Nýja dagblaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 01.05.1934, Blaðsíða 2
» n ♦ i a ÐAOBLAÐIB Yenus Amerítu Bezt vaxna stúlkan í Bandaríkjunum er fædd á víg’vellinum í heims- styrjöldinni ntiklu. For- eldrar hennar urðu þar fyrir miklu slysi, og hefir félag málara séð um upp- eldi hennar. Nýlega fór fram keppni um það í Los Angelos hvaða stúlka verðskuldaði þann heiður, að teljast bezt vaxni kvenmaður- inn í Bandaríkjunum. Margar stúlkur tóku þátt í keppninni, en sú, sem verðlaunin hlaut heitir Doris Mc Allan. Hún er 17 ára gömul, en þó aldurinn sé ekki meiri, hefir ýmislegt fyrir hana komið um dagana. Faðir hennar, Bill Mc Allan, var undirforingi í her Banda- ríkjanna. Var hann í einni herdeildinni, sem Bandaríkja- menn sendu til Evrópu í heims- styrjöldinni. Settist herdeildin fyrst að í smábæ á Norður- Frakklandi. Höfðu Þjóðverjar komið þangað áður, en verið hraktir þaðan og bar bærinn því glögg merki ófriðarins. Mörg húsin voru algerlega niðurskotin, en flest öll meira og minna eyðilögð. Mc Allan hafði tekið það verk að sér að leita uppi sæmilegan verustað fyrir herdeildina. I þeirri rann- sóknarferð fann hann meðvit- undarlausa stúlku í einu hús- inu og benti allt til, að hún væri þarna ein síns liðs. Mc Allan kom henni til hjúkrun- ar og hresstist hún fljótt. Hafði hún verið orðin uppgefin og magnþrota, sökum langvar- andi hungurs og örvæntingar. Herdeildin dvaldi nokkra daga þarna í bænum. Tímann notaði Mc Allan svo sem bezt var kostur, til þess að hlynna að þessum nýja skjólstæðing sínum. Það var því ekki að undra, þó þau skildu með j nokkrum sársauka, þegar hann varð að fara með herdeildinni út í skotgrafimar. En til allrar hamingju var dvölin þar ekki löng að því sinni. Eftir rúman hálfsmánaðartíma var herdeildin send til bæjarins og þar hafðist hún við í næstum heilt ár. Það voru að ýmsu leyti rólegir dagar, en innrás frá óvinunum gat þó vofað yf- ir á hverri stundu. Kunningsskapur þeirra Mc. Allans og frönsku stúlkunnar tókst nú að nýju. Innan lítils tíma bar hann þann ávöxt, að þau giftust og þó efnahagur- inn væri ekki sem beztur og aðrar ytri kringumstæður að sama skapi, voru þau bæði á- nægð og það er alltaf fyrir mestu. Það jók líka töluvert á á- nægjuna, að Mrs. Mc Allan naut mikillar hylli hjá her- mönnunum og litla stúlkan, sem þau hjónin eignuðust nokkru síðar, varð sannkallað eftirlætisgoð þeirra, enda minnti hún marga á bömin heima, sem alltaf vom að von- ast eftir föður sínum, en myndi þá kannske aldrei fá hann heim til sín aítur. Meðal hermannanna var þekktur málari, sem hafði orð- ið að fóma listinni, sökum her- þjónustunnar. Hann málaði margar myndir af þeim mæðg- unum og sendi þær til Ame- ríku. Sumar þeirra birtust þar í útbreiddum myndablöðum. En Mc Allan og kona hans áttu ekki að fá að njóta ham- ingjunnar lengi. Rétt fyrir vopnahlésdaginn fengu her- mennirnir þama óvænta heim- sókn. Það var þýzk flugvél. Hún varpaði sprengjum niður í bæinn, gerðu þær hinn mesta usla og urðu mörgum að bana. Meðal þeirra var Mrs. Mc All- an. Sjálfur hlaut Mc Allan mik- il meiðsli, lá lengi og var alla tíð krypplingur upp frá