Nýja dagblaðið - 21.04.1934, Side 1

Nýja dagblaðið - 21.04.1934, Side 1
IDAG Sólaruppkoma kl. 4.40. Sólarlag kl. 8.16. Flóð árdegis kl. 10,25. Flóð síðdegis kl. 10.55. 19. víðavanéshlaup Iþróttafélags Reykjavíkur Leiðangursmennirnir dönsku, Dr. Nielsen og Milthers og Jó- hannes Áskelsson náttúrufrœð- ingur, fóru frá Vik I Mýrdal á sumardaginn fyrsta áleiðis austur i Fljótshverfi. Veðurspá: Stinningskaldi á norð- an og bjartviðri. Söfn, Bkrlfstofux o. IL: Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10 Alþýðubókasafnið ...... opið 10-10 Landsbankinn .... opinn kl. 10-1 Búnaðarbankinn .. opinn kl. 10-1 Útvegsbankinn .... opinn kl. 10-1 Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7 Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7V£ Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6 Bögglapóststofan ...... opin 10-5 Landssíminn ........... opinn 8-9 Skriístofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6 Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4 Fiskifél..... Skrifst.t 10-12 og 1-5 Samb. ísl. samvinnufél 9-12 og 1-6 Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda opið 10—12 og 1—4 Skipaútg. ríkisin» opin 9-12 og 1-4 Eimskipafélagið ............opið 9-4 Stjórnarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4 Skrifst. bæjarins .... opnar 10-12 Skrifst. lögreglustj.....opin 10-12 Skrifst. iögmanns .... opin 10-12 Skrifst. tolistjóra .... opin 10-12 Tryggingnrst. ríkisins 10-12 og 1-4 Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6 Ríkisféhirðir ........... opiö 10-2 Skipaskoðunar og skráningast. ríkisins 10-12 og 1-6 Baðhús Reykjavíkur .... opið 8-8 Lögregluvarðst opin allan sólarhr. Heimsóknartiml sjúkrahúaa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugamesspítali ....... kl. Yiy^l Vífilstaðaliælið 12^2-1% og 3%-4y% Kieppur ................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eirlksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar..................kl. 3-5 Sjúkrahús Hvitabandsins .... 2-4 Næturvörður í Laugavegs- og Ing- ólfs-apóteki. Næturlæknir Kristinn Björnsson, Stýrimannastíg 7. Sími 4604. Skemmtanir og samkomnr: G.-T.-húsið: S. G. T. Eldri dans- arnir. Iðnó: Skemmtun í. V. kl. 8%. Samgöngur og póstferðir: Island frá útlöndum. Ðagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há- degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir. 18,45 Barnatími (Steingr. Arason). 19,10 Veðurfrcgnir. Tillcynningar. 19,25 Tónleikar (Útvarpstríóið). 19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00 Klukkusláttur. Fréttir. 20,30 Upp- lestur (Guðmundur Kamban). 