Nýja dagblaðið - 18.04.1934, Blaðsíða 1
2. ár.
Reykjavík, miðvikudaginn 18. apríl 1934.
90. blað
ÍDAG
Sakamálsrannsékn
Sóloruppkoma kl. 4.51.
Sólurlag kl. 8.06.
l'lóð árdegis kl. 8.05.
l tóft KÍðdegis kl. 8.25.
Veðurspá: Stinningskaldi á nórð-
an. Bjartviðri.
Sötn, skriistoiur o. fl.:
Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10
Listasaín Einars Jónssonar kl. 1—3
Alþýðubókasafnið .. . .opið 10-10
Landsbankinn ......... opinn 10-3
tíúnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3
ÚtvegsbanHnn opinn 10—12 og 1—4
Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7
Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7^2
Rósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6
Bögglapóststofan .... opin 10-5
Landssíminn .......... opinn 8-9
Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6
Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4
Fiskifél..... Skrifst.t. 10-12 og 1-5
Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6
Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6
Eimskipafélagið ........... opið 9-6
Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4
Sölusamb. ísl. fiskframlaiðenda
opið 10—12 og 1—6
Skrifst. bæjarins opnar 9-12 og 1-4
Sk ri fst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4
SkrifsL lög’aanns opin 10-12 og 1-4
Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4
Tryggingarst. ríkisins 10-12 og 1-5
Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6
Rikisféhirðir ................. 10-3
Hæstiréttur kl. 10.
Heimsóknartíml sjúkrahúsa:
Landsspítalinn ............ kl. 3-4
Landakotsspítalinn ........ kl. 3-5
Laugarnesspitali .... kl kl. 12fá-2
Vífilstaðahælið 12%-1V2 og 3%-4%
Kleppur ................... kl. 1-5
Fæðingarh., Eiriksg. 37 kl. 1-3 og 8-9
Sjúkrahús Ilvitabandsins .... 2-4
Sólheimar ................. kl. 3-5
Elliheimilið ................. 1-4
Næturvörður i Laugavegs- og Ing-
ólfs-apóteki.
Næturlæknir Hannes Guðmunds-
son, Hverfisgötu 12. Sími 3105.
Skemmtanir:
Mýrarhúsaskóli: Dansskemmtuh
kl. 9.
Iðnó: Dansskemmtun Ármanns kl.
10.
Samgöngur og póstferðir:
Goðafoss til Akureyrar.
Dagskró útvarpstns:
Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir.
Tilkynningar. 19,25 Erindi: Ptole-
mæes I (Arnór Sigurjónsson), 19,50
Tónleikar. Auglýsingar. 20,00
Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Kvöld-
vaka: a) Pálmi Hannesson: Upp-
lestur. b) Söngkvartett. c) Helgi
Hjörvar: Saga. d) Islenzk lög. —
Danslöng til kl. 24.
Símar Nýja dagblaðsins:
Ritstjóri: 4373.
Fréttaritari: 2353.
Afgr. og augl.: 2323.
I gær fyrirskipaði dómsmáiaráðuneytið sakamálsrannsókn gegn
Eyjólfi Jóhannssyni forstjóra Mjóikurfélags Reykjavikur, Guðm.
Guðmundssyni fyrv. aðalgjaldkera Landsbankans og fyrv. að-
stoðargjaldkerum Steingrími Björnssyni og Sigurði Sigurðssyni
Eftir tólf daga umhugsun-
arfrest hefir dómsmálaráð-
herra Magnús Guðmundsson
loks fyrirskipað sakamálsrann-
sókn og málshöfðun í hinu
illræmda ávísanamáli Mjólk-
urfélags Reykjavíkur. — Á
þeim tíma hafa íhaldsblöðin
staðið eins og veggur gegn því
að nokkuð yrði í þessu máli
gert og til hreins gengið um
sekt manna eða sýknu eins og 1
sjálfsagt var. Þessi afstaða í- I
haldsblaðanna hefir ótvírætt
gefið til kynna, að forráða-
menn íhaldsflokksins hafa ekki
óskað eftir því, að málinu væri
hreyft. Þeir hafa ætlað sér að
kæfa það niður.
