Nýja dagblaðið - 08.04.1934, Blaðsíða 4

Nýja dagblaðið - 08.04.1934, Blaðsíða 4
4 I f J A DAOBbABlB Auuáll Skipafréttir. Gullfoss er á leið til Kaupmannahafnar frá Leith. Goðafoss fór frá Hamborg í gœr á leið til Hull. Brúarfoss kom frá út- löndum í gœrmorgun. Dettifoss fór frá Siglufirði í gœrmorgun á leið til ísafjarðar. Lagarfoss er á leið til Kaupm.hafnar frá Aust- fjörðum. Selfoss kom til Antwerp- en í fyrradag. Síðasti dagur listsýningar Krist- ins Péturssonar í Oddfeliowhúsinu er i dag kl. 10—7 síðd. Laugarvatnsskólanum var eins og áður er getið, sagt upp 27. marz. í skólanum voru í vetur 137 nemendur úr nálega öllum sýslum landsins, þar af 44 í eldri deild og luku 39 nemendur prófi i þeirri deild en 82 i yngri deild, af 93, sem þar voru. Auk þess starfaði þar íþróttaskóli Björns Jakobssonar. — Fœði kostaði kr. 1.15 á dag fyrir pilta, en kr. 0.90 fyrir stúlkur. Allur dvalarkostn- aður yfir 6 mánaða tíma varð kr. 312.00 fyrir pilta en 267.00 fyrir stúlkur. (Bœkur og fatnaður ekki meðtalið). — 1. maí hefjast þar tvö námskeið í garðyrkju- og matreiðslu. Dórnur var í gær kveðinn upp yfir Magnúsi Jóhannssyni, þeim er ók hifreið þeirri, er varð drengnum að bana á Rauðarár- stígnum. Magnús var dæmdur í 6 mánaða fangelsi og sviftur öku- leyfinu æfilangt. Af veiðum komu í gær togar- arnir Imperialist með 127 föt lifr- ar, Tryggvi gamli með 89 og Hilmir með 64. Fjórir bruggarar voru í gœr dæmdir. Lægsta sekt var kr. 500, en hæsta kr. 3000 og 3ja mánaða iangelsi. Bruggun. í fyrradag gerði Bjöm Blöndal löggæzlumaður, ásamt tveim lögregluþjónum, húsrann- sókn á Hofi á Kjalamesi hjá bónd- anum þar, Hjálmari þorsteins- syni. Fundust þar í þvottahúsi 350 lítrar í gerjun og 11 flöskur af fullbrugguðum spíritus. Bmgg- unaráhöldin kvaðst Hjálmar hafa iengið að láni. — Húsrannsókn var og gerð i Dalsmynni á Kjalar- nesi, en þar fannst ekkert brugg. Farþegar með Brúaríossi frá út- löndum i gær: Guðmundur Kam- ban rithöfundur, August Nielsen, Guðni Jónsson, Ludvig Storr og frú, Jón Guðmundsson og frú, þorsteinn Gíslason og frú, H. K. Laxness, Sigurlaug Árnadóttir, Ás- gerður Einársdóttir, Sigurður Guð- mundsson, Bjami Bjamason, C. Rydelsborg, H. Rydelsborg, Svava Karlakór Reykjavíkur Söng'stjóri Sigurdnr Þórðarson Samsöngur í Gamla Bíó sunnud. 8. april kl. 3 e. h. Píanoundirspii: Ungfrú Anna Péturs. Aðgöngumiðar á kr. 1,00, 2,50 og 3,00 seldir í Gamla Bíó frá kl. 10 í dag. Til sölu ágætt íbúðarhús með nýtízku þægindum vestan við bæinn, ásamt ræktuðu erfðafestulandi, görðum og stakkstæðum. Upplýsingar gefur Jónas H. Jónsson Hafnarstræti 15 - Sími H327 Zoega, Arinbjörn Jónsson, Sæ- mundur Sigurðsson, Stemgrímur Oddsson, Guðleifur Guðmundsson, Hjörtur Guðmundsson, Páll Jóns- son, Ólafur Túbals, Stefán Dag- finnsson, Lauritz Pedersen, Carl Mnrtinsen, C. E. Courley, Jón Ól- afsson, A. Aikman. M. W. Sand- liack. Mjólkurhreinsunargtöð. það hef- ir komið til orða i Bæjarráði Reykjavíkur, að bærinn léti reisa mjólkurhreinsunarstöð fyrir þá mjólk, sem seld er hér í bænum, írá þeim, sein ekki geta hreinsað mjólkina sjálfir, eða fengið hana hreinsaða á annan liátt. í bænum og i nágrenni hans er fjöldi fram- leiðarida, sem liefir selt óhreins- aða mjólk í bæinn, en verða nú að hœtta því vegna mjólkurlaganna, ef mjólkin verður ekki hreinsuð. Sama gildir um þá bændur aust- anfjalls, sem hingað til hafa selt óhreinsaða mjólk i bæinn og ekki hafa aðgang að hreinsunarstöð. Úr Hafnarfirði 7/4. Hingað kom af veiðum í dag Kópur með 60 föt lifrar og Surprise með 90 föt og mótorskipin Minne og Nanna. Nanna var með góðan afla. Einnig kom til