Nýja dagblaðið


Nýja dagblaðið - 21.04.1934, Qupperneq 4

Nýja dagblaðið - 21.04.1934, Qupperneq 4
4 N Ý 3 A DAGBLAÐIÐ Annáll Skipafréttir. Gullfoss fór frá Kaupm.höfn í gœr á leið til Leith. Goðafoss kom til Siglufjarðar í gœr um hádegi. Brúarfoss fór til útlanda í gærkvöldi kl. 10. Detti- loss kom til Hamborgar í fyrri- nótt. Lagarfoss er í Leith. Selfoss er á leið til Vestm.eyja frá Leith. Súðin kom til pingeyrar kl. 12 í gœrkvöidi. Vel væri, að þeir sem eiga fána- stengur, dragi ísl. fánann að hún á morgun. Mélverkasýning Finns Jónsson- ar er opin daglega í Austurstr. 10 (yfir Braunsverzlun). Nýlétin er Ólöf Jónsdóttir hús- íreyja að Hrísbrú í Mosfellssveit, kona Andrésar Ólafssonar bónda þar. Banamein hennar varlungna- bóiga. Ólöf var góð kona og vel látin af öllum, er kynntust henni. Hún verður jarðsett í dag að Mosfelli, hinum forna kirkjustað Mosfellinga. Franskur togarí kom inn í gær til að fá sér kol og salt. Suðurland kom frá Breiðafirði í fyrrakvöld. Fór áleiðis til Borgar- ness kl. 8 í gærmorgun. Kolasklp til Kol & Salt og fleiri félaga, kom í gær. Franskur tooari, sem rakst á grunn á Bæjarskipseyri (út af Sandgerði), fyrir nokkru síðan, var tekin upp í Slippinn á sum- ardaginn fyrsta til viðgerðar. Mun það vera stærsta skipið, sem enn hefir verið tekið þar upp. Af veiðum komu í gær togar- amir Geir, Skallagrimur og Gull- toppur. Hjónaefni, Á sumardaginn fyrsta opinberuðu trúlofun sína ungfrú Stefanía þorsteinsdóttir Mímisveg ö og Halldór Halldórsson gjald- keri í Brunabótafélagi íslands, tii heimilis á Ljósvallagötu 32. Stjóm íslenzku vikunnar vill minna framleiðendur og verzlanir hér í bænum á islenzku vikuna, er hefst á morgun, og er þess vænst, að hver og einn geri sitt til að gera hana á sem fjölbreyttr astan og myndarlegastan hátt úr garði. Fró Akureyrl 17./4. Fyrir fundi bæjarstjómar á Akureyri, nú nýiega, lá erindi frá Akureyrar- úeild A. S. V., með áskorun um að hún iáti í vor gera leikvöll lianda börnum á Eiðsvelli á Odd- eyri. Málið fékk góðar undirtekt- ir og var því vísað til skólanefnd- ar og barnaverndarnefndar til undirbúnings. Á sama fundi voru kosin í bamaverndamefnd: Krist- björg Jónatansdóttir, kennari for- maður, Snorri Sigfússon, skólastj., sr. Friðrik Rafnar, Hannes Magn- ússon kennari og frú Helga Sig- iusdóttir. Til vara voru kosin Stein- grímur Matthíasson læknir og fni Álfheiður Einarsdóttir. Draugalest- in var leikin um miðjan mánuðinn í 5. og síðasta sinn. Leikurinn hef- ir þótt takast vel og fékk góðar viðtökur. Framkvæmdarstjóri, leik- sviðsstjóri og leiktjaldamálari var Freymóður Jóhannsson. Sýslufundur Eyfirðinga stendur yfir hér þessa dagana. Sýslunefnd- armennirnir, 12 að tölu, héldu oddvita sínum, Steingrími sýslu- manni Jónssyni og fjölskyldu hans samsæti síðastliðið laugardags- kvöld, með því að hann lætur nú af embætti. Samsætið var haldið að Hótel Akureyri og stóð fram á nótt. Aðalræður fyrir sýslumanní fluttu þórarinn hreppstjóri Eldjám að Tjöm og Páll hreppstjóri Bergs son í Hrísey, en Davíð hreppstjóri Jónsson á Kroppi flutti honum kvæði. Ýmsir aðrir tóku til máls, auk sýslumanns sjálfs, og var sam- sætið hið ánægjulegasta. — FÚ. Úr verstöðvunum. í Keflavík hef- ir verið tregur afli