því. Hinsvegar slapp litla stúlkan ! hjá öllum meiðslum. Þegar fað- ir hennar. var gróiim sára sinna, fór hann til Ameríku og fylgdist hún með honum. Málarinn, sem áður er minnzt á, fór einnig aftur til Ameríku að stríðinu loknu. Þegar þangað kom, myndaði hann félagsskap með nokkrum starfsbræðrum sínum, um að annast framfærslu litlu stúlk- unnar. Er faðir hennar dó, tók félagsskapurinn hana algerlega B Hljómsyeit Reykjavíknr XKEeyja- skemman Vorskóli Austurbæjarskólans verður sýnd á morgun kl. 8. í næstsíðasta sinn. Aðgöngumiðar seldir í Iðnó (sími 3191) í dag frá kl. 4—7 og morgun eftir kl. 1. Kynnið yður söngvana. Kaupið leikskrána. Nótnahefti með vinsæl- ustu lögunum fást í leik- húsinu, Hljóðfærahúsinu og hjá K. Viðar. starfar frá 14. maí til júníloka. Lögð verður stund á þessar höfuðnámsgreinar: Lestur, skrift og reikning; ennfremur sund og útileiki, ferðalög og grasasöfnun. Börn á aldrinum 5—14 ára eru tekin í skólann. — Kennslugjald er aðeins kr. 5,00 á mánuði — kr. 7,50 allan tímann. Umsóknir óskast sem fyrst. Upplýsingar daglega í Austurbæjarskólanum hjá Jóni Sigurðssyni yfirkennara (frá kl. 9—12 f. h. og 1—3 e. h.) og í síma 2610 frá kl. 5—7 síðdegis, alla daga. Enn fremur hjá Hafliða M. Sæmundssyni, síma 2455; Bjarna Bjarnasyni, sima 2265; Arngrími Kristjánssyni, síma2433; Gunnari Magn- ússyni, Egilsgötu 32; Sig. Thorlacius skólastj., sími 2611. Iaegsteina.1* fyrirliggjandi í miklu úrvali. Vönduð vinna. Sanngjarnt verð. íslenzkt efni og vinna. Komið og skoðið meðan nógu er úr að velja. ,(xullíbss4 Mag'nús O. Guönason Steinsmíðaverkstæði Sími 4254. Grettisgötu 29 fer í kvöld kl. 6 í hraðferð vestur og' norður. — Auka- hafnir: önundarf jörður . og Sauðárkrókur. Pantaðir farseðlar óskast sóttir fyrir hádegi í dag, verða annars seldir öðrum. fer væntanlega annaðkvöld til Skotlands? og Antwerpen. að sér. Það sýndi sig fljótt, að hún hafði erft hinn fagra vöxt móður sinnar og hefir hún verið eftirsótt af málur- um, sem fyrirmynd. Og nú eftir keppnina í Los Angelos í vetur, hefir hún skipað þann tignarsess, að vera bezt vaxna konan í Bandaríkjunum. r CÚNNAftjr/ðll'* ptC^^R^KJAVjíK 'j&'á b §| - LlTUN^HRBÐPREffUN-l -HRTTRpREífUN KEMUK \ mw FRTR OG iKINNVÖRU = ® * HRE-IN/UN- Afgreiðsla og hraðpressun Laugaveg 20 (inngangur A | frá Klapparstíg). — Verksmiðjan Baldursgötu 20. J § *C Sent gegn póstkröfu um allt land. 3^o Sími 4263. — Pósthólf 92. j» Móttaka hjá Hirti Hjartarsyni, Bræðraborgarstíg 1. g ho:S Sími 4256. — Afgreiðsla í Hafnarfirði í Stebbabúð, ° ’S Linnetsstíg 1. — Sími 9291. » | 9 Ef þér þurfið að láta gufuhreinsa, hraðpressa, lita S| 2 eða kemisk-hreinsa fatnað yðar eða annað, þá getið ll ,3 a þér verið fullviss um, að þér fáið það hvergi betur iS 2 n® édýiara gert en hjá okkur. — Munið, að sérstök | s biðstofa er fyrir þá, er bíða meðan föt þeirra eða g § | hattur er gufuhreinsaður og pressaður.. Sendum. — Allskonar viðgerðir. — Sækjum. RAUÐA HÚSIÐ. — Jæja þá. Þá höfum við komizt að einu at- atriði. Mark vissi, að Robert myndi gista. Eða eig- um við að orða það svo, að hann vissi, að ekki myndi verða hægt að losna við hann þegar í stað. Bill leit