Nýja dagblaðið - 01.05.1934, Side 4

Nýja dagblaðið - 01.05.1934, Side 4
4 ir Ý 3 A DAOÐLABIÐ ÍDAG Sóluruppkoma ki. 4,05. •Sólarlag kl. 8,47. Flóð árdegis kl. 6,25. Flóð síðdegis kl. 6,50. Veðui-spá: Suðvestaagola fram eft- ir deginum, siðan vaxandi sunn- anátt Úrkomulaust Ljósatimi hjóla og bifreiða 0,15— 3,40. Söin, skriistofnr o. fl.i Landsbókasafnið ...... opið 1-3 pjóðminjasafnið ......... opið 1-3 Náttúrugripasafnið ...... opið 2-3 pjóðskjalasafnið opið 1-4 Alþýðubókasafnið opið 10-12 og 1-10 Landsbankinn .......... opinn 10-12 Búnaðarbankinn .... opinn 10-12 Útvegsbankinn...........opinn 10-12 Sparisj. Rvk og nágr......... 10-12 Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-12 Bögglapóststofan .... opin 10-12 Landssiminn ............ opinn 8-0 Skiifstofa útvarpsins .. opin 10-12 Búnaðarfélagið ........ opið 10-12 Fiskifél.......... Skrifstt. 10-12 Samb. ísl. samvinnufél....... 9-12 Skipaútg. ríkisins ..... opin 9-12 Eimskipafélagið ........ opið 9-12 Stjómarráðið .......... opið 10-12 Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda opið 10-12 Skrifst. bœjarins .... opnar 10-12 Skrifst. lögreglustj...opin 10-12 Skrifst. lögmanns .... opin 10-12 Skrifst. tollstjóra .... opin 10-12 Tryggingarst. ríkisins .. opin 10-12 Ríkisféhirðir ............... 10-12 Haimsóknartíml sjákrahúsa: Landsspítalinn ........... kl. 3-4 Landakotsspítalinn ....... kl. 3-5 Laugarnesspítali ...... kl. 12V&-2 Vífilstaðahœlið 12ya-iy2 og 3ya-4ya Kleppur ................. kl. 1-5 Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9 Sólheimar..................kl. 3-5 Sjúkrahús Hvítabandsins .... 24 Næturvörður í Laugavegs- og Ing- ólfs-apóteki. Næturlæknir Halldór Stefánsson Lækjargötu 4. Sími 2234. Skemmtanir: Iðnó: Skemmtun alþýðufélagaima kl. 8,30. Samgöngur og póstíerðir: Suðurland til Borgamess. Suðurland frá Borgarnesi. Sunnan- og vestanpÓ3tar koma. Gullfoss fer vestur og norður um. Dagskrá útvarpsins: Kl. 10,00 Veðurfregnir. 12,15. Há- degisútvarp. 14,00 Messa i J>jóð- kirkjunni í Hafnarfirði (síra Sig- urður Einarsson). 15,00 Veður- fregnir. 19,00 Tónleikar. 19,10 Veð- urfregnir. Tilkynningar. 19,25 Er- indi verkalýðsfélaganna. 19,50 Tón- l.eikar. Auglýsingar, 20,00 Klukku- sláttur. Fréttir. 20,30 Erindi: Er æskilegt að ft-æða börn og ung- linga um kynferðismál? (Gunnl. Claessen). 21,00 Celló-sóló (t>ór- hallur Árnason). 21,20 Upplestur (Gunnþómnn Halldórsdóttir). 21,35 Grammófónn: a) íslenzk lög. b) Danslög. Orðsending frá verzl. Kristínar J. HagbarS. Nú er hinn margþráði freð- tekni harðfiskur og steinbíts- riklingur kominn. Mjög sann- gjamt verð. — Sími 8697. — ánnáll Skilvísir Hæstaréítardóm- Ódýru 0 Skipatréttir. Gullfoss fer vestur og norður í kvöld kl. 6. Goöa- foss var í gær á l.eið til Hull frá Vestm.eyjum. Brúarfoss fer frá Kaupm.höfn í dag. Lagarfoss kom til Akureyrar í gærmorgun. Detti- foss var í gær á leið til Hull frá Hamborg. Selfoss var í Reykjavlk í gær. Samvinnuskólanum var sagt upp í gær. þessir luku burtfarar- prófi: Axel A. Ólafsson frá Múla- seli, Mýrasýslu, Ágúst Matthías- son frá Vestm.eyjum, Ásgeir Ein- arsson Reykjavík, Bergljót Guttr ormsdóttir, Hallormsstað S.