Hafnarfjarðar línuveiða- skipið Örninn með 120 skp. Hann er aflahæsta skip hér í Hafnar- firði á þessari vertíð og hefir afl- að samtals í 6 veiðiferðum 1110 skippund. Fyrsta aflann lagði hann á land 20. febr. Saltskip. er vœntanlegt hingað til Hafnar- fjarðar um helgina. — FU. E.s.Suðurland fer til Breiðafjarðar næstk. miðvikudag 11. þ. m. Viðkomu- staðir samkv. ferðaáætlun. Flutningi veitt móttaka á miðvikudag 10. þ. m. Tíminn kemur út á morgun. Hann er bezti boðberinn út um allt land nú fyrir vorið. Auglýsingum sé skilað í Acta. Frá Vopnafirði 7/4. Brúarfoss tók hér á Vopnafirði nýlega 5000 kioppa af freðkjöti. — FÚ. Eru vísindamenn morðíngjar? Zamoru, forseti Spánar, sagði í ræðu, er hann hélt á alþjóðaþingi vísindamanna, að vísindamenn brygðust köllun sinni, ef þeir beindu kröftum sínum að því, að láta stjómum í té fullkomnari morðvopn, til notkunar í hernaði, í stað þess að leggja alla stund á það, sem mætti verða til þess að nuka vellíðan og velmegun mann- kynsins. — í Madrid eru nú nokk- ur hundruð vísindamanna úr flestum löndum heims saman- komnir, á áttunda þing Alþjóða- samb. vísindamanna. — FÚ. Siindlaugarnar og Sundhöllin Framh. af 3. síðu. sundhöll með sólbyrgjum hér í Reykjavík. Við höfum fengið heita vatn- ið til afnota frá náttúrunnar hendi, og stöndum því aðdáan- lega vel að vígi í þessu efni. Þjóðin sjálf má því ekki lengur láta sitt eftir liggja að fá af þvi full not“. Bréf í. S. í. til boryarstjór- ans 1. marz sL Þann 1. marz s. 1. skrifaði stjórn I. S. í. bæjarstjórn Reykjavíkur rækilegt bréf um sundmál Reykjavíkur. Jón Þor- láksson svaraði um hæl. Bréf hans er dagsett 2. marz, en það var lítið svar og hvergi varð á því séð, að bréf í. S. 1. hafi verið lagt fyrir bæjarstjórn eða bæjarráð og verð ég að hafa það til marks um tóm- læti ráðandi flokksins í bæjar- stjórninni á meðan að annað reynist ekki sannara, en það kemur illa heim við loforð Sjálfstæðisflokksins fyrir bæj- arstjórnarkosningamar í vetur. Ég held að það væri rétt af ráðamönnum bæjarins að gera opinberlega grein fyrir þessu ástandi sem nú er á öllum þess- um málum, því það er mikil óánægja yfir þessu, og mér virðist það ekki ósanngjörn krafa, að bæjarbúar fái að vita hvar þessum málum er komið og hverra úrræða er von eða hvort nokkurra bóta sé að vænta nú í vor. Magnús Stefánsson. Er verkfall yfiryofandi? Framh. af 1. síðu. er notaður, en hinsvegar munu kolakaupmenn ekki spara nema 50 aura á tonni með notkun kranans, því hann er dýr í rekstri. Dagsbrún mun þó, eftir því sem blaðið hefir frétt, ekki taka að sér þessa deilu, þar sem ákvæði eru fyrir hendi um það, hve mikið eigendur kran- ans megi taka fyrir notkun hans, þegar hann er leigður öðrum, og ekki mun vera til- ætlunin að bregða frá þeim á- kvæðum. f Ódýro $ aug-lýsingarnar. Kaup og sala 5 hestaíla Trumph-mótorhjól í ágætu lagi, er til sölu fyrir tækifærisverð. Upplýsingar á Grettisgötu 22 D frá kl. 4—7 á kvöldin. Tækifærisverð á nýtízku sveínherbergishúsgögnum, vegna burtfarar, ásamt fleiri húsgögnum. Einar Carlsson, Vatnsstíg 3 eða á Laugaveg 141. Símar 4587 og 2672. Rúgbrauð, franskbrauð og normalbrauð á 40 aura hvert. Súrbrauð 30 aura. Kjarnabrauð 30 aura. Brauðgerð Kaupfél. Reykjavíkur. Sími 4562. Húsnæði Sólríkt herbergi með sérinn- gangi óskast 14. maí fyrirkarl- mann í fastri atvinnu. Tilboð merkt „Sólríkt" leggist á afgr. blaðsins. 