Nýja dagblaðið - 02.05.1934, Blaðsíða 4
4
rt t j a
DAOBLASIÐ
í DAG
Sólaruppkoma kl. 4.02.
Sólarlag kl. 8.50.
Flóð árdegis kl. 7.15.
Flóð síðdegis kl. 7,40.
Veðurspá: Stinningskaldi að vest-
an eða norðvestan, skúrir eða
éljaveður.
Ljósatimi hjóla og bifreiða 9,15—
3,40.
Stfin, akriístoiur o. iL:
Landsbókasafnið opið kl. 1-7 og 8-10
pjóðskjalasafnið ........ opið 1-4
Alþýðubókasafnið opið 10-12 og 1-10
Listasafn Einars Jónssonar .... 1-3
Landsbankinn ......... opinn 10-3
Búnaðarbankinn opinn 10-12 og 1-3
ÚtvejfsbanHnn opinn 10—12 og 1—4
Útbú Landsb., Klapparst. opið 2-7
Sparisj. Rvk og nágr. 10-12 og 5-7^2
Pósthúsið: Bréfapóstst. .. opin 10-6
Bögglapóststofan ...... opin 10-5
Landssíminn ............ opinn 8-9
Skrifstofa útvarpsins kl. 10-12 og 1-6
Búnaðarfélagið .. opið 10-12 og 1-4
Fiskifél.... Skrifst.t. 10-12 og 1-5
Samb. ísl. samvinnufél. 9-12 og 1-6
Skipaútg. ríkisins opin 9-12 og 1-6
Eimskipaíélagið ......... opið 9-6
Stjómarráðsskrifst. .. 10-12 og 1-4
Sölusamb. ísl. fiskframleiðenda
opið 10—12 og 1—6
Skrit'st. bæjaiins opnar 9-12 og 1-4
Skrifst. lögreglustj. opin 10-12 og 1-4
Skrifst lögrnanns opin 10-12 og 1-4
Skrifst. tollstjóra opin 10-12 og 1-4
Tryggingarst ríkisins 10-12 og 1-5
Hafnarskrifstofan opin 9-12 og 1-6
Hœstiréttur kl. 10.
Hatmsóknartíml sjúkrahúsa:
Landsspítalinn .......... kl. 3-4
Landakotsspitalinn ........ kl. 3-5
Laugarnesspítaii ...... kl. 12%-2
Vífilstaðahœlið 12^-1% og 3Vi-4Vi
Kleppur .................. kl. 1-5
Fæðingarh., Eiríksg. 37 kl. 1-3 og 8-9
Sólheimar...................kl. 3-5
Sjúkrahús Hvítabandsins .... 2-4
Næturvöröur í Laugavegs- og Ing-
ólfs-apóteki.
Næturlæknii'; Hannes Guðmunds-
son, Hverfisgötu 12. Sími 3105.
Skemmtanir:
Iðnó: Mevjaskemman kl. 8.
Samgöngur og póstferðir:
Lyra frá Færeyjum og’Bergen.
Selfoss til Antwerpen,
Dagskrá útvarpstns:
KI. 10,00 Veðurfregnir. 12,15 Há-
degisútvarp. 15,00 Veðurfregnir.
19,00 Tónleikar. 19,10 Veðurfregnir.
Tilkynningar. 19,20 Erindi í. S. í.
IJm glímur (Arnór Sigurjónsson).
19,50 Tónleikar. Auglýsingar. 20,00
lílukkusláttur. Fréttir. 20,30 Er-
indi: Undrasaga álsins (Árni Frið-
riksson). 21,00 Fiðlu-sóló (þórar-
ínn Guðmundssop. Grammófónn:
Schubert: Rosamunde.
Símar Nýja dagblaðslns:
Ritstjóri: 4373.
Fréttaritari: 2353.
Afgr. og augL: 2323.
Málverkasýning
Finns Jónssonar
Ansturstrœti 10
er opin í síðasta sinn 1 dag
til kl. 8 síðdegis.
Anná.11
Skipafréttir. Gullfoss fór vestur
og norður í gærkvöldi með mikinn
fjölda farþega, Goðafass kom til
Hull i nótt um miðnætti. Brúar-
foss fór frá Kaupm.höfn i gær.
Dettifoss fór frá Hull í gærkvöldi.
Lagarfoss var á Akureyri í gær.
Selfoss er i Reykjavík.
Frá jökulförunum hafa enn
engar fréttir borizt.
Málverkasýning Finns Jónssonar
er opin í dag og ekki lengur.
