Nýja dagblaðið - 03.05.1934, Side 1
MihIí Iwra l.i
Ný og veiðisæl fiskislóð.
Hvar eru Suðurkautar ?
Vetrarvertíðin var ógæfta.
söm og aflatreg allt fram að
páskum. Þá brá til batnaðar
um gæftir og aíli varð þá mjög
mikill, einkum á vélbáta og
línuveiðara. En það vár ekki
fyr en í síðustu viku, að tog-
araflotinn tók að veiða vel, og
hefir veiði þeirra upp á síð-
kastið verið með afbrigðum
mikil.
Uppgrip þessi hafa verið á
svonefndum Suðurköntum, 35—
40 sjómílur*) vestur af Höfn-
um og Miðnesi. Er þessi fiski-
slóð mitt á milli tveggja gam-
alla fiskimiða, svonefndra
Norðurkanta og Eldeyjar-
banka. Hafdýpið liggur þama
eins og breiður fjörður til
norðausturs í stefnu inn í
norðanverðan Faxaflóa. Norð-
urkantar eru allbreið jafn-
slétta innst að sunnan við
þennan djúphafsfjörð, þá taka
við Suðurkantar en yzt við
„íjörðinn“ sunnanverðan er svo
Eldeyjarbanki.
Hvar eru Suðurkantar?
Vegalengdin frá Reykjavík
til Suðurkanta er álíka og vest-
ur undir Jökul. Frá Reykja-
nesi er jafnlangt á Suður-
kanta eins og austur á miðjan
Selvogsbanka.
Hið fræga fiskimið Halinn,
(Djúpálsrif) er beint í norður
frá Suðurköntum, og ber Lát-
rabjarg í milli, en frá Látra-
bjargi er að kalla jafnlangt á
bæði þessi fiskimið, um 80
sjómílur.
Hvenær hófst veiSi á Suð-
urköntum?
Það var ekki fyr en 1932 að
íslenzkir togarar tóku að veiða
á Suðurköntum. I fyrravor var
aðeins aflað þar skamma stund
og ekki fyr en í maí. En um
fiskimergðina þar að þessu
sinni má t. d. geta þess, að
togarinn Skallagrímúr fékk 11-
skiftan poka eftir 8 mínútna
tog, en í öðrurh drætti
sprengdi fiskþunginn vörpuna
eftir aðeins 3 mínútna tog.
Aflinn var þama mest vænn
þorskur í hrygningu.
Hvað er „poki“? — Hvað
„lifrartunna1*?
Venjulega munu vera í
„poka“ 200 af vænum þorski
og nemur það smálest af flött-
* 1 km. = 0.52 sjómilur. Sjó-
míla því tæpir 2 km.
um fiski, en lifrin 1 tuxmu,
þegar fiskur er lifrarmikill.
Að þessu sinni þurfti Skalla-
grimur 2(4 poka í hverja
tunnu lifrar.
Hvað er talinn góður afli á
togara?
Afli er talinn góður, þótt
draga þurfi vörpu í hálfa til
heila klukkustund. •
Á venj ulegum botnvörpung-
um, þar sem skipshöfnin er
ekki því fjö.lmennari, mun
þurfa allt að 12 kl.st. til þess
að gera að sem nemur afla úr
16 pokum. Fer þetta þó eftir
fiskstærð. Þarf lengri tíma
þegar fiskur er smár, svo sem
einatt er á vorin.
Hvað geta togarar aflað á
miklu dýpi?
Dýpið á Suðurköntum er 60
til 80 faðmar, en smáeykst út
á brúnina, þar sem það er allt
að 100 faðmar. Þá dýpkar
snögglega niður á 120—150
íaðma. Togarar fiska sjaldan
á meira dýpi en 150 föðmum,
en munu þó fyrir víst hafa
togað á 180 föðmum eða jafn-
vel nokkru dýpri sjó.
Hver er fiskimergðin vlð
botn?
Dr. Bjarni Sæmundsson hefir
í skýrslu sinni til stjómar-
ráðsins, sem birt er í Andvara
1933, komizt að þeirri niður-
stöðu, að miðað við toghraða
Skallagríms og klukkustundar-
tog, sem gefi 1 ppka, þ. e. 200
af stórþorski, eða 500 af vor-
fiski, þá sé mergð þess fiskjar
. sem veiðist, 1 þorskur á
hverja 300 ferfaðma, sem varp_
an fer yfir, en 1 vorfiskur á
hverja 120 ferfaðma. En þetta
sé hið fæsta af fiski, sem um
geti verið að ræða í þessu til-
felli, því gera megi ráð fyrir,
að meira eða minna sleppi af
fiski þeim, sem í byrjun lendi
á milli hleranna í vörpuopinu.
