Nýja dagblaðið - 18.04.1934, Side 3

Nýja dagblaðið - 18.04.1934, Side 3
II Ý J A DAGBLAÐIÐ 3 I NÝJADAGBLAÐIÐ| Útgefandi: „Blaðaútgáfan h.f.“ | Ritstjóri: Dr. phil. Jtorkell Jóhannesson. | Ritstjómarskrifstofur: Laugav. 10. Símar 4073 og 2353. j Afgr. og auglýsingaskrifstofa: | Austurstræti 12. Sími 2323. | Áskriftargj. kr. 2,00 á mánuði. | í lausasölu 10 aura eint. j Prentsmiðjan Acta. ,Sendiherra‘ Magnúsar Guðmundssonar Oreíðumaður. sprútt- sali á Reykjavíkur Bar og handbendi Björns Gíslasonar. Ekki er nú um annað meira talað en hið síðasta hneykslis- mál íhaldsráðherrans Magnúsar Guðmundssonar, þegar hann sendir alkunnan óreiðumann og vesaling suður í lönd til þess að reka þar trúnaðarstörf ekki aðeins fyrir ríkisstjórnina, heldui' einnig störf, sem jafn- hliða snerta beinlínis íslenzka síldarútflytjendur á síðasta ári og haft getur fyrir þá alvarleg- ar, fj árhagslegar afleiðingar. Og þetta gerir Magnús Guð- mundsson án þess að leita um- sagnar sildarútflytj enda eða Fiskifélagsins um val sitt á „sendiherranum“ Gunnlaugi Jónssyni. En annað virðist upplýst i þessu máli. Maðurinn fer fleiri erinda. Guimlaugur á jafnframt að reka erindi Björns nokkurs Gíslasonar. Áætlun Gunnlaugs er um Þýzkaland, Pólland og fleiri lönd í Mið-Evrópu. Fjárframlög ríkisins til ferð- arinnar munu ekki eiga að fara fram úr 1500—2000 krónum. Nú vita það allir, að slík ferð. kostar meira og þá einlc- um manns sem ferðast á veg- um erlends ríkis, og þessvegna verður að halda sig sæmilega. Björn Gíslason á að borga það, sem á skortir farareyrir- mn. En þá er sú alvarlega spurn- ir.g: ílvao kemur til að Magnús Guðmundsson ráðherra velur slíkan mann til þvílíkra verka? Er eitthvert sögulegt sam- band milli þessara tveggja manna, Magnúsar og Gunnn- laugs. Engum kemur í hug, að Gunnlaugur hafi verið að selja landa á Reykjavíkurbar í þágu sjálfs dómsmálaráðherrans. Er Björn Gíslason skýringin? En hvað er það þá, sem kem- ur Magnúsi Guðmundssyni til þess að vera svona eftirlátur Birni Gíslasyni ? Hverskonar tök hefir Björn á Magnúsi? Og er ekki Magnús búinn að fórna of miklu fyrir Björn? Var Birni ekki „náðunin" nóg? Verður að treysta því, að al- menningi þyki nú nóg komið af svo góðu. Svíður ekki nógsamlega und- að hreinsa til? Stjói'n Landsbankans hefir , nú um sinn tekið með festu j og alvöru á hverskyns óreiðu, sem vart hefir orðið hjá starfs- mannaliði bankans. Þrír menn, sem verið liafa í þjónustu bankans, og sem gjörst hafa sekir um fjárdrátt, hafa þegar verið dæmdir á skömmum tíma og rannsókn er hafin gegn fleirum út af fjár- málaóreiðu. Nú hefir verið frá því skýrt í opinberu blaði, að í einu úti- búi Landsbankans, útibúinu á ísafirði, séu starfandi tveir menn, sem uppvísir hafa orð- ' ið að þjófnaði áður en þeir voru teknir í þjónustu bankans. ! Er hér um svo einstætt at- ! ferli að ræða, ef rétt reynist, að krefjast verður að stjórn og bankaráð þjóðbankans sjái svo um, að opinber rannsókn fari , þegar fram á því, hvort hér er rétt með farið. í sjálfu sér er ekkert um það að segja, að þjófar leiti sér atvinnu. Hitt er alvarlegra, að stjórn og mannaforráð banka- stofnana sé í höndum manns, sem ekki gerir hærri kröfur en það, að þessi tegund afbrota- manna sé sérstaklega til þess fallin, að annazt trúnaðarstörf í bankastofnunum. Leiði rannsókn það í ljós, að í Landsbankaútibúinu á Isa- firði sé svo högum háttað, sem að framan greinir, verða ekki aðeins hinir brotlegu starfs- menn að verða á burt þaðan, heldur einnig og þá fyrst og fremst sjálíur útibússtjórinn, sem ábyrgðina ber á því, að þeir hafi verið ráðnir í bank- ann. Annað væri í fullkomnu ósamræmi við þá viðleitni, sem nú er hafin um að hreinsa til. Aihugasemd Ot af ummælum, sem komið hafa fram í útvarpsumræðun- um síðustu og í blöðum, um nauðsyn á stj órnmálahlutleysi útvarpsstjóra, vildi ég vinsam- legast biðja blöðin um að birta eftirfarandi athugasemd. Kröfurnar um það, að útvarpsstjóri, sem umsjónar- maður daglegs fréttaflutnings, tæki ekki virkan þátt i stjórn- málum, hafa verið skýnsamleg- ar og réttmætar. Hefir það og með vexti útvarpsins orðið ó- kleyft að sameina starfi við út- varpið þriggja mánaða þing- setu. — Fullkomið hlutleysi og réttlæti í ílutningi útvarps- fregna er ekki einungis höfuð- skilyrði fyrir þrifum og almenn ingsvinsældum stofnunarinnar, heldur og fyrir því, að hér verði framvegis rekið útvarp, sem