undrandi á vin sinn. — Haltu áfram, þetta er að verða nokkuð spenn- andi. — Hann vissi fleira, hélt Antony áfram. Hann vissi, að Robert hlyti að sýna ykkur hver maður hann var, óðara og þið hittuð hann. Það var ekki nóg að kynna hann sem bróður, sem farið hefði til .nýlendanna og talaði með annarlegum hreim ensk- una. Hann varð að segja ykkur allt eins og það var, því þið hefðuð fyrr eða síðar hlotið að kom- ast að þvi, að Robert var vandræðamaður. — Já. Þetta er mjög skynsamlegt. — Nú. En finnst þér ekki samt, að Mark hafi verið furðu fljótur að átta sig á þessu? — Hvað áttu við? — Hann fékk bréfið þegar hann var að borða morgunverð. Hann les það, og óðara og hann var búinn að lesa bréfið, skýrði hann ykkur frá öllu þessu. Það er að segja, á svona einni sekúndu hugs- aði hann málið og tók ákvörðun — tvær ákvarð- anir. Hann athugaði möguleikann á því að koma Robert í burtu áður en þið kæmuð heim og sá að það var ekki hægt. Hann athugaði líka þann mögu- leika, að Robert kæmi fram eins og almennilegur maður, og sá, að það var mjög ólíklegt. Hann var óðara kominn að fastri niðurstöðu um þetta tvennt, meðan hann var að lesa bréfið. Finnst þér ekki, að þetta hafi gengið nokkuð fljótt hjá honum? — Nú, jæja. En hver er skýringin? Antony svaraði engu fyrst, en tróð í pípu sína og kveikti í henni. — Hver skýringin sé? Við skulum nú láta hana eiga sig fyrst, en virða þá bræðurna betur fyrir okkur. Að þesssu sinni í sambandi við mrs Norbury. — Mrs Norbury? sagði Bill og var undrandi. — Já. Mark vonaði, að hann myndi geta gifzt miss Norbury. Og ef því var í raun og veru þannig farið, að Robert væri ættinni til skammar, þá var hér um tvennt að gera fyrir Mark. Annaðhvort að leyna því að bróðir hans væri til, eða, ef þetta var ekki unnt, að tala um hann sjálfur við þær Norbury-mægðurn- ar, áður en þær kæmust á skoðir um málið á annan hátt. Nú, hann sagði þeim frá Robert. En það skrítna við þetta var það, að hann gerði það daginn áður en hann fékk bréfið frá Robert. Svo kom Ro- bert sjálfur og var drepinn í fyrradag — þriðjudag. Mark gat um það á mánudag við miss Norbury, að hans væri von. Hvaða ályktanir drégur þú nú af þessu ? — Þetta er tóm tilviljun, sagði Bill, er hann hafði íhugað málið vandlega. Hann hafði alltaf ætlað sér að tala við hana um þennan bróður sinn. Það leit vænlega út með ráðahaginn, en áður en málin voru fastráðin, sagði hann henni, hvernig í þessu lægi. Það vildi svo til, að þetta gerðist á mánudaginn. Á þriðjudaginn fékk hann svo bréf Roberts, og varð auðvitað í meira lagi glaður yfir því að hann hefði talað um þetta við hana í tíma. — Ja, þetta er hugsanlegt, en þá var það samt undarleg tilviljun. Og nú skal ég segja þér dálítið, sem sannast að segja gerir málið í mesta lagi furðu- legt. Þetta kom fyrir mig í morgun, meðan ég var að baða mig. Nú, það er þetta: hann talaði um Ro- bert við hana snemma á mánudaginn, þegar hann var á leiðinni til Middlestone. — Núnú? — Já, einmitt það! — Þú fyrirgefur, Tony. Ég hlýt víst að vera óvenju skilningssljór í dag. — Hann var í bíl. Og hvað er langt niður að

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.