Þá segir höf. frá því í þess-
ari sömu skýrslu, að Guðm.
Jónsson skipstj. á Skalagrími
hafi eitt sinn fengið 8 poka í
drætti á 3—4 mínútum við
Hraunið á Selvogsbanka, það
svari til, að verið hafi 1—IV2
fiskur á ferfaðm. Eftir þessu
hefir fiskmergðin verið enn
meiri að þessu sinni á Suður-
köntum, þegar varpan sprakk
af fiskþunganum eftir 3 mín.,
en í vörpu munu geta veiðst
Framh. á 4. síðu.
Heimwehr gegn Nazistum
Er von stærri tíðínda?
Framboð
í Norður Þingeyjarsýslu
Á Framsóknarfélagsfundi í
Norður-Þingeyjarsýslu, sem
haldinn var nokkru fyrir
flokksþing í vetur, skýrði
Björn Kristjánsson alþm. frá
því, að hann sökum annríkis
gæti ékki verið í framboði
fyrir Framsóknarflokkinn á-
fram þar í kjördæminu, og ósk-
aði eftir, að flokksmenn í hér-
aðinu veldu annan frambjóð-
anda í sinn stað.
í gær barst miðstjóminni
skeyti um það, að Gísli Guð-
mundsson ritstjóri hefði með
prófkosningu verið ákveðinn
frambjóðandi Framsóknar-
flokksins í kjördæminu.
He&tt blóð!
London kl. 18, 2/5. FÚ.
í gærkvöldi olli það miklum
æsingum í París, að upphlaup
mikið varð og bardagar á göt-
um, sem byrjuðu með þeim
hætti, að ráðizt var á nokkra
vagnstjóra, sem voru að taka
vagna sína út úr vagnaskýlun-
um. Þegar einn af ökumönnun-
um særðist, kölluðu félagar
hans á lögregluna, og byrjuðu
þá óeirðirnar fyrir alvöru.
London kl. 18, 2/5. FÚ.
Atvik konl íyrir í Insbruck
í Austurríki í gær í sambandi
við 1. maí hátíðahöldin, sem
talið er líklegt að leitt geti til
ágreinings milli ríkja. Hópur
þýzkra nazista, sem staddir
voru í Insbruck höfðu sam-
komu á gildaskála einum í Ins-
bruck, og fór hún fram með
leyfi yfirvaida í bænum. Þýzki
aðalkonsúllinn í borginni var
meðal viðstaddra gesta og
Stéttarhellur voru rifnar upp
og notaðar sem skeyti. Óeirðar-
mennirnir leituðu hælis í
verkamannabústöðum nokkr-
um, og rigndi þaðan grjóti,
eldhúsáhöldum og blómapottum
yfir höfuð hermannanna og
lögreglumannanna. Því næst
hófst skothríð með rifflum og
skambyssum og særðist einn
lögreglumaður. Var þá vara-
varðlið kallað á vettvang, og
með 2000 manna vopnaðri sveit
tókst lögreglunni að lokum að
hreinsa götumar og koma á
umsát á byggingar þar sem ó-
eirðarmennirnir höfðust við.
Leitarljós voru notuð og alls-
konar hernaðartæki, en þó leið
allt til morguns áður en sumir
óeirðamiennirnir gáfust upp.
Voru þá húsakynni öll að lok-
um rannsökuð og 20 rrienn
handteknir. Verkamenn eru nú
í dag að gera við byggingar
þær, er skemmdust í bardög-
unum.
þátttakenda. Samkvæmi þetta
var rofið af flokki austurrískra
Heimwehrmanna, sem kröfðust
þess, að tekin yrði niður flögg
þau, er í hátíðasalnum voru og
mynd af Hitler. Kallað var á
lögregluna og neyddi hún Iieim-
wehrmennina til þess að hvrefa
á brott. Aðalkonsúll Þjóðverja
hafði flöggin á burt með sér
til í'æðismannsskrifstofunnar
þýzku og lagði síðan fram mót-
mælaskjal á þýzku sendiráðs-
skrifstofunni í Wien.
