Nýja dagblaðið - 02.05.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 02.05.1934, Blaðsíða 2
H ♦ J A DAOBLAÐIB Z Simi 3873 Simi 3873 Tilkynniiié Laugaveg 5 Conditori Café Bakari O. THOBBEBO JONSSON Opid írá kl. 8 i. h. til ÍVU e.h. I búðinni: Kl. 8 f. h. heit vínarbrauð og kruður. Kl. 3 e. h. heit vínarbrauð og kruður og Rúnnstykki með og án birkis. Lúksus- fránskbrauð og Sparibrauð. Franskbrauð og Smjörbirkis. Dönsk Landbrauð með kúmen. Pönnukökur með rjóma. Vöflur og allt vanalegt bakaríisbrauð. — Ég hefi fengið Frigadaire-kæliskáp, og eru þar geymdar allar Tertur, Fromage og Rjómakökur, sem fást allan daginn. Zs Allt sent heim Badiómúsik Pöntunarvidskipti: Rjómatertur frá kr. 3,00 til 12,00. Fromage, allar tegundir af Is, uppsettur og óuppsettur. Tartalettur, • Snittur, Franskbrauðhom, Brobergs-stengur, Pósteikur, tvær stærðir. Danskar. Ger-jólakökur, Sösterkager. Heimlöguð. Dönsk franskbrauð. Kransakökuhora og Kransakökur frá 5 kr. Sveskjutertur, Eplakökur. Möndlukökur með rommglassúr. Vínarafmæliskringlur, allar stærðir. Allt ódýrast og bezt á Laugaveg 5. — Allt bakað á staðnum. — Nýtízku ofn og vélar. Á kaffinu Súkkulaði með rjóma. Kaffi. The. Heit og köld mjólk. öl. Sítrón. Malt. Soðin egg. Spæld egg. — Kruður og Rúnnstykki með smjöri. Pönnukökur með rjóma. Fljót og lipur afgreiðsla. — Engin ómakslaun. Orðsending frá verzl. Kristínar J. Hagbarð. Nú er hinn margþráði freð- tekni harðfiskur og steinbíts- riklingur kominn. Mjög sann- gjarat verð. — Sími 3697. — Látið fagmann iaga garðinn yðar það borgar sig. Hefi einnig rósir, tré og margskonar blóm. Hringið í síma 2216. Jón Arnfinnsson garðyrkjumaður. Trésmíð a vlnnustoía Benedikts Jóhannessonar Laufásveg 2A. Síml 4830. Smíðar allskonar húsgögn úr bezta efni Lœgsta verð bœjarlnsl Leitið tilboðal Styrj öld Ibn Saud hefir hafið „heilagt stríð" til að sam- eina alla Arabíu. Hann segir, að bílanotkun fari ekki í bága við Kóraninn. Erlend blöð skýra frá því, að styrjöld geisi í Arabíu um þess- ar mundir. Upphafsmaður ófriðarins er Ibn Saud, sem seinustu tvo áratugina hefir tmnið að því að leggja undir sig alla Arabíu. Upphaflega réði hann yfir smá- ríkinu Nejd, sem er í miðri Arabíu, en með stöðugum hem- aði hefir hann bætt við sig nýj- um og nýjum landshlutum. Ár- ið 1924 sigraði hann konung- inn af Hedjas og lagði undir sig land hans. Ræður hann nú yfir allri Arabíu, nema ríkinu Jemen, sem nær yfir nokkuð stóran hluta suðurstrandarinn- ar og við það stendur ófriður- inn nú. Ibn Saud er svo lýst, að hann sé mikill trúmaður. Styrjaldir sínar nefnir hann heilög stríð og sé tilgangur þeirra að sam- eina alla Araba og viðhalda hjá þeim hinni einu réttu trú. Einu sinni, segir hann, voru Arabar stór og voldug þjóð, en svo kom sundrungin til sögunnar, ríkið leystist upp, og erlendar þjóðir lögðu undir sig landið. Ég er í Arabiu sendur af guði til þess að sam- eina þjóðina á ný. Sem dæmi um trúrækni Ibn Saud er það sagt, að þegar hann ákvað fyrst, að bíla mætti fiytja til landsins, hafði hanii gaumgæfilega farið yfir Kór- aninn, til þess að athuga, hvort liann leggði bann við slíkum farartækjum. En þetta þótti bonum þó ekki nægilegt, heldur leitaði hann einnig úrskurðar hinna múhamedsku kenni- manna, sem veittu sitt sam- þykki. Eins var að farið, þeg- ar fyrst voru byggðar loft- skeytastöðvar í landinu. Margir efa það, að þessi trúaráhugi Ibn Saud sé full- komlega einlægur, heldur stafi hann af því, að hann vilji á þennan