Nýja dagblaðið - 20.05.1934, Blaðsíða 2

Nýja dagblaðið - 20.05.1934, Blaðsíða 2
N Ý J A DAGBLAÐIÐ Hóíel Borg \ I dag, hvííasunnndag, og á morgun, annan hviiasunnudag, leikur Dr. Zakál með Ungverja sina kl. 3—5 og 7,30 iil 9 báða dagana. I kvöld ieika báðar hljómsveitirnar til skiptis Mr. Jack Quinet með hljómsveit : tna leikur uridir dansinum annað kvöld frá kb 9. Komið á Bovg Botðið á Borg Búið á Borg SKATTSKRA REYKJAVIKUR liggur frammi í bæjarþingstofunni í hegningarhúsinu frá þriðjudegi 22. maí til þriðjudags 5. júní kl. 10—20, að báðum dögum meðtöldum. Kærufrestur er til þess dags, er skattskrá liggur síðast frammi og þurfa kærur að vera komnar til Skatt- stofu Reykjavíkur, þ. e. í bréfakassa hennar, Hafnar- stræti 10 (Edinborg), í síðasta lagi kl 24 þ. 5. júní. Varaskattstjórinn í Reykjavík Haíldór Sígfússon Útiskemmtun heldur Fríkirkjusöinuðmii n í Haínarfirði i Vidi- stöðum annan dag Hvitasunnu, 21. þ. m. Skemmtunin heist kl. 2V* eitir hádegi. Til skemmtunar verður: 1. Skemmtunin sett: F. J. Arndai. 2. Söngur: Kvennakór frá Reykjavík. 3. Ræða: Dr. Guðnr Finnbogason. 4. Söngur: Kvennakór frá Reykjavík. 5. -Upplestur: Brynjólfur Jóhannesson leikari. 6. Fimleikar kvenna undir stjórn Hallst Hinrikssonar 7. Dulrænar sagnir: Fr. A. Brekkan. 8. Söngur: Kvennakór frá Reykjavík. 9. Dans á palli: Hljómsveit P. 0. Bernburg. Stór hljómsveit frá Reykjavík leikur öðru hvoru allan daginn. Allir út i Viðistaöi á íyrstu útiskemtuu sumarsius Forstöðuuefndiu Orímsvötn og Skeiðará Framh. af 1. síðu. eða aðra farvegi á Skeiðarár- sandi, en ekki valda öll gosin jökulhlaupum. Jökulhlaup er það nefnt, þegar stórar spildur springa framan af jöklum og vatnaflaumur ber fram rastir af stóreflis jökum. Mestu og tíðustu jökulhlaupin verða nú eins og kunnugt er úr Kötlu- jökli og Skeiðarárjökli og má vart í milli sjá, hvor hlaupin séu stórfelldari, en Skeiðarár- hlaupin eru miklu tíðari. Um sjálfar eldstöðvamar í Vatnajökli vita menn ótrúlega lítið. Suðvesturhluti jökulsins er ómældur og ókannaður. Þeg - ar gos verða sést reykjarmökk- ur úr byggðum og vöxtur eða hlaup koma í árnar. I annálum og eldri heimildum eru gos þessi ýmist talin í Vatnajökii, Síðujökli, Skeiðarárjökli eða stundum í Grímsvötnum. Á síð- ari öldum vita menn ekki með vissu við hvað er átt með Grímsvötnum. Lengi var- álitið, að það væri Grænalón sunnan undir Grænafjalli í NV-kverk Skeiðarárjökuls. Þessa skoðun höfðu Sveinn Pálsson og Bj. Gunnl. Nú vita menn að engar nýlegar eldstöðvar eru við Grænalón. Spurningin er því hvort ömefnið Grímsvötn tiafi nokkurn tíman átt við sérstak- an stað, eða það hefir myndast sem þjóðsögn og ef til vill ver- ið sett í samband við grösugar sveitir og útilegumannabyggðir inni á milli jökla. Mér hefir dottið í hug ein hugsanleg skýring á þessu Grímsvatna- nafni og skal í stuttu máli gera grein fyrir henni. Árið 1919 fóru tveir sænskir fræðimenn austur yfir Vatnajökul. Þeir kváðust þá hafa fundið eldgíg mikinn í jöklinum um 25—30 km. norður af Miðfelli, en svo nefnist fjallaklasi í suðurbrún Vatnajökuls norður af Skapta- felli. Gígdalurinn kvað vera