Nýtt ofsóknarsði
í Þýzkaíandi
London kl. 18, 2/5. FÚ.
Þýzka stjórnin hefir gefið út
tilskipun um það, að settur
skuli á stofn dómstóll, og á-
kveðnar þungar refsingar í því
skyni, að yfirvinna „kommún-
istahættuna“. Er dómstóll þessi
gæddur valdi til þess, að kveða
upp dauðadóma og fangelsis-
vist með þrælkunarvinnu fyrir
föðurlandssvik, og ber samkv.
tilskipuninni að skilja orðið
föðurlandssvik samkv1. áður út-
gefinni tilskipun um það, að
það skuli teljast föðurlands-
svik, að aðhyllast Marxistiska
stjórnmálastefnu eða lífsskoð-
un og útbreiða slíkt. Þessi dórri-
stóll verður rétthærri hæsta-
rétti ríkisins í Leipzig og verð-
ur dómsúrskurðum hans ekki
áfrýjað til neins annars dóm-
stóls.
„Skaftfellingur" stöðvaður í gærkveldi
Alþýðnsambandið leggnr bann á flutcing á brú-
aretni íyrir hið opinbera, af því að atvinnumála-
ráðherra hefír ekki samið við Alþýðusambandið
um vegavinnukaup.
Viðtal við Pálma Loftsson forstjóra, ‘Jón Baldvinsson
forseta Alþýðusambands Islands og Þorstein Briem at-
vinnumálaráðherra.
Það hafði verið ákveðið að
v/s. Skaftfellingur tæki í gær
til flutnings austur til Víkur
ca. 10 tonn af brúarefni, er
ætlað var til brúarbyggingar á
Kerlingardalsá.
En í gær barst Pálma Lofts-
syni framkv.stjóra Skipaút-
gerðar ríkisins orð um það að
Alþýðusambandið hefði lagt
bann á framskipun áðumefndr-
ar vöru.
Hafði framkv.stjórinn tal af
Jóni Baldvinssyni, sem er for-
maður Alþýðusambandsins, og
fékk frá honum skriflega yfir-
lýsingu er staðfesti það er áð-
ur hafði sagt verið urn þetta.
; Nýja dagblaðið hafði tal af
Jóni Baldvinssyni og sagði
hann svo frá, að í seinni hluta
marzmánaðai' síðastliðinn, hefði
nefnd manna úr Alþýðusam-
bandinu, skipuð möimum víðs-
vegar að af landinu, farið á
. fund atvinnumálaráðherra með
kröfur þær er sambandið vildi
gera, og viljað fá atvinnumála-
ráðherra til að semja um
kauphæð þá, er gilda skyldi við
opinbera vinnu, og annað fleira
í sambandi við það. En ráð-
herrann hafi enga samninga
viljað gera. Hefði hann sagt,
að samninga um þessi mál sæi
hann ekki ástæðu til að gera
fyr en hann hefði fengið frá
sýslunefndum víðsvegar um
land, samþykktir er þær kynnu
að gera um kaupgjald við
vegavinnu hver í sínu héraði,
en slíkt gæti vitanlega ekki
orðið fyr en langt væri komið
fram á vor. Sagðist Jón Bald-
vinsson hafa hringt til ráð-
herrans í gærmorgun, áður en
ákvörðun þessi var tekin, og
sagt honum, að til þessara
hluta yrði að taka úr því ekki
fengizt gerðir samningar um
kaupið.
Nýja dagblaðið hafði síðan
tal af Þorsteini Briem ráð-
herra og var lítið á því að
græða framyfir það sem upp-
lýst hafði verið, nema helzt
það, að skilja mátti á ráðherr-
anum, að honum þætti krafa
sú, er gerð hafði verið um 1
kr. og 20 aura kaup á kl.st.
við vegavinnu og aðra opinbera
vinnu, vera há. Sagði hann
hið sarna og áður er getið um,
að hann sæi ekki ástæðu til að
gera samninga um þessi mál
fyr en sýslunefndir hefðu gert
sínar samþykktir í þessu efni.
Virðist hér vera um mjög
alvarlegan árekstur að ræða,
hvemig svo sem atvinnumála-
ráðherra tekst að greiða úr
honum.
1