21,00 Einsöngur Gunnar Pálsson. — Danslög til ki. 24. Sfuiar Nýja dagblaðsfns: Ritstjóri: 4873 Fréttaritari: 2353 Áfgr. og augl.: 2823 Borgfirðingar vinna glæsilegan sigur. — Bjarni Bjarna- son verður fyrstur að markinu. Hleypur hann vegalengd- ina á 13 mín. 35,2 sek. — íþróttafélag Borgfirðinga hlýt- ur 19 stig, K. R. 41 stig og í. K. 68 stlg. Á sumardaginn fyrsta var háð 19. víðavangshlaup í- þróttafélags Reykjavíkur. Hef- ir það jafnan þótt merkilegur viðburður í íþróttalífi bæjar- ins, og þykir hlýða að skýra þróttafélagi Borgfirðinga (7 menn), Knattspymufél. Rvíkur (10 menn) og Iþróttafélagi Kjósarsýslu (5 menn). Er þetta annað árið, sem í- þróttafélag Borgfirðinga tekur Keppendur í víðavangshlaupinu frá íþróttafélagi Borgfirðinga. Talið frá vinstri til hægri: Jón Guðmundsson, Snartastöðum, Ingi- mundur Jónsson, Fossatúni, Björn Ólafsson, Sarpi, Bjarni Bjarna- son, Múlastöðum, Gísli Albertsson, Hesti, Hjörleifur Vilhjálmsson, Tungufelli, Sveinbjöm þorsteinsson, Hurðarbaki. frá hinum fyrri hlaupum nokk- uð, um leið og sagt er frá þeim niðurstöðum er urðu á þessu síðasta hlaupi. Fyrst var hlaupið árið 1916, og voru þátttakendur aðeins úr Iþróttafélagi Reykjavíkur, og svo var það fyrstu 4 árin. Ár- ið 1920 bættist Glímufélagið Ármann við og ungmennafé- lögin „Drengur“ og „Aftureld- ing“ úr Kjósarsýslu og síðar- meir bættust fleiri félög í hóp- inn. — Þessi ár var hlaupin sama leið og nú var hlaupin, í öllum aðalatriðum. Árin 1924 til 1925 var breytt um hlaup- leiðina á þann hátt, að líiaup- ið var niður Hverfisgötu, og endað á Lækjartorgi, og árið eftir endaði hlaupið við dyr Is- landsbanka. Árið 1927 var hlaupið þreytt á nýjum skeiðvelli. Þá var hlaupið hafið frá Iþróttavellin- um, og var hlaupið inn á hann aftur, — sást þá gerla til hlauparanna alla leið þaðan af vellinum. Var öllum kepp- endum leiðin ókunnug og því ekki hægt að segja að einn stæði betur að vígi en annar- Að þessu sinni voru kepp- endur frá þremur félögum: 1- þátt í hlaupinu sem sjálfstætt félag. Áður kepptu Borgfirðing- ar af liálfu íþróttafélaga hér í Reykjavík, er þeir tóku þátt í hlaupinu og voru oft í fremstu röð. Hlaupið var hafið frá dyi’um Alþingishússins kl. rúmlega tvö, og er hlauparamir voru horfnir sjónum manna suður Laufásveginn, þyrptist mann- fjöldinn yfir í Austurstræti og Bankastræti, og fylltist allt þar á svipstundu nema braut sú, er haldið var opinni fyrir hlauparana. Fyrstur að marki var Bjarni Bjarnason frá í. B.; hraði 13 mín. 35,2 sek. Næstur var Sverrir Jóhannesson frá 1. R., hraði 13 mín. 38,9 sek. og þriðji í röðinni Jón Guðmunds- son frá 1. B., hraði 13 mín. 50,3 sek. Voru þessir þrír sæmdir verðlaunapeningum. — Þá voru 4., 5. og 6. maður að marki úr I. B. og vann það því silfurbikar þann, er keppt var um, með 19 stigum. K. R. átti 2., 7., 9., 11. og 12. mann og fékk 41 stig, en í. K. átti 8., 10., 15., 17. og 18 mann og fékk 68 stig. Gísli Albertsson frá í. B., Framh. á 4. síðu. Yatnajökulsförin Frásögn Guðmundar Einarssonar frá Miðdal Guðmundur Einarsson frá Miðdal og förunautar hans, að undanteknum Jóhannesi Ás- kellssyni, komu í fyrrakvöld til Reykjavíkur úr leiðangrinum til eldstöðvanna. Jóhannes snéri við í Vík í Mýrdal, en ]>ai' mættu þeir félagar leiðang- ursmönnunum dönsku, og fór hann með þeim í nýjan leið- angur til eldstöðvanna, eftir beiðni þeirra. Útvarpið hefir átt viðtal við Guðmund og skýrir hann þann- ig frá: „Leiðangursmenn lögðu af stað héðan úr Reykjavík