talið verði samboðið menn- ingarþjóð. an því, að þessi alkunni maður, sem dæmdur hafði verið fyrir að kalla allar hegningarlaga- greinar svikakapitulans, skuli hafa verið „náðaður" af dóms- málaráðherranum Magnúsi Guðmundssyni ? Þótt ekki bætist ofan á, að legátum hans út í lönd sé af- hentur opinber stimpill ís- lenzka ríkisins, og fengið „sendiherrabréf“ upp á vasann til þess að tekinn verði hátíð- legri en ella af erlendum verzl- unarfirmum. Og ekki horft í að stofna í voða viðkvæmu hags- munamáli þriðja stærsta at- vinnuvegarins í landinu til þess að slíkum aðgerðum verði kom. ið við. Menn fagna því, að ekki dregst lengur en til 24. júní, að þjóðin fær að svara því, hvort hún kýs að þeir flokkar fari með völd í landinu, sem hér bera ábyrgð á. En um leið og þessi krafa er gerð og henni fullnægt, virð- ist lítt skiljanleg sú krafa, að leggja í hendur útvarpsráðs daglega gæzlu hlutleysis á fréttastofu. Útvarpsráð á, sam- kvæmt lögum, að skipa á tveggja ára fresti. Formaður þess ,og ef til vill annar maður til, verða jafnan skipaðir af pólitískri stjórn. Og þar sem kjósa á einn mann í útvarps- ráð með almennri kosningu út- varpsnotenda, er mikil hætta á, að sú kosning kunni að verða pólitísk. Virðist því allmiklar líkur til að þessari hlutleysis- gæzlu í daglegum fréttaflutn- ingi yrði siður vel borgið, ef starfsmannaval á fréttastofu og daglegir úrskurðir um frétt- ir ætti að vera háðir ákvörð- unum útvarpsráðs. Við afgreiðslu tillögu þeirrar í útvarpsráði, sem lýst var í útvarpsumræðunum um breyt- ingar á skipun fréttastarfsins, hefi ég á fundi útvarpsráðs látið bóka andmæli mín í fjór- um liðum, svohljóðandi: „Útvarpsstjóri lýsir yfir því, að hann muni leggja á móti þessari tillögu við ráðu. neytið, af þeim ástæðum, er hér segir: 1. Að tillagan fer í bága við niðurlagsmálsgrein 5. gr. laga pr. 69, 19. maí 19301). 2. Að hann teldi hlutleysi út- varpsins og öryggi í starfi fréttastofunnar hættu búna, ef ráðning fréttamanna ætti að vera háð ákvörðunum yf- irstjómar, sem er skipuð á tveggja ára fresti og sem telja má líklegt, að yrði meira og minna háð pólitísk- ‘) Málsgreinin hl.jóðar svo: „At- \i n numó 1 aráö I i.e rra skipar cnn- frcmur aðra starfsmcnn (aðra en yiirstjórnina, sem rætt er um sér- staklega) við útvarpsstöðina, eftir því sem þörf krefur og ákveður laun þeirra að fengnum tillögum út varpsstjóra“. um umskiftum í landinu. 3. Að hann telur manni þeim, útvarpsstjóra, sem samkvæmt ákvæðum 5. gr. varpslaganna er falið að ann- ast allt, er lýtur að umsjón og rekstri útvarpsins, beri eðlilegur og sjálfsagður rétt- ur til þess, að gera tillögur um það, hverjir skuli vinna á hans ágyrgð dagleg störf við útvarpið. 4. Að reynsla sú, er fæst og reglur þær, er skapast um fréttastarfið, verði því aðeins til fulls hagnýtar, að starfs- mannaval á fréttastofu og dagleg umsjón með frétta- starfinu sé ekki háð tíðum umskiftum í yfirstjórn stofn. unarinnar. í umræðum þeim, sem orðið hafa um þessi mál, hefir komið fram það álit allra flokka, að útvarpinu, og ekki sízt frétta- stofunni, beri að starfa hlut- laust. Sá skilningur þarf að verða rótgróinn hjá öllum mönn um í landinu. Af öllu því, sem horfir til þrifnaðar og- íarsæld- ar fyrir stofnunina, verður einskis fremur óskað en þess, að allir flokkar verði sammála um að leita í einlægni þeirra úrræða, sem skapa Ríkisútvarp- inu þá sérstöðu, að það verði ávalt óháð pólitískum átökum og stj órnmálaumskiftum í land- mu.. Reykjavík, 10. apríl 1934. Jónas Þorbergsson. KEL VIN-DIESEL \ - er öruggur, sparneytinn, þögull, sterkur, ávalt viss í gang, andófið öruggt, og skiftingin endist 20—30 ár, eins og mótorinn. Skifting “ISI? í-eykir aldrei trygging fyrir orku og sparnaði. \ gangráður og eldsneytisdæla „Kelvin" gangsetning Kelvin-Diesel brennir hráolíu, 170 gr. á ha. á klst. og reykir aldrei. Ein (1) tunna smurolía dugar á meðan mótorinn brennir 100 tunnum af hráolíu og er ekki blandað saman. Kelvin-Diesel hefir tiltölulega lítinn snúningshraða, sveifarásinn er mjög sver og í fullkomnu jafnvægi. Kelvin-Diesel veldur ekki „fumi“ eða áhyggjum; enginn titringur; enginn hávaði. — Kelvin-Diesel er notaður alstaðar þar, sem raest á reynir, svo sem í hafn- sögubáta og fiskibáta við hinar hættulegu strendur Skotlands. ÓLAFUR EINARSSON Vesturgötu 53 B REYKJA VI K Símar: 4340, 4940

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.