Ágætur afli hefir verið undan-
farið í verstöðvum á Suðvestur-
landi og sömuleiðis á sunnanverð-
um Austfjörðum. Framan af ver-
tíð voru mjög miklar ógæftir, en
í marzmánuði kom mjög mikill
fiskur á land, og er búizt við, að
heildarútkoma vertíðarinnar verði
vel í meðallagi. Nú allra síðast
hafa togararnir aflað skipa bezt
hlutfallslega. Margir þeirra komu
inn eftir síðustu helgi vegna
storms en fóru strax út aftur og
sögðu mikinn fisk.
Gagnfræðaskóla Reykjavíkur er
sagt upp í dag.
Námusprenging varð í Englandi
í gærmorgun. 200 menn unnu í
námunni. Talið að 15 hafi farizt.
Um 20 fiskiskip lágu á Sandi í
fyrradag vegna óveðurs.
Veitingastaður. Einn af þeim ó-
dýru og snotru en yfirlætislausu
veitingastöðum hér í bæ, er á
Laugaveg 5. Hefir þar sú breyting
á orðið, að Óskar Thorberg Jóns-
son bakari rekur hann einn fram-
vegis. Hefir þai' nú verið komið
fyrir góðum radió-grammófón og
útvarpstaiki, svo menn geta hlust-
að á músik og fréttir o. fl. um
leið og þeir njóta ágætrar hress-
ingar, sem þar er á boðstólum.
Foreldrar skólaskyldra bama í
Skildinganesi hafa sótt um það til
skólanefndar, að vorpróf barna,
sem heima eiga þar í hverfinu,
verði látin fara fram í skólanum
þar, en ekki inni í Miðbæjarskóla,
eins og venja liefir verið undan-
farið.
I ofviðrinu á sunnudaginn brotn-
aði nokkur hluti handriðsins á
Tjarnarbrúnni að norðanverðu. Er
handriðið orðið mjög fúið, og svo
mun vera um brúna yfirleitt. Virð-
ist ástæða til að aðvara menn um
að keyra varlega um brúna.
Vinna stöðvuð. Á mánudags-
kvöldið yar verið að ljúka við
uppskipun á salti úr skipi, sem
hefir iegið hér næstliðna viku, og
var eftir ca 1 kl.st. vinna eða 15
til 20 tonn kl. 10 um kvöldið.
Komu þá þrír menn frá Dagsbrún
niðureftir og stöðvuðu vinnuna,
og lögðu $vo fyrir, að ekki yrði
unnið við skipið fyr en á mið-
vikudag. En skipið fór í gær kl.
1!Á>, án þess að lokið yrði vinn-
unni.
Gaskolaskip kom í fyrrinótt með
gaskol til gasstöðvarinnar.
Tveir franskir togarar komu í
íyrradag að fá sér' kol og salt.
3 nemendur frá Reykholti tóku
próf upp í 2. bekk Kennaraskól-
ans og fengu þeir hærri einkunnir
en aðrir utanskólanemendur og
álíka háar og þeir sem beztir
voru innan Kennaraskólans.
Eftir Skeiðarárhlaupið síðasta
varð þess vart að borizt hafði all-
mikið af viðarlurkum fram á
sandinn með hlaupinu, og verður
þess lielzt getið til, að jökullinn
hafi fyr á tímum skriðið yfir
skóglendi þar upp frá, og við um-
lirot þau og sprengingu er í jökl-
inum varð, liafi lurkar þessir bor-
izt með jökulhiaupinu. Má því
ætla,- að þessir viðarlurkar séu
komnir æðimikið til ára sinna, og
I. mai í Reykjavik
Framh. af 1. síðu.
hornum. Héðinn Valdimarsson,
Guðjón Baldvinsson, Sigurjón
Ólafsson og Stefán Jóh. Stef-
ánsson töluðu og auk þeirra
fulltrúi frá Þvottakvennafélag-
inu Freyja og einn sendisveinn,
en Lúðrasveitin lék á milli
ræðanna og Karlakór Alþýðu
söng nokkur log.
Meðan á ræðuhöldunum stóð
á Austurvelli héldu kommúnist-
ar til í Lækjargötu og voru
þar ræðuhöld og spilað þess á
milli af lúðrasveit. Töluðu þar
Aðalbjörn Pétursson frá Siglu-
firði, Eggert Þorbjarnarson frá
ísafirði, Stefán ögmundsson,
Jóhannes úr Kötlum og Einar
Olgeirsson. Auk þess talaði,
spanskur sjómaður til landa
sinna nokkurra er þátt tóku í
kröfugöngunni. Nazistar sáust
óvíða og munu þeir hafa haft
lítið um sig og gengið helzt
um götur, þar sem| þeir bjugg-
ust ekki við að rekast á aðra.
