Nýja dagblaðið - 18.04.1934, Page 4
4
W Ý J A
DAGBLAÐIÐ
Barnadagurinn
Það er orðinn siður í all-
mörgum löndum að halda há-
tíðlegan svokallaðan barnadag.
Sá dagur er sérstaklega helg-
aður börnunum, eins og nafn-
ið ber með sér. Þá eru haldnar
skemmtanir fyrir börnin, þar
sem þau skemmta svo að segja
eingöngu sjálf.
1 Stokkhólmi hefir sá er
þetta ritar, verið viðstaddur
hátíðahöld á bamadegi, en þar
er bamadagurinn á haustin.
Hátíðahöldin byrja kl. 1.
Bömin safnast saman í stóra
hópa, sum eru klædd þjóðbún-
ingum gömlum og nýjum, og
önnur allskonar skrípabúning-
um með sterkum litum. Þau
skipa sér í skrúðgöngu. Fyrst
gengur hljómsveit skipuð 400
drengjum. Síðan koma hinir
hóparnir á eftir, sumir gang-
andi, aðrir ríðandi og enn aðr-
ir í hestvögnum. öll þessi
fylking gengur síðan um bæ-
inn með söng og hljóðfæra-
slætti. Þegar þau hafa gengið
um nokkurn hluta bæjarins,
safnast þau saman á íþrótta-
vellinum, Stadion. Þar fara
aðal-hátíðahöldin fram. Söng-
flokkarnir syngja, lúðraflokk-
arnir leika og íþróttaflokkar
sýna. Um kvöldið eru tilkomu-
miklar flugeldasýningar úti á
Leginum, og loks skemmtir
fullorðna fólkið sér við dans, í
stærstu samkomusölum bæjar-
ins, langt fram á nótt.
Bamadagurinn er þar einn
mesti hátíðisdagur ársins.
Á morgun er bamadagurinn
hér í Reykjavík. Það er sum-
ardagurinn fyrsti, sem alltaf
hefir raunar verið barnadagur.
En hér er nú meira gert til
þess að gera daginn hátíðleg-
an fyrir bömin en áður hefir
verið. Mikið fé safnast á
bamadögunum, en það fer til
styrktar fátækum börnum, til
þess að gera þeim lífið léttara
og skemmtilegra.
Bálför Finns Jónssonar
Framh. af 3. síðu.
staðan um rannsóknir hans var
hér bezt og dönsk tunga marg-
faldaði lærisveinahópinn.
Og þó var oft tvíátta þar
sem hann stóð. Um miðbik æfi
hans stóð sem hæst baráttan
milli íslendinga og Dana um
sjálfstæðismálin. Það var ekki
heiglum hent að vera Islending-
ur í hóp stúdenta og danskur
embættismaður í senn — og
halda þó virðingu sinni óskertri.
Minning hans þarf þess ekki
með, að ég segi, að hann hafi
ætíð haft á réttu að standa,
enda kemur mér það ekki í
hug. Hann var bardagamaður,
þunghöggur og stórhöggur, og
stökk hvorki hæð sína í loft
upp né tólf álnir áfram. En
hann stóð af sér öll veður eins
og klettur. Og svo lýkur æfi,
að íslendingar og Danir bera
það báðir jafnt, án þess að
koma deilur í hug, að hann hafi
verið ágætur sonur íslands og
fóstursonur Danmerkur.
Þrek. og afkastamaður getur
haldið virðingu sinni, hvemig
sem haldið er á málum, en
Finnur Jónsson hélt líka vin-
sældum, þó hann byggi á
veðramótum, — og þá ekki sízt
hinnar ungu kynslóðar. Síðasta
verlt, sem hann ætlaði sér, áð-
ur en hann féll í valinn, var að
tala fyrir íslenzkum stúdent-
um, en nú fylgja þeir honum í
þess stað til hinnztu hvíldar
þakklátum huga.
Af drengskap hans og mami-
dómi óx virðingin og vinsæld-
irnar. Hann var látlaus í fram-
göngu og lítillátur í umgengni.
Hann þurfti ekki að hreykja
sér frekar en Öræfajökull.
Hann var traustur og öruggur
í rás eins og skriðjökull, skýr
og hygginn, þó hann færi um
dimmviðu dróttkvæðanna,
drengur góður og batnandi. Að
honum er mikil eftirsjá fyrir
samlanda hans og ættmenni.
En minningin um haxm vekur
meir stolt en grát.
Finnur Jónsson dó svo að
kalla í fullu fjöri, þrátt fyrir
háan aldur. Það var gott, að
hann hreppti skjótan dauðdaga,
og þurfti ekki að lifa óstarf-
hæfur. Slík örlög hefði hann
borið illa. Hann andaðist í önd-
vegi eins og fornkonungur.