um 7 km. að lengd með bröttum hömrum og jökulhengjum allt í kring. Botninn var auður að mestu, en jakar hrundu sum- staðar niður úr jökulhengjun- um í kring. Stöðuvatn var í vestanverðum gígnum, en sand- ar og vatnsrásir austan til. Gáfu þeir dalnum nafnið Svía- gígur. Það er nú ætlan mín að þessi gígur séu Grímsvötn og hafi þau verið þekkt fyr á öld- um, en síðan fallið í gleymsku, nema sjálft örnefnið. Tilgátu þessa má styðja með því að talið er í gömlum máldögum frá 16. öld, að Möðrudalskirkja hafi átt ítök um skógarhögg í Bæjarstaðas'kógi, en Skaptafell átt í staðinn hagbeit þar nyrðra. Munnmæli herma enn- fremur að leið hafi verið farin upp úr Marsárdal og norður yf. ir jökul vegna þessara ítaka. Á. Magnússon heyrði á ferðum sínum, að þessi leið hafi verið farin fram á 16. öld. Ég hygg að munnmæli þessi séu ekki markleysa ein, heldur að leiðin hafi verið farin og \>k legið framhjá Grímsvötnum eða gíg þeim, sem áður var lýst. Þegar leiðin lagðist að fullu niður, hefir staðurinn gleymzt, en ör- nefnið geymzt og sum gos í jöklinum verið kennd við það. Gos þau, sem tengd eru við Grímsvötn í gömlum heimild- um, hafa átt sér stað 1598, 1685, 1706, 1716 og 1766. Loks talar Björn Gunnlaugsson um Grímsvatnamökk árið 1839, er hann var við mælingar á Suð- urlandi. Gos hafði orðið í jökl- inum og hlaup í Skeiðará árið áður. Björn mældi stefnu á mökkinn frá Arnardranga í Meðallandi og bar stefnuna norðan við fjallið Björninn upp af Fljótshverfi. En það bendir á að gosstaðurinn hal'i verið nokkuð vestur af Svíagíg eða Grímsvötnum, sennilega við Vatnajökulsgnípu. I þessu sam- bandi ber að geta þess, að Björn Gunnl. kallaði Grænlón Grímsvötn á uppdrætti sínum og hefir þá álitið að mökkurinn ætti þar upptök. Eldstöðvum í Vatnajökli er vaíalaust svo háttað, að þær eru bundnar við eina eða fleiri sprungur eða eldgjár undir jökl inum, en gosin brjótast út á mismunandi stöðum. 1 eldfjallasögu Þorv. Thor- oddsen eru alls talin 38 gos i Vatnajökli vestanverðum. A 14., 16. og 17. öld eru þau alls talin 6, á 18. öld 10, á 19. öld 19. Á þessari öld, það sem af er, hafa þau orðið 4, sem sé 1903, 1910, 1922 og 1934. Með gosunum 1903 og 1922 fylgdu stórhlaup í Skeiðará, en 1910 kom aðeins vatnsflóð. Hinsveg- ar hljóp Skeiðará 1913. I gosinu 1922 bar gosmökk- inn frá Skaptafelli yfir Þumal, sem er hvass tindur á Miðfells- egg, h. u. b. í hánorður frá Skaftafelli. Bendir það til, að gosið hafi -orðið í Svíagíg eða Grímsvötmun. 1903 bar gos- mökkinn vestar, eða yfir Blá- tind, og bendir það á eldstöðv- arnar 1838 og 1883, norður af Grænafjalli. Kemur það og heim við athugun Hannesar á Núpstað, sem sá greinilega eld- stöðvarnar 1903 af fjallinu Björninn. Væntanlega verða rannsókn- arferðir þær, sem nú hafa ver- ið farnar til eldstöðvanna í Vatnajökli til þess að skera úr mörgu því, sem hingað til hef- ir verið byggt á getgátum ein- um. Eins og áður er getið, kemur Skeiðará undan austurhorni Skeið,arárjökuls. Rennur hún fyrst í einum farvegi ca. 4 km. suð-austureftir fyrir mynni Markárdals yfir að Skaftafelli. Þar slær hún sér suður á bóg- inn og greinist í fleiri og fleiri kvíslar fram sandinn. 