Nýja dagblaðið - 08.04.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 08.04.1934, Blaðsíða 2
2 N Ý J A DAOBLAÐIB lgálverkasýning1 Asgríms Jónssonar Opin í dag i síðasta sinn. --- - ■■ ■ - ..... ■■ ■ .— ■ Matreiðslunámsskeið L>augarvatnsskóla hefst 1, maí, stendur yfir til 15. júní. Auk matreiðslu og venjulegra hússtarfa verður kennd- ur söngur og íþróttir (sund, leikfimi). Dvalarkostnaður kr. 130,00. Skólastjórinn. S T E A N D Óvíða er fjölfarnari skipaleið en um Ermarsund. En leiðin er samt alls ekki hættulaus. Þokur eru þar tíðar og storma- samt og ströndin klettótt og útgrynni, ekki sízt Frakklands megin. Eru þar klettaeyjar og sker, og hefir hér farizt fjöldi skipa. — Myndin sýnir Hollenzkt skip, Harmina, sem þar strandaði, ekki alls fyrir löngu við eyjuna Brehat. SALTVINITSLA Verzlunarsamningar Breta og Dana ákveða, að allt saltflesk, sem flutt er frá Danmörk til Englands, skuli salta með salti, sem framleitt er í Englandi. — Myndin er af enskum saltvinnslustöðvum, sem framleiða salt í danska fleskið. Til frú Kristjönu Eyjólfsson og Ara Eyjólfssonar verkstjóra við lát þorláks litla, sonar þeirra, 4. apríl 1934. Ég rétti’ ykkur hönd mína hljóður, og hjartað í bamii titrar. Það verður minn eini óður, er að falla helfregnir bitrar. Sjálfur þekkti’ eg sorgir, — hve sárt er að missa og unna. Mennimir byggja sér borgir; þær brenna, og hrynja til grunna. Ég sé ykkar sársauka’ og hanna: sonurinn ykkar er dáinn. Hér bíða með útbreidda arma, ástin, vonin og þráin. Dauðinn er klakakaldur, hann kreppir greipar að hjarta, hann markar mönnunum aldur mörgum — um árdegið bjarta. Voðinn er skjótur til víga á vegleysu hækkandi alda. Öldumar stórbrotnar stíga, með stormvakta, háa falda. En, orðin aflvana hníga í algleymis djúpið kalda. P. P. Olíver Lodge Einn þekktasti spiritisti, sem nú er uppi, er enski fræðimað- urinn Oliver Lodge. Hann er orðinn 82 ára gamall. Fyrir nokkru síðan talaði hann í út- varpið og sagði þá frá því, að hann myndi deyja fljótlega. Ég held, sagði hann, að þetta verði í seinasta sinn, sem ég tala til ykkar héðan af jörðinni. Starfi mínu hjá ykkur er lokið og ég kveð ykkur öll hjartan- lega. Það var auðheyrt á gamla manninum, að hann ætlaði að gera vart við sig eftir dauðann. Mun hann láta eftir sig ná- kvæm fyrirmæli um það, hvernig hann ætlar sér að birt- ast. Verður því vafalaust uppi fótur og fit hjá andatrúar- mönnum, þegar hann deyr og einskis látið ófreistað, til að ná af honum fréttum. En nú er bara eftir að vita, hvernig það muni takast. Of fítiil ökuhraði Það kemur ekki ósjaldan fyr- ir í stórborgunum erlendis, að bílstjórar og aðrir vagnstjórar séu kærðir fyrir ólöglega hrað- an akstur. Slíkir viðburðir þykja því ekki í frásögur fær- andi. En nú er samt á döfinni ökumál í Rotterdam, sem fylgt er með töluverðri eftirtekt. Sakborningur er sporvagnsstj. Honum er líka borið það á brýn að hafa keyrt of hægt og valdið með því óþægindum fyr- ir önnui’ ökutæki. Er talið óvíst hvernig málið muni falla, því lögin munu vera fátækleg hvað viðkemur lágmarksöku- hraða og banni við honum. % Bókmenntir — íþróttir - Listsýning Kristins Féturssonar Alltaf blásnauður, oft heilsu- tæpur, hefir Kristinn Péturs- son brotizt áfram upp á eigin spýtur um hina torsóttu lista- braut. Hann er hvað sem öðru líður, atorkusamur og trúr sínu pundi. Sýning sú, er hann hefir haft í Oddfellowhúsinu að und- anförnu, er líka í mörgu bæði merkileg og skemmtileg. Þar eru ýmsar vatnslita- myndir, meðal annars hinir gömlu, íslenzku kofar, sem Kristinn hefir fyrstur manna tekið til meðferðar í alvöru. En það eru þó tvö myndasöfn (,,seríur“), sem einkum bera sýninguna uppi og varpa á hana sérstæðum blæ. Auk listgildis- ins hafa bæði þessi söfn menn- ingarsögulegt gildi, og hafa því tvöfalda þýðingu fyrir þá, sem andlegri mennt unna. Hið fyrra er teikningasafn úr lífi og umhverfi Islendinga í Kaupmannahöfn á liðnum tím- um. Opna margar þessara mynda einkennilega táknandi innsýn í hið fátæklega nýlendu- líf landa í þessari Babýlon við Eyrarsund, sem oft hefir verið svo „fögur gegnum hugmynd- aima gler“ hér heima. Það er útlegðartilfinningin, hörð og þó hrein, sem hver lína í húsi, hver dráttur í andliti, vekur. Strangur veruleiki hvílir yfir öllu í hispurslausri nekt. Lítum á „Fyrstu sporin í Há- skólann". Litli, umkomulausi útlendingurinn í stóra hliðinu vekur hjartslátt eftirvænting- arinnar. Hvað beið þeirra þarna inni í hinni óráðnu fram- tíð? Lítum á „Sending að heim- an“. Þar blasir við hið barns- lega, frumstæða ásigkomulag vaxandi, langsoltinna ung- menna, sem seinna áttu að flytja nýja menningu í búið heima. Lítum á „Misjöfn jól“, hvernig hið einfalda, látlausa form myndarinnar snýst fyr en varir upp í nístandi ádeilu. Þannig mætti lengi telja, því myndirnar eru 30 talsins, og varpa margvíslegu ljósi yfir einn þýðingarmesta þáttinn í þjóðlífi voru, — örðuga sókn einangraðs anda út á ólgusjó heimsmenningarinnar, sem listir stundum endaði í hafvolki eða jafnvel skipbroti. Kristinn hef- ir þarna leyst af hendi sér- kennilegt starf, sem fyr eða síðar mun vekja verðskuldaða eftirtekt. Síðari „serían“ á sýningunni er „raderinga“-safn úr þjóð- sagna- og goðafræðum. Kennir þar margra grasa, og gengur þó einn meginþráður gegnum allar myndimar, sem sé sá, að túlka hin fjölmörgu afbrigði vanskapnaðarins, náttúruundr- in í tilverunni, eins og þau á sínum tíma mótuðust í meðvit- und almennings. Er þarna hver myndin ann- ari skemmtilegri, allt ofan frá engli niður í skrattann sjálfan. Myndir þessar eru 40 að tölu, og hafa flestar það mikið til síns ágætis, að vant er að benda á nokkra þeirra sérstak- lega, þótt ærið ólíkar séu þær, eins og líka efni standa til. En ég’ hygg, að yfirleitt takist höf- undi að vekja þann hugblæ sem við á, hvort sem það er nú hinn helsári hrollur frá snjóhvítum útburði, sem stekkur á fjórum fótum um auðnina, eða hinn kýmilegi uggur frá Skottu gömlu, sem ríður klofvega á hæjarbustinni. Ef myndir þessar yrðu ein- hverntíma prentaðar, sem von- andi er, þykist ég þess fullviss, að íslenzkii alþýðu myndi leika hugur á að eignast þessi prýði- legu sýnishorn úr hugmynda- lífi forfeðra sinna. Það er mjög þakkarvert, að listamenn vorir leitist við að ná fjölbreytni í formi og viðfangs- efnum og tengi hugkvæmni sína og kunnáttu við sem flest fyrirbrigði lands og þjóðar. Þetta hefir Kristinn Pétursson gert, og ég á von á, að hann eigi eftir að færa betur út kvíamar. Um listgildi ýmsra verka hans má vafalaust deila, eins og flestra dauðlegra manna, og skal ég ekki taka mér neitt úr- skurðarvald 1 því efni. En hitt er ég sannfærður um, að hann er listamaður, sem býr yfir ótvíræðum hæfileikum og veit sjálfur hvað hann vill. Það sannar meðal annars þessi sýn- ing hans. Henni verður lokað nú eftir helgina, og er því hver síðastur hjá mér og öðrum að þakka fyrir hana. Jóhannes úr Kötlum. »Scientíiic Beauty Products« Allt til viðhalds fögru og hraustu hörundi. VERA SIMILLON Mjólkurfólagshúsinu, herbergi 45—46 VERA SIMILLON Mjólkurfólagshúsinu, herbergi 45—46 býður þeim kanpmönnum, er kynnu að vilja selja fegrunarmeðul, að skoða sýnishorn sín mánudaginn 9. apríl kl. 8 ‘/2 e. m.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.