Hann vildi ekki láta grafa sig
að kirkjulegum sið. Sumir
mundu hafa kosið að hann væri
heygður að fomum sið. En
sjálfur hefir hann ákveðið, að
jarðnezkar leyfar hans skyldu
brenndar — og er sá siður elzt-
ur. Það skortir aðeins á vík-
ingaskipið, sem sigli við stinn-
ingsbyr, brennandi, með lík
hans í lyftingu, út á hið mikla
haf, sem út við sjóndeildar-
hringinn rennur saman við
himininn.
Ég flyt hér þjóðarþökk fyr-
ir hið mikla æfistarf Finns
Jónssonar. Ég flyt ekkju hans,
sem hefir staðið við hlið hans
og hjálpað honum af ást og
dug um langa æfi, hjartans
þakkir og ættmennum hans
samúðarkveðju frá íslandi.
Guð blessi minningu svo
ágæts manns.
Annáll
Hjónabaud. í gær voru gefin
saman af sr. Bjarna Jónssyni
ungfrú Ólöf Valdemarsdóttir verzl-
unarmær og Bergur Jónsson alþm.
Skipafréttir. Gullfoss er í Kaup-
mannaJiöfn. Goðafoss fer vestur og
norður i kvöld. Brúarfoss er í
Stykkishólmi. Dettifoss er á leið
til Hull frá Vestmannaeyjum.
l.agarfoss fcr frá Iíaupmannahöfn
i gærmorgun á leiíktil Austfjarða.
Selfoss fór frá Leith í gærkvöldi
á leið til Vestm.eyja.
Meyjaskemman verður leikin á
morgun kl. 8. Ágóðinn af sýning-
unni rennur til Bamavinafélags-
ins Sumargjöf. Aðgöngumiðar
verða seldir í Iðnó í dag frá kl.
4—7.
Lá viS slysi. í gær um kl. 9 var
flutningabifreiðin RE 767 frá
Hallgrími Benediktssyni að fara
inn Laugaveginn og ók heldur
hægt. þegar hún kom á móts við
llyerfisgötu 93, hljóp litill dreng-
ur frá syðri gangstéttinni og út á
götuna og fram fyrir bifreiðina.
Bifreiðastjóranum tókst með
mesta snarræði að beina bifreið-
inni til hliðar, rann hún upp á
gangstéttina á glugga á bakarí-
inu og braut hann. Annað slys
varð ekki, og er það talið snai'-
ræði bifreiðarstjórans að þakka.
Skuggsjá eftir Krishnamurti er
nvkomin út. Eru það allt ræður
e.ftir Krishnamurti.
Sumarfagnaður Ármanns verður
í kvöld kl. 10 síðd. í Iðnó. — Á
dansleiknum spila 2 velþekktar
5 manna hljómsveitir. Er önnur
þeirra hin velþekkta hljómsveit
Aage Loranze. þarf ekki að efa,
að þarna verður bæði fjörugt og
fjölmennt eins og ávallt er á Ár-
mannsskemmtunum.
Úr Ólafsfirði 17/4. Vélbáturinn
Ari sökk hér á bátalegunni kl.
að ganga 10 i gærkvöldi, í stór-
viðri og miklu brimi. — FÚ.
Nazistar spéhræddir. þýzka
stjómin hefir sent stjórninni í
Tékkóslóvakiu orðsendingu út
skopmyndum af þýzkum stjórn-
málamönnum, sem birzt hafa í
tjekkneskum blöðum og þýzka
stjórnin telur mjög illgimislegar.
Segir í orðsendingunni, að myndir
Förin til
eldstöðvanna
Framh. af 1. síðu.
izt í aðaltjaldinu við jökul-
röndina allan tímann. Náðum
við til aðaltjaldsins seint á
sunnudag. 1 gær drógum við
farangur okkar svo langt niður
er færi leyfði, og náðum til
Núpsstaðar kl. 20 um kvöldið.
1 dag er Hannes bóndi á
Núpsstað að sækja farangur
okkar á hestum.
Nánari frásögn um legu gos-
stöðvanna verður að bíða unz
við komum til Reykjavíkur og
höfum unnið úr miðunum okk-
ar og athugunum“.
Lárus Jóhannesson
dæmdur í Hæstarétti
Lárus Jóhannesson var í
fyrradag dæmdur í Hæstarétti
fyrir ólöglegan innflutning á-
fengis. Var undirréttardómur-
inn staðfestur og Lárus dæmd-
ur í 200 kr. sekt eða 12 daga
einfalt fangelsi. — Er þá þessu
„prufu“-máli Lárusar lokið.
Sakamálsrannsókn
Framh. af 1. síðu.
ans, Guðmundi Guðmundssyni
og aðstoðargjaldkerunum Stein.
grími Bjömssyni og Sigurði
Sigurðssyni. Málshöfðunin er
fyrirskipuð samkvæmt 13. kap.
(um afbrot 1 embættisfærslu)
og 26. kap. (um svik) hinnaal-
mennu hegningarlaga.
þesssar séu runnar undan rifjum
Gvðinga, Marxista og annara
flóttamanna frá þýzkalandi, og er
tékkneska stjórnin beðin um að
hlutast til um að slíkar skopmynd-
ir verði ekki birtar framvegis. FÚ.