2—3 stofur og eldhús óskast í nýtízku húsi 14. maí. Fyrir- iramgreiðsla. Sími 2092. Tilkynningar Ef þú villt að af sé máð óhreinkun í tíma: 3—1—8—3 er ráð, þá að hringja í síma. Tapað-Fundið Tapazt hefir fyrir fáum dög- um grábröndóttur köttur (fress). Hver sem kynni að verða hans var, er vinsamlega beðinn að láta vita um það á Hverfisgötu 32 b í kjallaranum. RAUÐA HÚSIÐ. — Nú ætla ég að ganga heim undir húsið. Farðu aftur að trénu og vertu á verði, ef Cayley skyldi koma í annað sinn. Herbergið þitt er til vinstri handar og Cayleys herbergi er næst yzt til vinstri, er ekki svo? Bill kinkaði kolli. — Það er gott. Feldu þig hérna og bíddu, þangað til ég kem. Ég veit ekki, hvað mér kann að dveljast lengi, en þú mátt ekki vera óstilltur. Þér kann að finnast biðin lengri en hún er í raun og veru. Hann klappaði Bill á öxlina og kinkaði til hans kolli, bros- andi, og svo lagði hann af stað. Hvað var í töskunni? Lyklar og skammbyssur sökkva af sjálfu sér, það er óþarfi að setja slíkt í tösku. Hvað var í töskunni ? Eitthvað sem ekki sökk af sjálfu sér, eitthvað, sem grjót þurfti með, svo að það sykki í leðjuna. Jæja, þeir myndi nú komast að því áður lyki. Það var óþarft að brjóta heilann um' það. Það var óþrifaleg næturvinna, sem beið Bills. En hvar var líkið niðurkomið. Eða, ef hér var ekkert lík — hvar var þá Mark? En hér var önnur spuming öllu meira aðkallandi: hvar var Cayley nú? Antony flýtti sér allt hvað af tók áleiðis til hússins og faldi sig í runnunum næst grasvellinum, og beið þess að kveikt yrði ljós inni hjá Cayley. Ef ljós yrði tendrað í herbergi Bills, þá var allt komið upp um þá. Það þýddi það, að Cay- ley hefði litið inn til Bills, þótt grunsamlegt útlit brúðunnar í rúminu og kveikt ljós til þess að ganga úr skugga um þetta. Og þá myndi verða fullur fjandskapur milli þeirra. En ef ljós væri kveikt inni hjá Cayley ... Nú tendraðist ljósið. Antony hrökk við af æsing- unni. Þetta var inni hjá Bill. Ófriður! Þama var ljósið og lýsti bjart. Nú var byrjað að kalda. Tunglið hvarf bak við ský og skugga dró á húsið. Bill hafði gleymt að draga tjöldin fyrir glugg. ann. Það var trassaskapur mikill, fyrsta vitleysan, sem! hann hafði gert, en ... Aftur dró frá tunglinu ... og Antony hló nú með sjálfum sér. Þarna var enn einn gluggi, enn eitt herbergi, og þar var ekkert ljós. Það var engan veginn víst að ófriður yrði hafinn. Þama lá Antony og njósnaði meðan Cayley var að hátta. En Bill aftur á móti fór nú að gerast óþolinmóður. Það sem honum þótti verst var það, ef hann eyði- leggði nú allt með því að gleyma tölunni sex. Það var sjötti staurinn. Sex. Hann braut sundur kvist og skipti honum í sex búta og lagði þá á jörðina hjá sér í röð. Sex. Hann leit yfir síkið, taldi á nýjan leik og tautaði fyrir munni sér: Sex. Svo leit hann á kvistabútana: Einn — tveir — þrír — fjórir — fimm — sex — sjö. Sjö! Voru þeir sjö? Eða hafði einn legið þarna og lent saman við. Þeir áttu ekki að vera fleiri en sex! Hann hafði víst sagt sex við Antony? Antony myndi muna eftir því og þá var allt í lagi. Sex. Hann fleygði sjöunda bútnum og týndi hina bútana saman. Það var kannske vissast að geyma þá í vasa sínum: Sex — hæð manns í hærra lagi — hæð hans sjálfs. Sex fet. Já, þetta var rétta aðferðin til að setja svona lagað á sig. Nú varð hann rólegri og tók nú að hugsa um tösk- una, hvað Antony myndi segja um hana, um það hvað vatnið myndi vera djúpt og um leðjuna á botn- inum. Og hann hélt áfram að brjóta heilann og mælti fyrir munni sér: —- Þetta var auma atvikið! En í því korh Antony. Bill gekk til móts við hann. — Sex, sagði hann og var ekkert hik í röddinni. Sjötti staur frá horninu. — Ágætt, sagði Antony. Minn var sá átjándi. — Því fórstu? — Til þess að ganga úr skugga um, að Cayley færi að sofa.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.