-Múla- sýslu, Björgólfur Sigurðsson Reykjavik, Egili Áskellsson, Greni- vík við Eyjafjörð, Georg Lúðvígs- son frá Norðíirði, Guðjón L. Jóns- son, Reykjavik, Gunnlaugur Guð- mundsson, Melum, Strandasýslu, Heiga Pálsdóttir frá Seljalandi Fljótshverfi, Jón Sveinsson frá Hofi, Álftafirði, Rannveig Guð- mundsdóttir, Hnífsdal, ísafjarðar- sýslu, Sigurjón Bjömsson frá Strönd, Vestur-Skaptafellssýslu, Svafar Guðmundsson, Reykjavík, Wiihelm Norðfjörð, Reykjavík, þorlákur Skaftason, Reykjavík, þóröur Jónsson, Reykjavik. Aí veiðum komu í gær Sindri með 50 föt, Tryggvi gamli með 50, Belgaum með 50, Arinbjöm hersir með 50, Hilmir með 40, Skallagrímur með 40, Snorri goði með 30 og Ólafur, Karlsefni og Gullfoss. Linuvelðaramir Nonni og Rifs- n es komu af veiðum í gær. í gær lágu hér inni á höfninni 3 spánskir togarar og 1 franskur síðan á laugardagskvöld. Einnig færeyskir kúttarar, enskt fiski- tökuskip og fl. af útlendum skip- um. Simon Duhamel II, franski tog- arinn, sem verið hefir til viðgerðar hér 1 Slippnum síðastliðna viku, íór á laugardagskvöldið. Enskur togari kom i gær með handleggsbrotinn skipverja. Gullfoss fer vestur og norður í kvöld kl. 6. Rakarastofur bæjarins verða iok- aðar frá k). 2 e. h. í dag. Úr A.-Skaptafellssýslu berast fregnir um mikinn snjó, og jarð- bönn síðastl. viku. Var sumstaðar búið að sleppa fé á fjall, og hefir gengið örðuglega að ná því aftur heim til bæja. Farþegar með Esju í gærkvöldi austur um land: Til Vestm.eyja: Björn Hjaltested. Til Homafjarð- ar: Dr. Max Keil. Til Djúpavogs: Aðaisteinn Pálsson, Hanna Bryn- jólfsdóttir, Andrea Elíasdóttir. Til Breiðdalsvíkur: Sigríður Jóns- dóttir. Til Stöðvarfjarðar: Sigrið- ur Sigfinnsdóttir. Til Fáskrúðs- fjarðar: Bjami Jónsson, Oddur Sigurbergsson, Arnleif Stefánsdóttr ir. — Til Reyðarfjarðar: Bjöm Guttormsson, Guðrún Guðmunds- dóttir, Magnús Jóhannsson, Jón Pálsson, Guðrún Stefánsdóttir. Til Eskifjarðar: Símon Jónsson, Ingi- björg Jónsdóttir, Sigríður Ottadótt- ir, Jón Árnason, Ingvar Jóhanns- son, Lára Einarsdóttir. Til Norð- fjarðar: Halldóra Sigfúsdóttir, Sig- fríður þormar, Jóhann Jónsson og til Seyðisfjarðar Jón ísfeld, Alex- undra Alexandei-sdóttir, Oddgeir Jóhannsson, Theodór Blöndal og Sveinn Jónsson. VaralUgreglan. Eins og áður hef- ir verið sagt hér í blaðinu, hefir Magnús Guðmundsson fyrirskipað að hafa 40 manna varalögreglu- sveit hér i bænum og hðfir bæjar- kaupendur blaðsins gerðu því greiða, ef þeir borguðu það á hverjum mánaðamótum án ít- rekaðra rukkana. ráðið nú valið menn, en þvi hafði áður verið falið það af bæjar- stjórninni. Er þessi nýja lögregla þegar komin á laun. það þarf ekki að taka fram, að þessi setning varalögreglusveitar hér í bænum er undir núverandi kringumstæð- um algerlega ólögleg eins og flest af því, sam Magnús Guðmunds- son gerir. Slíka lögreglu má ekki stofna, nema 2 fastir lögreglu- menn séu á hverja 1000 íbúa, en slíkt skilyrði er hvergi nærri fyrir iiendi. Ríkið á að greiða helming kostnaðarins, sem af þessari lög- reglu hlýzt. Suðurheixoskautslör. Undirbún- ingur er vel á veg komin undir liina miklu suðurheimskautsför Englendinga undir forystu John Ramyll. Aðaltilgangur fararinnar er að rannsaka strandlengjuna milli Luitpoldsíands og Charcots- lands. Er það lengsta ókannaða strandlengjan i suðurhöíum. Búizt er við að leiðangursmenn dvelji þar við rannsóknir hálft þriðja ár. Gústaf