síðustu daga. Bátar, sem bezt hafa aflað, hafa fengið 25—30 skpd. á dag, en með- al afli hefir verið 14—16 skpd. Frá Keflavík ganga rúmlega 20 bátar til fiskjar. — í Höfnum hefir afli ‘verið mjög mikill og bátar tví- og þríróið flesta daga. Fiskur mjög skammt sóttur. Er afli orð- inn hálft annað hundrað skpd. á bát síðan á skírdag, en rúm 200 skpd. siðan byrjað var að róa. Frá Höfnum ganga 12 trillubátar og einn vélbátur. — í Grindavfk hafa vorið mjög góðai- gænir síðan á skírdag og mokafli daglega, og er afli orðinn frá 100—250 skpd. Síð- ustu daga er mikill síldarafli (Skv. útvarpsfréttum). Frá Siylufirði. — Á bæjar- stjórnarfundi 14. þ. m. var samþ. að „Anleggið" svonefnda skyldi leigt Kristjáni Ásgrímssyni til 3ja ára gegn 4640 króna ársleigu, og að Helga Hafliðasyni skyldi leigð bryggjan norðan við Ríkisverk- smiðjuna til eins árs gegn 1800 króna leigu. Samþykkt var að leita láns til fjósbyggingar á Hóli. Samþykkt var að félagar Sjúkra- samlagsins fái ljóslækningar ódýr- ar en aðrir, afsláttur nemur 10 af hundraði. Kosnir voru 5 menn inn- an bæjarstjómar til þess að at- huga skilyrði til Ráðhúsbyggingar. Skattanefnd á Siglufirði hefir lokið störfum. Skattgreiðendur eru 600. Skattskyldar tekjur 937.800 kr. Tekjuskattur 15.786 kr. Skuldlaus- ar eignir 2.247.400 kr. Eignaskatt- ur 2878 kr. og skattur samtals 18663 kr. — FÚ. Frá Hafnarfirði 17/4. Tii Hafn- erfjarðar komu af veiðum í morg- un og í dag togararnir Sviði með 109 föt lifrar, Kópur með 70 föt, og Júní með 43. Júní kom aðallega vegna bilunar; hafði gálgi brotnað. Línuveiðarinn Örn kom af veiðum með 80 skippund fiskjar. þá kom vélbáturinri Víkingur frá Akranesi til að sækja salt, og norska flutn- ingaskipið Mímir, til að sækja salt sem það svo iór með áleiðis til Yestmannaeyja. — FÚ. Fré Sauðárkrókl 15/4. Fimmtán- hundruð krónur veitti aðalfundur Sparisjóðs Sauðárkróks í gær til þess að stofna sjóð til minningar um Kristján Blöndal, og 1200 kr. heiðurslaun til síra Hálfdáns Guð- jiínssonar, sem gekk úr stjórninni á fundinum. Báðar þessar veiting- ar voru af varasjóði, og ennfremur voru veittar 5000 kr. til hafnar- gerðar á Sauðárkróki. Rekstursógóði Sparisjóðsins sið- astliðið ár, var kr. 7.904.67. Vara- sjóður var kr. 115.016.35 við árslok og innstæða kr. 510.790.45. 1 Skagafirði hefir orðið fiskvart aðeins út af Sauðárkróki og Hofs- ósi. Framboð. Alþýðublaðið skýrir frá því, að þessir frambjóðendur lia.fi verið ákveðnir af hálfu Al- þýðuflokksins: Sigfús Sigurhjart- arson, stórtemplar, í Gullbringu- og Kjósarsýslu, Vilmundur Jóns- son landlæknir, í Norður-ísafjarð- arsýslu, sr. Eiríkur Helgason, í Austur-Skaftafellssýslu, Haraldur Guðmundsson bankastjóri, á Seyð- isfirði og í Ámessýslu sr. Ingimar Jónsson og Jón Guðlaugsson bif- reiðarstjóri. Kennaraskóllnn. Próf standa nú yfir í Kennaraskólanum og eru þeir með allra flesta móti, er undir prófin ganga. Aukadeild hefir starfað í skólanum í vetur fyrir próflausa farkennara og aðra, er fengizt hafa við kennslu, og ganga nú undir kennarapróf. Nýja reiðhjólaverkstæðið Laugaveg 79 gerir við reiðhjól. grammófóna og- barnavagna. Öll vinna unnin aí tagmanni. Vfðavangshlaupið Vatnajðkulsfttrin Framh. af 1. síðu. Framh. af 1. síðu. sem