Nýja dagblaðið - 04.05.1934, Page 2
8
H ♦ J A
DASBlaABIB
Nú er kominn tími til þess að bera á
Trollamjöl
1 Hljóiiisveit Reykjaviknr
Illleyja-
skemman
sýnd í Iðnó í kvöld kl. 8.
Sfðasta sinn
Aðgöngumiðar seldir í
Iðnó í dag eftir kl. 1
Lokadansleikur laugardaginn 5. maí
í Iðnó. Hefst kl. 9l/». Hljómsveit Aage
Lorange. Bezta tækifæri til að skemmta
sér vel. Aðgöngumiðar á Café Royal
og í Iðnó á morgun kl. 4—9 e. h.
St j órnin
Kvennadeild Slysavarnarfélagsins
Dax&sleik
/
heldur kvennadeild Slysavarnarfólags Islands að Hótel
Borg kl. 9 i kvöld.
Látið það ekki dragast lengur.
Það drepur mosann og eykur sprettuna
S.G.T.
Aðgöngumiðar fást hjá Sigf. Eymundssyni, Veiðarfæra-
verzluninni Geysir og við innganginn og kosta kr. 2,50
Skemmtinefndin
H.f.Hamar, útibú Hafnarfirði
Vesturgötu 22 & 24 — Sími 9141
framkvæmir 1. flokks vinnu við vélar og skip.
Styðjið íslenzkan iðnað og menn!
Eldri dansarnfr
annaðkvöld, laugard. 5. maí.
Bernburgsfl. spilar. 5 menn.
Áskriftarlisti í G. T. húsinu. —
Sími 3355.
Valið spaðkjöt
fyrirliggjandi hjá
Aðg'öngum. verða að sækjast
fvrir kl. 8 annaðkvöld.
Síðasti dansleikurínn.
Sambandi ísl. samvinnuf élaga
Sími 1080
Skrif stoiur
vorar verða fluttar 1 dag og á morgun
1 Hafnarhúsið við Geirsgötu (inngang-
ur að norðanverðu).
Vegna flutnínganna verða skrifstof'
urnar ekki opnar frá hádegi 1 dag til
mánudagsmorguns.
Skipaútgerð rikisins.
Beztu
rakblöðin
Þunn, flug-
bíta. Raka
hina skegg-
sáru tilfinn-
ingarlaust. -
Kosta að-
eins 25 aura
Fást í nær öllúm verzlunum
bæjarins. — Lagersími 2628.
Pósthólf 373.
Bæjarstjórnar-
fundurinn
Framh. af 1. síðu.
það betri borgurum og auka
enn á lóðabraskið í bænum'.
Bæjarstjórnar meirihlutinn
mun ætla að verja þesa ráða-
breytni með því, að bærinn
hagnist um lóðaverðið, því land-
ið var tekið endurgjaldslaust.
En því er til að svara, að til
þess, að hægt sé að kom!a lóð-
unum í verð, þarf bærinn að
kosta til ýmsumi umþótum!,
gatnagerð o. fl., svo allar líkur
benda til, að gróðinn veröi
minni en enginn.
Þess má geta, að það Verður
að teljast mjög vafasamt,
hvort bæjarfélag getur hagnýtt
sér eignarnámsheimild, þegar
til þess liggja þær hvatir einftr,
að útvega vissum mönnum lóð-
ir með góðum skilyrðum1, en
ekki hagsmunir eignamáms-
taka.
Jafnaðarmenn munu ekki
hafa gert neinn ágreining um
þetta í bæjarráðinu. En Fram-
sóknarmenn eiga þar, eins og
kunnugt er, engan fulitrúa.
RAUÐA HÚSii).
(Mark Ablett er eigandi Rauða hússins. Hann hefir
alið upp frænda sinn, Cayley, og gert hann að ráðsmanni
sínum og lögfræðilegum ráðunaut. Mark kveðst hafa feng
ið bréf frá bróður sínum, Robert, sem dvalið hefir 15árí
Astralíu, um að hann muni heimsækja hann um þrjú-
leytið tiltekinn dag. En á þessum tíma finnst Robert
myrtur á vinnustofu Marks, en sjálfur er Mark horfinn.
Antony Gillingham kemur á sama tíma til Rauða hússins
og hann ásetur sér ásamt öðrum manni, Bill Beverley,
að komast fyrir þessa dularfullu atburði. Sagan lýsir eft-
irgrennslunum þeirra, ýmsum æfintýrum, sem fyrir þá
koma og hvers þeir verða vísari.
Nú ræða þeir m. a. um fund á tösku, sem látin höfðu
verið í föt þau, sem Mark hafði verið í umræddan dag.