Allt fór fram með kyrrð og
spekt, og dreifðist mannfjöld-
inn um er áðurnefndum
ræðuhöldum lauk kl. 4. í gær-
kvöldi héldu Alþýðufélögin
skemmtun í Iðnó, en kommún-
istar héldu skemmtun í K.-R-
húsinu og í fundarsal sínum í
Bröttugötu.
Síra Sigurður Einarsson
messaði í þjóðkirkjunni í Hafn-
arfirði, og var messunni út-
varpað.
kynni áð vera þarna efni til at-
hugunar fyrir þá, er skynbragð
bera á slíka hluti. Mun Hannes
bóndi á Núpstað ætla að halda
sýnishornum af þessum trjábútum
til liaga.
Lyra kom frá útlöndum í gær-
kvöldi.
Lokadansleikur Appollo klúbbs-
ins verður næsta laugardagskvöld.
Bifreið stolið. Kl. 9,15 á sunnu-
dagskvöldið var hringt til lögregl-
unnar og lienni skýrt frá, að bif-
reið heíði verið ekið upp í grjót-
vegg við hús á Sóleyjargötu. í bif-
roiðinni höfðu verið þrír ungling-
ar og hlupu þeir út úr henni og
á brott. Er lögreglan kom á vett-
vang, fann hún bifreiðina R.E. nr.
896 þarna við garðinn, og var hún
mikið brotin að framan, með stýr-
ishjólið ú r sambandi, og yfirleitt
illa útleikná. Eigandi bifreiðarinn-
ar, Svanborg bifreiðarstjóri, liafði
gengið frá bifreiðinni niður við
Tðnó, þar sem hann var að horfa
á leiksýningu, og hafði liann skil-
ið lykilimi eftir í bifreiðinni og
lar henni stolið meðan á leiknum
stóð. það hafði ekki hafst upp á
unglingum þeim er valdir voru að
stuldinum, er síðast fréttist
Frá byggingar- og landnáms-
sjóði. Milli 20 og 30 bændur víðs-
vegar um land hafa fengið lán úr
„Byggingar- og landnámssjóði" til
bygginga á íbúðarhúsum á yfir-
standandi ári. Auk þess munu all-
margir hafa í hyggju að byggja
sér hús á þessu vori, með von um
lán á n. k. ári. Útlit er fyrir að
almennt séu menn að hneigjast
meira að einlyftum húsum, með
kjallara og flötu eða hallalitlu
þaki, og hefir sú breyting orðið
mikil á allra siðustu árum.
VORSKÓLI Austurbæjar byrjar
nú 3. stárfsár sitt. Hefir aðsókn að
skólanum verið mikil undanfarin
ár, því að áhugi fólks fyrir vor-
Prófin í
Kennaraskólanum
Framh. af 1. síðu.
dóttir, Reykjavík. Rósa B.
Blöndal, Framnesi, Árn. Sigfús
Sigmundsson, Grófargili, Skaga-
firði. Sigríður Árnadóttir, Odd-
geirshólum, Árn., Sigfríður
Sigurðardóttir, Víðivöllum,
Fljótsdal, Skeggi Ásbjarnarson,
Svartagili, Norðurárdal. Soffía
Benjamínsdóttir, Vatnsleysu-
strönd. Soffía Jóhannesdóttir,
Reykjavík. Solveig Guðmunds-
dóttir, Hafnarfirði. Tryggvi
Tryggvason, Kirkjubóli, Isa-
firði. Valborg Benediktsdóttir,
Bildudal. Valgerður Briem,
Reykjavík. Þorsteinn Matthías-
son, Kaldrananesi, Stranda-
sýslu.
Þessir útskrifuðust úr 4.
bekk:
Aðalsteinn Teitsson, Víði-
dalstungu, Húnv. Áslaug Egg-
ertsdóttir, Leirárgörðum, Borg-
arfj.s., Bjarni Jónsson, Stakka.
hlíð í Loðmundarfirði. Björn
Jónsson, Glitstöðum, Norður-
árdal. Dagmar Bjarnason,
Reykjavík. Eirikur Stefánsson,
Ilallfreðarstöðúm, Múlasýslu
Felix Jósafatsson, Húsey,
Skagafirði. Gísli Gottskálksson,
Úlfsstöðum, Blönduhlíð, Guð-
mundur Björnsson, Núpdals-
tungu, Húnav. Guðmundur
Eggertsson, Einholtum, Mýra-
sýslu. Guðmundur Vemharðs-
son, Hvítanesi, Isafj. Helga
Skúladóttir, Keldum, Rang.