Adolf krónprius Svia hef- ir ákveðið að takast á hendur ferð til Austurlanda til þess að verða þátttakandi í fornminnjagreftri þeim, sem yfir stendur í Irak. Ætlar hann að hefja leiðangur sinn 1 haust, og er förinni heitið yfir Rússland og Persíu. Getur hann með því kynnt sér hinn merkilega fornminnjagröft í Teha- ran, í nánd við höfuðborg Persiu. Gustaf Adoif er þekktur fornfræð- ingur. Hefir hann tekið þátt í fornminjagrefti -vlða um heim, og ekki sízt heima í Svíþjóð, þar sem margar minnjar hafa fundizt frá víkingaöldinni, og eldri tim- um. Er talið, að hann myndi vera í allra fremstu röð sænskra fom- fræðinga, ef hann hefði ekki verið svona settur í mannfélaginu. Framvarp ensku stjómarlnnar um happdrætti og veðjanlr var lagt fyrir lávarðadeild enska þingsins s. 1. föstudag. London- derry lávarður reifaði frumvarpið og komst svo að orði, að engin stjórn gæti komið í veg fyrir veðj- anir og þessháttar fjárglæfra og íyrir því væri það bamaskapur að œtla sér að reyna að gera slíkt, en á stjórninni hvíldi skylda til þess að reyna að koma skipulagi á þau mál, vegna hinna skaölegu áhrifa, sem hinar sífelldu veðjanir liefðu, og þessvegna væri nú stung- ið upp á því, að takmarka þá daga, er.heimilt væri að veðja við veðreiðar. Á veðhlaupahappdrætti væri litið sem harla óæskileg, vegna hinna geysistóru fjárhæða, sem þar væru lagðar í hættu, i því skyni að reyna hamingjuna, en minniháttar opinber happdrætti og einkahappdrætti gerðu lítið tjón, og væri engin ástæða til þess að banna þau. Hinsvegar mundi samkeppni og happdrætti þeirrar tegundar, sem oft er stofnað til af blöðum, og þar sem miklu meira er undir heppni komið en dugn- aði, verða bönnuð samkvæmt þess- um lögum. — FÚ. Skráning atvinnulausra sjó- manna, verkamanna, verkakvenna, iðnaðarmanna og kvenna fer fram (samk. því er gleiðletraðar aug- lýsingar í íhaldsblöðunum herma) í G.T.-húsinu 2. og 3. mai fró kl. 10 f. h. til kl. 8 e. h. urinn í gær Framh. af 1. síðu. síðar verður vikið að. Álagning á vínin í smásölu var því eigi á tímabilinu 1922 — 24. ágúst 1928 að lögum bundin við nokkra ákveðna hundraðstölu og samanlögð álagningin í heild- sölu og smásölu þess vegna eigi heldu.r Samkvæmt þessu hafa þá eigi verið brotin nokkur ákvæði um hámarksálagningu á vín þessi á áfrýjanda tii 24. ágúst 1928. Og getur því aðal- krafa hans í þessu máli eigi orðið tekin til greina. Með lögum nr. 69/ frá 7. maí 1928 2. gr. eru Spánarvínin svonefndu berum orðum tekin undir ákvæði löggjafarinnar um einkaheimild ríkisstjórnarinnar um innflutning á áfengi. 1 1. málsgr. 7. gr. og 11. gr. þeirra eru fyrirmæli 7. og 11. gr. laga nr. 62—/1921 tekin alls óbreytt að efni til. Á smásölunni utan Rvíkur verður þá, sbr. 2. máls- gr. 7. gr. laga nr. 69/1928, sú breyting, að starfsmenn útsölu- staðanna verða þá starfsmenn Áfengisverzlunarinnar og hún verður nú áfram eigandi vör- unnar, þar til hún er seld við- skiptamöimum. Þótt smásalan færi héreftir fram beinlínis í nafni Áfengisverzlunarinnar, þá sýnir 11. gr. laga nr. 69/1928 það, að ekki hefir verið tilætl- unin að svifta hana heimild til auk heildsöluálagningarinnar eftir 7. gr. laganna, smásölu- álagningar, því að 11. gr. tekur eftir orðum sínum, sem hvorki er heimilt né heldur eðlilegt í þessu sambandi að takmarka