. Framh. af 1. síðu. að öllu yrði sú för hin erfið- asta. Þó er ekki loku fyrir það skotið, að þessa verði freistað. Samkvæmt viðtali við Pálma rektor Hannesson hefir Dr. Niels Nielsen jarðfræðingur í Kaupmannahöfn í hyggju að koma hingað um miðjan mán- uðinn, og mun hann hafa hug á að freista að kanna eldstöðv- arnar. Dr. Nielsen hefir ferð- ast áður tvisvar hér á landi og þekkir vel til öræfaferða. Alríkisráðstefnur Ilmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörnr fjölbreytt úrval hjá Kaupfélagi Reykjavíkur. Hafið þið reynt hið holla og ljúffenga kjarnabrauð frá Brauðgerð Kaupfélags Reykja- víkur ? Frosið dilkakjöt alltaf fyrir- liggjandi. Freðkjöt frá Norður- landi al alþekkt fyrir gæði og góða og hreinlega meðferð. S. í. S. — Sími 1080, Lítið notaður barnavagn (dökkur) óskast keyptur. Upp- lýsingar á Hverfisgötu 34, efstu hæð. Framh. af 1. síðu. legast þætti í þann og þann svipinn. Árið 1921 var alríkis- ráðstefnan haldin i Canada, og er það sú einasta, sem haldin hefir verið utan Englands, en næstu ráðstefnurnar voru haldnar í London árin 1922, 1926 og 1930. Fæði, kaffi, mjólk, allt mjög ódýrt. Sömuleiðis gott sólar- herbergi. lándargötu 8 C, uppi. SPAÐKJÖT af úrvalsdilkum alltaf fyrir- liggjandi. S. I. S. — Sími 1080. 1 Tilkynningar || Yerzlið að öðru jötnu við þá sem auglýsa í Nýja dagblaðinu Atvinna 2 stúlkur vantar í vor og sumar á gott sveitaheimili. — Uppl. í síma 2130. Ráðskonu vantar á sveita- heimili til efnaðs einhleyps manns. Tilboð með kaupkröfu leggist inn á afgr. N. dagbl., merkt „Valur“. Tilkynning frá barnablaðinu „Æskan“. Allir skilvísir kaupendur blaðsins fá söguna „Silfurturn- inn“ í aukakaupbæti á þessu ári, í tilefni af 35 ára afmæli blaðsins. Gerist kaupendur næstu daga. Við nýjum áskrif- endum er tekið í bókaverzlun Sigf. Eymundssonar eða á af- greiðslu „Æskunnar“ í Edin- borg. Blaðið kostar aðeins kr. 2,50 um árið. Þeir, sem borga blaðið við áskrift, fá ennfrem- ur síðustu jólabók í kaupbæti. Munið gullsmíðavinnustof- una Þingholtsstræti 3. Guðl. Magnússon. Tapað-Fundið ara til bílanotkunar en annað ben- zin, og ennfremur segir það, að birgðir þær, sem það geti framleitt fyrst um sinn, séu allar seldar fvrirfram. — FÚ. Franska stjórnin mun nú ætla að fara að framkvæma sparnað- amíðstafanir þær, sem ráð er fyrir Ung stúlka óskar eftir at- vinnu sem fyrst, ekki vist. Til- boð merkt Atvinna, sendist af- greiðslu Nýja dagbl. Kennsla Kvenúr tapaðist í vesturbæn- um. Skilist á Bergþórugötu 11 (niðri) gegn fundarlaunum. Sjálfblekingur merktur Magnús Guðbrandsson, hefir tapast. Skilist á Bergstaðastíg 54 gegn fundarlaunum. gert í fjárlögunum. Á fækkun em- bættismanna og lækkun á launum þeirra ætlar stjórnin sér að spara 2^2 miljard franka. Blaðið Le Ma- tine segir þó, að stjórnin sé ekki sammála um lækkun á eftirlaun- um hermanna. Á laugardaginn var i'fndu kommúnistar til mótmæla- fundar í París og tóku jafnaðar- menn að nokkru leyti þátt í mót- mælunum. Er sagt, að kommúnist- ar og jafnaðarmenn ætli að sam- einast um þetta mál. — FU. Staviskimálin. í sambandi við iund gimsteina þeirra, sem pant- settir voru fyrir Staviski i Lon- don, láta írönsku blöðin í veðri vaka, að einn af auðkýfingum í Get bætt við stúlkum í kjólasaumanámskeiðið apríl og maí. Hildur Sivertsen, Mjó- stræti 3. Sími 3085. Frakklandi muni verða tekinn fastur eftir páskana, en ekki hafi tekizt að fá upplýsingar um, hver það sé, því lögreglan haldi nafni hans leyndu. — Jafnaðarmannafor- inginn Leon Blum krefst þess, að rannsókn verði látin fara fram á fjárreiðum hinna svokölluðu leyni- legu sjóða í Frakklandi. Kveður hann það á margra vitorði, að sjóð ir þessir séu notaðir til mútugjafa í ríkum mæli. — FÚ. Húsnæði 2 herbergi og eldhús óskast 14. maí, helzt í Austurbænum. Tilboð sendist á afgr. merkt „íbúð“. 3—4 herbergi og eldhús til leigu. A. v. á. Góð íbúð fæst til leigu á Akranesi 14. maí. Siðurður Símonarson Akranesi eða A.v.á. Maður óskar eftir húsnæði, i’æði og þjónustu á sama stað, nú strax. Fyrirframgreiðsla. A. v. á. /

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.