varð 5. maður að marki, hljóp allmikinn krók er þeir hlupu yfir túnin, og hefði að dómi ýmsra orðið sigurvegar- anum hættulegur ef ekki hefði tekizt svo óheppilega til. Til fróðleiks skal hér getið um hraða nokkurra þeirra manna er hlaupið hafa skeið þetta á undanfömum árum: 1922: Guðjón Júlíusson (A. og D.) 13 mín. 19,5 sek. 1923: Guðjón Júlíusson (A. og D) 12 mín. 59,4 sek. 1925: Hallgrímur Jónsson (Á.) 13 mín. 35,8 sek. 1926: Geir Gígja (K. R.) 12 mín. 44,0 sek. 1927: Geir Gígja (K. R.) 18 mín. 3,0 sek. 1929: Jón Þórðarson (K. R.) 13 mín. 28,5 sek. 1933: Bjarni Bjarnason (I. B.) 13 mín. 26,6 sek. 1934: Bjarni Bjarnason (í. B.) 13 mín. 35,2 sek. Alls taka 60 menn kennarapróf, cn bekkjarpróf 44. Auk þess ganga 6 stúdentar undir kennarapróf. Sýslufundi Árncsinga er nýlega lokiö. Helztu fjárveitingar voru: Tii viöhalds og lagningu nýrra vega 20 þús. kr. Til heilbrigðis- niála 15 þús. kr. Til styrktar bætt- um búnaðarháttum 1500 kr. Víða í Arnessýslu eru nú byrjuð vor- yrkjustörf. Flóaáveitan hefir verið opnuð. Fénaðarhöld eru góð og miklu minna um veikindi í sauð- fé mi en í fyrra. — FÚ. Stjórn Dýraverndunarfélags ís- lands hefir ákveðið að stofna sex bamadcildir iiér í liænum og um- iiverfi: 1. fyrir Laugarnesveg og umliverfi, 2. Sogamýri, 3, Skild- inganes og Grímsstaðaholt, 4. Sel- tjarnarnes, 5. Austurbæjarskólann og 6. Miðbæjarskólann. Ætlast er til að yfir hverri deild verði 1—2 gæzlumenn úr kennarastétt, eftir atvikum, og 1—2 utan þeirrar stétt ar. Stjórn hverrar deildar skipa börnin sjálf. — Sennilega verður Miðbæjar- og Austurbæjarskóia- deildunum skift í sveitir eftir um- hverfum í bænum. — Tilgangurinn er að vekja áhuga barnanna fyrir dýraverndunarmálum o. s. frv. Skólastj. barnaskólanna og kenn- arar hafa heitið stuðningi sín- um. Hópur svissneskra vísindamanna er i þann veginn að leggja upp í 6 mánaða rannsóknarferð til Himalayafjallanna. Ætlun þeirra er að gera landfræðilegar athug- anir og uppdrætti af nokkrum hluta þessa mikla fjallabálks, sem enn er lítt kannaður. Bílslys aukast. Eftir nýútkomn- um skýrslum frá ensku stjórninni létust síðastliðið ár 7202 menn af völdum bílslysa í Englandi, og er það 535 mönnum fleira en árið áður. Á sama tíma slösuðust 216 þús. 328 menn og er það 978 mönnum fleira en árið 1932. glöggleg-a af Lómagnúp. — Stjömubjart var um nóttina og blæjalogn, og var lagt af stað til eldstöðvanna í birtingu næsta dag. A b«trmi eldgíguins Þann dag (hinn 13.) varð sleðunum ekki komið nema 4 stunda ferð sökum ösku og vikurs á jöklinum. Voru þeir þá skildir eftir og haldið áfram með vistir til dagsins og geng- ið hratt til eldstöðvanna. Veð- ur var þá að breytast og leit út fyrir austan byl. Eftir því sem nær dró gígnum, varð vikurruðningurinn stórfelldari og var á að líta sem herfað flag. Óttuðust menn þá sprung- ur og tóku það ráð, að ganga með línu á milli sín. Kl. 14 voru leiðangursmennirnir komnir alveg á gígbarminn vestanverðan, en þar var ekki við vært sökum ösku og vik- urs er dreif upp úr gígnum og gosfýlu. Var því haldið suð- austur méð gígbarminum 2—3 km., en þá var komið á þær stöðvar, er mestan gufumökk bar upp úr gígnum. Gosstrók- arnir voru 3, mismunandi að stærð, og þeyttust beint upp í