und- ir eins og þeir álitu fært að komast í námunda við gos- stöðvarnar. Leit þá út fyrir staðviðri og vegurinn austur var orðinn bílfær, að undan- teknum nokkrum hluta Mýr- dalssands. Leiðangursmenn höfðu átt tal við Hannes bónda á Núps- stað og hafði hann heitið að lána þeim menn og hesta til þess að flytja farangur þeirra upp að jöklinum. Þegar austur að Núpstað kom 10. þ. m., var allt undir- búið fyrir jökulförina og lagt af stað snemma að morgni þess 11. Var þá haldið inn að jökl- inum meðfram Djúpá. Snjór var í giljum og víða umbrota- færð. í ferð þessa réðust þeir Eyjólfur sonur Hannesar og Jón Jónsson frá Rauðabergi- I Djúpárbotnum Um nónbil voru leiðangurs- mennirnir staddir á að gizka 1 20 km. frá jökulröndinni, en þar var búist við að ráðast til uppgöngu, skammt vestan við Hágöngui'. Þar sneri Hannes aftur með hestana, en hin sex héldu áfram með farangurinn á tveim skíðasleðum. Gengu leið- angursmenn á skíðum og mið- aði vel, því skíðafæri var gott. Um kveldið voru leiðangurs- mennirnir við Djúpárbotna við vesturenda Langaskers, alveg upp við jökulbrún, og höfðu þá verið 12 stundir á ferðinni. Þar var tjaldað stóru tjaldi og bú- ið um það sem bezt mátti, því þar átti að geyma þann far- angur, sem ekki yrði fluttur á jökulinn. Við Djúpárbotna er með afbrigðum fagurt landslag, fellur Djúpá þar í hrikalegum giljum og mörgum fossum meðfram Langaskeri og jökul- brúninni, en Hágöngur gnæfa í norðri upp úr jöklinum, og er hann þar mjög' úfinn og sprunginn. Lag’t á jökulinn Að morgni þess 12. var enn búið á sleðana og var á hvor- um þeirra 60—70 kg. af far- angri. Veður var hið bezta, hæg norðaustanátt og bjartviðri og 8 stiga frost. Var nú leiðin upp á jökulinn valin og haldið norðvestan við Hágöngur. Þeg- ar kom í hæð við Hágöngur, bar gosmökkinn hátt á loft norðaustan við svonefndar Geirvörtur, sem standa innar upp úr jöklinum. Engin töf varð að jökulsprungum við uppgönguna á jökulinn, en þeg- ar á daginn leið varð hiti nær óþolandi og gengu menn fá- klæddir. Norðanvert við Geii*vörtur snéru þeir Jón og Eyjólfur aftur til aðaltjaldsins, en hin fjögur, Guðmundur, Jóliannes, Sveinn bróðir Guðmundar og Lydie Zeitner héldu áfram. Kl. 19 <4 um kvöldið var tjaldað á jöklinum norðaustanvert við Geirvörtur. Var gosmokkurinn þá allgreinilegur og virtist eigi allfjarri. Gengið á Búrfell Alllangt norðaustur af Geir- vörtum stendur fjallsgnýpa upp úr jöklinum. Ber hana all- hátt yfir jökulinn, og var til- valið að ganga á hana, til þess að athuga leiðina fyrir næsta dag. Gekk Guðmundur á gnýpu þessa um kvöldið og sá inn til gosstöðvanna, og bar þó mikla jökulbungu á milli. Var jökul- bungan þakin vikri og sandi og kolsvört að sjá. Suðaustan við gnýpuna virðist vera gamall gígur og standa rendur hans upp úr jöklinum að vestan og norðan, en að austan hefir hann fyllst af jökli. Síðar, er þetta var fært í tal við Hann- es á Núpstað, fullyrti hann að gosið 1903 hefði verið þar undir gnýpunni. Sá hann það Framhald á 4. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.