En á síðustu stund hafa
þeir gugnað fyrir einbeittum
kröfum frjálslyndu blaðanna
og hinna heiðarlegri manna í
þeirra eigin hóp, er ekki þótti
I vænlegt að ganga til kosninga
I í vor með þessa fjöður í hatt-
inum. Og sérstaklega mun
grein sú, er birtist hér í blað-
inu í gærmorgun, þar sem heit-
ið var að fylgjast rækilega með
málinu, hafa stjakað óþægilega
við samvizku dómsmálaráð-
herrans. Bréf ráðuneytisins til
lögreglustjórans er dagsett í
gær, þ. e. eftir að umrædd
grein í Nýja dagbl. var komin
út.
Sakamálsrannsóknin og máls-
höfðunin er fyrirskipuð gegn
Eyjólfi Jóhannssyni fram-
kvæmdastjóra Mjólkurfélags-
ins, aðalgjaldkera Landsbank-
Framh. á 4. síðu.
Förin tíl eldstöðvanna
Leiðangurslólkið konist á eldstöðvarnar kl. 2 á töstudag. A laugardag-
inn var það veðurteppt i tjaldi, en kom til byggða í FJjótshverfi kl. 8 á
mánudagskvöld. Færð á jöklinum er ill vegna ösku og vikurs trá gosinu.
Næst eldstöðvunum var vikurlagið 1—2 m. öosmökkur 400—500 m. áhæð
Leið. þeirra jökulfaranna er mörkuð með punktalínu á uppdrættin-
um, eftir því sem næst verður nú komizt, samkvæmt skýrslunni frá
þeim. — Hágöngur eru fjall, sem stendur í klofa, sem gengur upp
í jökulinn. Efri tjaldstaðurinn er sýndur með krossi, norður af
Geirvörtum, sem eru fjallstrýtur tvær, er standa upp úr jöklinum.
En íjallið þar norðaustur af, sem Guðmundur frá Miðdal gekk upp
á, mun vera Búrfell í Vatnajökli eða Vatnajökuls-housie, eins og
Englendingui'inn Watts nefndi það, sá er fyrstur gaf fjallinu nafn
á leið sinni þvert yfir Vatnajökul árið 1875. — Nokkru norðar er
Pálsfjall, er Watts skírði eftir förunaut sinum einum er Páll hét, en
hann var síðan jafnan kallaður Páll jökull. — Með því að jökul-
fararnir hafa enn ekki getað unnið úr athugunum sínum og miðun-
um frá eldstöðvunum á fjarlæg fjöll, verður enn ekki sagt með
vissu, hvar gosstöðvarnar sé í jöklinum. F.n af skýrslunni er það
að ráða, að þær sé i Svíagíg, eða í nánd við liann. F.n óvíst er að
hann sé nákvæmlega rétt settur á uppdráttinn. Svíagígur var fund:
inn árið 1919 af sænskum jarðfræðingum Uggberg og Wadell. En
þeir fóru þá austur um jökulinn fró Núpstað til Hornafjarðar.
Fundu þeir á þeirri leið í hájöklínum norður af Skeiðarárjökli eld-
gíg, sem þeir gizkuðu á, að væri 7% km. é lengd og 5 km. á breidd
vestan til. Skírðu þeir eldvarp þelt.a Svíagíg. Annars hafa engir
menn komið á þessar stöðvar aðrir, fyrri en jökulíararnir, sem
þarna voru staddir á föstudaginn var, 13. þessa mánaðar.
Frá jökulförunum, þeim
Guðmundi Einarssyni og Jó-
hannesi Áskellssyni, barst út-
varpinu í dag svohljóðandi
skýrsla:
„Á miðvikudagskvöld 11. þ.
m. reistum við aðaltjald okkar
í Djúpárbotnum við jökulrönd-
ina suðvestur af Hágöngum.
Um kvöldið gekk Jóhannes
upp á Langasker, sem er fjall-
rani þar í grenpdinni, og sá
þaðan hvítgráan gosmökk í
norðausturátt. Snemma næsta
dag, þann 12., lögðum við svo
sex af stað á jökulinn. Auk
okkar tveggja voru í förinni
þau ungfrú Lydia Zeitner og
Sveinn bróðir Guðmundar, Eyj-
ólfur Hannesson frá Núpsstað
og Jón Jónsson frá Rauðabergi.