loft, þrátt fyrir vaxandi aust- anstorm. Eldar sáust engir, en sog og dynkir heyrðust annað kastið. — Þar sem komist varð tæpast á gígbrúnina var snjó- hengja svo langt er sá niður í gíginn eða á að gizka 20—80 metra. Lengra varð ekki séð vegna gufu. Gosmekkirnir voru að jafnaði um 500 metra á hæð, en miðgosið komst þó í allt að 1000 metra hæð, en það er um það bil einn sext- ándi hluti af hæð gosmökks- ins eins og hann mældist hæst- ur fyrstu gosdagana. Erfitt er að lýsa þeim regin- öflum, sem þama voru að verki eða ummerkjum þeim, sem þarna höfðu orðið á jökl- inum. En Jóhannes Áskellsson mun síðar segja frá jarðfræði- legum athugunum þar á staðn- um. Eftir stutta viðdvöl á gíg- barminum héldu leiðangurs- mennirnir til baka og þegar var eftir klukkustundarganga til farangursins skall á stór- hríð, svo að næsta erfitt var að finna hann. Þegar búið var að tjalda, var hlaðinn tvöfald- ur snjógarður í kring um tjaldið og hann styrktur með sleðum og skíðum. Næsta dag, þann 14., var roflaus stórhríð, og stóð stormurinn af eldsstöðvunum, og buldi vikur og sandur á tjaldinu. Var þá svo mikil veð- urharka, að ekki varð komizt • Ódýru m auglýsingarnar. íi Kaup og sala Lítið býli utan við bæimi óskast keypt. Tilboð merkt „Býli“ sendist á afgr. blaðsins fyrir 25. þ. m. rJfil sölu borð, stóll og har- monikubeddi, með tækifæris- verði. Uppl. Framnesveg 26 A uppi. SPAÐKJÖT af úrvalsdilkum alltaf fyrir- liggjandi. S. 1. S. — Sími 1080. Dmvötn, hárvötn og hrein- lætisvörur fjölbreytt úrval hjá _______Kaupfélagi Reykjavikur. Hús og aðrar fasteignir tD sölu. Hús tekin í umboðssölu. Skrifstofan í Aðalstræti 9 B opin kl. 11—12 og 5—7. Sími 4180 og 3518 (heima). Helgi Sveinsson. Nýtt eikarborð og fjórir stólar til sölu með tækifæris- vefði á Lindargötu 8 E. Essexbifreið til sölu. A. v. á. Sel heimfluttan húsdýraá- burð. Valdemar Jónsson Hverf- isgötu 41. Húsuæði Herbergi, helzt með hús- gögnum og aðgangi að síma, óskast nú þegar. Tilboð merkt garðyrkjumaður, sendist Nýja dagblaðinu. Herbergi til leigu nú þegar eða 14. maí fyrir einhleypa. Uppl. í síma 2898 milli 7—8. Lítil íbúð með öllum þægind- um, óskast helzt strax eða 14. maí í nýju húsi. Tilboð merkt „50“ leggist inn á afgreiðslu þessa blaðs. Maður í fastri stöðu óskar eftir tveim herbergjum og eld- húsi í suður- eða vesturhluta bæjarins. Tvennt í heimili. Uppl. í síma 2211. Tilkynningar Tek að mér að búa til garða. Sanngjarnt verð. — Alfred Sehneider, Grafarholti (Land- sími) Menn teknir í þpónustu. Upp- á Laugav. 64 uppi. Lauritz Jörgensen málara- meistari Vesturvallagötu 7 tek- ur að sér allsk. skiltavinnu, utan- og innanhúss málningar. út úr tjaldinu, til þess að sækja snjó í pottinn. Varð því að skera gat á tjaldbotninn, svo að innangengt yrði í vatns- bólið. Um nóttina heyrðustgos- dynkir og brennisteinsfýlan var næstum óþolandi. Að morgni þess 15. var vægara veður, en þó nokkur snjógang- ur. Lögðu leiðangursmennimir þá á stað til byggða, og höfðu vindinn í bakið. Færðin hafði versnað að vestanverðu á jökl- inum sökum öskudrifs, en þó náðu leiðangursmenn til tjalds- ins í Djúpárbotnum um kvöld- ið, og heim til Núpstaðar næsta dag“. — FÚ.

x

Nýja dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.