við smásölu lækna eða lyfsala á áfengi, sbr. 2. gr. laganna, til hverskonar smá- sölu, hvort sem ríkið sjálft eða aðrir reka hana. Reglugjörð nr. 67 frá 24. ágúst 1928 5. gr. segir fyrst að Áfengisverzlun ákveði „útöslu- verð“ vínanna. Síðan segir, að henni sé heimilt að leggja á þau 25%—75% miðað viðverð þeirra kominna í hús í Reykj a- vík og að tolli meðtöldum. Þessi ákvæði eru að efni til endur- tekning af 11. gr. laga nr. 69/ 1928 (upphafsákvæðið) og 7. gr. sömu laga (síðara ákvæð- ið), og verður því ekki stað- hæft, að þau fari í bága við fyrirmæli þessara greina, enda þótt ákvæðið um smásölu- álagninguna sé tekið fyrst og ákvæðið um heildsöluálagning- una á eftir. Smásöluálagningin er því jafnóbundin af hundr- aðstölu egtir 24. ágúst 1928 og hún var fyrir þann dag. Af áfrýjanda hefir því heldur ekki á tímabilinu frá 24 ágúst 1928 — 6. nóv. 1931 verið tekið ólöglega hátt verð fyrir vín- föng þau, er hann keypti af einu af útibúum Áfengisverzl- unarinnar. Og eftir 6. nóv. 1931, er ný reglugerð var sett, þar sem ákvæðið um heildsölu- álagninguna er niðurfellt úr reglugerðinni 1928, er sama að segja. Smásöluálagning Áfeng- isverzlunarinnar á Spánarvínin hefir að vísu árin 1929—1981, að því er virðist eftir framj- aag'iýsing’arnar. Nokkrir klæðaskápar seljast fyrir 14. maí með sérstaylega góðu verði. Uppl. í síma 2778. Einn tvísettur skápur með innbyggðum sei-vanti, til sölu fyrir 80 krónur. Uppl. í síma 2773.______________ 5 manna Chrysler bifreið (drossia) til sölu. Uppl. í síma 2146. Saltfiskbúðin er vel birg af nýjum fiski. Sími 2098. Nýir dívanar á 35 krónur, madressur o. fl. fáið þið mjög ódýrt og vandað og einnig rúm með madressum með tækifæris- vei'ði á Laugavegi 49 A. Frosið dilkakjöt alltaf fyrir- liggjandi. Freðkjöt frá Norður- landi al alþekkt fyrir gæði og góða og hreinlega meðferð. S. í. S. — Sími 1080. Tilkynningar Lauritz Jörgensen málara- meistari Vesturvallagötu 7 tek- ur að sér allsk. skiltavinnu, utan- og innanhúss málningar. Atyinna Kvenmaður, sem vill vinna húsverk fyrri hluta dagsins, getur fengið sólríkt herbergi til leigu. Upplýsingar á Berg- staðastræti 82. Húsnæði Herbergi í miðbænum til leigu. A. v. á. Herbergi, helzt með hús- gögnum og aðgangi að síma, óskast nú þegar. Tilboð merkt garðyrkjumaður, sendist Nýja dagblaðinu. Góð íbúð óskast handa manni í fastri stöðu með litla fjöl- skyldu. Tilboð merkt „P“ send- ist afgr. Nýja dagblaðsins fyr- ir 30. þ. m. 2—3 stofur og eldhús óskast í nýtízku húsi 14. maí. Fyrir- framgreiðsla. Sími 2092. Tvö herbergi og eldhús ósk- ast 14. maí, má vera í góðum kjallara. A. v. á. \ komnum upplýsingum verið mikið hærri en hinn raunveru- legi kostnaður við smásöluna hefir numið, en þar sem ríkis- stjómin og Áfengisverzlunin hefir samkvœmt framansögðu haft óbundnar hendur í þessu efni, liggur það fyrir utan vald- svið dómstólanna, að fella úr gildi þessa álagningu að nokkru eða öllu leyti. Leiðir af þessu, að vara. og þrautavarakrafa áfrýjanda verða ekki heldur teknar til greina. Ber því af framangreindum ástæðum að sýkna hina stefndu af öllum kröfum áfrýjanda í máli þessu. Eftir atvikum1 þyk- ir rétt, að málskostnaður, bæði í héraði og hæstarétti, falli niður.

x

Nýja dagblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.