1 þessum farvegi mun Skeiðará hafa ver- ið síðustu tvær aldirnar, en áð- ur kom aðal vatnsinagnið und- an jökli miðsvæðis á sandinum og hét þar áður „gamli farveg- ur“. Vegurinn yfir sandinn frá Núpsvötnum að Skeiðará er um 30 km. Mestur hluti sandsins er hnullungsmöl, ónotaleg við fótinn og þreytandi. Má því ætla 5 klst. ferð milli vatna. Víða eru ker og bollar í saná- inn eftir ísjaka, sem þnr hafa sezt og bráðnað. Slík l,er eru hættuleg eftir hlaupin ag hefir viljað til, að maður og hestur hafi horfið í slíkt kviksendi. Þegar kemur að Skeiðará sjálfri gefst óvönum vatna- manni á að líta. Farvegurinn er breiður og flatur sandurinn. Það eru engar ýkjur, að straum rastirnar í aðalkvíslunum eru svo uppbólgnar, að þær sýnast bringuvaxnar í rniðju og hærri en eyrarnar. Þær eru blátt á- fram „svellandi“, eins og stúlk- urnar hér í Reykjavík komast að orði. Og að sjá li'. ernig freyðir á brjóstum hesíanna, ,sem á undan fara! Og finndu hvernig þinn hestur hallar sér í strauminn. Nú reynir á „livort sjóðandi straumiðufall eða brjóstþrýstinn klár heíir bet- ur“. Vatnið er ef til vil) ekki nema vel á miðjar síðui, en straumurinn freyðir á herða- kambi. Ef hesti slær flötum í Skeiðará eða hann lendir í o- stæðri stx'aumrás, þarl' eklú að búazt við að hann geti syrit, heldur að hann kastist um og velti eins og kefli undan straumnum fram af brotinu. Ég veit ekki hvernig öðrum er farið í því efni, en mér finnst eitthvað heillandi og kitl andi notalegt að ríða straum- vötn á vitrum og traustum hesti. Sjaldan sannast betur en þá orð Einars Benediktssonar: „Maður og hestur, þeir eru eitt------þér finnst hvernig æðum alls fjörs er veitt, úr farveg einum að sömu taug __i( Skemmtilegasta straumvatn, sem ég hefi riðið er Skeiðará, en aðeins á skaptfellskum hesti vildi ég leggja í hana í vexti. Þegar hlaupin koma í Skeið- ará er hún engum fær nema fuglinum fljúgandi. öræfingar hafa það fyrir satt, að venju- lega líði 7 ár milli hlaupa, en þetta virðist þó nokkuð á reiki. Sveinn Pálsson segir (1794) að venjulega sé talið, að 20 ár líði milli hlaupanna. Á árunum 1812 —1934 munu alls vera talin 12 jökulhlaup í Skeiðará og svar- ar það til, að hún hafi hlaupið 10. hvert ár. Á því tímabili hafa lengst liðið 19 ár og skemmst 6 ár á milli. Á árun- um 1852—1934 hafa orðið 9 hlaup og verða þá 9 ár á milli. T. d. um jökulhlaupin skal ég nú geta í stuttu máli um hin helztu sem orðið hafa á síðustu ái-atugum eftir heimildum Þ. Þ. Thoroddsen. 1. í janúar 1873 hljóp Skelo - ará og að kvöldi sama da s Súla eða Núpsvötn. Allur sar, ' • urinn frá Lómagnúp austur ao Skaptafelli var í einu flóði. 9. janúar braust eldgosið ut. Sást eldstólpi um nóttina úr Rvík í stefnu á Lágafell. Tals- verð aska féll á Síðu og nær- sveitum. í Suðursveit og Mýr- um í Hornaf. varð öskulagið 5 cm. Gosið virðist hafa verið NV af Grænafjalli. 2. 1883 var eldur uppi í Framh. á 3. síðu.

x

Nýja dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Nýja dagblaðið
https://timarit.is/publication/300

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.