Glaða sólskin var og veðurút-
lit gott. Við ókum faringrinum
á tveim skíðasleðum: litlu
tjaldi, eldsneyti og nægum mat
handa 4 mönnum í 6—8 daga.
Sást brátt til gosmökksins og
var reynt að halda skemmstu
leið sunnanvert við Hágöngur,
en sú leið reyndist ófær, sök-
um sprungna í jöklinum, og
urðum við því að krækja norð-
ur fyrir Hágöngur. Þegar
þangað kom, snéru þeir Eyjólf-
ur og Jón aftur til aðaltjalds-
ins, en við fjögur héldum á-
fram. Sóttist seint ferðin upp
í móti, og var skíðafæri slæmt
sökum ösku, er fallið hafði á
jökulinn. Komumst við um
kvöldið norður fyrir svonefnd-
ar Geirvörtur, og tjölduðum
þar í 1510 m. hæð. Þetta kvöld
gekk Guðmundur upp á fjalls-
gnýpu nokkru austar, senni-
lega svonefnt Búrfell í Vatna-
jökli. Sá hann þá gosmökkinn,
er virtist þá vera skammt
norðaustur þaðan. Logn var og
stjörnubjart veður og 10 stiga
frost á Celsius kl. 19 um
kvöldið.
Föstudaginn þann 13. var
veður enn bjart, en blika var
þó komin á austurloft. Til
vestur og norðvesturfjalla var
skyggni mjög gott. KI. 7 héld-
um við af stað. Fór nú sleða-
færið brátt versnandi, sökum
ösku og vikurs, sem nú liuldi
jökulinn meir og meir eftir ]jví
sem ofar dró. Kl. 11 urðum við
að skilja sleða okkar og far-
angur eftir. Reistum við skíði
okkar og stafi með jöfnu milli-
bili í beina línu þvert á farar-
stefnu okkar, svo að við ættum
hægara með að finna farang-
urinn aftur. Kl. 14 náðum við
eldstöðvunum. Var þá kominn
austanstormur og' mjög mikið
ösku- og vikurfok. Þeyttust þá
upp frá gosstöðvunum hvít-
gráir gufumekkir, 400—500
metra í loft upp, en módökk
öskuský lagði norðvestur um
jökulinn hið neðra. Sog og
dimmar drunur heyrðust öðru
hvoru og megna gosfýlu lagði
af gosmekkinum.
Vestri barmur eldstöðvanna
var hér bein lína til norðurs,
en til austurs sást ekkert fyi’ir
dimrnu. Gosgufan þeyttist að-
allega upp á þrem stöðurn. Á
þessum slóðum voru vikurmol-
amir allt að því á stærð við
mannshöfuð, og á stöku stað
lágu í vikrinum hraungrýtis-
molar á stæi’ð við hænuegg.
Þarna voru barmarnir lóðrétt-
ir, og slúttu jafnvel sumstaðar.
Grófum við þarna niður í vik-
ui-inn og var 1—2 m. dýpi nið-
ur á jökulinn.
Eftir nokkra dvöl við gos-
stöðvarnar snérum við aftur og
náðum til farangurs okkar kl.
19 um kvöldið. Var þá kominn
austan öskubylur og reistum
við þegar tjaldið og hlóðum
tvöfaldan snjógarð kringum
það.
Um kvöldið og nóttina herti
veðrið enn meira og mátti þá
heita óstætt veður. Megna gos-
fýlu lagði þá frá gosstöðvun-
um og tvisvar um nóttina
heyrðust langdregnar drunur
og dynkir.
Á laugardagsmorgun þann
14., var tjaldið nærri komið í
kaf. Hélzt sanxa veður allan
laugardaginn og þangað til fór
að birta á sunnudag. Rofaði þá
ofui’lítið til og sást til sólar,
og lögðum við þá af stað. Þeg-
ar leið á sunnudaginn, birti
upp, en sleðafæri hafði vex-snað
stórum, sökum vikurs og ösku-
foks. Vestanvert við Hágöngur
komu þeir Eyjólfur og Jón á
móti okkur, en þeir höfðu dval-
Framh. ó 4. síðu.