þeir höfðu séð Cayley fleygja töskunni i síki rétt hjá
húsinu, að næturlagi. Mrs Norbury er ekkja. Mark hefir
haft í hyggju að ganga að eiga dóttur hennar).
þá ekki við slík tækifæri, kæri Watson, að skipta
einnig um flibba?
— Flibba, sagði Bill alveg steinhissa.
— Flibba, sagði ég, minn kæri Watson.
— Ég skil þetta ekki.
— Þegar allt kemur til alls ert þú alltaf jafn ein-
faldur, sagði Antony.
— Afsakaðu Tony, ég meinti það ekki. — Hvernig •
er það með flibbann?
— Jú, taktu nú eftir! Það var enginn flibbi í tösk-
unni. Skyrta, sokkar, bindi, — allt nema flibbi. Hvers-
vegna?
— Var það hann, sem þú varst að leita að í skápn-
um, spurði Bill ákafur.
— Það er rétt. „Hversvegna enginn flibbi“, spurði
ég sjálfan mig. Af einni eða annari ástæðu hefir Cay-
lay þótt nauðsynlegt að geyma allan fatnað Marks,
ekki aðeins brúnu fötin, heldur líka allt sem hann
hefir verið í og haft á sér um það leyti, sem morðið
gerðist. En hann hafi ekki geymt flibbann. Hvers-
vegna? Hafði hann kannske ekki tekið hann með
vegna einhvers misgánings? Þessvegna leitaði ég í
skápnum. Hann var ekki þar. Hafði hann látið hann
vera kyrran af ásettu ráði? í slíku tilfelli — hvers-
vegna — og hvar var hægt að finna hann? Auð-
vitað byrjaði ég að spyrja sjálfan mig: „Hvar hefi
ég nýlega séð flibba? Alveg einstakan flibba?“ Og
mér kom til hugar — hvað heldurðu, Bill?
Bill strauk ennið í ákafa og hristi höfuðið.
— Spurðu mig ekki, Tony. Ég get ekki — æ, sjá-
um til. Hann vatt höfðinu snögglega til. í körfunni
þarna inni í herberginu, á neðra botninum.
— Jú, einmitt.
— En er það hann?
— Sá sem heyrir til öðrum fötunum? Það veit
ég ekki. Hvar annarsstaðar ætti hann að finnast?
En ef svo væri, því þá að fleygja honum í þvott-
inn eins og vengjulega og gera sér svo mikið erfiði
við að fela allt hitt? Hversvegna? Hversvegna?
Ilversvegna?
Bill beit í munnstykkið á pípunni, en gat ekki
fundið við þessu neina skýringu.
En hvað sem öðru líður, er ég viss um eitt, sagði
Antony og stóð skyndilega upp. Mark vissi á mánu-
daginn að bróðir hans myndi koma hingað.
Yfirheyrslan.
Eftir að rannsóknardómarinn hafði fullnægt hin-
um venjulegu formsatriðum í þessum þætti harmi-
Jeiksins, ætlaði hann að taka nákvæmari skýrslu um!
málið, er leggjast skyldi fyrir kviðdómínn. Vitnin
áttu aftur að mæta fyrir réttinum og staðfesta að
sá dauði væri Robert Ablett, bróðir eiganda Rauða
hússins, Mark Ablett. Það hafði sýnt sig, að hann
var mjög misheppnaður náungi, sem! dvaldi mikinn
hluta æfi sinnar í Ástralíu og að hann með tilkynn-
ingu, sem helzt mátti nefna hótunarbréf, hefði
látið í ljós þá fyrirætlun sína, að heimsækja bróður
sinn fyrgreindan dag. Það átti að staðfestast með
vitnaframburði, hvernig honum var vísað inn á leik-
svið þessa harmleiks — herbergi í Rauða húsinu,
sem venjulega var nefnt „vinnustofan“ — og hvem-
ig bróðir hans hafði líka komið inn í herbergið.
Dómurinn varð síðan að mynda sér sína eigin skoð-
un um það, sem gerðist þar inni. Þegar Mark Ablett
hafði verið þar inni örfáar mínútur, samkvæmt
vitnaframburðinum, hafði heyrzt skot, og þegar
glugginn var brotinn upp — á að gizka fimm mSn-
útum seinna — fannst dauður líkami Roberts Ablett
liggjandi á gólfinu. Hvað Mark sjálfum við kom,
hafði enginn séð hann frá þeirri stundu, sem hann
gekk inn í herbergið, en samkvæmt vitnaframburð-
inum var það upplýst, að Mark hafði á sama tíma
nægilega mikla peninga á sér, til að fara hvert á
land sem var og að maður, sem svaraði mjög til
lýsingar á honum hafði sést á pallstéttinni við
Stantons-járnbrautarstöðina, auðsjáanlega að bíða
eftir 3,35-lestinni til London. Eins og dómurinn gat