I Sumargjafir
I Ávaxtastell 4.50. Ávaxta-
skálar 2.00. Kaffistell fyr-
ir 12, 28,00. Kökudiskar
1.00. Silfurplett matskeið-
ar, gafflar og kökugafflar,
ávaxtahnífar, 6 stk., 8.00.
Bollabakkar, blómstur-
pottar, ryðfríir borðhnífar,
6 stk. í kassa 10.50. Skeið-
ar og gafflar, krómhúðað,
1.50. Bónkústar, alumini-
um búsáhöld allskonar. —
Sig. Kjartansson
Laugaveg 41. Sími 3830.
Hjá
lögreglunni
eru i óskilum
reiðhjól, skíðasleð-
ar, úr, veski o. íl.
Það sem ekki geng"
ur út verður selt á
uppboði bráðlega.
Sumargjafir
Allskonar barnaleikföng og
boltar. Fermingargjafir og
ýmsar tækifæriagjafir er bezt
að kaupa í Amatörverzlun
Þ. Þorleifssonar
Austurstræti 6 Sími 4683
• Ódýrn $
aug-lýsing;8 rnar.
Tveir gamlir rykfrakkar á
fremur stóran rnann til sölu
mjög ódýrt. Uppl. Bárug. 7,
efstu hæð, kl. 8—9 á kvöldin.
Nitrophoska IG, algildur á-
burður, handhægasti áburður-
inn við alla nýrækt, garðrækt
og að auka sprettu. Kaupfélag
Reykjavíkur.
Ágætar gulrófur, kryddsíld,
saltsíld, súr hvalur og súr
sviðasulta. Kjötbúð Reykjavík-
ur, Sími 4769,_______________
Nýtt eykarskrifborð og 4
stólar til sölu með tækifæris-
verði á Lindargötu 8 E.
Nokkrar húseignir til sölu
Lítil útborgun. Til viðtals á
Baldursgötu 16, uppi, kl. 1—2
og 6—7 daglega. Sig. Guð-
mundsson.______________
Ilmvötn, hárvötn og hrein-
lætisvörur fjölbreytt úrval hjá
______Kaupfélagi Reykjavikur.
Svefnherbergishúsgögn til
sölu fyrir nál. hálfvirði. Sími
4118.____________________-
Einn tvísettur klæðaskápur
selst afar ódýrt ef keyptur er
strax. A. v. á. eða sími 2773.
Essexbifreið til sölu. A. v. á.
Sel heimfluttan húsdýraá-
burð. Valdemar Jónsson Hverf-
isgötu 41.
SPAÐKJÖT
af úrvalsdilkum alltaf fyrir-
liggjandi. S, í. S. — Simi 1080.
Land undir sumarbústaði
fæst til leigu. Nógur hverahiti
og ágæt skilyrði til allskonar
ræktunar. Uppl. hjá Jóni Jóns-
syni frá Laug, Laugaveg 40.
Fyrir sumar-
dagínn fyrsta
höfum við á boðstólum:
Norðlenzkt dilkakjöt,
Rjúpur,
Hangikjöt af Hólsfjöllum
og ótal margt fleira.
Húsnæði
Herbergi til leigu nú þegar
eða 14. maí fyrir einhleypa.
Uppl. í síma 2898 milli 7—8.
Ungur maður í fastri stöðu
óskar eftir herbergi 1. maí.
Gott væri að einhver herberg-
isgögn fylgdu. Tilboð merkt
„Ungkarl“, sendist Nýja dag-
blaðinu.
Kjötverzlnnin
Herðubreíð
(í ísh. Herðubreið)
Fríkirkjuveg 7. Sími 4565.
SjálfsM atuinia
8 kr. daglaun er hægt að
hafa við saum og sölu á á-
teiknuðum útsaum. Vinnusýn-
ishorn send hvert sem er.
Haandgemingshuset Aalborg,
Danmark.
Ollnm
sem halda samkomur, er nauð-
synlegt að láta Nýja dagbl.
vita um það. „t dag“-dálk
blaðsins líta allir til að vita
hvað helzt er til skemmtunar
þann og þann daginn.
Sólrík íbúð til leigu, 3—5
herbergi 14. maí. Tilboð sendist
á skrifstofu blaðsins merkt
MCMXXXIV.
Herbergi til leigu á bezta
stað í miðbænum. Aðeins reglu-
samir og umgengnisgóðir menn
koma til greina. A. v. á.
2 einhleypir menn óska eftir
herbergi, sem næst miðbænum.
Helzt aðgang að síma. A. v. á.
Tilkynningar
Ég þvæ loft og laga
garðinn þinn,
ef lætur þú mig vita það
í tíma.
3—1—8—3 er, góði minn,
sem þér mun reynast bezt
að hringja í síma.
Biðjið um Kristján í síma
3154 eða 3183.
Ágætt fæði kr. 60 á mánuði.
Lindargötu 8 E.