hátt afla sér vinsælda hjá þjóðinni. Ullstein bannaður Berlín kl. 11.45 30/4. FÚ. Þýzka stjórain hefir lagt bann við útkomu allra þeirra blaða og tímarita, sem Ullstein- forlagið í Berlín gefur út. í greinargerð, sem stjórain hefir birt um bannið, er sagt, að það sé lagt á vegna stöðugra duldra en lymskulegra árása á núverandi stjóraarfyrirkomu- lag í Þýzkalandi. RAUÐA HÚSIÐ. Jallands frá brautamótunum, þar sem bílvegurinn endar? — Svona sex hundruð metrar. — Já. Mark er á leið til Middlestone í erinda- gjörðum sínum. Hann lætur bílinn stanza, labbar sex hundruð metra leið niður að Jallands og segir: „Meðal annara orða, mrs Norbury, ég man ekki hvort ég hefi nokkurntíma sagt yður frá því, að ég á bróður, heldur mislukkaðan, sem Robert heitir“. Svo labbar hann þessa sex hundruð metra upp á veginn aftur, sezt inn í bílinn aftur og heldur áfram til Middlestone. Finnst þér þetta nú trúleg saga? Bill hleypti í brýrnar. — Já, ég skil ekki, við hviað þú átt. Hvort sem þetta er trúlegt eða ekki, þá vitum við, að hann gerði þetta. — Það er auglýst, að þetta gerði hann. En ég á við það, að hann hlýtur að hafa haft knýjandi ástæðu til þess, að tala um þetta þá þegar við mrs Norbury. Og ástæðan, sem ég færi til, er þessi, að hann hafi þá um morguninn, mánudagsmorgun — ekki þriðjudagsmorgun — vitað, að Robert myndi heimsækja hann, og hann yrði að verða fyrstur manna til þess að flytja þessar fréttir. — En — on ... — Og þetta gæti skýrt hitt, að — að hann ákvarð- , aði sig svo fljótt við morgunverðarborðið að segja ykkur öllum frá bróður sínum. Hann vissi þegar á mánudag, að Robert myndi koma og ákvað þá að segj a ykkur alla sögu um bróður sinn. — En bréfið ? — Já, nú skulum við líta betur á það. Antony tók nú bréfið upp úr vasa sínum og breiddi úr því á grasið á milli þeirra. „Mark, bróðir þinn ústkæri kemur að finna þig ú morgun, alla leið frá Á'stralíu. Ég læt þig vita þetta fyrirfram, svo að þú getir dulið undrun þína — en vonandi ekki ánægju þina — yfir komu minni. Væntu mín um þrjúleytið". — Engin dagsetning, eins og þú sérð, sagði An- tony. Bara „á morgun". — En hann fékk bréfið á þriðjudag. — Svo? — Að minnsta kosti las hann bréfið íyrir okkur á þriðjudaginn. — Já, hann las það fyrir ykkur á þriðjudaginn. Bill las bréfið enn einu sinni og leit aftur á það. Það var ekkert á bakhliðinni að græða. — Hvaða póststimpill var á bréfinu? — Því er nú ver, að við höfum ekki náð í um- slagið. — Og þú heldur, að hann hafi fengið bréfið á mánudag? — Mig grunar það. Að minnsta kosti held ég — ég er nærri viss um það auk heldur, að hann hafi vitað um það á mánudag, að bróðir hans væri vænt- anlegur. — Er það sérstaklega mikilsvert fyrir okkur? — Nei, það gerir bara málið flóknara. Það hvílir eitthvað, leyndardómsfullt yfir allri sögunni. Ég get ekki skilið það. Hann sagði dálitla stund og hélt svo áfram: — Hvað segir þú um það, sem gerðist í nótt? Ég vildi gjarnan heyra, hvaða ályktanir þú dregur af því. Hefir þú annars áttað þig nokkuð á því? — Það sem gerðist í nótt ..., sagði Antony hugs- andi. Já, það þarfnast vissra skýringa. Bill beið óþolinmóður eftir því, að Antony gæfi skýringar sínar. Að hverju hafði hann verið að leita í skápnum ? — Ég held, byrjaði Antony og talaði hægt, að eftir það, sem gerðist í nótt verðum við að láta falla niður gruninn um að Mark hafi verið myrtur. Ég á við, myrtur af Cayley. Ég get ekki haldið, að

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.