Helgi Vigfússon, Klausturhól-
i um, Árn. Jóhann Hjaltason,
Hólmavík, Steingrímsfirði. Jón
Konráðsson, Eyvindartungu,
Árn. Jón Kristgeirsson, Hauka-
dal, Árn. Jónas B. Jónsson,
Torfalæk, Húnav. Jónatan Ja-
kobsson, Aðalbóli, Miðfirði. Páll
Þorsteinsson, Hnappavöllum,
öræfum. Sigfús Hallgrímsson,
Vestmannaeyjum. Sigfús Jóels-
son, Húsavík. Steingrímur
Benediktsson, Vestmannaeyj-
um. Steinþór Einarsson, Djúpa-
læk, N.-Múl., Svafa Skaftad.,
Skarði í Dalsmynni. Sæmund-
ur Dúason, Krakavöllum,
Skagafirði. Þorbjörg Benedikts.
dóttir, Reykjavík. Þórunn II.
Guðmundsdóttir, Þorfinnsstöð-
um, ísafjarðarsýslu.
Þessi vetur var 25. starfsár
skólans. Samtals hafa sótt hann
um 700 nemendur, en útskrif-
ast 532, að þeim meðtöldum,
sem útskrifuðust nú. Þar af
munu vera starfandi nú við
bamakennslu í þjónustu ríKi^
ins um 250 kennarar.
skólastárfsemi hér í bænum eykst
stöðugt. Er það einnig hin mesta
nauðsyn, að sem flest börn geti
verið undir handleiðslu kennara
við náin óg útilíf að sumrinu.
GötuTífið er eí til vill hættulegast,
þegar skólar eru hættir að vor-
inu og börnin hafa ekkert at-
livarf með áhugamál sín, félags- i
þörf og starfslöngun. Vorskóli
Austurbæjár hefir átt miklum vin-
sældurn að fagna, enda haft góð-
niii starfskröftum á að skipa.
llafa fjöldi foreldra tjáð, að börn
sín liáfi notið gleði og gagns við
slílca starfsemi. Vonandi að sem
flest börn fái notið vorskólans.
• Ódýrn f
auglýsiiigarnar.
Taða til sölu á 11 aura kg.
A. v. á.
Nokkrir klæðaskápar seljasc
í’yrir 14. maí með sérstaylega
góðu verði. Uppl. í síma 2773.
FROSIN DILKASVIÐ
fyrirliggjandi.
S, í. S, — Simi 1080.
Nýir dívanar á 35 krónur,
madressur o. fl. fáið þið mjög
ódýrt og vandað og einnig rúm
með madressum með tækifæris-
verði á Laugavegi 49 A.
Einn tvísettur skápur með
innbyggðum servanti, til sölu
fyrir 80 krónur. Uppl. í síma
2773.
Saltfiskbúðin er vel birg af
nýjum fiski. Sími 2098.
D I V A N A R
(og viðgerðir) með góðu stoppi
og mörgum fjöðrum, verða
beztir og sterkastir, ódýrastir
og fallegastir. — Húsgagna-
vinnustofan Skólabrú 2 (hús
Ól. Þorsteinssonar læknis).
Nokkrar húseignir til sölu
Lítil útborgun. Til viðtals á
Baldursgötu 16, uppi, kl, 1—2
og 6—7 daglega. Sig. Guð-
mundsson.
Rúgbrauð, franskbrauð og
normalbrauð á 40 aura hvert.
Súrbrauð 30 aura. Kjamabrauð
30 aura. Brauðgerð Kaupfél.
Reykjavíkur. Sími 4562.
Tilkynningar
Lauritz Jörgensen málara-
meistari Vesturvallagötu 7 tek-
ur að sér allsk. skiltavinnu,
utan- og innanhúss málningar.
Gott ódýrt fæði fæst í K.-R-
húsinu. Einnig einstakar mál-
tíðir.
Hreinsa og geri við eldfæri
og miðstöðvar. Sími 3183.
Menn teknir í þpónustu. Upp-
á Laugav. 64 uppi.
Veitið athygli! Fæði og
lausar máltíðir fáið þið bezt
og ódýrast. Matstofan Tryggva-
götu 6.
Húsnæði
IJerbergi til leigu á allra
skemmtilegasta stað í Miðbæn-
um. A. v. á.
Ilerbergi, helzt . með hús-
gögnum og aðgangi að síma,
óskast nú þegar. Tilboð merkt
garðyrkjumaður, sendist Nýja
dagblaðinu.
Góð íbúð óskast handa manni
í fastri stöðu með litla fjöl-
skyldu. Tilboð merkt „P“ send-
ist afgr. Nýja dagblaðsins fyr-
ir 30. þ. m.
2—3 stofur og eldhús óskast
í nýtízku húsi 14. maí. Fyrir-
framgreiðsla. Sími 2092.
Skílvísir
kaupendur blaðsins gerðu því
greiða, ef þeir borguðu það á
hverjum mánaðamótum án ít-
rekaðra rukkana.